Morgunblaðið - 25.01.1990, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
48
HÓTELSTJORNUN
Sérhæft nám í stjórnun hótela og veitíngahúsa
Vaxandi umfang ferðaþjónustunnar á
íslandi undanfarín ár, Qölgun veítinga- og
gistihúsa og aukín samkeppní þeírra kallar í
auknum mæli á hæft fólk í stjórnunarstöður.
140 tímar.
Skráníng hafín í síma 626655.
Viðskiptaskólinn
HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTIST!
Tékkaábyrgð
án
bankakorts
Við viljum vekja athygli verslunarfólks og allra þeirra
sem taka við tékkum sem greiðslu á eftirfarandi:
íslandsbanki hf. ábyrgist alla sína tékka sem
gefnir eru út af reikningseiganda, allt að 10.000 kr„
án þess að bankakorti sé framvísað.
Viðtakendur tékka eru eindregið hvattir til
að biðja útgefanda um að framvísa persónuskilríkjum
og að skrá kennitölu eða nafnnúmer undir nafnritun
hans. Þannig getur viðtakandi best gengið úr skugga
um að tékkinn sé útgefinn af reikningseiganda, en
það er skilyrði fyrir ofangreindri ábyrgð.
ÍSLAN DSBANKI
- í takt við nýja tíma!
Frábærir þættir
Til Velvakanda.
Mig langar til þess að koma á
framfæri þakklæti til Halldóru
Björnsdóttur, nöfnu minnar,_ sem
stjórnar morgunleikfiminni. Eg er
miklu hressari síðan ég fór að
taka þátt í þessum tímum. Þó ég
sé komin á áttræðisaldur gengur
mér vel að Tylgjast með, svo vel
stjórnar Halldóra þættinum. Einn-
ig vil ég nefna þættina á rás 1
frá kl. 7—9 á morgnana. Þar
stjórnar vel menntað tónlistarfólk
dag hvern og svo er nú rúsínan í
pylsuendanum á iaugardögum,
þegar hinn vinsæli þulur, Pétur
Pétursson, stýrir þættinum. Eg
sakna hans úr þularstarfinu.
Mér kemur í hug er ekki hægt
að útvega þulum þeim, sem ehn
eru ekki læsir eftir margra ára
starf, vinnu að tjaldabaki? Nóg er
til af fluglæsu menntuðu fólki í
landinu. — Á kvöldin, þegar ég
sit við sjónvarpið er Rósa Ingólfs-
dóttir uppáhaldsþulan mín. Hún
hefur einstakt lag á að koma mér
í gott skap með ljúfri framkomu
og skemmtilegum athugasemdum.
Mér finnst óþarfi að sækjast eftir
þulum, sem eru búsettar norður í
landi, nóg er til af glæsilegum
Jöfiiuður og réttlæti
Til Velvakanda.
„Rangindi og valdníðsla“ er nafn
á pistli í dálkum þínum 13. þ.m.
Niðurlagsorðin eru þessi: „Lækka
þarf virðisaukaskatt og félagsbætur
til samræmis. Þá mun verðlag
lækka og koma þeim vel sem f lesta
hafa á framfæri."
Hér finnst mér að höfundur
hefði mátt hugsa ögn meira. Mér
skilst að hann beri öðrum fremur
fyrir brjósti þá sem hafa flesta á
framfæri og aldrað fólk.
Gömul hjón kaupa kannski mat
fyrir 30 þús. kr. á mánuði eða
segjum 40 þús. Ef við lækkum
matinn um 10% spara þau 3-4 þús.
kr. á mánuði. Ef félagsbætur lækka
„til samræmis“ við það ætti tekju-
trygging þessara hjóna að lækka
um 4 þús. kr. Þau hagnast ekkert
við þessa breytingu en þeir sem
hafa nóg og meira en það hagnast.
Svipað er að segja um barnafjöl-
skyldurnar. Þegar félagsbætur eru
lækkaðar í samræmi við lækkaða
skattheimtu eða verðlag er það til
hagsbóta fyrir þá sem hafa'nóg og
meira en nóg á kostnað þeirra sem
minnst bera úr býtum.
Þjóðfélagið verður ekki gert
réttlátt með almennum kauphækk-
unum eða lækkun skatta. Jöfnuður-
inn og réttlætið byggist á því að
færa á milli, frá þeim sem hafa nóg
og meira en nóg til þeirra sem
vantar. Að því er stefnt með barna-
bótum, örorkubótum og tekjutrygg-
ingu.
Það er stefna út af fyrir sig að
lækka félagsbætur en menn skyldu
athuga hvernig hún yrði í reynd.
Það er verulegur hópur manna sem
ekki má við skertum félagsbótum.
Við viljum ekki að níðst sé á þeim
sem minnst bera úr býtum.
H.Kr.
konum í höfuðborginni. Þulir
þurfa nú að vera „sjarmerandi",
hvað sem hver segir. Ég lýk þess-
um hugleiðingum með því að
þakka Hemma Gunn fyrir hina
frábæru þætti hans: „Á tali hjá
Hemma Gunn“. Þar er réttur
maður á réttum stað, fáguð fram-
koma hans skapar góða „stemmn-
ingu“ og tekst honum að halda
uppi fjöri allan þáttinn. Gaman
væri að fá að sjá aftur földu
myndavélina úr áramótaskaupinu.
Hermann, hafðu þökk fyrir þætt-
ina þína.
Halldóra.
SjómenmÁ neyðarstund er ekki
tími til lesninga. Kynnið ykkur
því í tíma hvar neyðarmerki og
björgunartæki eru geymd.
Lærið meðferð þeirra.
S
<n
Z
BREFA-
BINDIN j
írá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað. 5
Q
Múlalundur I
FATASKÁPUR ER NAUÐSTN
Þess vegna eigum við laudsius mesta úrval af fataskápum,
sem eru ódýrir, fallegir og auðveldir í uppsetuingu.
Tefl.: TEMPO kr. 24.160,-
B 150 cm H 197 cm D 55 cm
Tefl.: ROLF kr. 22.230,-
B 150 cm H 197 cm 0 55 cm
Tefl.: TIM kr. 15.150,-
B 100 cm H 197 cm 0 55 cm
Teg.: COMBI kr. 11.830,-
B 100 cm H 171 cm D 50 cm
Húsgagn2*höllin
REYKJAVÍK