Morgunblaðið - 25.01.1990, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
V.
Excel
á Macintosh
Næsta námskeið hefst
29.janúarkt. 16.00
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Sími: 68 80 90
Heildsala — smásala
BORÐABOLTAR
rafgal vaniseraö i r,
ryðfríir og
heitgatvaniseraðir.
Límtrésboltar,
venjulegir (raf-
galvaniseraðir) og
heitgalvaniseraðir.
Opið frá 8 -
Laugardaga9-13
STRANDGATA 75
HAFNARFJÖRÐUR
•B 91-652965
a guaranlee ior quality
YMNMAR
BATAVELAR
Viöeigumtilá lager og til
afgreiðslu STRAX 4JH
bátavélar ásamt öllum
fylgihlutum í stærðunum
41, 52, 63 og 74 hö á sér-
lega hagstæðu verði.
Ráðgjöf — Þjónusta
BÍLABORG H.F.
FOSSHÁLS11, SÍMI6812 99
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELU
OG Á RÁÐHÚSTORGI
% Ármúla 29 simar 38640 - 686100
Þ. ÞORGRÍMSSDN & CO
Armstrong LOFTAPLÖTUR
KORKO PLAIT GÓLFFLÍSAR
IgTlEPIAPLAST EINANGRUN
^ VINKLARÁTRÉ
NEYTENDAMÁL
Heilsuspillandi efiii frá
ljós- og fjölritunarvéhim
Ljós- og fjölritunarvélar eru ómissandi þáttur í nútíma skrif-
stofústörfúm, en nú hefúr komið í ljós, að efnin í prentsvertunni
geta við uppþornun leturs valdið sjúkdómseinkennum hjá starfs-
fólki.
Kanadískir vísindamenn við
Rannsóknaráð Kanada hafa undir
stjórn Yoshio Tsuckiya gert kann-
anir í 20 skólum, bókasöfnum,
sjúkrahúsum og skrifstofubygg-
ingum þar sem talið var að fyrir-
fyndust efni sem valdið höfðu
starfsfólki höfuðverkjum, ertingu
í augum og öðrum óþægindum.
í 13 af þessum stofnunum kom
í Ijós að loftið innihélt, „paraffinic
hydrocarbons" sem komu frá upp-
gufun efna við leturprentun. Þessi
efni eru rokgjörn kolvatnsefniss-
ambönd sem fyrirfinnast m.a. í
bensíni og steinolíu. Þessi rok-
gjörnu efni eru talin eiga stærstan
þátt í loftmengun innan húss og
þau eru einnig talin orsaka það
sem nefnt hefur verið „sick build-
ing syndrome", þ.e. byggingum
sem valda sjúkdómseinkennum.
Athygli vísindamanna beindist
að ljós- og fjöritunarvélunum í
þessum 13 byggingum, þegar í
lofti mældust þessi ákveðnu kol-
vatnsefnasambönd frá fjölföldun-
arvélunum. í nokkrum bygging-
anna reyndust þessi efnin vera
allt að 90 prósent allra efnasam-
banda sem mæld voru. Tsuckiya
telur að auðveldlega megi koma
í veg fyrir mengun frá þessum
vélum með því að leiða loftið frá
þeim út úr byggingunum.
Kanadíska rannsóknaráðið
hafði einnig verið beðið um að
rannsaka lofttegundir inni á heim-
ilum. Rannsóknirnar leiddu í ljós
að í flestum tilfellum var kol-
vatnsefnismagnið eðlilegt eða
minna en 5 míkrógramm á rúm-
metra. í sumum tilfellum var það
meira en 10 míkrógramm á rúm-
metra og virtist það tengjast
formgerð bygginganna, efnum,
innviðum og lífsmynstri íbúanna.
Algengustu rokgjörnu mengunar-
efnin reyndust vera alcohol sem
talið var komið frá myglusvepp-
um, halogeng kolvatnsefnissam-
bönd líklega frá kæliskápum og
hreinsunarefnum, eða terpentínu
frá viðarinnréttingum.
Athygli vakti að í sumum skrif-
stofubyggingum fundust einnig
kolvatnsefnissambönd sem ekki
komu frá ljós-eða fjölritunarvél-
um heldur með lofti utan frá, eða
um loftræstikerfið þar sem loftið
var leitt inn í byggingarnar frá
nærliggjandi bílastæðum.
Svikinbrauð
í OKTÓBER síðastliðnum
kynntum við, hér á neytenda-
síðu, gæði íslenskra brauða.
Okkur hafa nú verið send sýn-
ishorn af brauðum sem varla
er hægt að setja undir gæða-
vöru, þau eru að hluta til hol
að innan enda taldi kaupand-
inn sig illa svikinn. Brauð eins
og þessi og brauð sem bókstaf-
lega leggjast saman þegar
reynt er að sneiða þau, hafa
því miður verið á markaði hér
í gegfnum árin.
Frjáls verðlagning á
brauðum
Verðlagning á brauðum er al-
gjörlega frjáls, samkvæmt upp-
lýsingum frá verðlagsstofnun.
Þegar talsmaður stofnunarinnar
var spurður hvort brauð þyrftu
ekki að hafa ákveðna þyngd fyrir
ákveðinn verðílokk, var þvi svar-
að neitandi. Að vísu væru til regl-
ur um að bakarar settu kílóverðið
á umbúðir brauðanna, en mis-
brestur væri á því að allir bakar-
ar fylgdu þeim reglum. Hin stærri
brauðgerðarhús settu dagsetn-
ingu og kílóverð á stubb þann sem
lokar umbúðum brauða en það
vildi bregðast að minni brauð-
gerðir gerðu það.
Kílóverð brauða segir neytend-
um lítið um eðlilegt verð á brauð-
hleifnum þegar hann fær í hend-
ur brauð sem nánast er holt að
innan. Neytendur geta raunar
hvergi leitað réttar síns í slíkum
viðskiptum. Talsmaður verðlags-
stofnunar taldi að kílóverðið væri
allt sem neytandinn þyrfti að vita.
Stofnunin hefði gert árlega könn-
un á eðlilegri þyngd brauða miðað
við kílóverð og mældist skekkjan
þar óveruleg.
ÍH
Hversu mikil meng-
un er í umferðinni?
Flestir ökumenn hafa lent í því að aka á eftir bifreiðum sem
þeyta afturundan sér sótsvörtum illaþefjandi reyk sem síðan á
greiða leið í inn bíl þeirra. Reykmengun þessi er ekki hættulaus.
í Los Angeles var gerð könnun
á þvi, hve mikil mengun getur
safnast fyrir inni í fólksbílum i
umferð á annatímum. í ljós kom
að mengun varð talsvert meiri
inni í bílunum en á svæðinu um-
hverfis. Rannsóknin, sem gerð
var á vegum hins opinbera, leiddi
í ljós að efni eins og benzen var
2,4 sinnum hærra inn í bílunum
en utan, tólúne, sem er kolvatns-
efni, var 5,5 sinnum hærra, blý
4 sinnum hærra, nikel, magnes-
íum og króm var 3 sinnum yfir
eðlileg mörk, hvert efni fyrir sig.
Menn greinir svo á um hvort þessi
efnamengun sé yf ir þeim mörkum
sem valda heilsuskaða. Talið er
nauðsynlegt að þessum rann-
sóknum verði fylgt frekar eftir.
Það sem við gætum gert, með
hliðsjón af þessum könnunum, er
hvetja til þess að eigendur þess-
ara sótspúandi eimyrja í umferð-
inni, verði gert að láta stilla vélar
ökutækja sinna. Við íslendingar
erum á margan hátt verr settir,
hvað mengun snertir, en aðrar
vestrænar þjóðir, þar sem hér er
meira af bílum frá Austur-Evrópu
en á Vesturlöndum. Bílar þessir
brenna illa eldsneyti og valda
meiri mengun en ökutæki sem
framleidd eru í löndum þar sem
kröfur um mengunarvarnir eru
meiri.
Með hliðsjón af þessari stað-
reynd er rétt að vekja athygli
foreldra á því, að þegar farið er
með ung börn í gönguferðir um
umferðargötur, þá eru börn sem
sitja í kerrum nánast í beinni línu
frá útblæsti bílanna og fá því
mengunina beint í andlitið.
En hvaða efni eru í útblæstri
bíla sem geta verið skaðleg fyrir
heilsu barna?
Eitt þessara efna, kolsýringur
(komónoxíð), er hættulegt efni
og eru áhrif þess mjög fljót að
koma fram. Það hefur hæfileika
til að bindast blóðrauðu í stað
súrefnis og hefta þannig f lutning
súrefnis til mikilvægra líffæra.
Heilinn er mjög viðkvæmur fyrir
skorti á súrefni og eru börn sér-
staklega viðkvæm og því í sér-
stökum áhættuhópi. Fóstur í
móðuriífi eru einnig mjög við-
kvæm fyrir súrefnisskerðingu svo
og hjartasjúklingar.
Blý í miklu magni er hættulegt
sérstaklega börnum. Blý getur
valdið heilaskemmdum og rann-
sóknir hafa leitt í ljós að efnið
getur lagst á miðtaugakerfið og
haft áhrif á einbeitingu og hreyfi-
þroska. Menn hafa einnig áhyggj-
ur af langvarandi áhrifum blým-
engunar á heilsu ungra barna sem
m.a. getur dregið úr andlegum
þroska þeirra.
Benzen er efni sem er krabba-
meinsvaldandi og getur m.a. vald-
ið mergskemmdum í fólki og
hvítblæði. Það getur einnig haft
þau áhrif á taugakerfið að menn
verða sljóir.
Skaðleg efni í útblæstri bíla
eru fleiri og verða þaú tekin fyr-
ir síðar. En full ástæða er til að
gera sér grein fyrir því, að meng-
un frá akandi bílum er ekki skað-
laus og því er nauðsynlegt að
gæta mikillar varkárni í um-
gengni við þessa mengunarvalda.
M. Þorv.
Speki dag-sins
Að vera uggandi
vekur varúð.