Morgunblaðið - 25.01.1990, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
Magnús Sigurðsson úr HK æfir
ekki meira með landsliðinu að sinni.
Magnús
fótbrotinn
Annað óhappið á
iandsliðsæfingu
Magnús Sigurðsson, örvhenta
skytta HK í 1. deildinni í
handknattleik, fótbrotnaði á lands-
liðsæfingu á mánudaginn og tekur
ekki meiri þátt í undirbúningi lands-
liðsins fyrir heimsmeistarakeppn-
ina. Hann ætti þó ekki að missa
af leikjum HK enda eru tæpir tveir
mánuðir í næsta leik liðsins í deild-
inni.
Þetta er annað óhappið sem verð-
ur á landsliðsæfingu en fyrir
skömmu hálsbrotnaði Hrafn Mar-
geirsson, markvörður Víkings og
leikur ekki meira með í vetur.
„Ég verð í gifsi í þrjár til fjórar
vikur og ég reikna með að vera
búinn að ná mér fyrir næsta leik.
En ég æfí ekki meira með landslið-
inu,“ sagði Magnús Sigurðsson.
Hann fer með félögum sínum í HK
til Tékkóslóvakíu en liðið verður þar
í æfingabúðum meðan á heims-
meistarakeppninni stendur.
TENNIS / OPNA ÁSTRALSKA MEISTARAMÓTIÐ
„Þessum sigri
gleymi ég aldrei“
- sagði Mats Wilandereftirsigurá Boris Becker
SVÍINN Mats Wilander, sem
féll á einu ári úr 2. sæti í það
15. á heimslistanum ítennis,
náði loks að svara fyrir sig er
hann sigraði Boris Becker í
fjórðungsúrslitum á opna ástr-
alska meistaramótinu, 6:4 6:4
6:2. Sigur Wilander kom mjög
á óvart enda hefur honum ekki
gengið vel síðustu misseri, og
átt í sérstökum vandræðum
með Boris Becker.
essum sigri gleymi ég aldrei.
Svona leikur getur breytt öllu
og nú er ég sannfærður um að ég
er kominn aftur á sigurbraut,"
sagði Mats Wilander, þrefaldur
meistari á opna ástralska meistara-
mótinu.
Boris Becker tók sigrinum með
jafnaðargeði og sagðist vona að
Wilander sigraði á mótinu. „Hann
er góður leikmaður, þrátt fyrir að
honum hafi ekki gengið sem best
að undanförnu, og ég ber mikla
virðingu fyrir honum,“ sagði Beck-
er.
Wilander mætir landa sínum,
Stefan Edberg, í undanúrsiitum en
Edberg sigraði Bandaríkjamanninn
Dave Wheaton 7:5 7:6 3:6 og 6:2.
„Ég neita því ekki að ég er
smeykur fyrir leikinn gegn Wiland-
er og ég er býsna hræddur um að
sigurinn á Becker hafi brotið ísinn,“
sagði Edberg.
Leikur Ivan Lendl og Andrei
Cherkasov var heldur ójafn enda
er Cherkasov 80 sætum neðar á
heimslistanum en Lendl, sem sigr-
aði á mótinu í fyrra. Lendl var ekki
nema tvo tíma að afgreiða Sovét-
manninn, 6:3 6:2 6:3.
Lendl mætir Frakkanum Yannick
Noah, sem sigraði Svíann Mikael
Pernfors örugglega, 6:3 7:5 og 6:2.
Noah lék mjög vel og sýndi mik-
ið öryggi í uppgjöfum. „Ég er bjart-
sýnn fyrir Ieikinn og hef trú á að
ég nái að fylgja síðasta sigri eftir,“
sagði Noah sem sigraði Lendl í
þremur lotum á sterku móti á Nýja-
Sjálandi fyrir skömmu.
í dag eru undanúrslit í kvenna-
flokki. Steffi Graf mætir Helenu
Sukovu og Mary Joe Fernandez
mætir Claudiu Porwik.
Mats Wilander vann óvæntan sigur á Boris Becker.
HANDKNATTLEIKUR
Bandaríkjamenn til íslands
Bandaríska landsliðið í hand-
knattleik kemur til íslands
15. febrúar og dveiur hér á landi
í sex daga við æfíngar og keppni.
Liðið leikur gegn B-landsliði ís-
lands og unglingalandsiiði (U-20)
en ekki er ráðgert að liðið leiki
gegn A-landsliðinu sem verður að
ljúka undirbúningi sínum fyrir
heimsmeistarakeppnina í Tékkó-
slóvakíu.
Bandaríkjamenn taka ekki þátt
í heimsmeistarakeppninni að
þessu sinni en fara þó til Tékkó-
slóvakíu þar sem þeir munu æfa
og fylgjast með leikjum í keppn-
inni.
Þess má geta að landsliðsþjálf-
ari Bandaríkjanna, Mares, þjálfaði
áður tékkneska landsliðið.
í kvöld
í kvöld eru þrír leikir í úrvals-
deildinni í körfuknattleik.
Keflvík og Njarðvík mætast í
íþróttahúsinu í Keflavík kl.
20 og á sama tíma leika í R
og Haukar í Seljaskólanum.
Þór og Reynir leika á Akur-
eyri kl. 19.30.
Fimleikar
Getum bætt við okkur byrjendum í drengjahóp
6-8 ára og 9 ára.
Upplýsingar á skrifstofu félagsins milli kl. 16.00
og 19.00 í síma 688470.
Fimleikadeild Ármanns.
EMS
forgangspóstur
Póst- og
símamótið í
handknattleik
verður haldið á Varmá dagana 26., 27.
og 28. janúar.
6. flokkur A og B, 9-10 ára
og 7. flokkur 7-8 ára.
Vegleg verðlaun
Síðasti skráningardagur í dag,
fimmtudag, í síma 666754.
Pósturogsími HSÍ Afturelding
Mmn
FOLK
■ EINS og íram hefur komið eru
stjórnarmenn Knattspyrnusam-
bands íslands spenntastir fyrir að
ráða sænska þjálfarann Bo Jo-
hansson sem næsta landsliðsþjálf-
ara íslands. Landsliðsþjálfari verð-
ur ráðinn fljótlega eftir að búið
verður að draga í riðla í Evrópu-
keppni landsliða í Stokkhólmi 3.
febrúar.
■ MIKE Ferguson, fyrrum þjálf-
ari Skagamanna hefur sent KSI
bréf og óskar eftir starfí sem lands-
liðsþjálfari. Ferguson, sem lék m.a.
með Blackburn og Aston ViIIa á
sínum tíma, hefur meðmæli frá
Terry Venables, framkvæmda-
stjóra Tottenham.
■ JÚGÓSLAVINN Ivan Golac,
sem er þjálfari hjá Partizan
Belgrad, hefur einnig óskað eftir
starfí landsliðsþjálfara íslands.
Golac lék á árum áður með júgó-
slavneska landsliðinu og þá var
hann leikmaður með Southampt-
on.
■ MARGIR aðrír þjálfarar hafa
sótt um iandsliðsþjálfarastarfið,
eins og t.d. Hollendingurinn Rob
Baam.
■ LANDSLIÐ kvenna í körfu-
knattleik ætlar að hlaupa frá Hafn-
arfirði til Keflavíkur í dag með
knöttinn sem notaður verður í leik
ÍBK og UMFN. Þetta er fjáröflun-
arleið hjá stúlkunum, m.a. vegna
ferðar sem þær fóru á mót í Lúxem-
borg fyrir skömmu. Þær hafa
gengið í öll hús í Keflavík og safn-
að áheitum vegna hlaupsins, og
fengið góðar viðtökur að sögn
Vöndu Sigurgeirsdóttur, eins
leikmanns landsliðsins.
Kampakátar landsliðskonur í körfuknattleik ásamt þjálfara sínum eftir sigur
á Wales í í Lúxemborg á dögunum. Aftari röð frá vinstri: Linda Stefánsdóttir,
Torfí Magnússon þjálfari (en hann fór utan í forföllum Ágústs Guðmundsson-
ar, sem þjálfar liðið), Lilja Björnsdóttir, Anna María Sveinsdóttir, Björg Haf-
steinsdóttir og Vigdís Þórisdóttir. Fremri röð frá vinstri: Kristín Sigurðardótt-
ir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Herdís Gunnarsdóttir, María Jóhannsdóttir, Sólveig
Pálsdóttir.
■ DANSKA knattspyrnusam-
bandið hefur enn ekki náð samn-
ingi við Sepp Piontek, landsliðs-
þjálfar. Tyrkir hafa mikinn áhuga
á að fá þennan snjalla þjálfara til
að taka við landsliðsþjálfarastarf-
inu hjá sér.
■ DIETER Höness, fyrrum leik-
maður hjá Stuttgart og Bayern
Miinchen, mun taka við starfi
framkvæmdastjóra hjá Stuttgart
1. apríl. Höness er bróðir Uli, fram-
kvæmdastjóra Bayern Miinchen.
■ FIMM borgir í Evrópu hafa
sótt um sæti í aljþjóðlegum deild-
inni í amerískum fótbolta, (WLAF).
Deildinni verður komið á fót á
næsta ári og í henni verða 12 lið,
þar af fjögur frá Evrópu. London,
Frankfurt, Mílanó, Barcelona og
París hafa sótt um inngöngu. Fjór-
ar borgir, Róm, Madríd, Amsterd-
am og Dublin hafa dregið umsókn-
ir sínar til baka. Sex lið verða í
Bandaríkjunum eitt í Kanada,
líklega í Montreal, og eitt í Mex-
íkó. Eina borgin sem verður örugg-
lega með er New York en ákvörð-
un ura hinar verða teknar í vor.
■ BÖRN í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum hafa óskað eftir
því við skólayfirvöld að vorprófum
í skólum landsins verði seinkað svo
þau geti fylgst með landsliðinu í
heimsmeistarakeppninni á Ítalíu í
júní. Menntamálaráðherra hefur
neitað og sagt að knattspyrna komi
skólanum ekki við en börnin eru
ekki á því að gefast upp.
■ ÚRVALSLIÐ Wales-deildar-
innar sigraði úrvalslið Campell-
deildarinnar í stjörnuleiknum i
NHL-deildinni um síðustu helgi.
Mario Lemieux gerði fjögur marka
fyrir lið Wales-deildarinnar, þar af
þijú í fyrsta leikhluta. Þetta var
14. stjörnuleikurinn í deildinni en
Wales-deildin hefur sigrað í 11.
■ PAT Cash, Wimbledonmeistari
1986, var ekki valinn í lið Ástralíu
fyrir Davis-bikarinn í tennis. Cash
hefur lítið leikið síðustu mánuði,
vegna meiðsla en þó kemur á óvart
að hann skuli ekki vera í liðinu.
Þá hefur Stefan Edberg ákveðið
að gefa ekki kost á sér í lið Svía.