Morgunblaðið - 25.01.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐiÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
27
fyrirtæki:
íbera
skatt
Athuganir, sem Landsvirkjun
hefur gert, sýna að vegna breyttra
bókhaldsreglna samkvæmt skatta-
lögum yrði hagnaður Landsvirkj-
unar á þessu ári 4.000 milljónir
„á pappírnum“, án þess þó að
greiðsluafkoman batni nokkuð,
heldur versni, komi ekki til verð-
hækkunar. Skatturinn yrði því um
tveir milljarðar vegna nýbyijaðs
árs. Halldór segir að þetta sýni
glöggt að fyrrnefndar reglur
skattalaganna eigi ekki við um
Landsvirkjun með tilliti til þeirra
bókhaldsreglna, sem fyrirtækið
hafi búið við og fjárhagur þess sé
byggður á. Hinar miklu erlendu
skuldir Landsvirkjunar geri það að
verkum að verðbreytingafærsla
skattalaga til hækkunar á bók-
haldslegum hagnaði sé ekki raun-
hæf, þegar Landsvirkjun eigi í hlut.
Halldór segir að því sé ekki að
leyna að tekjuskattur á Landsvirkj-
un þýði breytingar á forsendum
fyrir sameignarsamningi ríkisins,
Reykjavíkurborgar og Akureyrar
um fyrirtækið, þar sem skatturinn
hljóti að draga úr möguleikum á
arðgreiðslum til þeirra. Þá verði
að taka skattinn með í reikninginn
vegna mats á kostnaðarverði raf-
magns til nýrrar stóriðju.
Viðskiptavinir fylgjast með leik Sinfóníunnar í gær.
Sinfóníiihljómsveit
íslands í bankasal
ÞAÐ gerist ekki oft að heil sinfóníuhljómsveit heimsæki banka
landsins-og leiki fyrir starfsmenn og viðskiptavini. I gær lék
Sinfóníuhljómsveit Islands léttklassíska tónlist í afgreiðslusal
Landsbanka íslands í Austurstræti. Stjórnandi var Páll P. Páls-
son.
Á efnisskrá hljómsveitarinnar
voru meðal annars forleikur að
Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart,
nokkur atriði úr Hnotubijótnum
eftir Tsjajkovskíj og síðan Vínar-
tónlist.
Sinfóníuhljómsveitin hefur
stöku sinnum heimsótt vinnu-
staði og leikið klassíska tónlist
og segir Sigurður Bjömsson
framkvæmdastjóri hljómsveitar-
innar að þessu framtaki hafi ver-
ið vel fagnað. Hljómsveitin sló á
létta strengi í aðalafgreiðslu
bankans og gátu menn rekið þar
erindi sín við léttklassíska tónlist.
Ekki verið að leggja
skatta á sjúklinga
- segir heilbrigðisráðherra
GUÐMUNDUR Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra,
segir að sú staðhæfing Jóhannesar Pálmasonar, framkvæmdastjóra
Borgarspítalans í Morgunblaðinu í gær, að verið sé að leggja skatta
á sjúklinga sé á misskilningi byggð. „Þarna er fyrst og fremst verið
að setja reglur um samræmingu á greiðslum aldraðra þegar þeir
hafa flutt búsetu sína af heimili sínu á hjúkrunarheimili,“ sagði ráð-
herrann.
Heilbrigðisráðherra sagði rétt
að umsækjendur um vist á stofn-
unum fyrir aldraða undirrituðu
yfirlýsingu þess efnis að yfirvöld
hafi frjálsan aðgang að skatt-
skýrslum umsækjenda, enda hafi
slíkt tíðkast í mörg ár við útreikn-
inga á tekjutryggingu aldraðra hjá
Tryggingastofnun ríkisins.
Adda Bára Sigfúsdóttir, sem fer
með tryggingamál hjá Félagi eldri
borgara, sagði að á fundi með
heilbrigðisráðherra þar sem reglu-
gerðardrög vegna laga um málefni
aldraðrá voru kynnt 10. janúar
síðastliðinn, hefði sú ósk verið sett
fram að kostnaðarhlutdeild vist-
manna á dvalarstofnunum yrði
aldrei hærri en svo að þeir héldu
15% af tekjum sínum eftir skatta
og greiðslu dvalarkostnaðar. í
reglugerðinni er hins vegar gert
ráð fyrir að vistmaður í þjónustu-
húsnæði greiði dvalarkostnað af
eigin tekjum sem eru umfram
15.700 krónur en vistmaður hjúk-
runarrými af eigin tekjum sem eru
umfram 13.200 krónur.
Heilbrigðisráðherra segir að
breytt kostnaðarþáttaka vist-
manna á stofnunum fyrir aldraða
leiði til sparnaðar fyrir ríkið. Ekki
taldi nann að kostnaðarauki fylgdi
framkvæmd nýs vistunarmats sem
nú verður framkvæmt um allt
land. Starfsfólkið væri þegar til
staðar og ekki væri um fjölgun
að ræða í þeim störfum sem hér
um ræðir.
Miklaholtshreppur:
Truflanir #
á rafinagni
Borg í Miklaholtshreppi.
NOKKUÐ hefur borið á truflun-
um á rafinagni hér á sunnan-
verðu Snæfellsnesi. Fljótlega
hefur þó tekist að koma því í
lag.
I gær slitnaði háspennulína hjá
Vþgamótum og einnig hjá Ölkeldu
í Staðarsveit. Veður er þannig að
frostlaust var fyrstu í morgun en
nú hefur fryst og ísing sest á
línurnar sem valdið hefur þessum
slitum. Samfara þessari bilun fóru
víða perur í útiljósum vegna
spennuhækkunar. Páll
iý hugmynd
manna, hafa þessar hugmyndir hins
vegar mætt eindreginni andstöðu.
En í Morgunblaðinu 4. janúar birt-
ist mjög athyglisverð og skynsam-
leg grein eftir Hermann Þórðarson,
starfsmann og eiganda í Ögurvík
hf. Tillaga hans varðandi fiskveiði-
stefnuna er þessi: „Rétturinn (veiði-
leyfi) er afhentur gegn endurgjaldi.
Heildarendurgjald útgerðar miðist
vð þá auknu hagkvæmni, sem hún
hefur af rétti til framsals kvóta.“
Er hér vonandi um að ræða upphaf
að breyttu viðhorfi í hópi útvegs-
manna.
II.
Því hefur verið haldið fram, að
hugmyndirnar um veiðigjald séu
nýjar af nálinni og lítt hugsaðar,
nokkurs konar bóla, sem muni
springa. Hér er misskilningur á
ferðinni. Sannleikurinn er sá, að
þær grundvallarhugmyndir, sem
hér er um að ræða, eru að vísu til-
tölulega nýjar af nálinni í heiminum
öllum. Fiskihagfræði er mjög ung
fræðigrein, af því að ofveiði í heim-
inum er tiltölulega nýtt fyrirbæri,
og auk þess skiptir sjávarútvegur
ekki miklu máli í þjóðarbúskap mjög
margra þjóða. En íslenzkir fræði-
menn hafa reynzt fylgjast sæmilega
vel með í þessum efnum, þótt hitt
sé jafnljóst, að ekki hafi tekizt að
ná eyrum stjórnmálamanna í þess-
um efnum, frekar en á öðrum svið-
um, svo sem landbúnaðarmálum,
að ekki sé talað um hagsmunaaðil-
ana. En ástæða er til þess að rekja
stuttlega, að grundvallaratriði þess-
ara mála hafa verið rædd hér á
landi í um það bil hálfan annan
áratug.
Hið fyrsta, sem skrifað var um
þær hugmyndir, sem um er að ræða,
var ritgerð, sem einn úr hópi helztu
hagfræðinga landsins, Bjarni Bragi
Jónsson, núverandi aðstoðarbanka-
stjóri Seðlabankans, birti í Fjár-
málatíðindum árið 1975. Nefndi
hann ritgerðina: „Auðlindaskattur,
iðnþróun og efnahagsleg framtíð
Islands". Kjarni máls hans var, að
meðan sjávarútvegurinn greiddi
ekki fyrir hagnýtingu fiskimiðanna,
en gengisskráningu væri beitt til
þess að tryggja afkomu hans, væri
iðnþróun heft, útflutningsatvinnu-
vegum mismunað og byrðar lagðar
á annan útf lutning en sjávarvöruút-
flutning. Hér var orðið auðlinda-
skattur notað í fyrsta sinn, að því
er ég bezt veit.
Þegar ég hóf aftur kennslu í
Háskólanum árið 1972 eftir fimm-
tán ára fjarveru, tók ég m.a. að
mér að kenna eins misseris nám-
skeið í fiskihagfræði, sem að vísu
var ekki skyldugrein, en reyndist
hins vegar vinsæl námsgrein, sem
mikill fjöldi viðskiptafræðjnga hef-
ur lokið prófi í. Námskeiðið var
sambland af haglýsingu sjávarút-
vegsins og grundvallaratriðum
fiskihagfræði. Þar var m.a. fjallað
um þau undirstöðuatriði, að frjálsar
og ókeypis fiskveiðar hefðu smám
saman tilhneigingu til þess að hafa
í för með sér ofveiði, óhagkvæma
stækkun fiskiskipaflota og sívax-
andi útgerðarkostnað, þannig að
arðurinn af veiðunum, sjávarrent-
an, færi forgörðum og afkoman
nálgaðist núllið. Meðan ég hafði
þessa kennslu á höndum, skrifaði
ég kennslubók, sem fjölrituð hefur
verið f þrem útgáfum.
I starfsáaétlun sinni fyrir árið
1972-76 ákvað Rannsóknaráð rfkis-
ins m.a. að setja á fót nefndir sér-
fróðra manna „til þess að skoða
með gagnrýni þróun og framtíðar-
horfur í einstökum atvinnuvegum
og atvinnugreinum“. Fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðsins
var þá Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra. í nóvember 1975
birti nefndin, sem fjallaði um mál-
efni sjávarútvegs, ýtarlega skýrslu.
í þeim hluta skýrslunnar, sem fjall-
aði um stjórn fiskveiða, er rætt um
Gylfi Þ. Gíslason
„pað slys gæti orðið,
að fámennum hópi
manna yrðu til ákveðins
tíma afhent verðmæt
forréttindi, sem jafii-
giltu raunverulegum
eignarrétti yfir auð-
lindum, fiskistofnunum
við landið, sem Alþingi
hefitr þó ákveðið, að séu
þjóðareign."
þær stjórnunarleiðir, sem ekki hafi
verið beitt hér, þ.e. sköttun og leyf-
issölu. Um sköttun er það sagt, að
sé aðgangur að veiðum fijáls, sé
tilhneiging til þess, að skipum
fjölgi, þar til meðalafkoma sé í járn-
um og hagnýting auðlindanna gefi
ekki lengur af sér neinn arð. Með
því að skattleggja einhvern hluta
arðsins eða hann allan, væri þjóð-
félagið í heild betur sett. Segja
megi einnig, að takmörkun sóknar
án skattlagningar feli í sér forrétt-
indi til handa þeim, sem hljóta rétt
til veiða, og beri þess vegna að taka
gjald fyrir þann rétt. Ahrif leyfis-
sölu séu mikið til þau sömu og
sköttunar. Þessi leið stuðli að því,
að hámarksarður ætti að nást, þar
eð menn bjóði ekki meira fyrir leyfi
en þeir telja sig geta borið. Þetta
sé sú aðferð, sem frá hagfræðilegu
sjónarmiði sé rökréttust.
I nóvember 1979 skipaði Rann-
sóknaráðið annan starfshóp til þess
að fjalla um málefni sjávarútvegs-
ins. Var þar rætt ýtarlega um heim-
ildir til framsals kvóta til þess að
ná markmiðum hagkvæmrar fisk-
veiðistjórnar. Starfshópurinn mælti
hins vegar ekki með því, en sagði:
„Einfaldara og meira í samræmi
við okkar þjóðskipulag virðist vera,
að hið opinbera selji kvótaleyfi og
þá á ákveðnu verði. Mætti hugsa
sér, að hægt yrði farið af stað,
þannig að í upphafi yrði um 80%
leyfilegs afla úthlutað ókeypis eftir
fastmótuðum reglum, en afgangur-
inn boðinn til sölu.“ Formaður í
báðum starfshópunum var Jónas
Blöndal, skrifstofustjóri Fiskifélags
íslands, viðskiptafræðingur með
framhaldsmenntun í fiskihagfræði.
Á þessum árum tóku ýmsir
raunvísindamenn við Háskólann að
sýna málefnum sjávarútvegs sér-
stakan áhuga og gerðu mikilvægar
athuganir á veiðiþoli fiskistofna,
mögulegum hámarksafrakstri
þeirra, þróun fiskiskipaflotans og
hagkvæmastri stærð hans. Var hér
einkum um að ræða Þorkel Helga-
son prófessor, Einar Júlíusson eðlis-
fræðing og Snjólf Ólafsson sérfræð-
ing. Birtu þeir ritgerðir og skýrslur
um rannsóknir sínar. íslenzkur hag-
fræðingur lauk doktorsprófi í fiski-
hagfræði í Svíþjóð 1974, einna
fyrstur manna á Norðurlöndum,
Rögnvaldur Hannesson, sem nú er
prófessor í Bergen. Annar íslend-
ingur, Ragnar Árnason, lauk dokt-
orsprófi í fiskihagfræði í Kanada.
Stundaði hann margvíslegar rann-
sóknir varðandi sjávarútveginn og
er nú prófessor við Háskólann.
Raunvísindamennirnir við Háskól-
ann efndu árið 1978 til ráðstefnu
um sjávarútvegsmál, og voru henni
gerð mjög rækileg skil í Morgun-
blaðinu á sínum tíma. Sjónarmiðin,
sem þar voru sett fram og rædd,
voru í aðalatriðum hin sömu og nú
eru efst á baugi.
Árið 1979 efndi Kjartan Jó-
hannsson sjávarútvegsráðherra til
ráðstefnu á Laugarvatni, þar sem
voru fulltrúar hagsmunasamtaka
og fræðimenn. Skýrsla um þá ráð-
stefnu var hins vegar ekki gef in út.
Árið 1977 bað Ríkisútvarpið mig
um að flytja fjögur sunnudagser-
indi um sjálfvalið efni. Ég ákvað
að fjalla um þætti úr fiskihag-
fræði. Þessi erindi voru síðan prent-
uð í Fjármálatíðindum. í einu þeirra
var lýst nákvæmlega sömu sjónar-
miðum og ég hef gerzt talsmaður
fyrir undanfarið í greinum í Morg-
unblaðinu.
Nokkru eftir að ég lét af setu á
Alþingi, bað þáverandi ritstjóri
Vísis, Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, mig um að
skrifa nokkrar greinar í blaðið um
efnahagsmál. Árið 1979 skrifaði ég
þar greinar, sem ég nefndi „Ofveiði
á íslandsmiðum“, „Sérstaða fisk-
veiða“, „Ókeypis aðgangur að fiski-
miðum leiðir til ofveiði“ og „Sala
veiðileyfa". Var þar fjallað um
helztu atriði þeirrar umræðu, sem
nú fer fram.
III.
Ég hef rakið þessa sögu til þess
að vekja athygli á því, að íslenzkir
stjórnmálaflokkar hafa ekki gilda
afsökun fyrir því að hafa ekki fjall-
að um veiðigjaldshugmyndina.
Þessi mál hafa verið þaulrædd í
ritgerðum, skýrslum og á ráðstefn-
um í næstum hálfan annan áratug.
Nú er komið að mikilvæguni tíma-
mótum í þessum efnum. Ný lög
verða sett um fiskveiðistefnuna á
þessu ári. Þau spor, sem þar verða
mörkuð, munu hafa þýðingu um
langa framtíð. Það slys gæti orðið,
að fámennum hópi manna yrðu til
ákveðins tíma afhent verðmæt for-
réttindi, sem jafngiltu raunveruleg-
um eignarrétti yfir auðlindum,
fiskistofnunum við landið, sem Al-
þingi hefur þó ákveðið, að séu þjóð-
areign. Það má ekki eiga sér stað.
í stað þess þarf að leggja gnmd-
völl að nýrri fiskiveiðistefnu, sem
sé þáttur i almennri nýsköpun
íslenzks atvinnulífs
Höfundur er fyrrverandi
menntamálaráðherra og
prófessor.