Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 39 breyta eðli okkar atvinnustarfsemi og gera hana líkari iðnaðarfram- leiðslu annarra landa, þar Sem bæði verð- og magnsveiflur eru minni. Við höfum allt að vinna því sjávarút- vegur er og verður um ókomna framtíð okkar höfuðatvinnuvegur. Það giidir að breyta siíkum útvegi í búskap og þar með draga úr hag- sveifum. Lánstraust og vaxtakjör I grein minni er bent á að upp- bygging í Austur-Evrópu á komandi árum muni auka lánsíjáreftirspurn- ina í heiminum, og því hækka vaxta- stigið. Yngvi bendir á að vaxandi efnahagstengsl Austur- og Vestur- Evrópu þýði verulegan niðurskurð á útgjöldum til hermála í Evrópu, sem draga mun úr lánsfjáreftirspurn. A móti má benda á að herútgjöld eru kaup á hergögnum og herþjónustu. Ef slík útgjöid eru skorin niður myndast umtalsvert atvinnuleysi í þeirri atvinnugrein, ásamt því sem íjárfesting hennar stendur ónotuð. Því er líklegt að í staðinn komi ný framleiðsla, s.s. geimvarnanet eða framleiðsla á nýjum tækniundrum. Alla vega eru miklar líkur á að heimsframleiðslan eigi eftir að auk- ast verulega í kjölfar breytinganna í Austur-Evrópu, og þar með fjár- festingin og lánsfjáreftirspurnin. Yngvi ályktar að vaxtakjör og lánshæfi þjóðarinnar geti hugsan- lega batnað með auknum erlendum lántökum og aukinni vaxtabyrði, ef slíkar lántökur fara í arðbærar fjár- festingar. Að mínu mati er þetta frekar langsótt. Það gildir því í framtíðinni að tengja skuldir þjóðar- innar við arðsemi tilheyrandi fram- kvæmda. Oftast er þó litið á heildar- skuldir þjóðarinnar og vaxtabyrði sem hlutfall af landsframleiðslu. Arðsemi í þessu samhengi er auk þess nokkuð afstæð. Er hún reiknuð út frá heimsmarkaðsverði á raforku eða innlendu einokunarverði? Hagvöxtur Að síðustu talar Yngvi um að örva þurfi hagvöxtinn, þar sem hann verði með minnsta móti á næstu 5—10 árum. Og að ál- og orkufram- kvæmdir gefi gott tækifæri til slíks. Hér er fullyrðing sem ég efa að fái staðist. Hún felur einnig í sér litla tiltrú á íslensku athafnalífi. Ég er þeirrar skoðunar að jafnvægi og stöðugleiki í efnahagslífinu hafi í sér falda mikla hagvaxtarmöguleika þegar fram líða stundir. Að atvinn- ulífið sjálft finni.sér sínar hagvaxtar- leiðir við slíkar aðstæður. Að at- vinnugreinar eins og ferðaþjónusta, frekari fullvinnsla sjávarafurða og ýmiss smærri iðnaður fái mun betur notið sín og muni skapa verulega meiri virðisauka fyrir þjóðarbúið en ál- og orkuframkvæmdir. Þær munu nýta mun betur (draga úr) óhag- kvæmni hagkerfisins og skila þjóð- inni meiri tekjum og betri lífskjörum. Valið er því á milli ál- og orkufram- kvæmda, þenslu og verðbólgu eða stöðugleika, varanlegrar atvinnu- uppbyggingar og meiri hagvaxtar til lengri tíma litið. Höfundur er hagfræðingur. Nú fást hvítu hrísgrjónin einnig í stærri pakkningum. Heildsölubirgðir: KARLK.K/VRLSSONxGO. í Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 — Gönguskór Þú misstígur þig ekki í vönduðu göngu- skónum frá Scarpa. Hvort sem þú ert að rölta á jafnsléttu eða príla fjöll þá á Skátabúðin skóna fyrir þig. Skátabúðin selur Scarpa og aðstoðar þig við val á þeim skóm er henta þínum þörfum. Mundu að ráðleggingar okkar eru byggð- ar á reynslu. -SWRAK FRAMMK SNORRABRAUT 60 SÍM112045 ,, Nougathringur Notaðu AKEA með öðru úrvals hráefni og baksturinn heppnast vel! ,, Nougathringur“ Hrærið saman 130 g Akrasmjörlíki, 130 g sykri og tveimur eggjum. 150 g hveiti ásamt 1 tsk. lyftidufti og 1 msk. rjóma er blandað saman við. Bakið í 40 mín. við 175-200°C. Kökunni er skipt í þrjá hluta og smjörkrem sett á milli og utan á. Smjörkrem Hrærið saman 150 g Akrasmjörlíki, 200 g flórsykri, einu eggi og 2 tsk. vanilludropum. Nougat Bræðið 100 g sykri og bætið 50 g möndlum í, látið kólna á smurðri plötu, myljið og setjið á kökuna. Verði ykkur að góðu! Líkarvel! tSBB SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyri ARGDS/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.