Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Það hangir niargl á spýtunni eftir Ólaf Olafsson Aðgerðir á kransæðum hófust fyrir nokkru hér á landi. Vegna óvenju vandaðs undirbúnings og vel valinnar tímasetningar hafa þessar aðgerðir farið vel úr hendi og nú eru um 60% allra aðgerða fram- kvæmdar hérlendis. Dánartíðni eftir aðgerðir er um 2,5% eða eins og best gerist á Norðuriöndum og í Bretlandi. Einstaka stærri sjúkra- hús í Bandaríkjunum sýna betri árangur en þar hafa þessar aðgerð- ir verið framkvæmdar hátt á annað áratug. Sýkingatíðni er mjög lág og t.d.m un lægri en á sumum sjúkrahúsum í Bretlandi eða svipuð og á Norðuriöndum. Nú er rætt um hvort ijölga eigi kransæðaaðgerðum og að við verð- um sjálfum okkur nóg? Ef lítið er á kostnaðarhliðina kemur í ljós að stofnkostnaður hefur þegar að mestu verið útlagður og læknar greiða eigin sérfræðinám. Beinn rekstrarkostnaður við þessar að- gerðir er svipaður og í Bretlandi eftir því sem næst verður komist, en trúlega lægri en gerist í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Vissulega er samanburður á kostnaði við heil- brigðisþjónustu milli landa vægast sagt flókið dæmi og fer að verulegu „Við eigum að flytja allar kransæðaaðgerðir heim.“ leyti eftir þeim forsendum sem menn gefa sér. Ef síðan er litið á óbeinan kostnað, s.s. ferðakostnað, tekjur ríkisins af vinnu sem fer fram hér á landi o.fl., en trúlega hag- stæðara að framkvæma aðgerðim- ar hér á landi en erlendis. Ef tekið er tillit til mannlegra sjónarmiða er tvímælalaust jákvæðara að gera þessar aðgerðir hér á landi. En fieira hangir á spýtunni, sem ekki hefur mikið komið fram í umræð- um. 1. Æðakölkun er eitt stærsta heilbrigðisvandamálið sem við höf- um við að stríða og verður svo í næstu framtíð. Velþjálfað starfslið sem kann vel til verka við krans- æðaaðgerðir og fylgist vel með því helsta sem er á döfinni í þeim efnum í nágrannalöndunum tryggir okkur bestu þjónustu við aðrar æðaað- gerðir sem kemur til með að fjölga. 2. Skurðaðgerðum á kransæðum hafa fylgt aðrar „einfaldari“ að- gerðir og hættuminni þ.e.: a) Æðaútvíkkun (blásning) sem mjög hefur farið í vöxt. Ólafur Ólafsson SYNING á viðskiptahugbúnaði Dagana 5. og 6. apríl verður sýning á viðskiptahugbúnáði frá eftirtöldum aðilum: Opus 91 • • ^^KORN .............. HUGBÚNADARÞJONUSTA ' / Tölvumiðstöðin hf y víkurhugbúnaður Sýningin er hjá okkur í Skeifunni 17, kl. 09:00-17:00 báða dagana. ÖRTÖLVUTÆKNI Tölvukaup hf., Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 687220, Fax 687260. b) Laser-aðgerðir sem nú eru á byijunarstigi. Forsendur þess að hægt sé að framkvæma þessar aðgerðir eru að á staðnum sé vel þjálfað starfslið sem getur framkvæmt skurðað- gerðir skjótt og vel ef eitthvað ber útaf. Niðurstaða Við eigum að flytja allar krans- æðaaðgerðir heim. Tæknilega séð er það ávinningur fyrir okkur og þá ekki eingöngu á sviði kransæða- aðgerða heldur einnig hvað varðar aðrar æðaskurðlækningár. Fjár- hagslega séð er trúlega verulegur sparnaður við það fyrirkomulag. Trúlega þarf að bæta skurðstofu- rými nokkuð en skortur á hjúkrunar fræðingum og öðru þjálfuðu starfs- fólki gæti orðið þessari þróun þrándur í götu. Höfundur er landlæknir. ■ PÓLARIS-KL ÚBBURINN heldur vélsleðakappni á morgun, laugardaginn 7. apríl, í gryfjunum við Litlu-kafHstofuna í Svína- hrauni. „Þessi keppni er síðari kepnin í vetur, sem gefúr stig til íslandsmeistara í vélsleðaakstri, en hin var haldin á Mývatninú fyrir skömmu. Keppnin nú hefst kl. 10 með undanúrslitum og hefst svo aðalkeppnin kl. 12. Keppt verður í tveimur samliggjandi brautum sem býður uppá mikla spennu" segir í fréttatilkynningu frá Pólaris- klúbbnum. VASKHUGI ForritiÖ jyrir litlu fyrirtœkin, sem rœður þó við ótal fcerslur, vörunúmerog viðskiptamenn. • Sölukerfi • Viðskiptamannakerfi • Birgðakerfi • Innheimtukerfi • Rekstrarbókhald • Virðisaukaskattur • Þræleinfalt í notkun • Kostar brot af sambæri- legum kerfum, aðeins kr. 12.000 (+vsk) • Viku skilafrestur, ef það hentar ekki. Vaskhugi fcest hjá flestum tölvusölum. fslensk tæki, Garðatorgi 5, 210 Garðabæ. Sími 656510
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.