Morgunblaðið - 25.01.1990, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.01.1990, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25, JANÚAR 19p0 STJORNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. aprll) V* Líklegt er að þú verðir að taka á þig aukna ábyrgð í starfi þínu í dag. Horfur í peningamálum em góðar. Naut (20. april - 20. maí) Hjón eru að íhuga að koma sér burt um skeið. Persónuleiki þinn á mikinn þátt í velgengni þinni í dag. Þú hefur góð áhrif á þá sem þú hefur samskipti við. Tvíburar (21. mai - 20. júní) Þú verður ánægður með afköstin í vinnunni í dag. Þér býðst væn- legt tækifæri til fjárfestingar, en óvænt útgjöld geta dunið á þér úr annarri átt. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HtB Þú tekur ákvörðun sem varðar velferð barnsins þíns. Hjón gang- ast bæði við hlutdeild sinni í sam- eiginlegri ábyrgð. Slappaðu af í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þó að vinnuálagið sé mikið á þér verðurðu himinlifandi með árang- ur þinn í starfi í dag. Þú færð verkefni sem er nákvæmlega eft- ir þínu höfði. Meyja (23. ágúst - 22. september) <&? Þú hugsar eingöngu um mál sem varðar bamið þitt og nýtur þess að fást við það. Einhleypir ættu að láta verða af að fara á stefnu- mót. í kvöld er um að gera að lyfta sér upp. Vog (23. sept. - 22. október) Þú breytir einhverju heima og gerir ráðstafanir fyrri hluta dags til að geta notið félagsskapar í kvöld. Kvöldið verður einkar ánægjulegt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ert alvarlega þenkjandi í dag og líklegur til að koma einhverju bitastæðu í verk. Talaðu við fólk. Hugsun þin er skýr, þú ert grein- argóður og sannfærandi. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þú kannt að kaupa einhvem fok- dýran hlut í dag, en mundu eftir þeim skuldbingingum sem þú hefur þegar tekið á þig. Farðu að öllu með gát i fjármálunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert alvaran uppmáluð í dag og ættir að beina athyglinni að því að njóta Iífsins. Hresstu upp á útlitið og sjálfsmatið. Hlutimir ganga eins og þú óskar þér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú lýkur við innansleikjur frá þvi í gær. Þér líður að öllu leyti bet- ur þegar því er lokið. Hafðu það notalegt í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Vinur þinn biður þig enn einu sinni að gera sér greiða. Þú kynn- ist áhugaverðu fólki í dag. Heim- urinn virðist brosa við þér í kvöld. AFMÆLISBARNIÐ á auðvelt með að gera sér mat úr hæfileik- um sinum. Venjulega vinnst því betur einu sér en í samvinnu við aðra. Ahugi þess á örlögum ann- ars fólks á til að laða það til rit- eða ráðgjafarstarfa. Þó að það hafi meðfætt viðskiptavit á best við það að starfa við eitthvað sem tengist hugsjónum þess. Það sækir jöfnum höndum í brunna heimspekinnar og hagkvæmninn- ar og hefur sterkt ímyndunaraf I. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra sta&reynda. 'SKYNO/LEGA LA?£>/Sr l/OPNt EFT/G. f-ROS/L/KI/ <TÖK£>/N/J' - • EKK/ iPAG, /&NORN.' KI//-OAM/KI P/TT ER 'A eNDAJ GRETTIR FAR.PU ÚT 06 6Á&U HVOIZT (Zie>U>R BNUpÁ, GíZBiTTlR. ) I VATNSMYRINNI MA/V/U AÐB3 < TELT! J pÆR-.'! 3 © Semic/BULLS UOSKA þETTA £-R K7ALAR FBeND/. HANM RÆkTAEM þEFPVR =2. 8-1 5 FERDINAND 77 \ J-g /~ - ■=—?=sjr u BOHCr (f! i PlB ccpenhagen ORilÁrÁl 1/ olvlAAr-VJLK UJHAT MORE COULP A PER50N A5K FOR? THE U)ARM 5UN OKJ VOUR FACE.. VOUR D06 ON VOUR LAP... PERFECT C0NTENTMEKIT. Hvað gæti maður viljað meira? Heit sólin í andlitið, hundur manns í kjöltunni... fullkomin ánægja ... Hann er aftur í kasti. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveit Tryggingamiðstöðvar- mnar bætti annarri rósi hnappagatið og titli í safnið um síðustu helgi með nokkuð örugg- um sigri í Reykjavíkurmótinu. Sveitin vann bikarkeppni Euroc- ard og Útsýnar í haust, einsog marga rekur minn til. Liðsmenn eru: Bragi Hauksson, Sigtrygg- ur Sigurðsson, Hrólfur Hjalta- son, Ásgeir Ásbjörnsson, Ás- mundur Pálsson og Guðmundur Pétursson. í undanúrslitunum nú lagði Tryggingamiðstöðin sveit VIB að velli og síðan Sam- vinnuferðamenn í úrslitaleikn- um. Hér er spil úr þeirri viður- eign: Norður gefur: NS á hættu. Norður ♦ K843 ¥ G9 ♦ Á765 Vestur 4Á42 Austur 4 1062 iiiiii 40 ¥862 ¥ K1075 ♦ 1094 ♦ DG8 ♦ D1086 Suður 4KG952 ♦ ÁD975 ¥ ÁD43 ♦ K32 + ? í opna salnum voru Hrólfur og Ásgeir í NS gegn Sverri Ár- mannssyni og Eiríki Hjaltasyni í AV: Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf 1 hjarta 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Laufopnun Hrólfs lofaði ann- að hvort sterkri hendi eða jafn- skiptum 12—14 punktum. Ás- geir krafði síðan í geim tveimur spöðum og Hrólfur gaf til kynna veikari opnunina með stökki í fjóra spaða. En eftir hjarta- ströglið var orðið freistandi að reyna við slemmu. Fjögur grönd spurðu um ása og svarið fímm lauf sýndi engan eða þijá (með trompkóngnum). Út kom hjartatvistur, sem var annað hvort einspil eða frá þrílit. Eftir innákomu austurs var ein- spilið líklega, svo Ásgeir ákvað að taka strax þrisvar tromp. Hann dúkkaði síðan tígul og fékk úrslitaslaginn á 13, tígul- inn. Ásgeir var þó ekki alveg háður 3—3-legunni, því ef austur á tígullengdina lendir hann í kastþröng í rauðu litunum. NS á hinu borðinu létu sér nægja geimið. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom-upp á stórmót- inu í Reggio Emilia á Ítalíu um áramótin í viðureign stórmeistar- anna Zoltans Riblis (2.600), Ungverjalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Kirils Georgievs (2.590), Búlgaríu. Svartur lék síðast mjög óheppilegum leik, 12. - Be7-f6? 13. Re4! (Mjög sterkur leikur sem hótar bæði 14. Reg5 og 14. Rc5. Svartur sá sig því nauðbeygðan til að drepa riddarann, en það hafði einnig vandkvæði I för með sér) 13. — fxe4 14. dxe4 — Rdb4 15. axb4 — Rxb4 16. Hxd7 — Rxc2 17. Hxc7 — Hfc8 18. Hxc8 - Hxc8 19. Bd2 - Rb4 20. Hcl — Hxcl 21. Bxcl og með peð yfir í endatafli vann Ribli skákina mjög örugglega. Ollum öðrum skákum hans á mótinu lauk með jafntefli, mörgum hveijum án bar- áttu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.