Morgunblaðið - 25.01.1990, Page 52
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Skattur á Landsvirkjun tveir milljarðar samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra;
Hækka þyrfti raforkuverð
til almenningsveitna um 46%
- segir Halldór Jónatansson forsljóri Landsvirkjunar
FORSTJÓRI Landsvirkjunar,
Halldór Jónatansson, segir að
Framtals-
eyðublöðin
á leiðinni
í GÆR hófst útburður eyðu-
blaða fyrir skattframtal til
skattgreiðenda í Reykjavík.
Að sögn Gests Steinþórsson-
ar skattstjóra á að ljúka út-
burðinum um helgina. Fari svo,
að einhver fái ekki eyðublaðið
sitt, verður hann að nálgast það
hjá embætti skattstjóra. Al-
mennur frestur launþega til að
skila skattframtali er til 10.
febrúar.
fyrirhugaður tekjuskattur á
orkufyrirtæki samkvæmt frum-
varpi fjármálaráðherra muni
þýða að Landsvirkjun verði að
greiða tveggja miHjarða króna
skatt af bókfærðum tekjum
næsta árs. Þann kostnað verði
almenningur að bera eigi fyrir-
tækið að uppfylla arðsemiskröf-
ur sem til þess eru gerðar og
nauðsynlegt muni reynast að
hækka raforkuverð til almenn-
ingsveitna um 46% verði frum-
varpið að lögum óbreytt.
í lögum um Landsvirkjun og í
lánasamningum við erlenda banka
er kveðið á um að fyrirtækið skili
ákveðnum arði. Eigi það að geta
staðið við þessar arðsemiskröfur
verður að hækka raforkuverðið að
mati forstjóra Landsvirkjunar.
Hann segir að almenningur verði
að bera allan kostnaðinn af tveim-
ur ástæðum. í fyrsta lagi komi
hluti hins skattskylda hagnaðar
af raforkusölu til almennings-
veitna, og í öðru lagi verði almenn-
ingur líka að greiða þann skatt,
sem leggist á hagnað af raforku-
sölu til stóriðju, þar sem í núgild-
andi samningum við stóriðjufyrir-
tæki sé ekki leyft að hækka verðið
vegna slíkra skatta.
Samkvæmt útreikningum
Landsvirkjunar verður bókfærður
hagnaður fyrirtækisins „á pappím-
um“ fjórir milljarðar á þessu ári,
án þess að greiðsluafkoma fyrir-
tækisins batni í raun, heldur muni
hún versna. Þetta er vegna þess
að bókhaldsreglur skattalaga em
óraunhæfar í tilviki Landsvirkjun-
ar, að mati Halldórs. Hann segir
að af þessum hagnaði verði að
greiða tveggja milljarða skatt.
Skatturinn muni auk þess hafa
slík áhrif á fjármagnskostnað og
lánsfjárþörf fyrirtækisins, að það
muni leiða til hærra rafmagnsverðs
til almennings til lengri tíma.
Sjá nánar frétt í miðopnu.
Útgerð Andra I:
Endanlegt
svar í dag
TALIÐ er víst að endanlegt svar
stjórnvalda í Bandaríkjunum um
sérstakan þorskvinnslukvóta fyrir
verksmiðjutogarann Andra I verði
tilkynnt sendiráði okkar í Was-
hington í dag. Tíð fundahöld hafa
verið með embættismönnum þjóð-
anna vestan hafs, en þrátt fyrir
að utanríkisráðuneytið væri já-
kvætt í garð útgerðar Andra, fer
bjartsýni eigenda Andra þverr-
andi.
Fari svo að útgerðinni verði synj-
að um vinnslukvóta á þorski, vofir
gjaldþrot yfir henni. Kostnaður við
útgerðina og kaup skipsins nemur
nú um 600 milljónum króna. Hluta-
fé er um 100 milljónir, en hitt er
lán erlends banka, sem er með veð
í skipinu.
» « »----
Tryggingastofnun:
Fólk hvatt til
að fresta tann-
réttingum
TRYGGIN GASTOFNUN ríkisins
hefur ákveðið að hvetja forráða-
menn barna og unglinga til þess
að fresta því að leggja út í kostn-
að við nýja tannréttingameðferð,
þar til nýjar reglur um endur-
greiðslur Tryggingastofiiunar
hafa verið augíýstar.
Að sögn Kristjáns Guðjónssonar,
deildarstjóra sjúkratryggingadeild-
ar Tryggingastofnunar, er nú unnið
að því að semja reglur um endur-
greiðslur í samræmi við lög um
greiðslur ríkissjóðs vegna tannrétt-
inga, sem gildi tóku um áramót.
Tannréttingasérfræðingar hafa
ákveðið að vinna ekki með Trygg-
ingastofnun að undirbúningi og
framkvæmd flokkunar tannrétt-
inga samkvæmt nýju lögunum, og
hafnað beiðni tryggingatannlæknis
um aðstoð við hönnun eyðublaða
og annað sem lýtur að framkvæmd
laganna.
„Tannréttingar eru ekki bráða-
meðferð og þeim er hægt að fresta
um nokkra mánuði, og því beinum
við því til fólks að fresta því að
leggja út í aðgerðir á meðan óviss-
an er svona mikil,“ sagði Kristján
Guðjónsson.
Mengun í desember sú
mesta sem mælst hefiir
Gölluð mjólk innkölluð í
annað sinn á tveimur vikum
Mjólkursamsalan þuriti í gær að innkalla á milli 10-20.000 lítra
af nýmjólk sem pakkaðir voru og sendir í verslanir eflir hádegi í
gær. Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem þarf að innkalla
mjólk og í bæði skiptin var mjólkin ekki nægilega fltusprengd.
Að sögn Péturs Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra tæknisviðs, er
þetta alls ekki ónýt vara en hins
vegar væri þetta ekki sama vara
og fólki væri lofað.
Pétur sagði að bilun hefði orðið
í annarri af tveimur gerilsneyðing-
arlínum og hefði nú verið ákveðið
að senda enga mjólk til verslana
frá þeirri línu án undangenginnar
rannsóknar. Pétur sagði að töluverð
rýrnun fylgdi því að innkalla slíkt
magn af mjólk en hins vegar yrði
reynt að vinna hana á ný. Pétur
bjóst við að mjólkurskorts gæti orð-
ið vart í sumum verslunum á höfuð-
borgarsvæðinu í dag.
DAGANA 13. til 14. desember síðastliðinn mældust 349 mg af
svifryki í einum rúmmetra lofts á Miklatorgi. Þetta er mesta
mengun sem mælst hefur í Reykjavík á einum sólarhring frá
því þessar mælingar hófust. Aðeins einu sinni áður hefur mælst
meiri mengun í einum mánuði en var í desember sl., en það var
í febrúar 1987.
Mengunin í desember var
helmingi meiri nú en mælst hef-
ur áður í þeim mánuði. Mikil
mengun var frá byijun mánaðar-
ins en mest dagana 11. til 21.
desember.
Hún mældist yfir 100 mg í
sex daga á þessu tímabili og 349
mg sólarhringinn 13. til 14. des-
ember. Að sögn Sigurbjargar
Gísladóttur hjá Hollustuvernd
ríkisins, sem hefur umsjón með
mælingunum, hefur aldrei áður
mælst yfir 200 mg af svifryki í
rúmmetra á einum sólarhring.
Sigurbjörg sagði að á hveijum
degi væru tekin sýni á Mikla-
torgi. I þeim er svokallað svifryk.
Þetta er mjög fínt ryk sem getur
haldist á lofti í nokkra sólar-
hringa við vissar veðurfarslegar
aðstæður. Rykið myndast frá
útblæstri bifreiða í formi sóts og
annarra efna. Auk þess eru í því
blý, efni úr dekkjum og götum,
selta, fok frá landinu og fleira.
„Mengun jókst jafnt og þétt í
Reykjavík fram yfir mitt ár
1988. Síðan dró frekar úr henni,
enda var allt síðasta ár mjög
úrkomusamt og hefur það mikið
að segja. Margt bendir til þess
að mengunin hafi aftur verið
vaxandi í haust, en niðurstöður
mælinga frá haustmánuðum
liggja enn ekki fyrir,“ sagði Sig-
urbjörg.