Morgunblaðið - 25.01.1990, Page 51

Morgunblaðið - 25.01.1990, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990 51 SKOTLAND || KNATTSPYRNA i I i i i i i i I ( i i V-ÞYSKALAND Þórður skoraði gegn Dortmund Þórður Bogason og Baldur Bjamason, úr Val, æfa nú með vestur-þýska knattspyrnu- liðinu Parderborn Neuehaus sem leikur í 3. deild. í gær léku þeir æfingaleik gegn úrvalsdeiidar- liðinu Dortmund og töpuðu 1:3 en Þórður gerði eina mark Pad- erbom. Baldur lék allan leikinn en Þórður kom inná f leikhléi og gerði markið á 70. mínútu. Andreas Möller gerði tvö mörk fyrir Dortmund. „Það var skrítið að leika gegn þessum mönnum sem maður hefur bara séð í sjónvarpinu, Michael Rumenigge, Andreas Möller, Wegmann og Mill. Dort- mund var með sterkasta lið sitt en samt náðum við að hanga í þeim og ég held að við höfum komist ágætlega frá leiknum," sagði Baldur. Þetta var fyrsti leikur Baldurs og Þórðar með liðinu en keppni í 3. deild hefst að nýju um miðj- an febrúar. Paderborn er í 2. sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Armenia Bielefeld en eitt lið kemst upp úr deildinni. faém FOI_K ■ GEORGE Weah, knattspyrnu- maður frá Líbíu sem leikur með franska 1. deildarliðinu Mónakó, hefur verið útnefndur knattspyrnu- maður ársins í Afríku. Weah, sem er 23 ára útherji, var fyrsti knatt- spyrnumaður Líbana sem hlýtur þessa heiðursnafnbót í 20 ára sögu útnefningarinnar. Weah, sem hefur verið frá keppni vegna uppskurðar vegna hnémeiðsla, getur farið að leika eftir tvær vikur. ■ STEFAN Rehn, sænski lands- liðsmaðurinn í knattspyrnu sem gekk til liðs við Everton í sumar, hefur yfirgefið Everton og samið við IFK Gautaborg. Ástæðan er sú að Rehn komst ekki f aðallið Everton og var orðinn þreyttur á að vera á bekknum. Hann hefur aðeins fengið að spila einn leik með Everton í vetur. Gautaborg greiddi 275 þúsund pund fyrir Rehn, en Everton borgaði sænska liðinu Djurgáden 400 þúsund fyrir hann í sumar. ■ MIDDLESBROUGH keypti í gær sóknarmanninn Ian Baird frá Leeds fyrir hálfa milljón punda. ■ SÍÐUSTU daga hefur verið mikið að gera í veðbönkum í Eng- landi. Hæst ber óvenju slæmt hlut- fall Manchester United en líkurnar á að liðið falli eru 5 gegn 2, sam- kvæmt breskum veðbönkum. ■ KERRY Dixon skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Chelsea sem færir honum um hálfa milljón punda. Guðmundur Torfason fékk rautt spjald gegn Ayr. Guðmundur rekinn útaf St Mirren, lið Guðmundar Torfa- sonar, sigraði Ayr United, 2:1, í 3. umferð skosku bikarkeppninnar í gær. Guðmundur lék reyndar ekki ■■■■■ nema hluta leiksins Frá bíii því hann fékk rauða Melvilleí spjaldið á 42. Skotlandi mínútu, er staðan var 1:0, St Mirren í vil, fyrir að sýna stuðningsmönnum Ayr United ósæmilegt látbragð. Hann hafði skömmu áður fengið gult spjald fyrir handalögmál. St Mirren fékk þó aukaspyrnu og úr henni kom sigurmarkið. St Mirren mætir Clydebank í 4. umferð en aðal leikurinn í umferð- inni er viðureign Glasgow-liðanna Celtic og Rangers. Um næstu helgi mætir St Mirren Aberdeen en ólíklegt er að Guð- mundur verði með vegna rauða spjaldsins. PÉTRI Arnþórssyni, lands- liðsmanni úr Fram, hefur ver- ið boðið að koma til spænska 1. deildarliðsins Real Zaragoza, og æfa með liðinu. Samningstilboð gæti fylgt í kjölfarið. Þetta er freistandi tilboð, en málið er á algjöru byijunar- stigi. Mér hefur verið boðið að koma í tíu daga og „sýna mig“, æfa og væntanlega spila æfingaleik,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þjálfari Zaragoza er Júgóslavinn Raddy Antic, sem lék á sínum tíma með Luton í ensku 1. deildinni. Það er Júgóslavi búsettur hér á landi, Uros Ivanovic, sem benti landa sínum á Pétur og vildi sá fá lands- liðsmanninn til æfinga. „Mér skilst að þeir séu að leita sér að framliggj- andi miðvallarleikmanni,“ sagði Pétur. Lið Zaragoza er í 10. sæti í deild- inni, en í henni eru 20 lið. Pétur er 24 ára. Hann á 38 leiki að baki í 1. deild fyrir Þrótt og 91 fyrir Fram. Hann skoraði á sínum tíma 4 mörk í deildinni fyrir Þrótt en hefur gert 12 mörk í deildarleikj- um með Fram. Þá hefur Pétur leik- ið 25 sinnum í A-landsliði íslands. GLIMA / IÞROTTAHATIÐ ISI Fimmtíu eriendir keppendur í glímu UM fimmtíu erlendir keppendur verða meðal þátttakenda í glímu á sumaríþróttahátíð ÍSÍ, sem fram fer í lok júní f sum- ar. Þetta verður jafnframt ífyrsta sinn sem útlendingar keppa i fslenskri glímu. Keltneska fangbragðasambandið tók íslensku glímuna upp sem keppnisgrein á þingi sínu í nóvember, en hingað til hefur samband- ið haft tvær keppnisgreinar á stefnuskrá sinni, skosk axlartök og bret- ons fangbrögð „gouren". Fimm þjóðir eru aðilar keltneska fangbragða- sambandinu, ísland, Skotlandi, England, Frakkland og Holland. Jón ívarsson, stjómarmaður Glímusambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að gert væri ráð fyrir að um 50 erlendir þátttakendur kæmu hingað til að keppni í glímu á íþrótthátíð ÍSÍ í sumar. Keltn- eksa meistaramótið verður þá haldið í fimmta sinn og glíman í fyrsta sinn meðal keppnigreina. Keppt verður í þremur greinum; axlartökum, gouren og glímu og gildir samanlagður árangur í keppni milli þjóðanna. Pétur Arnþórsson virðir knöttinn fyrir sér í einum þeirra tuttugu og fimm landsleikja sem hann á að baki. URSLIT Ítalía Bikarkeppnin - fjórðungsúrslit, seinni leikir: Inter Mílanú - Kúma..................3:1 Aldo Serena 2, L. Matthaus - Di Mauro. Fiorentína - Napolí..................1:1 Dunga - Diego Maradona. Atalanta - AC Mílanó.................1:1 Giorgio Bresciani - Franco Baresi. ■luventus - Sampdoria ........''.....2:1 Marocchi, De Agostini - Srecko Katanec. ® Inter Mílanó eða Róma leikur gegn Ju- ventus og Napolí leikur gegn AC Mílanó í undanúrslitum, tvo leiki, 31. janúar og 14. febrúar. Vináttulandsleikur Frakkland - A-l'ýskniand.............3:0 Eric Cantona 2 (2., 24. mín.), Didier Desc- hatnps (75.) B 1.000 áhorfendur sáu leikinn, sem fór fram í Kuwait. Leikir i NBA-deildinni á þiðjudag: Atlanta Hawks - Charlotte........106:101 Phoenix Suns - Miami Heat........118: 99 Philadelphia - Cleveland.........103: 88 L.A. Lakers - New YorkNets......118: 97 Detroit - Chicago Bulls.........107: 95 Dallas - Washington.............129:105 IJtah Jazz - Houston............102: 94 Golden State - Minnesota........109:102 Portland - Milwaukee............119: 90 KNATTSPYRNA / ENGLAND Þon/aldur á Wembley? Forest vann Tottenham og mætir Coventry í undanúrslitum Nottingham Forest tryggði sér sæti f undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í gær er lið- ið sigraði Tottenham, 2:3, á White Hart Lane. Þorvaldur Örlygsson lék allan leikinn með Nottingham For- est og stóð sig nokkuð vel, einkum í fyrri hálfleik. Steve Hodge var maðurinn á bak við sigur Forest en hann gerði tvö mörk gegn gömlu félögum sínum. Þorvaldur Örlygsson var reyndar nálægt því að skora, komst einn í gegn, en brást skotfimin. Trevor Brookinjg, þulur BBC, sagði að þar hefði „Ismanninum“ ekki veitt af kælingu! Ekki náðist í Þorvald í gær- kvöldi. Guðni Bergsson var ekki í hópnum hjá Tottenham, en „var vel staðsettur í stúkunni og fylgdist vel með öllu,“ eins og hann orðaði það í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Þetta var svekkjandi fyrir okkur vegna þess að það var farið að hylla í Wembley..." sagði hann. „Sigurinn var naumur, en þeir áttu alveg eins skilið að vinna,“ sagði Guðni. Nayim skoraði fyrir Tottenham strax á 1. mín. en Steve Hodge jafnaði á þeirri 36. Nigel Gemson kom Forest yfir á 43. mín., Paul' Walsh jafnaði eftir 67 mín. og Hodge gerði annað mark sitt tveim- •ur mín. síðar. Steve Livingstone, leikmaður Coventry, hafði aldrei skorað í leik með aðalliðinu, þar til í gær. Þá gerði hann fjögur mörk er Coventry sigraði Sunderland 5:0. Micky Gynn gerði eitt mark. Derby og West Ham gerðu jafn- tefli, 0:0, í framlengdum leik. Peter Shilton lék ekki með Derby en hann hafði leikið 124 leiki í röð með lið- inu eða alla leiki liðsins síðan hann kom frá Southampton. Oldham hélt jöfnu gegn Sout- hampton, á útivelli, með tveimur mörkum á lokamínútunum. Matt- hew Le Tissier kom Southampton tvívegis yfír en Andy Ritchie jafn- aði í bæði skiptin. ■ Búið er að draga í undanúrslit og þar mætast: Nottingham For- est-Coventry og Southampton/Old- ham-West Ham/Derby. Pétri Amþórssyni boðið til Real Zaragoza Freistandi boð en málið á byrjunarstigi, segir Pétur Arnþórsson Framari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.