Morgunblaðið - 11.03.1990, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.03.1990, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 TVEIR SÓPAR GEGIM TUTTUGU BÍLUM Þ AÐ LEIKUR enginn vafi á því lengur að þýskalöndin tvö munu sameinast. Hinn „þögli meirihluti", sem áður skreið fyrir Erich Honnecker, hefur fengið málið og kjarkinn. Hann vill sameiningu og ekkert röfl. Frá Hjálmari Sveinssyni í BERL h Efnahagsástandið í Austur- Þýskalandi erí kaldakolum. Vestur-þýskir fjármálamenn full- yrða að sósíalisminn hafi gert Austur-Þjóðvetja lata og kæru- lausa en segjast geta kippt öllu í liðinn á fimm árum. Eftir það verði enginn munur á þessum löndum sem ennþá eru kölluð Austur-Þýskaland og Vestur- Þýskaland. Til að gefa hugmynd um það sem koma skal, ætla ég nú að rekja vissa atburði, eða réttar sagt vissa stemmningu, sem ég upplifði hér í Berlín síðustu nýársnótt. Á gamlárskvöld voru hundruð þúsunda saman komnir við Brand- enborgarhliðið til að fagna nýju og heilu Þýskalandi með rakettum og freyðivíni. Ég hafði ætlað að fara þangað niðureftir ásamt nokkrum kunningjum mínum, en það dróst á langinn að koma sér af stað. Klukkan var orðin hálf- fjögur þegar við loksins komum niður að hliðinu. Vestan megin var lítið eftir af fólksmergðinni. Við ákváðum því að klifra yfir múrinn og skoða okkur svolítið um í Austur-Berlín. Austanmegin múrsins, á Pariserplatz, var enn nokkur mannfjöldi og mikil gleði. Við höfðum tekið með okkur freyðivínsflöskur og skáluðum nú við einkennisbúna austur-þýska hermenn. Þeir voru drukknir og hamingjusamir. Síðan gengum við Unter den Linden í áttina að Alex- anderplatz. Þessi fræga gata var þakin glerbrotum og leifum af rakettum, kínverjum, bombum og rauðu, gulu og grænu konfetti. Við vorum fimm saman og ætluðum á einhveija knæpu í miðborginni. En það var búið að loka öllu. Þegar við vorum komn- ir langleiðina niður á Álex fundum við þó stað þar sem boðið var upp á „timburmannamorgunverð". Inni var ærandi 15 ára gömul diskómúsík og tveir plötusnúðar sem gjömmuðu látlaust í hljóð- nema. Við settumst við borð og pöntuðum okkur vodkasnapsa og freyðivín. Við biðum í klukkutíma eftir að fá þetta framreitt og ann- an eftir að fá að borga. Klukkan sjö höfðum við fengið nóg og héld- um til baka. Þegar við komum aftur upp að Brandenborgarhliði dunaði tónlist á Pariserplatz. Stór- um hátalara hafði verið komið fyrir uppi á sendiferðabíl og allir sem þarna voru dönsuðu. Fyrr en varði vorum við líka farnir að dansa. Meira að segja Peter S., sem er með allra minnstu dans- mönnum, dansaði valsa og ræla við lítinn karl í stórköflóttum jakka — út á götu í Austur-Berlín snemma morguns um hávetur. Eftir að hafa dansað nægju okkar gengum við í átt að gatinu sem hafði verið brotið j múrinn nokkrum dögum áður. Á leiðinni þangað mættum við tveimur ung- um mönnum í appelsínugulum samfestingum. Þeir voru úr hreinsunardeild Austur-Berlínar og héldu á tveimur kústum. Það hefði verið þriggja mánaða verk fyrir þá tvo að sópa Pariserplatz og Unter den Linden. Þeir höfðu greinilega gert sér þetta ljóst, því allt í einu hentu þeir kústunum frá sér og hlupu þangað sem tón- listin dunaði. Við tókum kústana traustataki, sópuðum svolítið og gengum síðan með þá reidda um öxl gegnum gatið á múrnum. Verðirnir skellihlógu og hleyptu okkur í gegn án þess að spyija um passa. Vestan megin múrsins var stemmningin gerólík. Það var eins og við gengjum inn í vísindaskáld- sögu. Upp og niður Strasse des 17. Juni keyrðu ekki færri en 20 sópbílar með skærgulum blikk- ljósum. Allt svæðið fyrir framan Brandenborgarhliðið var flóðlýst. í fjarska stöðugt sírenuvæl. Lög- reglubílar með bláum blikkljósum alls staðar á sveimi. Og hvað eftir annað glumdi úr gjallarhorn- um með skerandi skipunar- tóni: „Ach- tung, ach- tung, hier spricht die Polizei. Ge- hen Sie nicht auf der Strasse. Hier wird sauber gemacht.“ (Takið eftir, takið eftir, hér talar lögreglan. Gangið ekki á götunni. Hér fer fram hreins- un.) Okkur brá í brún og fór að líða eins og við hefðum framið einhvem voðalegan glæp. Það leið heldur ekki á löngu þar til lög- reglumaður vatt sér að okkur og spurði þjösnalega hvar við hefðum fengið þessa kústa. Um kvöldið var sagt frá því í fréttum að vestur-þýska hreinsun- ardeildin hefði um morguninn far- ið með blikkandi sópbílaflota yfir til Austur-Berlínar og dauðhreins- að Pariserplatz og Unter den Linden á tæpum klukkutíma. HðSGANGAR okkar á milli ... ■ Það hefur nú verið gert opin- bert að Nicolae Ceausescu lét um árabil falsa veðurfregnirnar í Rúmentu til að telja þegnunum trú um að í raun væri hlýrra í veðri en var. Yfirmaður rúm- ensku veðurstofúnnar hefúr látið hafa það eftir sér í viðtali að skipun hafi borist um það að ofan að aldrei mætti verða meira en fimmtán stiga frost í landinu. Það er að segja opinberlega. g^g ■ Sem kunnugt er hefúr Egon Krenz, sem var æðsti ráðamaður Austur-Þýskalands í nokkrar vikur á síðasta ári, nú verið rek- inn úr Kommúnistaflokknum. Vestur-þýska dagblaðið Bild spurði hann hvað hann hygðist nú taka sér fyrir hendur. „Eg veit það ekki,“ sagði Krenz. „Eig- inlega ætlaði ég að vinna mig upp frá grunni í flokknum en nú er það ekki einu sinni hægt leng- ur. Það gæti einnig reynst erfitt að finna aðra vinnu. Ætli ég verði ekki bara rithöfundur." StS. ■ Það varð uppi fótur og fit á ritstjórnarskrifstofum dagblaðs- ins Neues Deutschlands þegar þangað barst á dögunum boð á blaðamannafund á vegum tíma- ritsins Plaboy sem í fyrsta skipti ætlaði að birta myndir af austur- þýskri stúlku. Neues Deutsch- land hafði aldrei fyrr í sögu sinni sem málgagn austur-þýska Kommúnistaflokksins þurft að hafa áhyggjur af slíkum málum og ekki var með öllu ljóst undir hvaða blaðamann þau heyrðu. Að sögn blaðsins var á endanum ákveðið að gera þá blaðamenn út af örkinni sem annars vegar voru ábyrgir fyrir skrifum um sjónvarp og hins vegar um sigilda tónlist. g^g AFOTIÐ ÞEGAR ORÐIÐ „ótíð“ er sagt í eyru Islendings hríslast kalt vatn milli skinns hans og hör- unds. Upp í hugann koma minn- ingar um fannfergi og storma, seina vorkomu og kal í túnum. Að minnsta kosti dettur engum í hug blíðviðri og fuglasöngur, alla vega ekki á Islandi. Fró GuJmundi Löve í Nú er það svo að ekki hafa allir sama verðmætamat eða viðmið og við Islendingar, þó okkur verði stundum á að halda það. Gott dæmi um þetta er ein- mitt ótíðin í Noregi um þessar mundir. Hér barma menn sér mikið yfir slæmu árferði og veð- urfræðingarnir birtast dag eftir dag á skjánum með sömu sorgar- fréttirnar: „Því miður er ekki fyrirsjáanleg nein breyting á veðrinu og virðist engin von á snjó í bráð.“ Raunar vaknaði ég við fuglasöng í morgun og það var ekki frá því að mér þætti vorilmur í lofti í Oslóborg. Það er því engum blöðum um það að fletta að þetta er mikið vandræðaástand. Höfuborgarbú- ar eru vanir að geta spennt á sig gönguskíðin í nóvember og ekki þurft að taka þau af sér fyrr en í mars, eða að geta rennt sér á svigskíðum niður einhverja af þeim ófáu skíðabrekkum sem umlykja Osló. Til að reyna að bæta eitthvað úr ástandinu hafa verið gerðar tilraunir með gervi- snjó á Holmenkollen-skíðasvæð- inu fræga, en með lélegum ár- angri sem aðeins verður til að auka á snjóþrá manna. Þeir sem hvað áþreifanlegast fá að kenna á þessu verkfalli veðurguðanna eru þó eigendur sportvöruverslana svo og þeir fjölmörgu sem atvinnu hafa af þjónustustarfsemi í kringum íþróttina, svo sem skíðakennarar og hóteleigendur. í örvæntingu lækka kaupmenn verðið á skíða- búnaði niður úr öllu valdi (en okra á hlaupaskónum), svo það liggur við að það sé flugfarsins virði fyrir fólk ofan af íslandi að skreppa til Noregs í innkaupaferð. Útlitið í skíðabransan- um er því síst til þess fallið að bæta horfurn- ar í atvinnumálum þeg- ar atvinnuleysi í Noregi hefur aldrei verið meira en einmitt núna. Danskir skíðamenn hafa löngum vanið komur sínar til Noregs í leit að almennilegum brekkum, en nú er hér ekkert nema brekkurn- ar berar og ferða- mannaiðnaður allur hefur látið stórkostlega á sjá. Þessi mynd sem hér er dregin upp á þó ekki við alls staðar í Nor- egi. Þeir sem hafa tök á því að eyða vetrarfrí- inu á einhverju af þeim fáu háfjallaskíðahótel- um sem geta státað nokkrum snjókornum eða þeir sem búa fjarri sjó fyrir norðan heim- skautabaug hafa ekki yfir neinu að kvarta. annar snjólausi vetur- inn í röð virðist aftur á móti blasa við öðrum landsmönnum og eini staðurinn þar sem norskit- íþróttaunnendur komast í tæri við snjó er í sjónvarpinu. Hins vegar er ekki annað að heyra á Islendingunum hér en að þeir séu hinir ánægðustu með að þurfa ekki að grafa upp bílana sína á hveijum morgni, dúðaðir upp fyrir haus í 20 gráða frosti. HðSGANGAR okkar á milli ... ■ KÓRESK hjón vilja eignast allt nema stelpur þetta árið. Ár hvíta hestsins hófst nefnilega í lok janúar og stúlkur sem fæðast undir merkjum þess eru eigin- gjarnar og frekar óhemjur. Það vita allir og þær ganga því mun síður út en aðrar skapbetri, hug- ljúfari kynsystur þeirra sem eru fæddar undir ákjósanlegri merkjum. Ár hvita hestsins var síðast 1966. Fæðingum í Kóreu fækkaði þá um 30% og fóstureyð- ingum fjölgaði um 45.000. Sijörnufræðingar segja að þetta sé reyndar bara ár hestsins en ekki hvíta hestsins en almenning- ur skellir skolleyrum við því og tímapöntunum fyrir fóstureyð- ingar hefúr fjölgað. au. ■ TVEIR lögregluþjónar í Genf voru nýlega settir af í tvær vikur fyrir að beija ungling að óþörfu. Það var farið með hann á lög- reglustöð af því að hann neitaði að sýna lögreglunni nafnskír- teini. Þar missti lögreglumaður þolinmæðina þegar strákur svar- aði spurningum hans á arabisku og gaf honum rækilega á hann. Það blæddi illa og strákur var sendur fram að þvo sér í framan. Þar hitti hann fyrir annan lög- reglumann. Sá hélt að strákur væri að flýja og kýldi hann til vonar og vara. Sárið var saumað á barnaspítala borgarinnar. - ab. ■ Bandarískur fasteignasali sem á við oflítuvandamál að stríða hefur fúndið upp nýjan megrunarkúr sem gæti reynst honum dýrkeyptur. Hinn 135 kílóa Flórídabúi hefur lofað hverjum þeim sem kemur að honum við át 25.000 dollara verð- launum. ___ StSí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.