Morgunblaðið - 25.01.1990, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Sovétríkin að liðast
í sundur?
Aundanförnum árum og
áratugum hefur þróunin
í átt til einhvers konar ríkja-
bandalags orðið mjög ör í
Vestur-Evrópu. Samvinna
Evrópuríkjanna hefur orðið
stöðugt nánari og samráð
þeirra í milli æ meira. Stefnt
er að því samstarf þeirra
verði enn nánara á þeim tíma,
sem eftir er til aldamóta.
Á sama tíma og samein-
ing, samvinna og samráð ein-
kennir álla framvindu mála í
Vestur-Evrópu er allt annað
að gerast í Austur-Evrópu
og Sovétríkjunum. Þar er
ríkjabandalag að liðast í
sundur. Sovétríkin hafa í
raun afsalað sér rétti til af-
skipta af málefnum jaðarríkj-
anna í Austur-Evrópu og
standa nú frammi fyrir því,
að eldar kvikna í hverju sov-
étlýðveldinu á fætur öðru.
Það fer ekkert á milli mála,
að miðstjórnin í Moskvu
stendur frammi fyrir upp-
reisn í hinum einstöku lýð-
veldum á jaðri ríkjabanda-
lagsins.
Það er rétt, sem Kasparov,
heimsmeistari í skák, sagði í
sjónvarpsviðtali, sem sýnt
var í annarri sjónvarpsstöð-
inni hér, að Kákasuslýðveldin
geta orðið Líbanon eða Norð-
ur-írland Sovétríkjanna.
Augljóst er, að á þessum
svæðum fara saman heiftar-
legar trúardeilur, sem eiga
sér djúpar rætur í sögu þess-
ara þjóða og uppreisn lýð-
veldanna gegn Moskvuvald-
inu. Það er ólíklegt, að
Moskvustjórninni takist að
hemja þessa uppreisn úr því,
sem komið er.
Jafnhliða þeim átökum,
sem nú fara fram innan hins
sovézka ríkjabandalags, þar
sem hver þjóðin á fætur ann-
arri gerir tilraun til þess að
ná. sjálfstæði sínu, gerast
svipaðir atburðir í öðrum
nálægum löndum. Lifir Júgó-
slavía af, sem sjálfstætt ríki?
Hvað um minnihlutahópa í
öðrum Austur-Evrópuríkjum,
sem vilja sameinast skyld-
mennum sínum í öðrum
ríkjum?
I raun og veru er margt,
sem bendir til þess, að allt
stefni í þá átt í Austur-
Evrópu og Sovétríkjunum, að
landamæri verði skipulögð á
ný og endurspegli að ein-
hverju leyti það ástand, sem
var fyrir heimsstyijöldina
fyrri og fyrir byltinguna í
Rússlandi. Við vitum ekki
hversu hröð eða hæg þessi
þróun verður en það er ákaf-
lega ósennilegt, að hægt
verði að stöðva hana með
hervaldi úr því, sem komið
er, jafnvel þótt Moskvu-
stjórnin ákveði að grípa til
þess í ríkara mæli en gert
hefur verið fram til þessa.
Það getur ekki hjá því far-
ið, að þessir atburðir eigi eft-
ir að hafa áhrif á framvindu
mála í Vestur-Evrópu en það
er ómögulegt að segja á
þessu stigi málsins á hvern
veg. Þar kemur margt til.
Eitt er það, að Vestur-Evr-
ópuríkin hljóta að leggja ríka
áherzlu á, að veita ríkjunum
í Austur-Evrópu efnahagsað-
stoð m.a. til þess að koma í
veg fyrir gífurlegan straum
flóttamanna til Vestur-Evr-
ópu svo og til þess að auka
líkurnar á friðsamlegri aðlög-
un þessara ríkja að breyttum
aðstæðum.
Hitt er alveg ljóst, að þótt
hættan á hernaðarátökum
milli austur og vesturs kunni
að hafa minnkað hefur hætt-
an á hernaðarátökum í Aust-
ur-Evrópu og Sovétríkjunum
aukizt verulega vegna upp-
reisnar í lýðveldum innan
Sovétríkjanna. Breiðist þau
út að ráði getur enginn séð
fyrir endann á því. Þess
vegna er það svo, að þótt
andstæðingar kommúnism-
ans fagni hruni hans og ógn-
arstjórnar hans í Austur-
Evrópu og Sovétríkjunum er
uggur í bijósti margra um
það, hvernig aðlögun þessara
ríkja að nýjum tímum fer
fram í raun.
Ríkjabandalagið í Vestur-
Evrópu er að verða til með
fijálsum samningum þjóða í
milli. Ríkjabandalagið í Aust-
ur-Evrópu og Sovétríkjunum
varð til í krafti hervalds og
skoðanakúgunar. Þess vegna
er það að falli komið.
Forstjóri Landsvirkjunar um áformaðan tekjuskatt á orku
Almemiingur niui
tveggja milljarða
Verð til almenningsveitna þyrfti að hækka um 46%
VERÐI frumvarp fjármálaráðherra um tekjuskatt á orkufyrir-
tæki að lögum, mun skattur á Landsvirkjun á næsta ári verða
um 2.000 milljónir króna. Eigi fyrirtækið að geta uppfyllt
kröfur um arðsemi, sem til þess eru gerðar, verður að hækka
verðið til almenningsveitna og almenningur því bera skattinn.
Þetta er álit Halldórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar.
Halldór segir að verði frum-
varpið að lögum verði óhjákvæmi-
legt að hækka raforkuverð til al-
mennings miðað við að kröfur til
fyrirtækisins um arð verði óbreytt-
ar samkvæmt lögum um Lands-
virkjun og túlkun fyrirtækisins
sjálfs og Þjóðhagsstofnunar á
þeim. Tvær ástæður séu fyrir því
að almenningur verði að bera
skattinn. Annars vegar eigi hluti
hins skattskylda hagnaðar rót sína
að rekja til rafmagnssölu til al-
menningsveitna. Hins vegar hagn-
ast fyrirtækið á orkusölu til stór-
iðju, en núgildandi samningar við
stóriðjufyrirtækin leyfa ekki að
skattur sem þessi hafi verðhækkun
í för með sér. Almenningur yrði
því að bera þann hluta líka, miðað
við óbreyttar arðgjafarkröfur og á
þeim forsendum að ákvæði Lands-
virkjunarlaga, um að rafmagnssala
til stóriðju megi ekki leiða til hækk-
unar á rafmagnsverði til almenn-
ings, víki fyrir frumvarpinu, verði
það óbreytt að lögum.
Halldór segir jafnframt að verði
tekjuskatturinn að veruleika og
slakað verði á arðsemiskröfunni,
sem lögin um fyrirtækið gera ráð
fyrir, verði það til slíkrar fjár-
hagslegrar íþyngingar fyrir Lands-
virkjun, að brestir yrðu í lánssamn-
ingum fyrirtækisins og erlendra
banka og lánstrausti þess í hættu
stefnt með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum. Halldór segir að fyrir-
tækið gæti neyðzt til að lengja
lánstíma eldri lána eða endurnýja
eftirstöðvar þeirra til lengri tíma
en ella, auk þess myndi tekjuskatt-
urinn auka þörf fyrirtækisins fyrir
lánsfé. „Slíkt myndi að sjálfsögðu
auka fjármagnskostnaðinn veru-
lega og leiða til hærra rafmagns-
verðs til almennings til lengri tíma
litið en ef gripið yrði til verð-
hækkunar strax við tilkomu
skattsins," sagði Halldór.
Hann sagði að erfitt væri að tjá
sig um frumvarpið í stuttu máli,
en reglur þess um endurmat eigna,
verðbreytingafærslur og afskriftir
stönguðust mjög á við gildandi
reikningsskilareglur og uppgjör
hjá Landsvirkjun. „Hér eru ýmsir
annmarkar á ferðinni, sem leiða
til þess að verði frumvarpið óbreytt
að lögum sýna útreikningar Lands-
vírkjunar að rafmagnsverð fyrir-
tækisins til almenningsrafveitna
þyrfti nú að hækka um hvorki
meira né minna en 46% miðað við
arðgjafarmarkmiðin,“ sagði Hall-
dór. Hann sagði að ástæðan fyrir
þessu væri meðal annars sú að
frumvarpið gerði ekki ráð fyrir að
tap, sem orið hefði á rekstrinum
1989 miðað við uppgjör samkvæmt
skattalögum, kæmi til frádráttar
skattstofninum fyrir 1990. „Verðið
gæti síðan farið lækkandi, en yrði
samt um 13% hærra árið 2000
með skatti en án hans,“ sagði for-
stjórinn.
Fiskveiðistefinan
Veiðigjald er ekki i
eftir Gylfa Þ. Gíslason
— Síðari grein
i.
í umræðum þeim um fiskveiði-
stjórnina, sem farið hafa fram und-
anfarna mánuði, einkum á síðum
Morgunblaðsins og í vikuritinu
Vísbendingu, hafa ýmsir hagfræð-
ingar og raunvisindamenn sett fram
þá hugmynd um breytingu á fisk-
veiðistjórninni, að hætt verði að
afhenda veiðileyfi ókeypis, heldur
skuli þau fengin í hendur einstakl-
ingum, sem þá skuli greiða fyrir
þau með einhvetjum hætti, enda séu
þau afhent til aillangs tíma eða
leigð. í skrifum mínum hef ég
ávallt talað um gjald eða afgjald í
þessu sambandi. Aðrir hafa talað
um auðlindaskatt. Nú nýlega hefur
Þorkell Helgason prófessor talað
um veiðigjald, og felli ég mig ágæt-
lega við það orð.
Þessum hugmyndum hefur verið
mótmælt harðlega. Málsvarar sjáv-
arútvegsins hafa andmælt þeim af
hagsmunaástæðum, og er það sjón-
armið skiljanlegt, þótt ekki sé það
réttlætanlegt. Þeim hefur einnig
verið andmælt vegna þess, að í
þeim felist aukin miðstýring og
aukin skattheimta. Hér er um mis-
skilning að ræða. Að baki hug-
myndinni liggja þvert á móti mark-
aðshyggjusjónarmið. Hún er tillaga
um að reyna að leysa vandamál
sjávarútvegsins á grundvelli mark-
aðskerfis, svo sem glöggt sést á
því, að eftirspurn eftir veiðileyfum
og verðmyndun á þeim á að skera
úr um, hveijir fái leyfin, enda er
gert ráð fyrir því, að viðskipti með
veiðileyfi verði algjörlega fijáls.
Slíkar hugmyndir á ekki að kenna
við miðstýringu. Það er líka rangt
að nefna aukna skattheimtu í þessu
sambandi. Það, sem um er að ræða,
er að láta þá, sem fá rétt til hagnýt-
ingar á auðlind þjóðarheildarinnar,
skila' þeim arði, sem hún gefur af
sér, með beinum hætti, en þennan
arð hef ég einnig nefnt sjávarrentu,
til samræmis við gamalt orð úr al-
mennri hagfræði, jarðrentuna.
Greiðsla sjávarrentunnar til þjóðar-
heildarinnar er ekki „skattur“ í
venjulegri merkingu þess orðs, frek-
ar en t.d. húsaleiga er skattur. Hún
er endurgjald fyrir afnot af verð-
mætu húsnæði.
Þótt Morgunblaðið hafi birt
greinar með og móti þessum hug-
myndum hefur blaðið ekki tekið
neina afstöðu^til þeirra í forystu-
greinum. í Helgispjalli hefur höf-
undur þess, M, þó oftsinnis undir-
strikað, að fiskimiðin séu og eigi
að vera þjóðareign og það ekki ein-
ungis á pappírnum, heldur einnig í
raun og veru, þannig að þjóðin njóti
eignar sinnar, en ekki útvaldir ein-
staklingar. Sunnudaginn 31. des-
ember er síðan rifjað upp í Reykja-
vikurbréfi, hvað sagt hafi verið á
sama stað um fiskveiðistefnuna 11.
maí 1986. I upprifjuninni segir
m.a.:
„Sumir eru þeirrar skoðunar, að
séreignarskipulag á fiskimiðunum
sé bezta lausnin, en sá hængur er
á því, að engir einstaklingar eiga
hafsvæðin, fiskimiðin eru sameign
okkar allra eftir langa og harða
baráttu allrar þjóðarinnar fyrir rétti
sínum ... Sumir segja, að ekki sé
hægt að selja eða gefa miðin nema
þá með því að skipta þeim meðal
landsmanna allra, t.a.m. með því
að senda eigendunum, þ.e. öllum
íslenzkum þegnum, hlutabréf í
þessu fyrirtæki. Segja mætti, að
það væri lýðræðislegasta aðferðin
og sú eina, sem allir ættu að geta
komið sér saman um“ . . . „Haf-
svæðin eru ný eign allrar þjóðarinn-
ar, og um það yrðu stórátök, ef
gefa ætti þetta fjöregg einhveijum
fáum útvöldum, jafnvel skussum,
sem ekki hafa til þess unnið. Á
þessu máli eru augsýnilega margar
hliðar. Það er nauðsynlegt að skoða
þær allar og reyna að gera upp hug
sinn án þess að upp úr sjóði.“
„Vel má vera, að leiga til tak-
markaðs tíma yrði heppilegasta
lausnin. Þá gætu menn fengið svip-
aða tilfinningu fyrir miðunum eins
og þau væru þeirra eign“ . .. „Bezt
fer á því, að einkaframtakið annist
nýtinguna, þegar um sameiginlega
eign er að ræða, ekki ríkið, því þá
fer allt í grænan sjó, eins og í
kommúnistaríkjunum.“ Og lokaorð-
in eru þessi: „Þannig hlýtur að
mega fækka fiskiskipum og frysti-
húsum áður en örtröðin á miðunum
verður svo mikil, að öll arðsemin
lendi í útgjaldahítinni, en að því
hefur stefnt.“
Hér er um að ræða sömu grund-
vallarsjónarmiðin og fyrri grein mín
um fiskveiðistefnuna nú byggðist á.
í þessu sambandi verður þess að
geta, að annar af ritstjórum DV,
Jónas Kristjánsson, hefur í mörg
ár mælt með sölu veiðileyfa í for-
ystugreinum blaðs síns. Alþýðu-
blaðið hefur og í nokkrum fprystu-
greinum stutt þessi sjónarmið. Þó
enginn stjórnmálaflokkur hafi enn
mótað heilsteypta stefnu í þessum
mikilvægu málum, hafa ýmsir
stjórnmálamenn lýst stuðningi við
sjónarmiðin. Má þar t.d. nefna Jón
Sigurðsson viðskipta- og iðnaðar-
ráðherra og Friðrik Sophusson al-
þingismann. Jóhannes Nordal
seðlabankastjóri hefur lýst fylgi yið
þessi sjónarmið. Hið sama á við um
Þórð Friðjónsson forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar. Verzlunarráð ís-
lands styður þau í stefnuskrá sinni.
Félag íslenzkra iðnrekenda hefur
undanfarið hins vegar ekki markað
stefnu í þessum málum. Þó er óhætt
að fullyrða, að sú skoðun, að út-
vegsmenn eigi að greiða fýrir hag-
nýtingu fiskimiðanna, nýtur fylgis
mikils meiri hluta iðnrekenda. Af
hálfu hagsmunaaðilanna, útgerðar-