Morgunblaðið - 11.03.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 11.03.1990, Síða 14
141 í MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 eftir Guðm. Halldórsson SAMEINING ÞÝZKALANDS hefur verið á dagskrá síðan Berlínarmúrinn var opnaður í nóvember. Upphaflega var hug- myndinni fálega tekið og henni var samstundis haíhað í Moskvu. En Austur-Þjóðverjar hafa haldið áfram að streyma í vestur og vestur-þýzkir kaup- sýslumenn og stjórnmálamenn hafa flykkzt austur á bóginn til að leggja á ráðin um hvemig^ reisa skuli landið úr rústum. I síðasta mánuði lagði Míkhaíl Gorbatsjov forseti blessun sína yfir sameiningu þýzku ríkjanna þegar hann ræddi við Helmuth Kohl kanzlara í Moskvu og síðan hafa fáir efazt um að Þýzkaland muni sameinast — aðeins er spurt hve langan tima það muni taka og hvemig það muni gerast. Ef nákvæmlega verður farið eftir öllum formsatriðum getur verið að sameiningin verði ekki að veruleika fyrr en eftir að minnsta kosti tvö ár. Donald Watt, prófessor í alþjóðlegri sagnfræði í háskólanum í London, segir í Daily Telegraph að ríkisstjórnir beggja þýzku ríkjanna verði fyrst að tryggja sér umboð til að koma á sameiningu í almeniU um kosningum og kosningar standa fyrir dyrum í báðum hlutum Þýzka- lands. Fyrstu fijálsu kosningarnar í Austur-Þýzkalandi fara fram eftir viku, 18. marz, og vestur-þýzkir kjósendur ganga að kjörborðinu í desember. Eftir kosningarnar verður trú- lega kallað saman sameiginlegt stjórnlagaþing til að semja nýja stjórnarskrá fyrir sameinað Þýzka- land (sem helzt ekki má nefna „fjórða ríkið“). Niðurstaðan yrði borin undir þjóðaratkvæði í báðum landshlutum. Síðan yrði efnt til al- mennra kosninga og kosin yrði ný landsstjórn, sem hefði umboð til að lýsa yfir endursameiningu og gera Berlín aftur að höfuðborg. Einfaldasta leiðin Fræðilega séð ættu kjósendur meðal annars að taka afstöðu til þess í þjóðaratkvæðinu hvort aftur skulið komið á fyrri fylkjaskipan I Austur-Þýzkalandi. Áður en komm- únistar komust til valda voru fimm fylki — Lánder — í Austur-Þýzka- landi, en þau voru lögð niður sam- kvæmt stjórnarskrá þeirra. Flokkur sósíaldemókrata í Austur-Þýzka- landi (SPD), sem er sigurstrangleg- ur í kosningunum eftir viku, Kohl kanzlari og fleiri hafa bent á að samkvæmt vestur-þýzku grundvall- EKKILENGUR SPURT HVORT HELDUR HVENÆR ÞÝZKALAND SAMEINAST Watt segir að í raun sé tvennt óhjákvæmilegt: „Þjóðveijar verða að koma sér saman um einhvers konar sameiginlega ráðgefandi ráð á „toppnum," sem getur náð aftur stjórninni, og stórveldin verða að sætta sig við að hernaðarstaðan hafi raunverulega breytzt og að þau verði endurmeta stöðuna í öryggis- málum Evrópu." í síðasta mánuði samþykktu Vestur-Þjóðverjar og Bandaríkja- menn að sameinað Þýzkaland yrði að eiga fulla aðild að NATO, en þeim möguleika var haldið opnum að ekkert herlið frá bandalaginu yrði á núverandi yfírráðasvæði Austur-Þýzkalands, sem er aðili að Varsjárbandalaginu. Ráðamenn í Austur-Berlín og Moskvu vilja að sameinað Þýzkaland verði hlut- laust. Oskar Lafontaine, líklegt kanzlaraefni vestur-þýzkra jafnað- armanna vill ekki að sameinað Þýzkaland verði i NATO heldur hluti „sameiginlegs öryggiskerfis" allra Evrópuríkja. Utanríkisráðherrar austurs og Modrow í Bonn (með Kohl)... Mótmæli í Austur-Berlín arlögunum (stjómarskránni), sem eru frá 1947 og því eldri en skipt- ing Þýzkalands, gætu fyikin ein- faldiega samþykkt að þau skuli heyra undir vestur-þýzka lögsögu. Ef þessi „smuga“ yrði notuð gæti sameining orðið að veruleika á nokkrum vikum, en ekki mánuð- um eða árum, og eins konar Banda- ríki Þýzkalands kæmu þá til sög- unnar. Þannig væri fræðilega séð hægt að komast hjá langdregnum samningaviðræðum við aðildarríki Helsinki-sáttmálans, sem mál er varða landamæri Evrópu þarf að bera undir. Unnið er að því að finna raunhæfar lausnirá vandamálum sem fylgja muni sameining- unniáöllum sviðum Kohl í Erfúrt...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.