Morgunblaðið - 25.01.1990, Síða 30

Morgunblaðið - 25.01.1990, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990 30 Dr. Páll Skúlason heldur fyrirlestur DR. PÁLL Skúlason prófessor í heimspeki við Háskóla íslands flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri við Þórunnarstræti laugardag- inn, 27. janúar. Hefst fyrirlesturinn kl. 14. Fyrirlesturinn nefnist „Verkefni siðfræðinnar — réttlætið, ástin og frelsið". í fyrirlestrinum verður fjallað um siðferðið í ljósi þriggja spurninga: Hvað er okkur skylt að gera? hverskonar líf er þess virði að því sé lifað? og hvernig eigum við að standa á eigin fótum og tak- Flosi setti Islandsmet FLOSI Jónsson setti nýtt íslands- met í flokki öldunga 35-40 ára á móti í langstökki án atrennu sem haldið var í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina, en Flosi stökk 3,21 metra og bætti þar með íslandsmet Aðalsteins Bern- harðssonar sem var 3,18 metrar. ast á við spillingu mannanna? Páll Skúlason fæddist á Akureyri árið 1945. Að loknu stúdentsprófi frá MA vorið 1965 stundaði hann heimspekinám í Louvain í Belgíu og tók þar doktorspróf. Páll hefur haldið fjölmarga fyrirlestra, flutt erindi í útvarp og ritað greinar í bækur og tímarit bæði hér á landi og erlendis. Nýlega kom út bókin Pælingar 11, en í henni birtist safn fyrirlestra og greina. Fyrirlesturinn á laugardaginn er skipulagður í samvinnu Félags áhugafólks um heimspeki á Akur- eyri og Háskólans á Akureyri, en í framhaldi af fyrirlestrinum verður fundur haldinn í félaginu þar sem fjallað verður um næstu verkefni þess. Fyrirlesturinn og þátttaka í félaginu stendur öllum til boða. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sóknarprestar Akureyrarkirkju hafa tekið í notkun skrifstofur í nýja safnaðarheimilinu við kirkjuna, en stefiit er að því að taka safhaðarheimilið fullbúið í notkun á 50 ára afmæli kirkjunnar í nóvember á þessu ári. Á myndinni eru firá vinstri séra Birgir Snæbjörnsson, Ragnheiður Árnadóttir formaður sóknar- nefhdar og séra Þórhallur Höskuldsson. Mótið bar yfirskriftina Krafthopp 1990 og var Kristinn Kristinsson' úr UMSE verndari mótsins og aðal- skipuleggjandi. Keppendur voru átta talsins, kraftlyftinga- og júdó- menn. Að Flosa undanskildum voru allir keppendur að keppa á slíku móti í fyrsta sinn. Kári Elísson kom á óvart og vakti mikla athygli fyrir sérstæðan stökkstíl. Þeir Tryggvi Heimisson, Snorri Óttarsson og Helgi Jónsson komu einnig vel út úr mótinu. Flosi mun keppa á íslandsmóti sem haldið verður í atrennulausum stökkum í beinni útsendingu úr sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins á laugardag og hefur hann þar titil að veija fyrir hönd Akureyringa. Úrslit á mótinu urðu þau að Flosi Jónsson stökk 3,21 metra, Kári Elísson stökk 2,80 metra og Tryggvi Heimisson stökk 2,69 metra. Akureyrarkirkja 50 ára á þessu ári: Páll Þór ráð- inn vöruhús- stjóri KEA PÁLL Þór Ármann hefiir verið ráðinn vöruhússtjóri KEA og hefúr hann störf næstkomandi mánudag. Páll Þór fæddist árið 1962. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Kópavogi og varð viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands árið 1986. Páll Þór lauk fyrir skömmu prófi í rekstrarhagfræði frá Versl- unarháskólanum í Kaupmannahöfn. steinsteypu. Oóð v«f»hKiUÞ)óou»U. I ». ÞORGRlMSSON & CO 2». FTiaiKdiK Wfatmíui - irm wsrra - um iinmiai nuiríiu uumH - ium irMutu. Stefint að vígslu safiiaðar- heimilis á afinælisdaginn SÓKNARPRESTAR Akureyrarprestakalls tóku nýlega í notkun skrifstofur í hinu nýja safhaðarheimili sem verið hefur í byggingu síðustu ár. Með tilkomu safhaðarheimilisins bætist mjög aðstaða prestanna og annars starfsfólks kirkjunnar. Akureyrarkirkja á 50 ára afinæli á þessu ári og af því tilefhi hefiir kirkjan og umhverfi hennar verið fegrað. Stefht er að því að vígja safhaðarheimilið á aftnælisdegi kirkjunnar, sem er 17. nóvember. í þeim hluta safnaðarheimilisins sem nú hefur verið tekin í notkun eru auk skrifstofa prestanna að- staða fyrir organista og umsjónar- mann kirkjunnar, tveir fundarsalir, eldhús og geymslur. Fundarsalina hafa ýmis félög kirkjunnar til af- nota fyrir sína starfsemi og félag um sorg og sorgarviðbrögð hefur þar einnig aðstöðu og þar fara einnig fram biblíulestrar vikulega. Þá eru fundarsalirnir einnig opnir félagasamtökum og líknarfélög- um. „Það hafa orðið miklar breyting- ar á þeirri aðstöðu sem okkur er búin, það má ségja að áður höfum við haft skrifstofuaðstöðu í gluggakistu skrúðhússins, en þetta húsnæði hér gjörbreytir okkar starfsaðstöðu," sagði séra Birgir Snæbjömsson. Sóknarnefnd Akureyrarkirkju hefur markað þá stefnu að vinnu við safnaðarheimilið verði lokið að fullu 17. nóvember næstkomandi, á 50 ára afmælisdegi kirkjunnar. Um 20 milljónir króna vantar upp á svo Ijúka megi verkinu, en mikl- ar og kostnaðarsamar endurbætur hafa verið gerðar á kirkjunni allt frá árinu 1986 og ytra umhverfi Aðalfundur Akureyrardeildar Norræna félagsins verður haldinn mánudaginn 29. janúar 20.30 í Dynheimum, Hafnarstræti 73. Allir velkomnir. kl. Stjórnin. hennar hefur verið fegrað mjög. Að sögn Ragnheiðar Árnadóttur formanns sóknarnefndar verður leitað til einstaklinga, félaga og stofnana með stuðning og einnig verða ýmiskonar munir er tengjast afmæli Akureyrarkirkju seldir til fjáröflunar. Séra Þórhallur Höskuldsson sagði að fyrirhugað væri að minn- ast afmælisins með ýmsum hætti á árinu, kirkjuvika verður haldin í marsmánuði og í upphafi hennar verður safnaðarheimilið til sýnis. Þá er Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri, að rita sögu kirkna í bænum og kemur hún væntanlega út í nóvember. Sóknarprestarnir sögðust afar þakklátir öllum þeim fjölmörgn sem stuðlað hafa a§ uppbyggingu safnaðarheimilisins, bæði með vinnu og gjöfum og einnig fyrir þá aðstöðu sem þeim væri sköpuð í safnaðarheimilinu. Viðtalstímar séra Birgis í safnaðarheimilinu eru á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 11-12, en séra Þórhallur er með viðtalstíma á miðvikudög- um og föstudögum á sama tíma. Saga Akureyrar: Fyrsta bindið að mestu tilbúið og stefiit að útgáfu þess í haust FYRSTA bindi af sögu Akureyrar er nú að mestu tilbúið og er að því stefiit að það komi út næsta haust. Akureyrarbær mun sjá um útgáfú bókarinnar, en fyrir liggur tilboð frá POB um prentun bókarinnar. Samþykkti bæjarstjórn Akureyrar á fundi sínum i gær að gengið yrði til samninga við fyrirtækið á grundvelli til- boðsins. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár er gert ráð fyrir að veija 1,7 milljónum króna í útgáfú bókarinnar. Saga Ákureyrar verður gefín út í þremur bindum. Jón Hjaltason sagnfræðingur var ráðinn til að rita sögu Akur- eyrar haustið 1987. Fyrsta bindið nær frá upphafi byggðar í Eyja- firði og fram til ársins 1862. „Þetta hefur gengið ljómandi vel og þessi jtími hefur verið skemmti- legur. Ég hef haft aðstöðu á Amtsbókasafninu þar sem ég hef notið mikillar velvildar starfs- fólks, sem hefur sýnt mér mikla þolinmæði og umburðarlyndi,“ sagði Jón. í fyrsta bindinu er áhersla lögð á að gera grein fyrir lifnaðar- háttum fólks og til að mynda er sérstakur kafli um stöðu ógiftra kvenna í akureyrsku samfélagi þessa tíma. Þá er og fjallað um aðdraganda þess að stofnuð var prentsmiðja á Akureyri og segir Jón að sér hafi komið á óvart hversu fjölmenn hreyfing stóð að baki stofnun prentsmiðjunnar. „Þetta er gott dæmi um þá þjóð- ernisvakningu sem varð um miðja 19. öldina, efnt var til samskota og lagði mikill fjöldi fólks fram fé til prentsmiðjunnar,“ sagði Jón. Einnig er í bókinni gerð grein fyrir kaupmönnum í bænum, stofnun kirkju og margvíslegum málum öðrum. Heimildir eru að langmestu leyti fengnar utan Akureyrar, m.a. á Þjóðskjalasafni og fleiri skjalasöfnum bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Lítið er til af myndum frá þessum tíma, en Jón sagði að reynt yrði að koma inn einhverjum myndum sem tengjast efni bókarinnar. Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Jón Hjaltason söguritari Akur- eyrarbæjar er nú að mestu bú- inn með fyrsta bindi sögunnar, sem nær frá upphafi byggðar í Eyjafirði og fram til ársins 1862. Annað bindi af sögu Akureyrar mun ná frá árinu 1863-1940 og lokabindið frá 1941 til vorra daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.