Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Minning’: Bjami Sveinsson, verslunarmaður Fæddur 5. september 1908 Dáinn 26. mars 1990 Við undirritaðir starfsmenn Út- vegsbanka Islands minnumst nú við vistaskipti mannkostamannsins Bjarna Sveinssonar verslunar- manns með mikilli virðingu. Það hefði verið skylt, að Bjarna hefði verið minnst rækilega, en eigi verður það gert í línum þessum. Hefði vel farið á því, að ýmsir lærisveina hans, íþróttamenn, hefðu skrifað greinar um hann. Þá hefði mátt vænta þess, að allskýr mynd Bjarna hefði komið fram. Bjarni var gáfumaður, skilning- urinn hvass, hugsanimar skjótar og íjörugar, dómgreind mikil, og tilfinningin næm fyrir fögru og réttu máli. Bjami var fríður maður sýnum og höfðinglegur, andlitið gáfulegt, augun snör og fögur, og svipurinn góðmannlegur. Bjarni var kurteis í klæðaburði og allri háttsemi og hinn ágætasti verslunarmaður. Bjami varð ógleymanlegur við- skiptamönnum sínum, svo voru áhrifin mikil, sem hann hafði í þá með persónu sinni og allri fram- komu. Hann var manna skemmtilegast- ur, samræður hans fjörugar og fyndnar og þótti mönnum hin bezta skemmtun á að hlýða. Eigi skorti gnótt orða né hugsana. Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Fanney Sigrún Jónsdóttir frá Isafirði og aðstoðaði hún mann sinn af kostgæfni í Tóbakshúsinu í Aust- urstræti 17. Bjami Sveinsson var hvers manns hugljúfi. Við vottum eiginkonu og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Adolf Björnsson, Sigurður Valdimarsson. Látinn er hér í borg Bjarni Sveinsson líkamsræktarmaður frá ísafirði, fyrrv. verslunarmaður, kennari, þýðandi og bókaútgefandi á 82. aldursári. Bjarni var fæddur á ísafirði 5. sept. 1908. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Halldorsson sjómaður og Ingibjörg Jónsdóttir. Var hann af merku fólki kominn úr ísafjarð- ardjúpi í báðar ættir. Tólf ára gamall hafði Bjarni misst báða foreldra sína og fluttist til systur sinnar Guðfínnu, f. 29. nóv. 1898 látin 2. apríl 1975, er lengst bjó á Hverfisgötu 98, gift Sigurði Stefánssyni símaverkstjóra. Önnur systkini Bjarna voru Guð- mundur, Hermann starfsmaður Landsímans, Halldór veitingamaður og Maja verslunarkona. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ELLIÐI NORDAHL GUÐJÓNSSON, er látinn. Sótrún Valsdóttir, og börn hins látna. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNDÍS BALDURS, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 7. apríl kl. 14.00. Theodóra Berndsen, Knútur Berndsen, Jóhann Baldurs, Ása Þ. Baldurs, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir, bróðir og mágur, ÞORGILS BENEDIKTSSON, læknir, Kársnesbraut 47, Kópavogi, sem lést á Vífilsstaðaspítala 1. apríl verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju þriðjudaginn 10. apríl kl. 13.30. Emma Benediktsson, Guðmundur Hjörtur - Baldur - Björn, Björn Benediktsson, Ásta Björnsdóttir. + SÆUNN B. JÓNSDÓTTIR, ættuð frá Helgadal, Mosfellssveit, Grenimel 25, er látin. Reykjavík, Bálförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landakotsspítala og Hafnar- búða. Systkini og aðstandendur. + Móðir okkar og fósturmóðir, SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR frá Sólstöðum, Súgandafirði, verður jarðsungin frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 7. apríl kl. 14.00. Sólveig Guðmundsdóttir, Pálmi Guðmundsson, Sólveig Jónsdóttir. Bjarni fluttist innan við fermingu frá Isafirði til Reykjavíkur og byrj- ar strax að vinna fyrir sér m.a. við blaðaútburð. Margir eldri Reyk- víkingar kannast við Bjarna er hann var sendisveinn hjá Stefáni Gunn- arssyni skókaupm. í Austurstræti. Bjarni va_r fermdur í Fríkirkjunni af séra Ólafi Ólafssyni. Snemma vaknaði áhugi Bjarna fyrir líkams- rækt, hann var í knattspymufélag- inu Fram og í Ármanni og hafði alla ævi áhuga á útivist hverskon- ar, göngutúrum og sundi. Aðeins 12 ára gamall skrifaði Bjami Carles Atlas í New York, fékk svar og bytjaði að æfa líkams- ræktarkerfi Atlas, síðar á ævinni stofnaði hann Bókaútgáfuna Atlas og þýddi 12 bækur úr ensku, og gaf út, um heilsu og líkamsrækt. Bjami var Ieitandi sál alla ævi og því ekki að undra þótt hann aðhylltist skoðanir Guðspekifélags íslands og eignaðist vináttu Grétars Fells er hann mat að verðleikum mikils. Grétar Fells var mikill and- legur fræðari og leiðtogi, sem leiddi með skoðunum sínum fólk inn á svið þekkingar, tilrauna og vitund- arlífs. Sálarrannsóknarfélag ís- lands átti og hug Bjarna og sann- færing hans að persónuleikinn lifir líkamsdauðann. Hann las ijölda frá- sagna að dánir hafa gert vart við sig og sótti fáeina fundi hjá Haf- steini Björnssyni miðli. Fáir íslend- ingar hafa gert meira en Hafsteinn til að færa sönnur á framhaldslíf, enda var hann fæddur með sjald- gæfum hæfileikum og markverð- um. Bjarni Sveinsson gekk að öllu er að höndum bar um ævina, með ósér- hlífni og dug. Höfðingsskap og drenglund sýndi hann í hvívetna, og hjálpfýsi hans á margur að minn- ast. Kona Bjarna, Fanney Sigrún Jónsdóttir frá ísafirði, lifir mann sinn. Bjó hún honum yndislegt heimili og vafði mann sinn kær- leiksörmum. Voru þau gefin saman af séra Jóni Auðuns dómprófasti 25.12.1954. Fyrir hjónaband eignaðist Bjarni dóttur, Fanný, f. 2.6.1946, húsmóð- ir hér í borg, gift Jóni Brynjólfssyni verkstjóra frá Staðarbakka á Akra- nesi. Eiga þau Ingibjörgu Elísabet og Brynjólf. Sonur Fannýjar, Daníel Karl Pálsson, kappkostaði að hlynna að móður sinni og Bjarna á hinn feg- ursta hátt. Karl er kvæntur'Líneik Guðlaugsdóttur og eru börn þeirra þijú. Biðjum góðan Guð að vernda hinn framliðna og alla hans ástvini. Helgi Vigfússon Mig langar til að minnast afa míns, Bjarna Sveinssonar, með nokkrum orðum. Hann fæddist 5. september 1908. Foreldrar hans voru þau Ingibjörg Jónsdóttir og Sveinn Halldórsson. Þegar maður lítur til baka og fer að rifja upp atvik frá því maður var Þórgnýr Guðmunds- son - Kveðjuorð Fæddur 6. apríl 1902 Dáinn 5. febrúar 1990 Okkur larígar í örfáum orðum að minnast frænda okkar, sem lést 5. febr. sl., en hann hefði orðið 88 ára í dag, 6. apríl. Þórgnýr Guðmundsson fæddist á Sandi í Aðaldal 6. apríl 1902, sonur Guðmundar Friðjónssonar skálds og bónda þar og Guðrúnar Lilju Oddsdóttur konu hans. Hann var annar í röðinni af tólf börnum þeirra hjóna, og komust ellefu þeirra til fullorðinsára. Þórgnýr lauk kennaraprófi 1943, en hafði áður verið tvo vetur í Al- þýðuskólanum á Eiðum og starfað sem farkennari í Eiðaþinghá um nokkurra ára skeið. I meira en þijá áratugi var hann kennari og skólastjóri í Aðaldal. í þá daga var farskóli í Aðaldæla- hreppi, og aðstæður ólíkar því sem nú er, raunar svo ólíkar að engu er saman að jafna. Kennt var á bæjunum til skiptis, einn mánuð í senn á hveijum stað og urðu þá heimilin að leggja til húsnæði og fæði fyrir kennara og nemendur, auk kennsluhúsnæðis. Aðstæður voru auðvitað með ýmsu móti og þættu líklega ófullkomnar í dag, en við börnin fundum ekkert fyrir því, þekktum ekki annað og okkur leið vel í þessum skóla. Þótt kennar- inn yrði að aðlaga sig nýjum stað og nýjum nemendahópi mánaðar- lega gekk þetta allt ótrúlega vel. Þórgnýr var einstaklega vandvirkur og samviskusamur kennari og lagði sig allan fram til þess að nemendur hans fengju þá bestu menntun sem hann gat veitt. Við systkinaböm hans á Sandi vorum nær öll nemendur hans í barnasköla, sum allan okkar barna- skólaaldur. Við eigum góðar minn- ingar frá þessum árum. Við hlökk- uðum alltaf til skólans og enginn námsleiði hijáði okkur. Kennt var annan hvern mánuð og oft var skól- inn heima á Sandi. Var þá stofan rýmd og borðum og stólum komið þar fyrir. Síðan fór öll kennsla fram í þessari litlu stofu, meira að segja leikfimi. Þórgnýr tók gjarnan þátt í leikj- um nemenda sinna. Oft fór hann með okkur út í frímínútum þegar gott var veður og „hljóp í skarðið" og þótt skóladegi lyki var hann ekki búinn að sleppa hendinni af hópnum. Á kvöldin fór hann stund- um með okkur á skauta eða skíði og alltaf gátum við leitað til hans með heimaverkefnin ef á þurfti að halda. Þórgnýr var mikill göngugarpur og fór flestra sinna ferða fótgang- andi eða á skíðum. Oft gekk hann margra kílómetra leið milli bæja þegar hann var að kenna fjarri heimili sínu. Hann átti aldrei bíl en komst vel af án þess. Svo kann að virðast að skóla- ganga barna í sveit á þessum árum hafi verið stopul og skilyrði frum- stæð, en þrátt fyrir það er óhætt að segja að nemendur Þórgnýs hafi verið vel undir lífið og framhalds- nám búnir, og líklega ekkert ver en börn eru í dag úr okkar ágætu grunnskólum. Þórgnýr kvæntist ekki og átti engin börn, en hann átti vissulega stóran þátt í uppeldi og menntun flestra barna í Aðaldal um 30 ára skeið. En Þórgnýr var ekki aðeins upp- alandi á vetrum. Allan ársins hring fylgdist hann grannt með leikjum okkar og störfum og var óþreytandi að vara okkur við hættum og leggja ungviðinu lífsreglurnar. Á Sandi var lengst af ijórbýli og stór barnahóþ- urinn sem þar ólst upp auk margra sumardvalarbarna víðs vegar að sem komu til lengri eða skemmri dvalar. Öllum þessum stóra hóp lagði hann gott til og fylgdist með lífshlaupi hvers og eins löngu eftir að leiðir þessa fólks lágu frá Sandi. Á sama hátt lét hann sér annt um næstu kynslóð, og þó heilsu hans lítill, þá koma upp margar skemmti- legar minningar tengdar afa. Á þessum árum var pabbi mikið á sjó og mamma því mikið ein með okkur systkinin, Þá voru sunnu- dagsheimsóknirnar til ömmu og afa í Skipasundi hápunktur vikunnar. Þar var margt skemmtilegt gert sér til dundurs. Ef veðrið var gott þá fór afi með okkur út í garð eða í göngutúr um hverfið. Þa var komið við í litlu búðinni á horninu og eitt- hvað góðgæti keypt. Á sumrin fórum við oft austur í Hveragerði með ömmu og afa en þau ætluðu þá að dvelja á Heilsu- hælinu í Hveragerði í nokkrar vik- ur. Þá var iðulega komið við í Eden og keyptur ís. Eitt sumarið fóru mamma og pabbi í frí til sólarlanda og þá fluttu amma og afi í Hafnarfjörðinn til að vera hjá okkur systkinunum og þá var nú gaman og margir göngu- túramir gengnir. Þegar maður komst á táningsald- urinn fór heimsóknunum í Skipa- sundið fækkandi en alltaf var samt jafn gaman að koma í heimsókn þangað. Afi var mjög duglegur og viljug- ur að miðla okkur systkinunum þekkingu sinni á enskri tungu og lánaði okkur þá mjög gjarnan bæk- ur. ‘Afi hafði mjög gaman af litlum börnum og það var gaman að koma í heimsókn til hans með barna- barnabörnin. Elsku amma mfn, þinn missir er mikill en eftir stendur minningin um góðan mann. Megi góður Guð styrkja þig í sorg þinni. Afa mínum þakka ég fyrir allt gamalt og gott. Guð blessi minningu hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Fanney Björk Karlsd. hrakaði síðustu árin hélt hann áfram að vaka yfir velferð upprenn- andi æsku. Þórgnýr átti heimili sitt á Sandi alla ævi. Á vorin, þegar skóla lauk, tók hann til við vorverkin og öll þau störf sem til falla á sveitaheimili. Á Sandi er fjölskrúðugt fuglalíf, þar verpa m.a. endur, kría og æðar- fugl. Sérstaka ánægju hafði hann af að hugsa um varpið og sinnti því af stakri alúð. Hann stundaði og garðrækt og gekk að heyskap með bræðrum sínum sumar hvert. Þórgnýr lifði langa og starfsama ævi og er margt ótalið, svo sem nefndarstörf ýmis konar og ritstörf, en hann tók virkan þátt í þjóðfélags- umræðum með greinaskrifum í dag- blöð og tímarit, einkum varðandi uppeldis- og skólamál, enda prýði- lega ritfær. En tilgangurinn með þessum skrifum var ekki að gera nákvæma grein fyrir ævi og störf- um Þórgnýs Guðmundssonar, held- ur sá að festa á blað nokkrar þeirra minninga sem komu í hugann við fráfall aldraðs manns sem markaði farsæl spor í þroska okkar og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Margt er það sem vert er að muna og þakka. Blessuð sé minning hans. Systkinabörn frá Sandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.