Morgunblaðið - 11.03.1990, Side 15

Morgunblaðið - 11.03.1990, Side 15
. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUBAGUR 11. MARZ 1990 1 5 ! vesturs samþykktu í Ottawa í síðasta mánuði að fulltrúar þýzku ríkjanna og sigurvegaranna úr síðari heimsstyrjöldinni — Banda- ríkjamanna, Rússa, Breta og Frakka — ræddu hernaðar- og ör- yggishliðar sameiningar Þýzka- lands. Þessar „tveir-plús-fjórir“ við- ræður hefjast nú í vikunni, rétt fyrir kosningarnar í Austur-Þýzka- landi. Kohl liggur á Sameining Þýzkalands getur tryggt Kohl kanzlara sess í sögunni og hann hefur lagt allt kapp á að henni verði hraðað sem mest. Um mánaðamótin lagði hann til að sam- .einað Þýzkaland viðurkenndi ekki núverandi landamæri Póllands nema því aðeins að Pólveijar afsöl- uðu sér tilkalli til stríðsskaðabóta á hendur Þjóðveijum og að réttindi þýzka minnihlutans í Póllandi yrðu tryggð. Pólveijar fengu mikla landaauka á kostnað Þjóðveija eftir istríðið og Vestur-Þjóðveijar hafa iekki viljað viðurkenna vesturlanda- mæri þeirra, Oder-Neisse-línuna. Austur-Þjóðveijar viðurkenndu pólsku landamærin 1950, en Bonn- stjórnin hefur viljað halda þeim möguleika opnum að þau verði end- anlega ákveðin þegar friðarsamn- ingur verði gerður. Hæstiréttur Vestur-Þýzkalands úrskurðaði 1975 að þýzku landamærin frá 1937 væru enn í gildi lagalega séð þrátt fyrir ósigurinn í stríðinu. Landamærabreytingar væri aðeins hægt að ákveða á friðarráðstefnu, en Bonn-stjórnin vill komast hjá því að slík ráðstefna verði haldin, því að þar yrðu settar fram skaðabóta- kröfur og Þjóðveijar mundu aftur koma fram í hlutverki sigraðar þjóðar. Verið getur að með tillögu sinni hafi Kohl viljað treysta stöðu Þjóð- veija á ráðstefnum, sem verða haldnar áður en Þýzkaland samein- ast, en hún vakti reiði í Póllandi og olli hættu á stjórnarkreppu í Bonn. Hans-Dietrich Genscher ut- anríkisráðherra og félagar hans í Fijálsa demókrataflokknum (FDP), samstarfsflokki Kohls, risu önd- verðir gegn honum og sögðu að Pólveijar hefðu fallið frá skaðabóta- kröfum 1953. Genscher sakaði Kohl óbeinlínis um að loka leiðinni til sameiningar. Viðurkennt var að Kohl hefði rétt fyrir sér í lagalegum skilningi, en ekki var talið viðeigandi að gera málið að milliríkjadeilu, sem varp- aði skugga á sameiningu Þýzka- lands. „Sameiningar-kanzlarinn er að breytast í leiðtoga einangrunar í utanríkismálum," sagði General- Anzeiger í Bonn. Lét undan Vegna mikils þrýstings innan- lands og utan féll Kohl frá kröfu sinni á þriðjudaginn og hætta á stjórnarkreppu leið hjá. Sætzt var á að bæði þýzku þingin samþykktu samhljóða ályktanir um að samein- að Þýzkaland héti því að viðurkenna landamærin formlega með samn- ingi við Pólveija. Kohl lýsti furðu sinni á fjaðrafokinu og sagði að einungis sameinað Þýzkaland gæti samþykkt Oder-Neisse-línuna. Það olli einnig erfiðleikum í stjórnarsamstarfinu að Kohl krafð- ist þess að FDP styddi líka þá hug- mynd að Austur-Þýzkaland lýsti yfir að það væri hluti vestur-þýzka sambandslýðveldisins í samræmi við 23. grein grundvallarlaganna. FDP viðurkennir að þetta sé æski- legasta ieiðin til sameiningar, en telur að íbúar Austur-Þýzkalands eigi að ákveða hvernig landið skuli sameinað og segir að ekki sé hægt að ákveða það í Bonn. Sósíaldemó- kratar töldu tillöguna merki þess að Kohl reyndi að innlima Austur- Þýzkaland. Auknar kröfur Kohls ýttu undir ugg um að hann reyndi að knýja fram sameiningu Þýzkalands með offorsi í því skyni að gera Þjóðveij- um kleift að beita mætti sínum gagnvart grannríkjunum eftir sam- eininguna, líkt 'og fyrrum. Kanzlaranum hefur verið legið á hálsi fyrir að reyna að flýta samein- ingunni sem mest til að treysta stöðu sína í kosningunum í desem- ber. Hann vill ekki styggja hægri- sinnaða kjósendur, sem gætu komið í veg fyrir að hann fái meirihluta með því að kjósa lýðveldisflokk hægriöfgamanna. Hann biðlar með- al annars til fámenns hóps, sem viðurkennir ekki landamærin frá Hið nýja Þýskaland íb. 77 milljónir Helztu borgir: Berlín (3 m.)f Hamborg (1,6 m.)f Miinchen (1,3 m.)f (Bonn 291.500). Þjóðarauður: 1415 milljarðar doll- arar Útflutningur: 354 milljarðar doll- ara 1945 og vill endurheimta gömul, þýzk svæði, sem eru nú þriðjungur yfirráðasvæðis Pólveija. Kohl vill heldur ekki að Genscher skyggi á sig í utanríkismálum. Um leið vill hann gera fijálsa demó- krata eins háða flokki sínum, Kristi- lega demókrataflokknum, til að koma í veg fyrir að þeir myndi nýtt bandalag með jafnaðarmönn- um. Gjaldeyrisbandalag Þrátt fyrir fjaðrafokið í Bonn er stöðugt unnið að því að finna raun- hæfar lausnir á vajidamálum, sem fylgja munu sameiningunni á öllum sviðum í löndunum báðum. Eitt fyrsta og brýnasta verkefnið er samruni hagkerfa þýzku ríkjanna og á þriðjudaginn hefjast viðræður Austur- og Vestur-Þjóðveija um ramma efnahags- og gjaldeyris- bandalags. Fyrirætlanir um að taka upp vestur-þýzkt mark í Austur-Þýzka- landi til að sameina hagkerfin í eitt er eitt erfiðasta skrefið í átt til sam- einingar. Margir Austur-Þjóðveijar óttast að sparifé þeirra verði að engu og að milljónir missi atvinnuna þegar þýzku ríkin sameinast. En tiltölulega auðvelt er að koma á slíkum samruna með sameiginlegu átaki skipulagslega séð að sögn Charles Laurence í Daily Telegraph. Austur-þýzk fyrirtæki verði tekin úr ríkiseign og vestur-þýzþ fyrir- tæki taki við rekstri þeirra. íbúar Vestur-Þýzkalands eru 61 Austur-Þýzkaland gæti sótt um inngöngu í vestur-þýzka sambandsríkið, ef Kohl (t.v.) og Modrow næðu samkomu- lagi um það. milljón, en Austur-Þýzkalands 16 milljónir. Meðallaun vestanmegin eru um 110.000 kr á mánuði og um 38.400 austanmegin samkvæmt opinberu gengi, en allt að 10 sinnum lægri samkvæmt raunverulegu gengi. Hagkerfi Austur-Þjóðveija var að hruni komið eftir fall komm- únista. Endurreisa þarf úreltar iðn- greinar frá grunni. Stáliðnaðurinn er sagður eins illa á vegi staddur og stáliðnaðurinn í löndum eins og Bretlandi fyrir stríð. I fyrstu var talið að endurreisn iðnaðarins í Austur-Þýzkalandi mundi kosta um 600 milljarða kr., en síðan var talið að það væri of varlega áætlað. Sameining mun líklega hafa í för með sér hærri skatta, aukna verðbólgu og hærri vexti í Vestur-Þýzkalandi. Láglaunasvæði? Lág laun eru helzti kosturinn í augum þeirra, sem geta hugsað sér að fjárfesta í Austur-Þýzkalandi. Þegar sameining er orðin að veru- leika, gjaldeyrisbandalagi hefur verið komið á og verkalýðslöggjöf hefur verið samræmd er talið að tilhneiging verði í þá átt að launa- bilið minnki — alllöngu áður en framleiðslan verði sambærileg. Þó þykjast margir sjá fyrir að austur- hluti Þýzkalands verði láglauna- svæði þegar landið hefur verið sam- einað. Talið er að efnahagsleg við- reisn austurhlutans verði baggi á Vestur-Þjóðveijum í að minnsta kosti 10 ár, en síðan muni samein- ingin fara að skila gróða. Austur-Þjóðveijar þrá betri laun, en óttast markaðshyggju og lífs- gæðakapphlaup í aðra röndina. Hingað til hafa þeir ekki þurft að óttast atvinnuleysi, sem þeir óttast nú. Þeir fengu sig fullsadda á lygum og kúgun, en mótlætið stuðlaði að samhjálp og samstöðu og þeir hafa ekki enn smitazt af hroka og græðgi, sem mörgum fínnst ein- kenna Vestur-Þjóðveija. Búizt hefur verið við að stutt verði þangað til gjaldeyrisbandalag komist á laggirnar, enda hefur sú ráðagerð verið talin nauðsynleg til að stöðva fólksflóttann. Evrópu- bandalagið hefur gefið í skyn áð launahækkanir í Austur-Þýzkalandi muni grafa undan stöðugleika vest- ur-þýzka marksins og valda aukinni verðbólgu og vaxtahækkunum. At- vinnuleysi í Austur-Þýzkalandi verði 15% fyrst í stað. Verðbólguhætta Sumir vestur-þýzkir kaupsýslu- menn telja að stjórn Kohls hafi far- ið of geyst í tilraununum til að koma á fót efnahags- og gjaldeyris- bandalagi og vara við óðaverðbólgu, atvinnuleysi og óstöðugleika vest- ur-þýzka marksins. Fréttir um að Austur-Þjóðveijum verði boðið að gengi marks þeirra verði skráð jafn- hátt hinu vestur-þýzka ollu ókyrrð á gjaldeyrismörkuðum, en þær voru bornar til baka. Þó er þetta talin hugsanleg leið.til að stöðva fólks- flóttann. Síðustu daga hafa vestur-þýzkir bankar gert lítið úr þeim kostnaði, sem sameining muni hafa í för með sér. Haft var eftir Dresdner Bank að verðbólga mundi ekki fara yfir 5% og verðlag aðeins hækka um 2,5% á þessu ári og um 3-3,5% á næsta ári. Sumir spá því að sósíaldemó- kratar fái hreinan meirihluta í kosn- ingunum í Austur-Þýzkalandi um næstu helgi. Náin samvinna hefur tekizt með flokkunum í Vestur- Þýzkalandi og systurflokkum þeirra í austurhlutanum og fyrirsjáanlegt er að þeir sameinist. Austur-þýzku lýðræðisflokkunum og kosninga- baráttu þeirra hefur í raun verið stjórnað frá Vestur-Þýzkalandi og fjármagnið hefur komið þaðan. Eftir kosningarnar eykst hraði samruna á öllum sviðum. Austur- Þjóðveijar eignast nýjan „stóra bróður," þar sem Vestur-Þjóðveijar munu í raun og veru taka við stjórn- inni. Sumir segja að sameining sé rangnefni og segja að réttara sé að tala um „innlimun" eða nýtt Anschluss. Miklar þjóðfélagsbreyt- ingar munu eiga sér stað sam- kvæmt Daily Telegraph. Hreinsanir Herinn verður ekki sameinaður, en lágt settir austur-þýzkir her- menn hafa verið teknir í vestur- þýzka herinn. Flestir austur-þýzkir liðsforingjar missa hins vegar at- vinnuna. Rússneskum skriðdrekum, fallbyssum og MiG-flugvélum verð- ur líklega skilað. Hingað til hefur margt bent til þess að austurhlutinn verði vopnlaust svæði, en vestur- hlutinn verði áfram í NATO. Aust- ur-þýzki heraflinn mun syngja sitt síðasta vers. Lögreglan í austurhlutanum mun heyra undir fylkisstjórnir eins og í Vestur-Þýzkalandi í stað ríkisins, þegar nýtt fylkjaskipulag hefur ver- ið tekið upp. Landamæraverðir eru þó undanskildir. Miklar hreinsanir verða nauðsynlegar vegna óvin- sælda lögreglunnat- í Austur-Þýzk- alandi og leynilögreglan Stasi verð- ur leyst upp. Dómskerfi og lög austanmanna verða færð í lýðræðislegt horf. Hætt er við nokkurri ringulreið í fyrstu, þar sem vestrænar réttar- venjur eru gerólíkar þeim sem hafa tíðkazt í Austur-Þýzkalandi. Í Vestur-Þýzkalandi eru l. 674.903 opinberir embættismenn, en í Austur-Þýzkalandi eru 8.571.000 „ríkisstarfsmenn" — það er nánast allt vinnuaflið. Embættis- manUakerfin þarf að sameina sam- kvæmt vestrænum hugmyndum og mörgum verður sagt upp í austur- hlutanum. Þar sem “áustur-þýzkir embættismenn hafa getið sér slæmt orð verða hreinsanir nauðsynlegar og þær munu flækja málið. Alls konar þjónusta, allt frá raf- magnsmálum til pípulagninga, verður samræmd og það starf er þegar hafið með vestrænni aðstoð. Sumt þarf ekki að samræma, t.d. volt, járnbrautarteina og umferðar- merki, en á öðrum sviðum ríkir hálfgert fornaldarástand. Leggja þarf í gífurlegar fjárfestingar, en við það skapast atvinnutækifæri, sem gætu bjargað mörgiim þeim er missa munu vinnuna þegar ríkis- verksmiðjum verður lokað og Vest- ur-Þjóðveijar hefjast handa um hagræðingu í rekstri fyrirtækja. m. a. með uppsögnum sumra starfs- manna og ráðningu annarra og hæfari starfsmanna. Endurskipulagiiing Kohl hefur heitið áætlunum um umhverfishreinsun í Austur-Þýzka- landi. Á fáum stöðum í Evrópu er eins mikil mengun og á iðnaðar- svæðinu í sunnanverðu landinu. Félagsleg þjónusta í austurhlut- anum mun hafa í för með sér mikla aukningu útgjalda á vestur-þýzkum fjárlögum. Eftirlaun í vesturhlutan- um eru að meðaltali um 110.000 kr. á mánuði, en 17.000 í austur- hlutanum. Bæta verður lækna- og sjúkrahúsaþjónustu í austurhlutan- um, miklar endurbætur á húsnæði eru nauðsynlegar og hækka verður atvinnuleysistryggingabætur. Austur-Þjóðveijar hafa sett fram hugmyndir um „þjóðfélagssátt- mála“, þar sem krafizt er víðtækra aðgerða í félagsmálum, m.a. til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og bæta vinnuskilyrði. I íþróttum og listum eru Austur- Þjóðveijar gefendur fremur en þiggjendur. í Austur-Þýzkalandi eru starfandi þijár ópenir, sem njóta viðurkenningar um allan heim. Ríkisstyrkir til listamála kunna að lækka, en á móti kann að koma að fyrirtæki taki aukinn þátt í kostnaði af uppfærslum. Ólympíulið Austur-Þjóðveija hefur verið stolt kommúnista, en talið er að ekki verði tímabært að senda sameiginlegt lið á leikana 1992. Hins vegar verður það líklega gert 1996. Liðið, sem þá verður sent, verður tákn nýs, sameinaðs, vold- ugs og stolts Þýzkalands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.