Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 34

Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 34
34n MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN „Erfidasta stund sem ég hef upplHað sem íþróttamaður U sagði Alfreð Gíslason eftirtapið gegn Frökkum, og bætti við að sárt væri að skila ekki af sér A-sæti „ÞAÐ ER sárt að geta ekki skil- að af sér A-sæti. Nokkrir okkar ætluðu að hætta eftir Ólympíu- leikana, frestuðu því svo fram yfir B-keppnina en héldu enn áfram eftir hana vegna þess hve þessi keppni var mikilvæg. Markmiðið var að skila af sér A-sæti, en það tókst ekki og er mikið áfall fyrir okkur. Þetta er erfiðasta stund sem ég hef upplifað sem íþróttamaður," sagði Alfreð Gíslason við Morgunblaðið eftir tapið gegn Frökkum í gærmorgun. Alfreð er einn þeirra sem víst er að hættir að leika með landsliðinu. „Ég kem til með að sakna félagsskaparins. Þetta hefur ^^■■H verið frábær tími Logi Bergmann sem hefur gefið mér Eiösson mikið, það hefur skrifar verið heiður að keppa með þessum strákum fyrir ísiand.“ En hvað var að? „Eftir á að hyggja, þá kemur það upp í hugann að búið er að keyra á sama liðinu í mörg ár og andstæðingarnir eru farnir að þekkja liðið. Ég vil þó ekki kenna Bogdan um þetta, hann hefur skilað góðu starfi en þetta er 'bara eitt af því sem gerist í íþróttum.“ „Mestu vonbrigðin á ferlinum“ „Þetta er mestu vonbrigðin á ferlin- um. Það sem kom liðinu í koll var að ná ekki að spila heilan leik af yfirvegun. Þegar við gerum fyrstu mistökin koma alltaf þrjú, fjögur strax á eftir,“ sagði Kristján Ara- son. „Enginn leikmaður liðsins hef- ur náð öllum leikjunum góðum. Það er kaldhæðni örlaganna að við töp- uðum á reynslunni. Það er mikið búið að tala um reynslumesta lands- lið heims, en við gerum samt mis- tök sem við eigum fyrir löngu að vera búnir að læra að gera ekki. Þessi árangur er langt frá því sem við hefðum átt að geta náð — eðli- legt hefði verið að ná fimm stigum til viðbótar,“ sagði Kristján. Vantaði kraft, segir Bogdan „Þetta var lélegur leikur hjá okk- ur, vörnin slök og lítil markvarsla í fyrri hálfleik. Þá lentum við undir og vorum einfaldlega ekki nógu sterkir til að komast upp aftur. Inn í þetta spilaði óheppni og við náðum nánast aldrei frákasti eftir að mark- verðir höfðu varið. Það vantaði ein- hvern kraft, neista, sem hefði átt að koma okkur yfir þetta,“ sagði Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálf- ari. Hann sagði eðlilegt að tapa leik þegar svo mörg mistök eru gerð, og raun bar vitni. „Heima vinnum við vináttuleiki þrátt fyrir að gera mistök, en menn gera sér ef til vill ekki grein fyrir því að í HM eru mistökin miklu dýrari — leikir vinnast ekki þegar svona mis- tök eru gerð. Það sem íslenska lið- ið átti að gera var að spila rólega. Menn taka hins vegar áhættu, ætla að skora — ætla stundum meira en þeir geta. Við hefðum átt að gera eins og Frakkarnir, spila rólega og bíða eftir færum.“ Hann sagði ís- land eiga góða möguleika í B- keppninni í Austurríki 1992. „Við eigum unga stráka sem geta staðið sig vel. Þeir fengu reynslu hér þó þeir hafi ekki staðið sig eins vel og ég bjóst við, frekar en aðrir leik- menn.“ „Vantaði frekju og sigurvilja" „Frakkarnir voru betri og ákveðnari allan tímann. Okkurgekk að vísu vel um tíma eftir að við breyttum vörninni, en síðan hrundi þetta aftur. Það vantaði frekju og meiri sigurvilja í liðið,“ sagði Guð- mundur Hrafnkelsson. Um keppn- ina sagði markvörðurinn: „Liðið náði sér hreinlega ekki á strik. Eft- ir leikinn gegn Austur-Þjóðveijum hélt ég að þetta væri að koma aft- ur hjá okkur en Frakkarnir voru bara betri í dag.“ „Vantaði neista“ „Það vantaði einhvern neista í liðið. Vörnin var ekki nógu sterk, menn voru ekki nógu ákveðnir í boltann og nýttu ekki færin einn á móti einum. Það var svekkjandi að ná ekki boltanum í öll skiptin sem Gummi varði — menn lögðu sig ekki nógu mikið fram um að ná boltanum. í lokin var fljótfærnin allt of mikil og það gengur ekki í svona leik,“ sagði Bjarki Sigurðs- son. Verðum að rífa okkur upp „Vörnin var léleg, það vantaði allan kraft í liðið. Frakkarnir voru ákveðnari og það gekk allt upp hjá þeim. í mótinu hefur allt brugðist einhvern tíma, það er ekki hægt að kenna neinu einu um. Menn verða að sætta sig við þetta og reyna að rífa sig upp aftur. Það er engin ástæða til að gefast upp,“ sagði Héðinn Gilsson. Leikurinn endurspeglaði gengi íslands í keppninni „Þessi leikur endurspeglaði gengi íslands í keppninni. Ástæðuna fyrir því að okkur gekk illa má rekja til Ólympíuleikanna í Seoul 1988. Þá ætluðu margir að hætta, en stutt var í B-keppni. Eftir hana héldu menn svo áfram til að klára þetta, í stað þess að endurnýjun í landslið- inu hefði orðið svolítið. örari og eðli- legri. Það var kannski ekki tími til að byggja upp nýtt lið, en þó var svolítil áhætta að byggja á því gamla. Leikmenn sem byggt hefur verið á undanfarin ár voru margir búnir að fá sig fullsadda af hand- bolta,“ sagði landsliðsfyrirliðinn, Þorgils Óttar Mathiesen. Hann hélt áfram: „Undirbúning- urinn fyrir þéssa keppni var ekki nægur, deildin á íslandi er ekki það sterk að við getum leyft okkur að æfa svona lítið. Liðið kom ekki sam- an fyrr en í byijun janúar og vant- aði samæfingu. En þetta hefði get- að tekist og við vorum ekki langt frá því. Nú er kominn tími til að byggja upp nýtt lið, það þarf að byggja það vel upp, það þarf að gera deildina erfiðari heima og láta liðið æfa meira saman fyrir svona mót. íslendingar eru áhugamenn og þurfa því að æfa meira en hinir.“ ísland - Frakkland 23:29 íþróttahöllin í Prag, heimsmeistara- keppnin í handknattleik - leikur um 9. sætið, laugardaginn 10. mars 1990. Gangur leiksins: 0:1, 1:2, 2:3, 4:3, 6:6, 7:6, 7:8, 9:9, 9:13, 11:14, 11:15, 13:15, 13:16, 15:16, 16:17, 16:18, 17:18, 17:20, 19:20, 20:22, 20:27, 22:27, 22:29, 23:29. ísland: Kristján Arason 7, Alfreð Gíslason 5/4, Bjarki Sigurðsson 3, Jú- líus Jónasson 3/1, Þorgils Óttar Mathi- esen 2, Sigurður Gunnarsson 2, Héðinn Gilsson 1, Guðmundur Guðmundsson, Geir Sveinsson, Jakob Siguðrsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14/1, Einar Þorvarðarson 1. Utan vallar: 8 mín. Frakkland: Volle 8, Debureau 7, Perreux 6, Portes 3, Mahe '2/1, Hager 1, Richardson 1, Stoecklin 1. Varin skot: Medard: 14/1. Utan vallar: 16 mín. t Áhorfendur: 700. Dómarar: Hofmann og Prause frá Vestur-Þýskalandi. u „Hef enga skýringu - segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSl „ÉG hef enga skýringu á því sem gerðist. Það hefur verið mikið álag á liðinu undanfarin ár, og það hefur oft staðið sig vel, en það hefur ekki náð neinum góðum leik hérna nema gegn Austur-Þjóðverj- um. Aðrir leikir hafa ekki ver- ið sannfærandi," sagði Jón HjaltalinMagnússon, form- aður HSÍ, eftir tapið gegn Frökkum. Jón sagði að íslenska liðið hefði ekki leikið illa að sínu mati, en það franska mjög vel. „Það sýnir að atvinnumennskan f Frakklandi ^■■■M er “ uppleið. Ég Steinþór finn til með okkar Guöbjartsson strákum, því að ég skritar vejt að þeir geta fráPrag betur. Liðið sýndi fyrir keppnina að það var í mjög góðu úthaldi og því var undirbún- ingurinn ekki of stuttur.“ -Ertu sáttur við Bogdan og verð- ur hann áfram? „Við ákváðum eftir B-keppnina í fyrra að ræða framhaldið eftir þessa keppní og það munum við gera. Við treystum þjálfaranum til að velja liðið og stjórna því. Hann hefur gert vel í því efni, en ég hef séð hann starfa betur áður.“ (Þess ber að geta að rætt var við Jón áður en Bogdan lýsti því yfir að hann myndi láta af störfum nú, og greint er frá á bls. 2 í blaðinu í dag. Ekki náðist í fomianninn eftir yfirlýsingu Bogdans). -Hættir Jón Hjaltalín sem for- maður HSÍ í kjölfar úrslitanna? „Ég átti mér þann draum að lið- ið þyrfti ekki að fara í B-keppnina, en hann rættist ekki. Ég er ekki að gefast upp en það getur vel ver- ið að ég eigi að hvíla mig. Ég er samt ekki með neinar yfirlýsingar þess efnis.“ Ólafur Jónsson, varafor- maður HSÍ: „Það er rosalega erfitt að henda nákvæmlega reiður á hvað gerðist og af hverju. Hins vegar verður að passa sig á að ekki má leita orsak- anna í afleiðingunum," sagði Ólafur Jónsson. Ólafur sagði að úrslitin í leiknum og keppninni væru vissulega áfall, en þetta væri ekki í fyrsta sinn, sem þessi staða kæmi upp. „Við verður að kryfja það sem hefur gerst. Við erum ekki hættir að spila handbolta og ég vona að það verði engin upp- gjöf, þó illa hafi farið:“ -En hvað var að? „Ég hefði viljað sjá vörnina spila framar og sækja í Frakkana. En það er spurning hvort þeir hafi haft til þess kraft og það sé ástæð- an fyrir því að þeir sóttu ekki.“ Morgunblaðið/Júlíus Það var ekki létt yfir landsliðsmönnum er þeir gengu af leikvelli eftir leikinn gegn Frökkum í Prag í gærmorgun. Vonbrígði! ISLENSKA landsliðið í hand- knattleik hélt ekki haus íPrag á laugardagsmorgun. Það þoldi ekki spennuna, strákarnir fóru á taugum eins og svo oft áður hér í þessari keppni. Sex marka tap, 29:23, gegn Frökk- um er áfall - liðið verður ekkí með á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Strákarnir hafa oft leikið betur. Varnarleikurinn var staður, De- bureau og Volle fengu að athafna sig að vild og skoruðu grimmt. Mar- kvarslan var engin í Steinþór fyrri hálfleik, en Guð- Guðbjartsson mundur stóð sig vel skrifar eftir hlé. Hann varði frá Prag samt oft út á völlinn, en þar voru samheijarnir sofandi, Frakkarnir tóku öll fráköst og skor- uðu jafnan í næstu tilraun. Sóknarleikurinn var í lagi til að byija með, en strákarnir áttu ekki svar við grimmum varnarleik Frakka, fóru á taugum við mótlætið og mis- tökin voru allsráðandi. í stað þess að fylgja góðum kafla í byijun seinni hálfleiks eftir, endurtók sagan sig og fallið var hátt. íslenska liðið hefur oft leikið vel, en ekki á þessari stundu og ekki í þessari keppni, þegar á heildina er litið. Tapið gegn Pólveijum sýndi að andlega hliðin var ekki í Iagi og leik- urinn og tapið gegn Frökkum undir- strikar stöðu liðsins. Það er ekki betra nú, en raun ber vitni. Rúmenar urðu í þriðja sæti á HM, sigruðu Júgóslava í gær 27:21, eftir að hafa verið undir, 10:12 í leikhléi. Tékkar tryggðu sér sjöunda sætið með sigri á Austur-Þjóðveijum 17:16. ÍSLAND-FRAKKLANC vv C\l l : 29 Nafn Skot Mörk Varin Yflr eða framh)á i atöng vld Útaf Knetti glataö Linusend. sem gefur mark Skot- nýting Einar Þorvaröarson 1 Guðmundur Hrafnkelsson 14/1 Þorgils Óttar Mathiesen 3 2 r 3 67% Jakob Sigurðsson 1 1 2 Guðmundur Guðmundsson 2 2 Geir Sveinsson 1 r Sigurður Gunnarsson 5 2~ 1 1 4 40% Alfreð Gíslason 6/4 5/4 T~j 2 83% Júlíus Jónasson 5/2 3/1 2/1 ! n 2 60% Hóðinn Gilsson 2 í~ r 1 50% Kristján Arason TT 7~ 4 r 2 63% Bjarki Sigurðsson 4 3 1 75%

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.