Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 18

Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 -4- HÁSKÓLI ÍSLANDS HVA0 SEGJA KENNARAR? Fyrirvaiar nauðsynlegir „Það er heimskulegt að taka niður- stöðumar eins og þær koma af skepnunni. Þama verður að hafa alls konar fyrirvara," sagði Ólafur Harðarson lektor. Ólafur sagðist sjálfur hafa verið í rannsóknarleyfi á síðasta misseri þannig að könnun- in snerti sig ekki persónulega. Ólaf- ur taldi að gæðamatið vera jákvætt ef menn kynnu að túlka niðurstöður þess af viti. Til dæmis þyrfti að gera á því greinarmun hvort um væri að ræða valgrein sem nemend- ur hefðu áhuga á eða skyldufag sem stór hluti stúdenta hefði ekki áhuga á. Kennari sem stæði sig vel í valgrein kæmi mjög líklega betur úr gæðamatinu en kennari í skyldu- grein sem stæði sig jafn vel. Einnig þyrfti að taka tillit til fjölda nem- enda í námsgrein; til dæmis hefði einn kennari í Félagsvísindadeild fengið 10 í einkunn, en hins vegar hefði aðeins einn nemandi gefið honum einkunn.Ólafur taldi óvar- legt að nota niðurstöður slíkra kannana í eitt skipti, heldur væri nauðsynlegt að taka saman niður- stöður nokkurra ára. Ólafur sagði að gæðamatið væri vel til þess fallið fyrir kennara að átta sig á veikleikum i kennslu sinni. Einnig væri könnunin gott tæki til þess að skilja út úr alvöru- kennara. Ólafur gat þess að í bandarískri könnun hefði komið fram að miðs- vetrareinkunnir væm ákaflega góð forspá fyrir þær einkunnir sem kennari fengi. Einnig hefði þar komið fram að góðir nemendur gæfu kennurum yfírleitt góðar einkunnir. Almennt til bóta „Ég er persónulega hlynntur könn- unum sem þessum, en ég þekki ekki niðurstöðumar úr nýjustu könnuninni," sagði dr. Erlendur Haraldsson prófessor. Sagði hann að að því leyti sem hann þekkti til væri slíkt gæðamat til bóta. „Það er gott fyrir kennara að fá vitn- eskju um mat nemenda á kennslu sinni.“ Það kom fram hjá Erlendi að sumir kennarar í Félagsvísindadeild hefðu lagt kannanir sem þessar af eigin hvötum fyrir nemendur. í einstökum tilvikum geta niðurstöð- ur könnunarinnar gefið ranga mynd, en svo á ekki að vera í heild- ina tekið,“ sagði Erlendur. Könnunin er gúö vísbending „Þetta er almennt til hins góða og hefur komið vel út,“ sagði Þorsteinn Helgason prófessor og forseti verk- fræðideildar. Þorsteinn taldi menn hafa komið ágætlega út úr þessu og að nemendur myndu fljótt átta sig á því hvemig þeir ættu að standa að þessu. „Framtíðin ræðst af því hvemig kerfið verður notað af nemendum og háskólayfirvöld- um. Menn geta gengið of langt í þessu efni og getur það verið verið hættulegt ef menn fara ekki var- Iega.“ Um árangur einstakra kennara sagði Þorsteinn að erfítt væri að dæma og þyrfti fleiri kannanir til að geta metið sem skyldi frammi- stöðu kennara; góða og slæma. „Könnunin er góð vísbending og munum við hafa þann hátt á að ræða við þá sem illa koma að ein- hveiju leyti út úr þessari könnun.“ Um árangur verkfræðideildar sagði Þorsteinn að hann hefði ekki séð nákvæmar tölur frá öðrum deildum, Porsteinn Stefán Helgason. Baldursson. Olafiir Þ. Harðarson. Dr. Erlendur Haraldsson. en hann teldi að lægri meðalein- kunn í þeirri deild miðað við aðrar skýrðist ef til vill af því að nemend- ur í verkfræðideild hefðu við eink- unnagjöf hliðsjón af þeim einkunn- um sem þeir fengju. „Kennarar í verkfræðideild nota allan skalann frá 0 ti! 10, en það er síður gert í ýmsum öðrum deildum. 'Með hlið- sjón af því er ekki undarlegt að meðaleinkunn sé lægri í verkfræði- deild en öðrum. Þurfum at íara rölega af stað „Ég tel þetta vera af hinu góða og vera eðlilegt áframhald af þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í Há- skóla íslands undanfarin ár, þar sem áhersla er lögð á gæðamat á öllum sviðum,“ sagði Stefán Bald- ursson, stundakennari og aðstoðar- maður rektors. „Ég tel hins vegar að við þurfum að fara rólega af stað, sérstaklega í túlkun okkar á niðurstöðunum. Við þurfum smám saman að læra að túlka niðurstöðurnar." Benti Stefán á að menn vissu ekki enn þá á hvaða forsendum nemendur mætu námskeið kennara; til dæmis hvort munur væri á mati fyrsta árs stúdenta og hinna sem lengra eru komnir í námi eða hvort próf eða verkefni á miðju misseri, eða jafn- vel frammistaða nemenda í öðrum námskeiðum viðkomandi kennara, móti afstöðu til námskeiðsins. „Þá vitum við ekki hvemig nemend- ur meta mismunandi efnistök kenn- ara. Kemur sá kennari betur út í nemendamatinu sem fylgir bókinni mjög náið eða hinn sem flýgur hærra og vekur upp spurningar og efasemdir um viðteknar kenning- ar?“ Stefán taldi miður ef slíkt mat yrði til þess að kennarar héldu sig of mikið við eina kennslubók, en létu nýbreytni í kennslu og efni- svali lönd og leið. EGGIN GEFA HÆNUNUM EINKUNNIR eftir Svein Andra Sveinsson/Myndir: Sverrir HVER KANNAST ekki við orðatiltækið um eggið sem reynir að kenna hænunni? í Háskóla íslands má segja að menn gangi lengra; eru eggin í þeim tilvikum farin að gefa hænun- um einkunnir. Segja má að endaskipti hafi orðið á hlutunum. Að loknu fyrra misseri í vetur tóku stúdentar sig til að gáfu kennurum sínum einkunnir fyrir kennslu og fleira því tengt. Gengur þessi einkunnagjöf undir heitinu gæðamat. Niðurstöð- ur könnunar sem framkvæmd var í febrúar hafa valdið miklum taugatitringi í Háskólanum. Könnunin náði til langflestra deilda og námskeiða og var svörun mjög góð. Er áætlað að hátt í þrjúþúsund manns hafi tekið þátt í könnuninni. Fyrsta almenna kunnunin á viðhnrti stúdenta til kennslu Þegar farið aá nuta niðurstöðurnar víð ákvarðanir um stnðu- hækkanir Verst útkama í verk- fræðideild ug viðskipta- ng hagfræðideíld að liggur í hlutarins eðli, að stúdentar við Háskólann telja skipu- . lag kennslu og nám- skeiða koma sér við og vinna stúdentar á margs konar vettvangi að kennslumál um. Stúdentar eiga sína^fulltrúa í æðsta valdi Háskólans, Háskólaráði, svo og í undirnefnd þess er að kennslu- málum vinnur, kennslumálanefnd. Stúdentar eiga og fulltrúa í öllum skorar- og deildarráðum. Deildar- og skorarfélög stúdenta og Stúd- entaráð vinna einnig að menntamál- um. Undanfarin ár hafa deildar- og skorarfélög átt með sér reglu- bundið samstarf sín á milli og við Stúdentaráð, á svokölluðum sam- ráðsfundum. Aðdragandinn Síðastliðið haust var sett á lag- gimar sameiginleg nefnd þessarar aðila, þróunarnefnd stúdenta. Nefnd þessari er ætlað að vinna að þróun og endurbótum í kennslu- og menntamálum, með því að sam- *. v~''yrf V'' ‘ .v" - y ' Sigurjón Þorvaldur Bjarni Árnason. Ármannsson. ræma sjónarmið og krafta stúdenta einstakra deilda. Nefnd þessi setti af stað undirbúningsvinnu í því ' skyni að koma á reglubundnu gæðaeftirliti innan Háskólans og til að tryggja áhrif stúdenta á slíkt eftirlit. Bjarni Ármannsson, tölvunar- fræðinemi vann að því að afla upplýsinga um það hvernig að slíku gæðaeftirliti væri staðið í erlendum háskólum. Sendi hann fyrirspurnir til ýmissa erlendra háskóla í gegn- um stærsta upplýsinga- og tölvunet í heimi (USENET), sem Háskóli íslands er tengdur við. Svör bárust einkum frá bandarískum háskólum, en gæðaeftirlitið er með ýmsum hætti. Framkvæmdin erlendis Nær undantekningalaust er könnunarblaðið á tölvutæku formi og sama tækni er afgerandi algen- gust við lestur af slíkum blöðum, eða blýleiðni. Þetta er þó tiltölulega gömul tækni við innlestur á gögnum og er þeim annmörkum háð að HVA0 SEGJA STÖDENTAR? Mjög vandmeðfarið „Ég er fylgjandi gæðamatinu ef það veitir aðhald og ef það er rétt notað,“ sagði Þórir Hrafnsson íslenskunemi, en hann kvaðst hafa tekið þátt í gæðamatinu. Hann kvað slíka einkunnagjöf vandmeðfarna; misnotkun gæti alltaf átt sér stað. „Ekki er laust við að þetta lykti af vinsældamati og hlýtur það oft að vera erfitt fyrir stúdenta að greina að persónulegt álit og faglegt mat.“ Á aö taka mið af fiessu Einar Öm Sigurdórsson nemi í stjómmálafræði taldi þessa könnun mjög jákvæða. „Þetta veitir kennur- unum aðhald og á að mínu mati að taka mið af þessu." Einar tók þátt í könnuninni og taldi hann að persónulegar skoðanir hefðu ekki haft áhrif á svör sín. „Það er hugs- anlegt að persónulegar skoðanir hafi áhrif hj5' stúdentum, en á móti kemur að eyðublöðin eru mjög skilj- anleg.“ Einar kvaðst ekki viss um það hvort auglýsa ætti niðurstöð- urnar, hugsanlega væri nóg að birta kennurunum sjálfum niður- stöðurnar. Áréttásér „Mér finnst þetta mjög sniðugt og finnst mér það sanngjamt að nem- endur eigi þess kost að gefa kennur- um einkunnir," sagði María Björk Óskarsdóttir, viðskiptafræðinemi. Var hún ekki í vafa um að gæða- matið ætti rétt á sér. „Ég veit ekki hvort það er tekið mark á þessu, en ef svo er er þetta mjög sann- gjarnt." María kvaðst hafa tekið þátt í matinu í sinni deild og hún taldi ekki útilokað að persónulegt mat gæti haft áhrif. „Það fer hins vegar oftast saman að kennari er lélegur og að manni líkar ekki við hann.“ María taldi að þeir kennarar sem væru strangir, gætu komið vel út úr slíkri könnun ef þeir gerðu einnig miklar kröfur til sjálfs sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.