Morgunblaðið - 25.01.1990, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
Mótmælendum dreift
með hörku 1 Kosovo
Belgrað. Reuter.
LÖGREGLA í sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo í Albaníu beitti táragasi
og öflugum vatnsdælum til að dreifa tugþúsundum manna sem söfhuð-
ust saman fyrir framan höfuðstöðvar kommúnistaflokksins í borg-
inni Pristina í gær. Fólkið krafðist lýðræðis, fjölflokkakerFis og að
neyðarlögum í héraðinu yrði aflétt. Einnig var lýst yfír stuðningi
við þá ákvörðun kommúnista í Slóveníu að slíta tengsl við flokks-
deildir í öðrum lýðveldum Júgóslavíu.
Sjónarvottar sögðu að aðgerðir
lögreglu í gær hefðu verið mjög
harkalegar. Júgóslavneska sjón-
varpið sagði að flokksforingjar í
Kosovo hefðu haldið neyðarfund í
gærkvöldi til að ræða hvernig ætti
að bregðast við mótmælunum.
Kommúnistar í Slóveníu hafa
ákveðið að hætta formlegum
tengslum við skoðanabræður í öðr-
um lýðveldum Júgóslavíu. Var þessi
ákvörðun tekin eftir að fulltrúar
Slóveníu gengu af flokksþingi júgó-
slavneskra kommúnista á þriðju-
dagskvöld.
Slóvenskir kommúnistar ætla að
hittast í upphafi næsta mánaðar til
að ákveða framhald málsins og er
rætt um að breyta nafni flokks-
deildarinnar í lýðveldinu. Tillaga
Slóvena um að kommúnistaflokkur
Júgóslavíu yrði lagður niður í nú-
verandi mynd var felld á flokks-
þinginu en þess í stað ákveðið að
fella niður ákvæði í lögum um
valdaeinokun kommúnista. Var
flokksþinginu frestað um óákveð-
inn tíma þegar Slóvenamir gengu
af fundi.
Verðfall á verð-
bréfamörkuðum
New York, Tókýó, London. Reuter.
MIKIÐ verðfall varð á flestum
verðbréfamörkuðum í gær og
ástæðan sögð vera Htil viðbrögð
við nýjasta ríkisskuldabréfaút-
boði Bandaríkjastjórnar og
hærri vextir víða um lönd.
anfömu eigi kannski mestan þátt í
verðfallinu og með þeim hafi gengi
verðbréfanna verið leiðrétt og óeðli-
legur hagnaður upp á síðkastið aft-
ur tekinn.
Ekki er allt sem sýnist
Þessar ógnvænlegu beinagrindur sem komið hefur Þeim er ætlað að auglýsa sýningu á útdauðum
verið fyrir á svölum safns í Frankfurt í Vestur- menningarsamfélögum.
Þýskalandi era í raun uppblásnar plastbrúður.
Bandarísku ríkisskuldabréfin,
sem nú er verið að bjóða út, eru
upp á fimm milljarða dollara og í
fyrsta sinn frá því um miðjan sjötta
áratuginn era þau til 40 ára. And-
virðið ætla stjómvöld að nota til
að tryggja hag sparifjáreigenda í
gjaldþrota lánastofnunum. Eftir-
spurnin eftir bréfunum hefur verið
lítil og vegna óttans við áhrif þess
á markaðinn lækkuðu verðbréf í
Tókýó í gærmorgnn. Ahyggjur
manna af lág^u gengi jensins og
hærri vöxtum höfðu einnig sitt að
segja.
I kjölfar verðfallsins í Tókýó
lækkaði hlutabréfaverð á evrópsk-
um fjármálamörkuðum og það
sama varð uppi á teningnum þegar
dagsbrúnin var komin tii New York.
Féll Dow Jones-vísitalan um 61,04
stig fyrsta hálftímann. Margir segja
raunar, að vaxtahækkanir að und-
Doina Cornea segir sig úr Þjóðarráðinu í Rúmeníu:
„Leiðtog'arnir eru enn komm-
únistar - ég treysti þeim ekki“
Búkarest. Reuter.
DOINA Cornea, er var einn af fáum andófsmönnum Rúmeníu á 24
ára valdatíma Nicolae Ceausescus, fyrrum einræðisherra, sagði í gær
að sú ákvörðun Þjóðarráðsins að breyta ráðinu í flokk væri mikið
áfall fyrir lýðræðissinna. Leiðtogar ráðsins væru enn kommúnistar
og þeim væri ekki treystandi. Þjóðarráðið hefúr farið með völdin í
landinu frá því Ceausescu var steypt af stóli skömmu fyrir jól og
leiðtogar ráðsins höfðu lofað því að leysa það upp eftir fyrstu fijálsu
kosningarnar í landinu í rúma fjóra áratugi.
Framkvæmdanefnd Þjóðarráðs-
ins samþykkti með miklum meiri-
hluta atkvæða á þriðjudag að bjóða
fram sem flokkur í kosningunum
20. maí. Doina Cornea átti sæti í
framkvæmdanefndinni ásamt tíu
öðrum og sagði sig úr Þjóðarráðinu
til að mótmæla framboðsáformun-
um. __ _
„Ég tel óréttlátt að breyta Þjóð-
arráðinu í flokk, því það ræður yfir
öllum valdastofnunum landsins og
getur einn hafið öfluga kosninga-
baráttu. Þessi ákvörðun verður til
þess að hinir flokkarnir eiga mjög
óhægt um vik,“ sagði Cornea í við-
tali í franskri útVarpsstöð. Hún
kvaðst ekki ætla að ganga í annan
flokk heldur styðja Fijálslynda
flokkinn og Bændaflokkinn, sem
voru stofnaðir á nítjándu öld. „Leið-
togar Þjóðarráðsins eru fyrram
kommúnistar. Þeir era það reyndar
ennþá þótt þeir viðurkenni það ekki
lengur. Ég treysti þeim ekki,“ bætti
hún við.
Talsmaður Þjóðarráðsins sagði í
gær að ráðið yrði ekki flokkur held-
ur „óháð stjómmálahreyfing“. í
augum margra Rúmena er enginn
munur á þessu tvennu og einn
þeirra, Anton Stefanescu, sagði að
Þjóðarráðið beitti sömu brögðum til
að hrifsa völdin í eigin hendur og
kommúnistar í kosningunum árið
1947, er þeir bratust til valda.
„Andrúmsloftið nú er alveg eins og
þegar kommúnistar svindluðu í
kosningunum 1947 - þeir mötuðu
okkur á lygum og núna ætlar ráðið
að gera það sama,“ sagði hann.
Margir af nýju flokkunum fimm-
tán, sem komið hafa fram frá bylt-
ingunni í desember, vilja að allir
þeir félagar í Þjóðarráðinu, sem
bjóða sig fram, segi sig fýrst úr
því. Talið er að um 200 manns séu
í ráðinu.
Bardagar brjótast
út daglega í Kasmír
Noregur:
Deila við Sovétmenn um
skammdrægar eldflaugar
Norskir herforingjar segja sovésk
lgamorkuvopn við norsku landamærin
Ósló. Reuter.
BJÖRN Nygaard, yfírmaður landhersveita Norðmanna í norðurhluta
landsins ítrekaði í gær fyrri yfirlýsingar norskra hernaðaryfírvalda
þess efiiis að Sovétmenn hefðu ekki fjarlægt skammdrægar kjarnorku-
eldflaugar sínar á Kóla-skaga. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi lýsti
yfír því i Helsinki í október að meðal- og skammdrægar eldflaugar
væri ekki lengur að fínna á skaganum og hefúr talsmaður sovéska
utanríkisráðuneystisins staðfest þessa yfírlýsingu.
Nygaard sagði í viðtali við frétta-
mann Reuters í Ósló í gær að norsk-
ir hermenn hefðu séð eldflaugamar
frá landamærastöðvum sínum í
Norður-Noregi. Kvað hann eldflaug-
ar þessar skammdrægar af gerðinni
SS-21 en þær eru hreyfanlegar og
draga um 100 kílómetra. Á mánudag
sagði Dagfinn Danielsen, yfirmaður
heraflans í Norður-Noregi, hið sama
í viðtali við Reuíers-fréttastofuna.
Gennadíj Gerasímov, talsmaður
sovéska ■ utanríkisráðuneytisins,
sagði í Moskvu á þriðjudag að full-
yrðingar Dagfinns Danielsen ættu
við engin rök að styðjast. Sagði hann
að Sovétmenn réðu ekki lengur yfir
skammdrægum eldflaugum sem
unnt væri að skjóta á skotmörk í
Norður-Evrópu.
Björn Nyygard sagði hugsanlegt
að kjamaoddamir hefðu verið teknir
úr eldflaugunum en kvað það lítið
verk að koma þeim fyrir að nýju.
Hans sagði, líkt og starfsbróðir hans
Danielsen, að hæpið væri að flaug-
amar væru búnar hefðbundnum
sprengjuhleðslum því miðunarbúnað-
ur þeirra væri frumstæður og ná-
kvæmnin því lítil. Myndu slíkar
hleðslur því koma að takmörkuðum
notum brytust út átök nærri norsku
landamærunum.
Nýju Delhí. Reuter.
ÞÓTT svo eigi að heita að friður
hafi ríkt á milli Indveija og Pak-
istana í tæp átján ár eiga hermenn
þessara þjóða nú í átökum nánast
daglega í Kasmír-ríki. Indverjar
og Pakistanar hafa háð tvær styrj-
aldir um yfírráðin í ríkinu en þeir
fyrrnefndu ráða tveimur þriðjung-
um en hinir einum.
Bardagar bijótast út á allt að sex
stöðum á degi hveijum við 1.400
metra langa vopnahléslínu, sem eftir-
litssveitir Sameinuðu þjóðanna fylgj-
ast með. Aðeins tvö hundruð metrar
skilja þar hermenn Indverja og Pak-
istana. Eftirlitssveitir Sameinuðu
þjóðanna telja að í fyrra hafi indver-
skir hermenn 600 sinnum gerst brot-
legir við vopnahléssamning, sem þeir
gerðu við Pakistana árið 1972. Ekki
hefur fengist leyfi til að kanna brot
Pakistana en talið er að þau hafi
verið litlu færri.
Meira en 40 manns hafa beðið
bana á undanfömum dögum í átök-
um indverskra hermanna og mús-
lima, sem mótmælt hafa yfirráðum
Indveija í Kasmír. Krefjast þeir þess
að ríkið verði sjálfstætt eða í nánum
KRTN
tengslum við Pakistan. Fjórir menn
féllu í fyrradag þegar indverskir her-
menn réðust gegn íslömskum upp-
reisnarmönnum.