Morgunblaðið - 25.01.1990, Side 44

Morgunblaðið - 25.01.1990, Side 44
44 :u;uatrrt/.un aiaAjiawjDíKfo MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990 fclk í fréttum FRAMI Nýjasta kynbomban af ólíklegnm toga POPPTONLIST Reuter Zappa ræðir við Vaclav Havel Þekktir vestrænir tónlistarmenn flykkjast nú til ríkja Austur-Evrópu eftir að slakað var á alræð isvaldi kommúnista í löndum þessum. Vitað er að alþýða manna í Austur-Evrópu hefur löngum verið áhugasöm um vestræna popptónlist en hljómplötur hafa yfirleitt ekki verið fáanlegar nema á svarta markaðnum. Er almennt búist við því að breyting verði þar á til batnaðar og víst er að vestrænir hljóm- plötuframleiðendur gera sér vonir um að ná umtals- verðum markaði í ríkjum þessum. Nýverið var banda- ríski tónlistarmaðurinn og furðufuglinn Frank Zappa (t.v) á ferð í Tékkóslóvakíu og var myndin tekin er hann ræddi við leikskáldið þekkta Vaclav Havel, forseta landsins, en líkt og fram hefur komið í frétt- um er líklegt talið að Havel komi hingað til lands síðar á þessu ári. JA, FORSÆTISRAÐHERRA Komíð fram við Eddington sem forsætisráðherra! Góðkunningi sjónvarpsglápara víða um lönd, Paul Eddington, sem hefur leikið hinn óviðjafnan- lega forstæisráðherra Breta Jim Hakker í þáttunum „Já, forsætis- ráðherra“, hefur nú horfið frá því hlutverki, í bili að minnsta kosti. Hann leikur nú stórt hlutverk í leikritinn „London Assurance". Hann segir að gaman sé að líta yfir farinn veg og sérstaklega hafi oft verið skemmtilegt í hversu miklum vafa gestgjafar hans í ýms- um löndum hafi verið um hvernig ætti að koma fram við hann. „Eg var iðulega borinn á höndum eins og ég væri í raun forsætisráð- herra,“ segir Eddington. Eddington segist ýta undir óvissu gestgjafa sinna sem leiði oft til þess að þeir fari hjá sér og verði vandræðalegir. Svo langt hefur þetta glens hans gengið að eitt sinn ræddi hann við Turgut Ozal forseta Tyrkja í beinni sjónvarpsútsendingu og spurði forsetinn Eddington í þaula um skoðanir hans á mannrétt- indum í Tyrklandi og tillögur um úrbætur. Yitzhak Shamir hefur einnig spurt hann álits á vandanum fyrir botni Miðjarðarhafs í sjón- varpsviðtali og segir Eddington að þegar gamanið sé gengið svo langt taki hann sig á og reyni að koma fram sem ábyrgur fulltrúi þjóðar sinnar. En þrátt fyrir þetta er Eddington eftirsóttur gestur og oft á ári berast honum farmiðar hingað Eddington í sjónvarpsþáttunum „Já, forsætisráðherra" með meðleikurum sínum þar, Nigel Hawthorne og Derek Fowlds. Fyrir skömmu var greint frá upprennandi leikkonu sem sló ný verið í gegn í hátt skrifaðri mynd; Meg Ryan í „When Harry met Sally“. En ungfrú Ryan er ekki eina unga leikkonan sem hefur komið séð og sigrað að undanförnu. Það hefur Ell- en Barkin gert með glæsibrag ef marka má gagnrýnendur sem lýsa leik hennar og kvikmyndinni „Sea of love“ þar sem hún leikur á móti A1 Pacino í miklum tauga- trylli. Barkin þykir frekar ólíkleg í kynbombuhlut- verkið sem hún þarf að sam- ræma við áta- kamikinn leik í umræddri kvikmynd, því álitamál er hversu falleg hún raunveru- lega er og sjálf segir hún að hún hafi oft fengið að heyra það i æsku er hún viðraði drauma sína um leiklistar- frama, að hún gæti gleymt því, hún væri svo ófríð að engu tali tæki! Hún er því e.t.v. gott dæmi um konu sem ber kynþokka sinn hið Ellen Barkin. innra, því ummæli um hana eru á þá leið að Barkin sé þokkafyllri en þær flestar kynbombur aðrar. „Sea of love“ er nú sýnd í einu kvik- myndahúsanna í Reykjavík og geta lesendur því einnig dæmt um það sjálfir. Barkin þykir endurspegla erfiða æsku í hörkulegu fátækrahverfi í New York. Það veður enginn ofan í hana og mestu hörkutól kikna undan fúkyrðaflaumnum er henni er misboðið. Og henni er oft mis- boðið meðan á kvikmyndatökum stendur. Þó segja megi að hún hafi ekki slegið í gegn fyrr en í mynd- inni „The Big Easy“ árið 1987, er hún svo eftirsótt að framleiðendur og tæknimenn sitja á sér að svara henni fullum hálsi og mótleikurum er fyrirskipað að hafa sig hæga og draga sig fremur í hlé en að standa uppi í hárinu á Barkin. Hún segir afurðir handritahöf- unda í Hollywood „ýmist meiri hátt- ar sorp eða bara sorp“ og hún neitar að leika á móti leikurum sem hún „ber ekki virðingu fyrir“. Hjónin Patricia og Paul Edding- ton. og þangað með loforðum um himin- háar greiðslur fyrir það eitt að koma^ í heimsókn og segja nokkur orð. Eiginkonan, Patricia segir þetta mikinn bónus við það að eiga þenn- an annars ágæta karl, því hennar helsta áhugamál hefur ævinlega verið ferðalög og hafi sá áhugi jaðrað við ástríðu. COSPER 'V. lU'bb COSPER - Eigum við að taka eina skák?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.