Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990
Saltfiskverkun á Summaröy í Norður-Noregi, en aflabresturinn hefur lamað annars einhæft atvinnulíf staðarins.
Svein Munkejord um norskan sjávarútveg:
Beinar styrkveitingar
lama frumkvæði #
og sj álfsbj argarviðleitni
UMTALSVERÐAR sviptingar eiga sér nú stað í norskum sjávarút-
vegi. Hrun fiskistofna í Barentshafi hefur valdið neyðarástandi víða
í Norður-Noregi og standa menn andspænis tveimur kostum; aukn-
um styrkveitingum sem skammtímalausn eða aðhaldi í styrkveit-
ingu og breyttu mynstri í atvinnuuppbyggingu með langtímalausn-
ir 1 huga. Þorskkvótar í ár eru aðeins 113.000 tonn í allt, sem
þýðir að stærstu kvótar á skip verða aðeins 380 tonn. Jafnframt
er vaxandi fylgi við inngöngu Noregs í EB til að tryggja tollfrjálsa
verzlun með sjávarafúrðir. Svein Munkejord ræðir hér á eftir þessi
mál í samtali við Morgunblaðið.
Fiskeldið jákvæður þáttur
„Við höfum lengi getað huggað
okkur við það, að innan sjávarút-
vegsins hafi alla vega eitthvað
gengið vel. Síðustu árin hefur físk-
eldið verið sá þáttur, sem vel hefur
gengið. Þar hefur verið jafn og
mikill vöxtur þar til hámarkinu var
náð í fyrra, en þá var framleiðslan
á bilinu 120.000 til 130.000 tonn.
Þessu vaxtarskeiði er nú lokið,
enda viljum við af ýmsum ástæðum
binda endi á það. Menn hafa átt
í töluverðum vandræðum vegna
fiskisjúkdóma í ákveðnum lands-
hlutum, en við vitum að þeir eru
viðráðanlegir, verði gripið til réttra
ráðstafana. Þá er framleiðslan orð-
in svo mikil að markaðir virðast
nú að minnsta kosti mettaðir og
verð hefur lækkað. Vegna þessa
líta stjómvöld svo á, að frekari
aukning sé óheppileg.
Svartsýnin hefiur
náð yfirhöndinni
Sé litið á hefðbundinn sjávarút-
veg hefur á síðustu árum orðið
mikil breyting. Mikil bjartsýni ríkti
fyrir nokkrum misserum, en vegna
aflabrests og erfiðleika af ýmsu
tagi, hefur svartsýnin náð yfir-
höndinni, að minnsta kosti hvað
varðar veiðar á þorski og öðrum
botnfiski. Þorskveiðikvótar hér í
Noregi hafa aldrei verið jafnlitlir
og nú og skiptir þar mestu ástand-
ið í Barentshafi. Norski íshafs-
þorskstofninn og ýsustofninn eru
í algjöru lágmarki. Þó staðan hafi
lengi verið sú, að afkastageta fiski-
skipaflotans hafi verið meiri en
nægileg til að stunda skynsamleg-
ar veiðar úr fiskistofnum okkar,
er umframgetan nú orðin slík, að
öllum er ljóst að nauðsynlegt er
að grípa til umtalsverðra ráðstaf-
ana til að fækka fiskiskipum.
Heldur bjartara er yfir nótaveið-
inni. Þrátt fyrir að enn sé ekki
ráðlegt að hefja veiðar á loðnu í
Barentshafi, eru góðir möguleikar
á veiði á öðrum tegundum svo sem
norsku vorgotssíldinni, Norður-
sjávarsíld og kolmunna, svo dæmi
séu nefnd. Útgerð nótaskipanna
gengur því tiltölulega vel.
Fækkun í flot-
anum nauðsynleg
Það, sem eykur á vandann í
Norður-Noregi, Finnmörku,
Tromsfylki og Norðurlandi, er
meðal annars afar slök nýting fisk-
veiðiflotans og skortur á hráefni
til vinnslunnar. Verst er ástandið
í Finnmörku, þar sem líkja má því
við neyðarástand, en það er víða
slæmt í Tromsfylki og Norðurlandi
líka. Þar verða einhver fyrirtæki
og aðilar að hætta rekstri, selja
skipin sín og hætta vinnslu. Af-
koma heilla fjölskyldna er í hættu
og litlir bæir og sveitarfélög eiga
í erfiðleikum. Fólk á auðvitað erf-
itt með að sætta sig við þetta
ástand og vill skjóta úrlausn, en
sem sjávarútvegsráðherra, sé ég
enga skynsamlega leið aðra, en
vinna að lausn til frambúðar. Við
búum við of stóran flota og af-
kastagetan í vinnslunni er ekki í
samræmi við mögulegt hráefni.
Því reynum við, í gegnum kvóta-
kerfið meðal annars, að stuðla að
fækkun í flotanum með styrkjum
til þeirra, sem vilja hætta. Við
vonumst til að geta með þessum
hætti minnkað afkastagetuna um
10 til 30% á næstu fimm árum,
en náum við að minnka hana um
20% verð ég sáttur við gang mála.
Á þessu tímabili má reikna með
að allt að 500 til 700 milljónum
króna (5 til 7 milljörðum íslenzk-
um) verði varið til að fækka í flot-
anum.
Því miður verðum við að reikna
með því að búseta á einhverjum
stöðum leggist af. Það er hins
vegar ekki hlutverk hins opinbera
að ákveðja hveijir eiga að deyja
og hveijir að lifa. Þessi þróun mun
eiga sér stað í tengslum við stefnu-
mörkun og aðstoð, sem menn geta
ýmist nýtt sér eða ekki. Með því
móti vonumst við til að hægt sé
að byggja upp ákveðna kjama fyr-
ir vinnslu og veiðar, en húseta
raskist lítið. Nú er lögð mikil
áherzla á það af íbúum í nyrstu
héruðunum, að stjómvöld grípi inn
Morgunblaðið/HG
Svein Munkejord, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs.
í þróunina með skammtímalausnir.
Komi til þess mun það draga úr
virkni langtímastefnumótunar og
í raun framlengja vandann. Svo
hefur það verið til langs tíma hér
í Noregi. Stjómvöld hafa í 20 ár
notað mikið fé til skammtíma-
lausna á viðvarandi vanda og við
það verður ekki unað lengur. Nú
liggur reyndar fyrir þinginu tillaga
um verulega fjárhagsaðstoð sem
skammtímalausn á þessum vanda.
Verði hún samþykkt, hefur verið
dregið verulega úr áhrifum
langtímaáætlunarinnar og þá leng-
ist tíminn, sem við höfum ætlað
okkur til að ná árangri. Vonandi
verður tillagan felld og tillaga okk-
ar um styrki samþykkt í kjölfarið.
Aðild að EB nauðsynleg
í starfssamningi stjómarflokk-
anna þriggja, er ekki mörkuð sér-
stök stefna varðandi mögulega
aðild Noregs að Evrópubandalag-
inu, heldur ákvæði þess efnis að
ríkisstjómin fylgi þeirri stefnu í
málinu, sem hafi fylgi meirihluta
þingmanna. Nú er meirihlutinn
fylgjandi því að unnið verði að
mögulegum samningum við EB
gegn um EFTA. Fyrir norskan
sjávarútveg skiptir mestu máli að
ná tollfijálsum innflutningi til EB
á sjávarafurðum. Hvort viðunandi
lausn næst með þeim hætti veit
ég ekki, en mín skoðun er sú, að
okkur dugi engin önnur niðurstaða
en full aðild að EB og ég tel að
sú skoðun verði ofan á innan þings-
ins áður en mjög langt um líður.
Það er langt síðan stærstu hags-
munafélög innan sjávarútvegsins
hafa rætt þetta mál af alvöru. Því
hafa þau ekki mótað ákveðna
stefnu, hvorki samtök sjómanna
og útgerðarmanna né hin stóru
samtök innan fiskvinnslunnar.
Líkast til er fylgi með aðild innan
vinnslunnar og fiskeldissamtökin
hafa þegar lýst yfir eindregnu fylgi
við aðild. Hvað varðar að EB fái
aðild að fiskimiðum innan lögsögu
okkar, tel ég það breyti ekki miklu
frá því, sem nú er. Nær allir fiski-
stofnar, sem við veiðum úr, eru
nýttir af öðrum þjóðum líka. Þeir,
sem miklu máli skipta og eru að-
eins taldir norskir, eru norska vor-
gotssíldin og ufsastofninn norðan
við 62. gráðu. Vaxi stofn norsku
vorgotssíldarinnar til fyrri stærðar
og taki upp ferðir sínar yfir til
íslands, verður breyting á nýtingu
hans um leið. Það er alþjóða haf-
rannsóknaráðið, sem leggur til
nýtingu úr þessum sameiginlegu
stofnum og á þeim er skipting
kvóta milli viðkomandi þjóða
byggð. Milli Norðmanna og ann-
arra þjóða er í gildi fjöldi samninga
um sameiginlega nýtingu fiski-
stofnana, svo sem við ísland, Fær-
eyjar, Sovétríkin, Svíþjóð og Evr-
ópubandalagið. Með aðild að EB
verður lítil eða engin breyting á
þessari samnýtingu. Auk þess hafa
erlendar þjóðir í nokkrum mæli
þegar leyfi til veiða innan lögsögu
okkar upp að 12 mílunum og á
því verður heldur tæpast nokkur
teljandi breyting. Sumir hveijir
hafa óttast að innganga Spánar
og Portúgals í EB þýddi, að þeim
opnuðust leiðir inn á vel flest fiski-
mið aðildarlandanna. Svo er ekki.
Þessar þjóðir fá til dæmis ekki
veiðileyfi í Norðursjó, sem er þegar
fullnýttur og vel það. Hins vegar
er söguleg hefð fyrir veiðum Spán-
veija og Portúgala í Barentshafi,
þar veiða þeir nú og þær veiðiheim-
ildir verða væntanlega óbreyttar.
Þegar fiskistofnarnir dragast
saman eins og nú hefur gerzt,
heyrast æ fleiri raddir um það, að
nú megum við ekki hleypa öðrum
þjóðum inn í lögsöguna. Það vill
hins vegar svo til að fiskveiðisamn-
ingar okkar eru hluti af alþjóðlegu
samstarfi og því getum við ekki
rekið aðrar þjóðir út, þegar krepp-
ir að, heldur verðum við að gefa
þeim samsvarandi hlutdeild áfram.
Þurfiim að lag-a styrki
að reglum EFTA og EB
Sé af alvöru talað um fríverzlun
með fisk, verður að skilgreina til
fulls hvers konar stuðningur af
hálfu ríkisins er leyfilegur. Innan
EFTA hefur verið grein 13, sem
flallar um þessi mál, en hún hefur
í raun verið óvirk til þessa, en
verður ekki lengur vegna sam-
komulagsins um fríverzlun. í
greininni eru skilgreiningar á leyfi-
legum aðferðum og þær munu að
öllum líkindum hafa áhrif á al-
mennar verðbætur á fisk. Komi til
inngöngu okkar í EB munu koma
upp svipuð tilfelli, þar sem bannað
er að eiga við fiskverðið, en ýmsar
aðrar styrkveitingar frá stjórnvöld-
um leyfðar. Þær byggjast nú að
miklu leyti á byggðastefnu. Við í
Noregi erum sem sagt að vinna
að þessari samræmingu, enda eru
samtök hagsmunaaðila í sjávarút-
vegi því sammála að ekki verður
haldið áfram styrkveitingum með
sama hætti og nú.
Við lítum fyrst og fremst til
ársins 1993, þegar EFTA-löndin
verða að hafa aðlagað sig að
ákvæðum greinar 13. Það er ljóst
að reglunum verður ekki breytt á
einni nóttu. Því verðum við að
hefjast handa strax og ég lít svo
á, að við næstu áramót byijum við
að aðlaga styrkveitingar okkar að
þessum reglum. Nú er 200 til 300
milljónum af 1,125 milljarðs heild-
ar styrkveitingu (2 til 3 milljörðum
íslenzkra króna af 11,25 milljörð-
um) varið til beinna verðbóta á
fiskverð, sem verða bannaðar.
Stærsti hluti styrkveitinganna er
atvinnuleysisbætur tii sjómanna,
en þeir teljast ekki venjulegir laun-
þegar og eru því ekki innan al-
menna tryggingakerfisins. Þessar
bætur nema nú 400 til 500 milljón-
um (4 til 5 milljörðum íslenzkra
króna). Þriðji stærsti þáttur styrk-
veitinganna fer til að breyta upp-
byggingu flotans, er eins konar
úreldingarsjóður til að draga úr
afkastagetunni í samræmi við
mögulegan afrakstur úr fiskistofn-
unum. Auk þess, sem beinum verð-
bótum á fisk verður að linna, er
það einnig ætlunin að færa at-
vinnuleysisbæturnar út úr styrkja-
kerfinu og inn í almenna trygg-
ingakerfið og þá dregst styrkurinn
verulega saman.
Styrking ákveðinna
byggðakjarna nauðsynleg
Ég tel ekki að um stórkostlegar
breytingar verði að ræða á vægi
sjávarútvegsins milli landshluta á
næstu fimm árum, en innan lands-
hluta munu verða nokkrar breyt-
ingar á uppbyggingunni. Þar sé
ég fyrir mér aukna uppbyggingu
ákveðinna byggðakjarna, þar sem
stunduð verður fiskvinnsla og út-
flutningur sjávarafurða í einhveij-
um mæli, en í nági'enninu verði
eins konar útstöðvar, þar sem tek-
ið verði á móti fiski og hann unnin
að einhveiju leyti, en síðan fluttur
til kjarnans. Líkast til falla ein-
hveijir út úr vinnslu eða breyta
um hlutverk og skipum mun
fækka, en það verður ekki um það
að ræða að einhveijir landshlutar
eða byggðir verði lagðar í eyði.
Fólkið mun geta búið áfram á
sömu stöðum, óski það þess, en
sækir kannski vinnu í auknum
mæli í nærliggjandi byggðakjarna.
Aukin áherzla verður lögð á bætt
tengsl milli markaðs og framleiðslu
og á þann hátt ætti að vera hægt
að auka bæði sérstakar veiðar og
úrvinnslu og um leið styrkja at-
vinnuveginn. Það verða færri, en
stærri vinnslueiningar og þær
verður hægt að reka með hagn-
aði. Þannig renna þær stoðum
undir áframhaldandi búsetu í þeim
héröðum, sem nú eiga við hvað
mesta örðugleika að stríða. Eina
leiðin til að reka traustvekjandi og
skynsamlega byggðastefnu, er að
byggja upp á landsbyggðinni arð-
bær fyrirtæki með því að skapa
þeim rekstrarskilyrði og síðan eiga
stjómvöld ekki að skipta sér að
gangi mála. Það, sem fyrir liggur,
er því að fækka reglugerðunum,
því eilíf afskipti og styrkveitingar
til skammtímalausna hafa lamandi
áhrif á mögulegt frumkvæði og
sj álfsbj argai-viðleitni. “
Viðtal: Hjörlur Gíslason
TT