Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 28

Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 ATVIN N MMAUGL YSINGAR Barnaspítali Hringsins Eftirfarandi stöðureru lausartil umsóknar: Staða 1. aðstoðarlæknis. Ráðning er frá 1. júní nk. til eins árs. Um er að ræða ábyrgðar- meiri aðstoðarlæknisstörf og eftirlit með yngri aðstoðarlæknum. Þátttaka í kennslu læknanema og ef til vill annarra heilbrigðis- stétta. Þátttaka í rannsóknastarfsemi. Um getur verið að ræða námsstöðu í barnalækn- ingum eða starfsþjálfun til stuðnings í öðrum sérgreinum. Skilyrði er að umsækjandi hafi starfað á barnadeild. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Tvær stöður 2. aðstoðarlæknis. Stöðurnar verða veittar til 6. mánaða. Önnur staðan veitist frá 1. júlí og hin frá 1. ágúst nk. Um er að ræða almenn störf aðstoðarlæknis. Þátttaka í vöktum samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Bundnar vaktir. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Upplýsingar um ofangreindar stöður gefur Víkingur H. Arnórsson, forstöðulæknir, í síma 601050. Umsóknir á umsóknareyðublaði lækna, ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfs- feril, ásamt staðfestingu yfirmanna, sendist forstöðulækni. Reykjavík 11. mars 1990. Reykjavík Aðstoðar- deildarstjóri Hjúkrunarfræðingar Aðstoðardeildarstjóri óskast í fullt starf frá 15. maí á heilsugæslu Hrafnistu. Sérnám í heilsugæslu eða öldrunarhjúkrun æskilegt og góð starfsreynsla. Hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarnemar óskast til sumarafleysinga. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, ída Atladóttir, og Jónína Nielsen, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 35262 eða 689500. Hjúkrunarfræðingar Lausar stöður: Fræðslustjóra 50% starf. Möguleiki á auknu stöðuhlutfalli við hjúkrun. Aðstoðardeildarstjóra 80-100% starf. Hjúkr- unarfræðinga, starfshlutfall eftir samkomulagi. Skjól er nýtt hjúkrunarheimili aldraðra, góð starfsaðstaða, miklir möguleikar á uppbygg- ingu hjúkrunar og fræðslu. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688500. Starf í leiðbeiningastöð Laust er til umsóknar starf í leiðbeiningastöð rekstrarsviðs. Helstu verkefni: Leiðbeiningastöð er miðstöð aðstoðar og upplýsinga fyrir notendur sívinnslunets SKÝRR og starfsmenn hennar gegna viða- miklu hlutverki í rekstri netsins. Auk aðstoðar við notendur annast starfs- menn leiðbeiningastöðvar eftirlit með netinu og hafa forgöngu um fyrirbyggjandi aðgerðir. Hæfniskröfur: Hér er um krefjandi starf að ræða og starfs- maðurinn þarf að eiga auðvelt með mannleg samskipti hvort heldur er símleiðis eða á vinnustað. Jafnframt þessu þarf hann að hafa þjónustuvilja og vera fylgin sér. Starfsmaðurinn þarf að hafa haldgóða mennt- un á sviði töluvfræða og/eða fjarskiptatækni og reynslu af því að vinna við tölvu. = ★ = Nánari upplýsingar veitir Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. = ★ = Umsóknum skal skilað til SKÝRR fyrir 15. mars 1990 á umsóknareyðublöðum, sem afhent eru hjá starfsmannastjóra eða í af- greiðslu. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Fjármálastjórnun Viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði, lögfræðingur eða aðili (maður eða kona) með góða reynslu í veðskuldabréfa- og víxla- vafstri, ásamt skilningi á bókhaldi, óskast til að sjá um fjárreiður hjá fyrirtæki, sem hætt hefur beinum daglegum rekstri en er nú starfrækt sem eignarhaldsfélag. Vinsamlegast sendið inn upplysingar um fyrri störf og feril til auglýsingadeildar Mbl. merkt- ar: „BH-8941“ fyrir 17. mars. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum verður svarað. Bókaþekking - f ramtíðarstörf Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar hefur í 119 ár þjónað bókaunnendum. Eymundsson rekur nú fimm bókaverslanir á suðvestur- horni landsins. Eymundsson vantar dugmikið og drífandi verslunarfólk, sem er tilbúið til að gera versl- unina og þjónustuna enn betri. Um er að ræða hlutastörf í verslununum við Austur- stræti og Kringlunni. Austurstræti: Vinnutími 9.00-14.00 og 13.00-18.00. Kringlan: Vinnutími 10.00-15.00 og 14.00- 19.00. Reynsla af verslunarstörfum og þekking á íslenskum og erlendum bókum æskileg. Laun eru samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar um störfin gefur starfs- mannastjóri mánudaginn 12. mars milli kl. 10.00 og 12.00 í síma 25544. Umsóknir sendist starfsmannastjóra Ey- mundssonar, Austurstræti 18, 101 Reykjavík, fyrir 14. mars nk. EYMUNDSSON HÓKAVERSLUN MENNTASETUR í MIÐRI B0RG A Tónmenntakennarar Vegna forfalla vantar nú þegar tónmennta- kennara í heila stöðu við Snælandsskóla í Kópavogi. Upplýsingar veittar í skólanum, sími 44911, hjá skólastjóra, sími 77193 og hjá yfirkenn- ara, sími 43153. Skóiastjóri. Fulltrúastarf Stórt þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða fulltrúa til starfa í eina af þjónustudeild- um fyrirtækisins. Starfið felst m.a. í fjöl- þættum samskiptum við viðskiptavini. Við leitum að starfsmanni á aldrinum 28-40 ára með almenna starfsreynslu úr atvinnulíf- inu, sem hefur tæknimenntun eða háskóla- menntun s.s. viðskiptafræði- eða lögfræði- próf. Viðkomandi þarf að hafa innsýn í tölv- ur. Gott framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál sé þess óskað. Þeir sem hafa áhuga leggi inn á auglýsinga- deild Mbl. svör fyrir 15. mars merkt: „Framtíðarstjórnandi - 8074“. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Hjúkrunarfræðingar óskast í fast starf og til sumarafleysinga. Jafnframt viljum við ráða til starfa hjúkrunarnema á 3. og 4. ári til sumarafleysinga. Einnig vantar sjúkraliða, bæði í fullt starf og hlutastörf. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um störfin veitir hjúkrun- arforstjóri í síma 96-27930 og starfsmanna- stjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 23. mars nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri. Hjúkrunarheimilið Hlíð. n Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Siðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500 Móttaka/ritarar Starfskrafta vantar nú þegar á eftirtaldar félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra: Aflagranda40 s. 622571 Bólstaðarhlíð 43 s. 685052 Hvassaleiti 56-58 s. 39225 Norðurbrún 1 s. 686960 Vesturgötu 7 s. 627077 Hér er um að ræða 100% störf sem eru fólgin í móttöku, símavörslu og ritarastörf- um. Æskileg er reynsla af tölvuvinnu/skrán- ingu. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn á viðkomandi félags- og þjónustumiðstöðvum. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til Starfsmannahalds Réykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 2. hæð, á umsóknareyðublöðum sem þar fást.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.