Morgunblaðið - 25.01.1990, Qupperneq 43
MÓRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
43
Grímur M. Helga-
son - Kveðjuorð
Fæddur 2. september 1927
Dáinn 26. desember 1989
Mig langar með fáeinum orðum
að minnast tengdaföður míns,
Gríms M. Helgasonar, sem lést á
annan jóladag eftir skamma sjúk-
dómslegu. Hann var aðeins 62 ára
og átti margt eftir ógert. Hann
horfði fram á við til þeirra ára þeg-
ar meiri tími gæfist til að sinna
eigin hugðarefnum s.s. ritstörfum.
Hann var einn af þeim sem kunnu
að nýta tímann og bera því vitni
öll þau verk sem hann kom í fram-
kvæmd samhliða uppeldi 7 barna.
Ég kynntist Grími fyrir fimmtán
árum, þegar ég sextán ára vinkona
Sigga fór að venja komur mínar á
heimilið. Grímur og Fríða tóku mér
með mikilli hlýju og ekki leið á löngu
áður en mér fannst ég tilheyra fjöl-
skyldunni. Á kvöldin sátum við oft
í eldhúskróknum og spjölluðum
saman yfír kaffibolla, en.Fríða lag-
ar sérlega gott kaffí. Grímur sat
gjarnan inni í vinnuherbergi sínu
en kom svo fram í spjallið þegar
líða tók á kvöld. Systkinunum
fannst stundum nóg um vinnusem-
ina í föður sínum og áttu ýmsar
góðar sögur þar um, svo sem þá
þegar Grímur tók prófarkirnar með
sér í tjaldútilegu eitt sumarið.
Grímur fór vel með tímann eins
og annað sem hann fór höndum um
í þessu lífi. Barnabörnin nut góðs
af mjúku höndunum hans og hlýja
hjartanu. Það var sama hvernig
stóð á hjá honum þegar þau birt-
ust. Ha'nn tók á móti þeim glaðlega
og hlýlega og gaf þeim sinn tíma.
Hann gerði þau hvert og eitt að
sínum bestu vinum, spjallaði við þau
og spaugaði, lék við þau, las fyrir
þau, söng, dansaði og tefldi við
þau. Grímur afi var einstakur með
hvíta mjúka skeggið sitt sem litlum
höndum þótti gott að strjúka. Dótt-
ir mín á þriðja ári sagði við mig
einn daginn þegar við sátum og
skoðuðum mynd af Grími: „Það er
svo leiðinlegt að hafa Grím afa hjá
Guði, mig langar að fá hann til
okkar.“
Ég ætla að hjálpa henni að halda
í sína fallegu minningu um afa sinn.
Ég er innilega þakklát fyrir að hafa
fengið að njóta samvista við Grím.
Megi hann hvíla í friði.
Birna Þórunn Pálsdóttir
Grímur Margeir Helgason var í
heiminum borinn á Leifsstöðum í
Selárdal í Vopnafirði, þar sem þá
bjuggu foreldrar hans, þau Vigdís
Magnea Grímsdóttir og Helgi Krist-
Kveðjuorð:
Agústa Haraldsdótt-
irfrá Garðshomi
Fædd 14. ágúst 1919
Dáin 27. desember 1989
Okkur langar í fáeinum orðum
að minnast móður okkar, Ágústu
Haraldsdóttur frá Garðshorni, í
daglegu tali kölluð Gógó. Mamma
dó í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 27.
desember sl. eftir stutta en erfiða
sjúkdómslegu.
Mamma var dóttir hjónanna
Ágústu Fríðsteinsdóttur úr
Reykjavík og Haraldar Jónassonar
frá Hliði á Álftanesi og var yngst
íjögurra systra, en þær eru Ásta,
Sigríður (Bía) og Guðrún (Dæja)
en hún lést fyrir mörgum árum,
fyrir aldur fram. Ung að árum
kynntist mamma pabba okkar,
Trausta Jónssyni frá Mörk, og áttu
þau saman átta börn en þau eru:
Haraldur, kvæntur Eddu Tegeder
og eiga þau fjögur börn, Jón Stein-
ar, ókvæntur og barnlaus, Ágústa,
gift Guðmundi Birni Sigurgeirssyni
og eiga þau þijú börn, Brynja, frá-
skilin, og á hún fimm börn, Óli ís-
feld, kvæntur Bonnie Harvey og
eiga þau tvær dætur, Steinunn, gift
Skarphéðni H. Einarssyni og eiga
þau þijú börn, Ásta, gift Sigurði
Stefánssyni og eiga þau eina dótt-
ur, yngstur var Trausti Ágúst, en
hann lést 31. október 1969.
Þegar horft er til baka er margs
að minnast og margar góðar minn-
Minning:
Ólafía V. Guðnadóttir
Fædd 15. apríl 1914
Dáin 23. desember 1989
„Við erum gestir og hótel okkar
er jörðin,“ kvað Tómas.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast tengdamóður minnar,
Ólafíu Veroniku Guðnadóttur, sem
ekki lengur er gestur hér. Hún fór
héðan hinn 23. desember síðastlið-
inn.
Ég ætla ekki að rekja ættir henn-
ar eða feril, bara þakka henni þann
tíma, sem við áttum samleið, og ég
hef mikið að þakka.
Ég kynntist Ólafíu fyrir u.þ.b.
26 árum, er ég giftist syni hennar,
og var mér þá strax tekið opnum
örmum af henni og ekki síður
tengdaföður mínum, honum Halla
rakara, sem ég mat mikils. Hann
fór héðan 11. nóvember 1976.
Við Ólafía hittumst ekki mjög
oft hin seinni ár, þar sem ég bý í
öðrum hluta hótelsins, en í gegnum
árin höfum við talasl mikið við, oft
daglega.
Hennar herbergi var á Njálsgötu
11 og þar vorum við hjónin og börn
okkar alltaf velkomin. Þar biðu
okkar uppbúin rúm og dýrindis
matur ávallt framborinn, því að
Ólafía var snillingur í matargerð.
Það var sem sagt stjanað við okkur
á allan hátt. Ólafía var stórbrotin
kona og um árin, sem hún var hér,
nærri 76, væri margt hægt að
skrifa en það gerir e.t.v. einhver,
sem betur veit.
Þar sem hún hafði oft verið mik-
ið veik, held ég, að hún hafi verið
tilbúin að fara héðan, enda svo
sannarlega búin að skila sínu hlut-
verki.
Að lokum vil í ég í nafni Davíðs,
Halla og Krumma þakka henni allt
og óska henni góðrar ferðar.
Hrafhhildur
ingar að ylja sér við, bernskuárin
liðu við leik og störf í skjóli góðra
foreldra, en síðar meir rann upp
fyrir okkur að lífið hefur ekki alltaf
verið dans á rósum hjá mömmu.
Það hlýtur að hafa verið erfítt að
ala upp átta böm á þeim tíma, þeg-
ar allt þurfti að gera heima, hvort
sem það var að sauma, baka eða
vinna önnur húsverk og allt fórst
þetta henni jafn vel úr hendi og
þeir voru ófáir kjólamir sem hún
saumaði á okkur systumar.
Mamma veitti okkur mikið öryggi
í uppvextinum og minnumst við þá
einstakra atburða, t.d. þegar raf-
magnið fór af þá safnaði hún okkur
krökkunum saman upp á borð og
söng fyrir allan hópinn til að róa
okkur. Alltaf stóð heimilið opið fyr-
ir vinum okkar og var margri kök-
unni gerð góð skil. Það var mömmu
þung raun þegar yngsti bróðir okk-
ar Trausti Ágúst dó, aðeins 17 ára
að aldri, eftir löng og erfíð veik-
indi. Þá eins og alltaf sýndi mamma
þennan óbilandi kjark sem ein-
kenndi hana og kom best í ljós í
jj fl“ - 1
# Lofta- plötur og lím Nýkomin sending
Þ.Þ0RGR(MSS0N&C0
Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640
inn Einarsson, bóndi og síðar síma-
eftirlitsmaður á Seyðisfirði og
Reykjavík. Grímur hóf skólagöngu
á Seyðisfirði og síðan lá leiðin í
Menntaskólann á Akureyri, þar sem
hann lauk stúdentsprófí 1948.
Hann starfaði sem kennari við
Barna- og miðskólann á Seyðisfirði
veturinn 1948-49, en hóf að því
loknu nám í íslenskum fræðum við
Háskóla íslands og lauk þar eand.
mag. prófí 1955.
Sama ár og hann lauk háskóla-
prófi hóf hann störíj sem kennari
við Verslunarskóla íslands, fyrst
sem stundakennari og síðar fastráð-
inn til 1962. Hann starfaði éinnig
í ígripum á Landsbókasafninu frá
1957 til 1962, er hann gerðist fast-
ur starfsmaður í handritadeild þess.
Forstöðumaður þeirrar deildar varð
hann svo 1966 og starfaði þar síðan
óslitið til æviloka. Naut hann jafnan
vinsælda og virðingar í starfi, enda
fróður í besta lagi og gott til hans
að leita.
Grímur var mikill og ötull fræði-
maður í sinni grein. Eftir hann
liggja ijölþætt ritstörf, greinar um
margvísleg efni og útgáfur fjölda
verka, svo sem Islendingasögur,
fomsögur, þjóðsögur og margt
fleira. Ævistarfíð var því orðið mik-
ið og gott, þótt ekki yrðu honum
lengri lífdaga auðið.
Leiðir okkar Gríms lágu fyrst
saman í Menntaskólanum á Akur-
veikindum hennar, sárþjáð bar hún
fyrst og fremst hag fjölskyldunnar
fyrir brjósti.
Eftir gos fór mamma að vinna
utan heimilis og vann lengst af á
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og undi
hag sínum vel þar og viljum við
þakka samstarfsfólki hennar hlý-
hug í hennar garð. Daginn áður en
mamma fékk úrskurð um hversu
alvarlegur sjúkdómur hennar var,
hélt hún upp á 70 ára afmæli sitt
og tveimur mánuðum síðar þegar
Ijóst var hvert stefndi kom bróðir
okkar, Óli ísfeld, sem búsettur hef-
ur verið í Bandaríkjunum í rúm 20
ár, til landsins ásamt konu sinni til
að kveðja mömmu hinstu kveðju
og saman gátum vi haldið upp á
gullbrúðkaupsafmæli hennar og
pabba, veitti heimsókn þeirra
mömmu og allri fjölskyldunni mikla
ánægju. Elsku mömmu hefðum við
öll viljað hafa lengur en getum ylj-
að okkur við góðar minningar. Við
eigum eftir að sakna hennar um
ókomna framtíð. Hafi hún þökk
fyrir allt.
Hve lítið sýnist lífið manns
þá litið er til baka,
án dvalar hverfa dagar hans,
sem draumar enda taka.
Sjá þúsund ár vors lýðs og lands,
eru liðin sem næturvaka.
Ef sjötíu ár í dauðans dal,
vér dveljum vel má haga,
úr blóði stráð um víg og val,
6 veröld er þín saga.
Þú lærir seint það tímatal,
að telja þina daga.
(M. Joch.)
Brynja og Ásta
eyri, þar sem við vorum bekkjar-
bræður í máladeild og lásum stund-
um saman latínu og fleira. Tókst
þá þegar með okkur góður kunn-
ingsskapur og vinátta sem entist
meðan báðir lifðu, þótt samfundir
væru stijálir á seinni árum sakir
ólíkra starfa og búsetu. En sú vin-
átta sem þá varð til við leik og störf
í góðum skóla norðan heiða fyrntist
aldrei, svo að alltaf voru það gleði-
legir samfundir er við hittumst. í
menntaskóla var Grímur áhuga-
samur um nám sitt, enda góðum
gáfum gæddur og duglegur í besta
lagi. Einkum kvað snemma að hæfí-
leikum hans í öllu sem snerti
íslénskt mál ogbókmenntir að fornu
og nýju. Hann ritaði á þeim árum
í skólablað okkar og var ritstjóri
þess um skeið. Skáldlega sinnaður
var hann nokkuð á yngri árum,
þótt ekki ræktað hann þá eiginleika
sína að marki.
' En nú er þessi góði drengur horf-
inn sjónum og mjög um aldur fram.
Við bekkjarsystkin hans höfum
misst úr hópnum góðan vin og vitr-
an og hugljúfan félaga, sem við
söknum sárlega. En minningin um
hann lifir áfram með okkur, fögur
og fölskvalaus, og auðgar líf okkar.
Sú minning snertir strengi líkt og
ómur af fögru tónverki.
Grímur M. Helgason var mikill
gæfumaður í einkalífi sínu. Hann
kvæntist 1953 Hólmfríði Sigurðar-
dóttur, kennara, frá Raufarhöfn,
sem lifír mann sinn. Þau eignuðust
átta börn og hafa sjö þeirra komist
til fullorðinsára, mikið myndar- og
efnisfólk í hvívetna. Megi góður guð
leggja líkn með þraut við fráfall
heimilisföðurins og styrkja hans
nánustu á sorgarstund. Ég sendi
eiginkonu, móður, bömum og öðr-
um vandamönnum einlægar samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
Gríms M. Helgasonar.
Jón R. Hjálmarsson
Kynningarverð frá kr. 3.000 til 25. febrúar
Ljósmyndarar:
Guðmundur
Jóhannesson
Ingibjörg Kaldal
Leitið upplýsinga
Laugavegi178
sími: 689220
SV/HV ER K0MIÐ AFTUR
TIL AÐ VERA