Morgunblaðið - 25.01.1990, Síða 42

Morgunblaðið - 25.01.1990, Síða 42
42 MOfiGUNBLAÐIÐ FIMMTU.DAGUR 25. JANÚAR 1990 Petra K. Guðlaugs- son - Minning Fædd 28. september 1912 Dáin 15. janúar 1990 Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu í vonum, og allt. er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. (Gerhardt - B. Halldórsson) Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast ömmu okkar. Hún fæddist á Jótlandi 28. september 1912 og flutti til íslands þegar hún var 24 ára. Hún giftist afa okkar, Benedikt Guðlaugssyni, garðyrkju- manni, 15. maí 1937. Þau kynntust á garðyrkjuskólanum í Beder í Dan- mörku þar sem hann var við nám en hún við vinnu. Öll höfum við barnabörnin verið mikið hjá afa og ömmu. Við sem eldri erum munum vel eftir því hvað var gaman að koma til þeirra í Víðigerði og eins þegar þau fluttu til Reykjavíkur og fjölgaði heim- sóknunum mjög. Tvö af okkur nutu nú sérstaklega góðs af ömmu og afa þar sem þau bjuggu í saraa húsi þar til þau fluttu til Reykjavík- ur haustið 1975. Amma var mjög dugleg vð hann- yrðir, og ekki vitum við hve margar lopapeysur, vettlinga og sokka hún hefur pijónað á okkur og litlu langömmustelpurnar þijár. 011 eig- um við einhver pijónuð dýr sem amma hafði dundað sér við að gera. Það var ósjaldan að hún sat og las fyrir okkur, jafnvel sömu bæk- umar aftur og aftur ef það var það sem við vildum. Alltaf var amma tilbúin að gera allt fyrir okkur svo afa þótti stundum nóg um. Okkur sem búum nálægt þótti gott að koma beint úr skólanum til ömmu og var þá gjaman drukkið kakó og borðað ristað brauð. En við sem búum á Akranesi fengum oft að vera hjá þeim part úr degi meðan mamma sinnti erind- um sínum í bænum. Við kveðjum ömmu okkar með sáram söknuði og munum minnast hennar alla okkar tíð. Blessuð sé minning hennar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foersom - S.Egilsson) Stjáni, Systa, Steinmar, Benni, Stína, Hanna Rósa, Guðrún Hildur, Petra, Gummi og Gulli. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR frá Garði, Skagaströnd, til heimilis f Hátúni 10b. Ægir Einarsson, Guðlaugur Óskarsson. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát, minningarat- höfn og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, FREYJU ÞORSTEINSDÓTTUR, Hvassaleiti 59, Reykjavík. Sigurður Hjartarson, Kristrún Sigurðardóttir, Hilmir Sigurðsson, HjörturSigurðsson, Sigrún Stefánsdóttir, Þorsteinn Óli Sigurðsson, Ingileif Sigfúsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát, minningarat- höfn og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, FREYJU ÞORSTEINSDÓTTUR, Hvassaleiti 59, Reykjavík. Sigurður Hjartarson, Kristrún Sigurðardóttir, Hilmir Sigurðsson, Hjörtur Sigurðsson, Sigrún Stefánsdóttir, Þorsteinn Óli Sigurðsson, Ingileif Sigfúsdóttir og barnabörn. Lokað Frá Læknafélagi íslands. Skrifstofa læknafélaganna, Domus Medica, verð- ur lokuð frá hádegi í dag vegna jarðarfarar ODDS ÓLAFSSONAR læknis. Lokað vegna jarðarfarar Fyrirtæki og stofnanir SÍBS verða lokuð frá hádegi í dag fimmtudaginn 25. janúar vegna jarðarfarar ODDS ÓLAFSSONAR. Aðalskrifstofa SÍBS og happdrættisumboð, Suðurgötu 10. Vinnuheimili SÍBS á Reykjalundi, Mosfellsbæ. Skrifstofa, þjálfunardeildir, iðnaðardeifdir og söluskrifstofa. Múlalundur, öryrkjavinnustofur SÍBS, Hátúni 10c. Elskuleg tengdamóðir okkar, Petra Kristine Guðlaugsson, er dá- in. Fullu nafni hét hún Petra Krist- ine Olsen. Hún fæddist 28. septem- ber 1912 í Tranbjerg á Jótlandi og var elst átta systkina, foreldrar hennar voru hjónin Kirsten Ras- mussen, fædd 20. ágúst 1886, og Nils Christian Olsen, fæddur 4. júní 1886. Flutti ársgömul til Foldby, þaðan til Sabro og síðan til Lyng- by, því næst Brabrand en þar bjuggu foreldrar hennar meðan þeim entist aldur. Þar sem systkinahópurinn var stór, fór Petra ung að heiman og vann við ýmis störf, meðal annars á garðyrkjuskólanum í Beder skammt sunnan Arósa, en þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Benedikt Guðlaugssyni, er var þar við nám í garðyrkju. Benedikt fæddist að Kletti í Geiradal 1. desember 1905 og for- eldrar hans voru hjónin Sigurlína Guðmundsdóttir, fædd 10. apríl 1873, og Guðlaugur Guðmundsson, fæddur 31. ágúst 1865. Petra fluttist til íslands vorið 1936, var fyrsta hálfa árið hjá Jóni Helgasyni kaupmanni í Reykjavík, um tíma á Reykjum í Mosfellssveit og fór þaðan til Stefáns bónda í Reykjahlíð, en þar starfaði Benedikt sem garðyrkjustjóri. 15. maí 1937 gengu Petra og Benedikt í hjónaband. Ári seinna fengu þau landspildu í Deildartungu hjá þeim sæmdarhjónum Sigur- björgu Björnsdóttur og Jóni Hann- essyni, en þar hugðust þau stofna garðyrkjubýli. Þau voru í Deildar- tungu til vors 1941, en á sumardag- inn fyrsta fluttu þau í Víðigerði en svo nefndu þau nýbýli sitt. Börnin urðu fjögur: Gunnar, fæddur 29. mars 1938, kvæntur Jónu G. Steinmarsdóttur. Kristján, fæddur 21. september 1942, kvænt- ur Erlu Kristjánsdóttur. Guðrún, fædd 22. júlí 1946, gift Hannesi B. Kolbeins, og Kirstin, fædd 31. maí 1952, gift Kristni Guðmunds- syni. Barnabörnin era tíu og barna- bamabörnin þijú. Öll munum við vel þegar við kom- um fyrst í Víðigerði hversu vel okk- ur var tekið, gestrisni, hlýja og elskulegheit. Maður fann hve vel- kominn maður var, eins og að vera kominn heim. Enda var hún okkur alla tíð sem besta móðir. í Víðigerði var gróður mikill, bæði í garðinum og gróðurhúsun- um. Tengdamamma var óþreytandi við að fegra og snyrta umhverfið. Við munum líka öll hve oft við sát- um yfir kaffibolla og góðgæti í eld- húsinu í Víðigerði og var þá oft glatt á hjalla og spjallað um heima og geima, oft bar ættfræði á góma, en í þeim efnum var hún vel heima, enda greind kona. Allt vildi hún fyrir alla gera, sér- staklega var hún þolinmóð við Kveðjuorð Jóhannes Bjömsson Jrá Gilstreymi Fæddur 14. júní 1905 Dáinn 4. janúar 1990 Menn koma í heiminn og falla frá og fjöldanum gleymir sagan. En eftir er örlítið ævitár, skrásett af Jóni Skagan. (Sr. H. Ben.) Jóhannes Björnsson fæddist í Reykjavík 14. júní 1905, sonur Björns Björnssonar veggfóðrara- meistara frá Gilstreymi í Lundar- reykjardal og konu hans, Jónínu Jensdóttur, fædd að Hausastöðum á Álftanesi. Afi og amma eignuðust tíu böm en af þeim komust upp átta. Elstur var Helgi Björgvin póstfulltrúi, þá Bjöm Maríjón bókbindari, Guð- mundur veggfóðrarameistari, Jó- hannes veggfóðrarameistari, Helga Elínborg húsmóðir, Guðjón Sand- holt veggfóðrarameistari, Guð- mundína Þuríður húsmóðir og Jens Jónatan húsgagnasmiður. Hjá afa lærði Jóhannes iðn sína ásamt þeim Guðmundi og Guðjóni og störfuðu þeir saman, en þó mest Jóhannes og Guðmundur. Margar byggingar eru hér í Reykjavík sem þeir komu nálægt og bera vott um handbragð þeirra. Jóhannes kvæntist 1. desember 1928 Guðbjörgu Lilju Árnadóttur, f. 4. september 1909. Lilja var dótt- ir Árna Jónssonar húsgagnsamiðs og konu hans, Guðbjargar Sigurð- ardóttur, sem bjuggu lengi á Ný- lendugötu 21 hér í bæ. Lilja og Jóhannes eignuðust einn son, Ingólf, sem kvæntur er Þór- unni B. Finnbogadóttur frá Bolung- arvík. Lilja andaðist í nóvember 1987. Var ég þá búsett erlendis. En er ég fluttist heim, heimsótti ég frænda nokkram sinnum og fann þá hve mjög hann syrgði Lilju. Þá hrönnuðust upp hjá mér minningar frá unga aldri. Eg var ekki há í loftinu þegar ég gat farið ein niður í Mýri, eins og Skarphéðinsgatan var nefnd á Háteigsveginum. Það var alltaf gaman að koma til Lilju Þórunn Helgadóttir Hafharfírði - Kveðja Fædd 25. janúar 1920 Dáin 26. október 1989 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem). Þórunn Gunnarsdóttir bamabörn sín, tilbúin til að passa þau hvenær sem var og las þá gjarn- an fyrir þau. Öllum var það mikið áfall vorið 1970 er þau veiktust bæði af þeim sjúkdómi sem hún barðist hetjulega við í tuttugu ár og urðu af þeim sökum að hætta búskap. Til Reykjavíkur fluttu þau háust- ið 1975 en þá hafði Kristján sonur þeirra tekið við búskap. Eftir að til Reykjavíkur kom hafði Petra meiri tíma til hannyrða og pijónaði hún þá mikið bæði fyrir fjölskylduna og aðra hérlendis sem og erlendis. Hægt væri endalaust að telja upp allt það sem hún gerði fyrir okkur öll. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka henni það. Ekkert okkar granaði er hún lagðist inn á Landspítalann 19. des- ember síðastliðinn, þegar jólaundir- búningurinn stóð sem hæst, að hún ætti ekki afturkvæmt þaðan. En að kvöldi 15. janúar lést hún eftir erfiða legu. Söknuður okkar er mikill en tengdapabba þó mestur og biðjum við góðan Guð að gefa honum styrk og blessa nrinningu hennar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Útförin fer fram frá Dómkirkj- unni í dag, fimmtudaginn 25. janú- ar, kl. 13.30. Tengdabörn og Jóa á Skarphéðinsgötuna. Á sumrin var setið úti í garði, sem var eins og paradís á jörð, og þau hjón vora samhent um að hafa hann sem fegurstan. Lilja var alltaf með handavinnu, og ónefndir era jóla- sveinamir sem voru hin mesta lista- smíð. Og ekki var handbragð Jóa verra. Seinna þegar ég gifti mig, þá flísalagði hann og veggfóðraði fyrir mig. Þá vora ófáar veiðiferðirnar sem við fóram saman og voru þá stund- um Benný og Ingólfur með. Við Lilja sátum gjarnan með pijónana í bílnum, en karlmennirnir með veiðistöngina úti í á. Ein minnis- stæðasta veiðiferðin var í Ölfusá í laxinn við brúna, þegar Jón setti í 17 punda hæng og tók þá tíma að landa honum með góðra manna hjálp. Þá var nú frændi hróðugur. En alltaf leit ég upp til Jóa og Lilju, því samhent hjón vora þau. Ég kveð góðan og kæran frænda. Guð geymi minningu hans. Guðrún Jóhannsdóttir Minningarkort Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, Sími 687333.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.