Morgunblaðið - 20.03.1990, Side 15
MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990
15
Staðreyndir um félags-
lega húsnæðiskerfið
eftir Grétar J.
Guðmundsson
Sigurður T. Sigurðsson, formaður
Verkamannafélagsins Hlífar í Hafn-
arfirði, skrifaði grein í Morgunblaðið
10. mars sl. um húsnæðisekluna í
Hafnarfirði. Þar segir hann að þrátt
fyrir ítrekaðar áskoranir Verka-
mannafélagsins Hlífar um úrbætur
í húsnæðismálum, hafí yfirmenn hús-
næðismála í landinu ekki látið frá
sér heyra eitt einasta orð, að þeir
ætli að leiðrétta það hróplega rang-
læti, sem lágtekjufólk í Hafnarfirði
er gert að búa við. Ástæða er til að
leiðrétta ótrúlegan misskilning sem
fram kemur í grein Sigurðar.
Félagsmálaráðherra, sem yfir-
maður húsnæðismála í landinu, hefur
látið í sér heyra hvernig bæta á úr
húsnæðisvanda lágtekjufólks. Það
hefur félagsmálaráðherra gert með
því að láta verkin tala.
Aukning félagslegra íbúða
Stóraukin áhersla hefur verið lögð
á félagslegar íbúðabyggingar á
síðastliðnum þremur árum. Til marks
um það átak sem gert hefur verið í
uppbyggingu félagslegra íbúða má
m.a. nefna eftirfarandi:
1. Árin 1988 og 1989 hafa verið
heimiluð lán til 1.237 félagslegra
íbúða. Til samanburðar voru veitt
1.764 lán til félagslegra íbúða á öllu
tímabilinu 1980-87, eða á átta ára
tímabili.
2. Á árinu 1989 veitti Húsnæðis-
stofnun ríkisins samtals 6,4 milljarða
króna í byggingarlán, þar af voru
um 2,3 milljarðar króna, eða rúmlega
36%, úr Byggingarsjóði verkamanna.
Ef þær 525 milljónir króna sem veitt-
ar voru úr Byggingarsjóði ríkisins
til kaupleiguíbúða á árinu 1989 eru
taldar með lánum til félagslegra
íbúða, má segja að Húsnæðisstofnun
ríkisins hafi lánað um 2,9 milljarða
króna til félagslegra íbúða á árinu
1989 og er það um 45% af bygging-
arlánum stofnunarinnar það ár.
3. Aukning byggingarlána úr
Byggingarsjóði verkamanna var
31,4% að raunvirði milli áranna 1988
og 1989. Frá árinu 1986 hafa útlán
úr Byggingarsjóði verkamanna til
félagslegra íbúða aukist um 134%
að raunvirði. Áframhald verður á
þessari þróun á yfirstandandi ári.
4. Því markmiði hefur verið náð,
sem sett er fram í lögum um Bygg-
ingarsjóð verkamanna, að þriðjungur
nýrra lána sem veitt eru á Húsnæðis-
stofnun ríkisins skuli vera til félags-
legra íbúða.
Furðulegur málflutningur
Það sætir furðu hvernig Sigurður
T. Sigurðsson hagar málflutningi
sínum. Á síðasta ári sótti Stjórn
verkamannabústaða í Hafnarfirði um
lán til að byggja 120 verkamannabú-
staðaíbúðir á árinu 1990. Húsnæðis-
málastjórn samþykkti að veita fjár-
magn til byggingar 40 íbúða. Þetta
segir Sigurður að sé niðurskurður á
fjármagni til félagslegra íbúðabygg-
inga í Hafnarfirði upp á rúmlega
73%.
Sigurður ásakar núverandi félags-
málaráðherra fyrir að sitja við að
skera niður fjármagn til félagslegra
íbúða í Hafnarfirði. En hverjar eru
svo staðdreyndirnar? Enginn niður-
skurður hefur verið á fjármagni til
félagslegra íbúðabygginga og íbúða-
kaupa í Hafnarfirði. Þvert á móti
hefur eins miklu fjármagni aldrei
verið varið til félagslegra íbúða og í
tíð núverandi félagsmálaráðherra.
Heimild hefur verið veitt til bygging-
ar eða kaupa 218 félagslegra íbúða
í Hafnarfírði á tímabilinu frá 1980
til 1989. Þar af var veitt heimild til
byggingareða kaupa 127 félagslegra
íbúða á tímabilinu frá 1987 til 1989.
Um 60% af uppbyggingu félagslega
húsnæðiskerfísins í Hafnarfirði á
síðustu tíu árum hefur því átt sér
stað á síðustu þremur árum, í tíð
núverandi félagsmálaráðherra.
Það er ekki niðurskurður á fjár-
magni til félagslegra íbúða að verða
ekki við öllum umsóknum. Það er
„Það er ekki niðurskurður
á fjármagni til félagslegra
íbúða að verða ekki við öll-
um umsóknum. Það er hins
vegar aukning á fjármagni
til félagslegra íbúða að veita
heimild til byggingar eða
kaupa fleiri íbúða frá einu
ári til annars.“
hins vegar aukning á fjármagni ti!
félagslegra íbúða að veita heimild til
byggingar eða kaupa fleiri íbúða frá
einu ári til annars.
Úthlutun lána
Félagsmálaráðherra úthlutar ekki
lánum Húsnæðisstofnunar ríkisins,
það gerir húsnæðismálastjórn. Fé-
lagsmálaráðherra sér um að tryggja
Húsnæðisstofnun ríkisins fjármagn
til að stofnunin geti afgreitt lánsum-
sóknir. Þegar umsóknir um lán til
félagslegra íbúða eru afgreiddar þarf
húsnæðismálastjórn að taka tillit til
landsins í heild. Lánum er úthlutað
með tilliti til umsókna, þarfa á hveij-
um stað og þess fjármagns sem til
úthlutunar er.
Miklar breytingar
Miklar breytingar hafa verið gerð-
Grétar J. Guðmundsson
ar á húsnæðiskerfinu á síðastliðnum
tveimur árum. Þar má nefna kaup-
leiguíbúðir og húsbréfakerfið. Jafn-
framt eru í undirbúningi enn frekari
breytingar á félagslega húsnæði-
skerfínu, en frumvarp um það liggur
nú fyrir Alþingi.
Bættar húsnæðisaðstæður lág-
tekjufólks hafa verið forgagnsverk-
efni núverandi félagsmálaráðherra.
Lækkun húsnæðiskostnaðar er
líklega einhver besta kjarabót sem
lágtekjufólk getur fengið. Þess vegna
hefur félagsmálaráðherra lagt þá
áherslu á húsnæðismálin sem raun
ber vitni.
Ef Sigurður T. Sigurðsson vill
bæta úr húsnæðisvanda lágtekju-
fólks á hann að aðstoða félagsmála-
ráðherra við að koma þeim endurbót-
um á félagslega húsnæðiskerfinu í
gegn sem í undirbúningi er, en ekki
beija hausnum við steininn og skella
fram röngum fullyrðingum um þær
miklu framfarir sem orðið hafa í
þessum málaflokki á síðastliðnum
þremur árum.
Höfiindur er aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra.
,
Vikulegt dagflug til Mallorca í sumar
30
s' IMIIfflMlllllllllllllllll íífó
daga ferð 22. apríl
38.000*
Verð frá
* staðgreiðsluvcrð 2 fullorönir og 2 börn 2ja-I6 ára.
- ....,
eða
* staðgreiösluvcrð 2 í íbúð.
3
'ja vikna ferðir 22. maí / 12. júní / 3. júlí / 4. sept.
Verð frá
* staðgreiðsluvcrð 2 fullorðnir og 2 born 2ja~U ára.
66.100*
*: staðgrciðsluvcrð 2 i stldíói.
BROTTFARARD.
TIL MAUORCA
í SUMAR
09.04
22.04
22.05
05.06
12.06
19.06
26.06
03.07
10.07
17.07
24.07
31.07
07.08
14.08
21.08
28.08
04.09
11.09
18.09
25.09
02.10
23.10
Miðað við gæði.
Gerðu kröfur um gott og öruggt sumarleyfi
— það gera okkar farþegar
SIMI28388
LMiiíiriiiáH