Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990
15
Nú þarf festu og öryggi
eftir Birgi ísleif
Gunnarsson
Fyrir síðustu alþingiskosningar
voru ýmsar blikur á lofti á stjórn-
málahimninum. Sj álfstæðisflokkur-
inn hafði klofnað og nýir stjórnmála-
flokkar buðu fram. í kosningabarát-
tunni lagði Sjálfstæðisflokkurinn
mikla áherslu á það upplausnar-
ástand sem jafnan fylgdi fjölgun
flokka. Bent var á fordæmi í ýmsum
Evrópulöndum því til stuðnings og
nægir að nefna Danmörku og Italíu
í því sambandi.
Átta flokkar og flokksbrot
Allt kom fyrir ekki. Þegar úrslit
lágu fyrir var ljóst að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði veikst verulega og
flokkum hafði fjölgað á Alþingi. Nú
eru átta flokkar eða flokksbrot á
Alþingi, enda stjórnarfarið eftir því.
Hver höndin er uppi á móti annarri
og hvergi tekið af festu á neinu
máli. Þetta er fólkið í landinu farið
að skynja og skoðanakannanir sýna
að fólk vill festu og öryggi í stjóm-
málin og hallar sér því að Sjálfstæð-
isflokknum.
Þó að Sjálfstaeðisflokkurinn kæmi
veikur út úr síðustu kosningum varð
ekki hjá því komist að hann tæki
sæti í ríkisstjóm. Stjórnarkreppa
hafði staðið í nær 2 ’/z mánuð, þegar
loks tókst að mynda þriggja flokka
stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks. Sú
stjórn var veik frá upphafi. Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði ekki þann
þingstyrk sem þurfti, formaður
Framsóknarflokksins undi því illa
að sitja ekki í sæti forsætisráðherra
og undarlegur órói og tvískinnungur
einkenndi störf forystumanna Al-
þýðuflokksins.
Ógæfuleg ríkisstjórn
Reynslan varð og sú að Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur hlupu
út úr ríkisstjórninni eftir 14 mánaða
setu og fullkomnuðu óskaverk sitt:
Að mynda vinstri stjórn með Alþýðu-
bandalagi, Stefáni Valgeirssyni og
síðar Borgaraflokknum. Sú stjórn
hefur reynst afar ógæfuleg, enda
sneri almenningur fljótt við henni
baki. Hefur engin ríkisstjórn á ís-
landi verið jafn óvinsæl hjá fólki eins
og þessi stjórn.
Ríkisstjórnarflokkarnir finna að
farið er að ijara undan þeim. Innan
þeirra vex óróinn og angistin með
degi hveijum. Ýmsir þingmenn
þeirra sjá þingsæti sín fljúga út í
buskann og una því illa, en eru
fastir í netinu. Þessi óróleiki spegl-
ast meðal annars' í undirbúningi fyr-
ir sveitarstjórnarkosningamar. í
Reykjavík t.d. leggur Alþýðuflokk-
urinn allt kapp á að bjóða ekki fram
til að dylja fylgistap sitt og Alþýðu-
bandalagið er að leysast upp í frum-
eindir sínar. Formaður Alþýðu-
bandalagsins hefur af alþekktri hóg-
værð enn ekki gert það upp við sig
hvort hann styður lista síns eigin
flokks í Reykjavík.
Kosningabrella
Alþýðuflokkurinn er einnig farinn
að hugsa til þess hvaða brellum eigi
að beita í næstu þingkosningum til
að slá ryki í augu fólks og bjarga
því sem bjargað verður. Nú er farið
að breiða það út að Alþýðuflokkurinn
„Nú er farið að breiða
það út að Alþýðuflokk-
urinn hafi sérstakan
áhuga á viðreisnar-
stjórn á næsta
kjörtímabili, þ.e. að
taka upp samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn.
Þetta er auðvitað kosn-
ingabrella.“
hafl sérstakan áhuga á viðreisnar-
stjórn á næsta kjörtímabili, þ.e. að
taka upp samstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn. Þetta er auðvitað kosn-
ingabrella. Það sama sagði Alþýðu-
flokksforystan fyrir síðustu kosning-
ar en reyndin hefur orðið önnur.
Vinstri faðmlög falla þeirri flokks-
forystu betur.
Það er því alveg Ijóst að frjálslynt
fólk verður að efla Sjálfstæðisflokk-
inn í næstu kosningum ef það vill
tryggja framgang frjálslyndra við-
Birgir ísleifur Gunnarsson
horfa við stjórn landsins. Festa og
öryggi er og það sem íslendingar
þurfa á að halda og það verður best
tryggt með því að treysta Sjálfstæð-
isflokkinn í sessi.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisllokkinn íReykjavík.
Ráðíst að forystumönn-
um Sjálfstæðisflokksins
eftir Sigurð Helgason
Einn aðaloddviti meirihlutans í
bæjarstjórn Kópavogs, Guðmundur
Oddsson, skólastjóri, skrifar grein í
Morgunblaðið þann 20. mars sl. í
miklum umvönduanrtón þar sem
hann brigslar dr. Gunnari Birgissyni
um orðflúr og illmælgi og sparar lítt
lýsingarorðin. Það er ljóst af grein-
inni að honum er tamara að kenna
öðrum en læra sjálfur. Gunnar hefur
gert ítarlega grein fyrir þeim kjör-
um, sem Kópavogsbæ er boðið á
hinum fijálsa verðbréfamarkaði og
birt auglýsingu, sem staðfestir það.
Ekkert af þessu hefur verið hrakið.
Gunnar hefur búið 7 ár í Kópavogi
en er nú kallaður af Guðmundi gest-
ur í bænum. Ætli sá stóri hluti Kópa-
vogsbúa sem flutt hafa í bæinn
síðustu 7 árin samþykki slík sjónar-
mið?
Dr. Gunnar Birgisson, verkfræð-
ingur, er þjóðkunnur athafnamaður,
sem hefur vakið á sér athygli fyrir
heiðarleik, hagsýni og dugnað. Hann
er formaður Verktakasambands ís-
lands og varaformaður Vinnuveiten-
dasambands íslands og hafa honum
verið falinn mikil trúnaðarstörf. Hér
er á ferðinni maður með mikla for-
ystuhæfileika og er einmitt menntun
hans og reynsla mjög heppileg fyrir
Kópavog og þá ekki síst miðað við
stöðu mála í dag. Þessar árásir á
efsta mann sjálfstæðismanna verður
þeim til lítils sóma er þær viðhafa.
En byggjast kannski að einhveiju
leyti á því að viðkomandi gerir sér
ekki grein fyrir þýðingu þess að
hagnýta athafnamenn til þess að
takast á við vandamálin. Aðrar þjóð-
ir hafa fyrir löngu viðurkennt þetta
sjónarmið í framkvæmd.
Það sem vekur þó enn meiri furðu
eru árásir Guðmundar á Richard
Björgvinsson, sem verið hefur for-
ystumaður sjálfstæðismanna síðast-
liðin 16 ár og verður nú ekki í fram-
boði næst. Það þekkja allir að bæjar-
fulltrúar verða fyrir miklu persónu-
legu aðkasti og því hefur verið föst
venja að þeir sem hætta í bæjar,-
stjórn eiga að vera friðhelgir. En
hann virðir ekki slíkar leikreglur.
Það er flestum ljóst og enn betur
miðað við nýjustu upplýsingar að
Richard hefur haldið uppi málefna-
legri gagnrýni á meirihluta bæjar-
stjórnar síðastliðin 3 kjörtímabil og
hafa skrif hans vakið verðskuldaða
athygli og alltaf hefur komið í ljós
að hann hefur kynnt sér málefni
bæjarins af einstakri kostgæfni og
farið með rétt mál. Hann hefur
ótrauður varað meirihlutann við af-
leiðingum af óbreyttri fjármála-
stjóm. Nýtur hann mikillar virðingar
innan Sjálfstæðisflokksins og utan
meðal annarra flokka.
Fjárhagsvandinn staðfestur
í nefndri grein viðurkennir Guð-
mundur, að samkvæmt bráðabirgða-
uppgjöri 31.12.1989 séu nettóskuld-
ir bæjarins 684,8 milljónir. Það þýð-
ir að nettóskuld sem hlutfall af tekj-
um er 59,6%, en það telur hann nú
ekkert til að óskapast yfir. Hér með
eru viðurkenndar fullyrðingar okkar
sjálfstæðismanna um fjárhagsstöð-
PÁSIU-
BÁSAR
á morgun, laugardaginn 7. apríl, á
Laufásvegi 13, kl. 14.00!
Handunnið páskaskraut, púðaúrval
(bútasaumur), kökur o.m.fl.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
í Reykjavík.
„Það sem vekur þó enn
meiri furðu eru árásir
Guðmundar á Richard
Björgvinsson, sem ver-
ið hefur forystumaður
sjálfstæðismanna
síðastliðin 16 ár og
verður nú ekki í fram-
boði næst.“
una, enda var alltaf stuðst við reikn-
inga bæjarins. En þó verður hér að
hafa í huga, að í þessu uppgjöri eru
afföll af 930 milljóna lánum eða
röskar 48 milljónir færðar til eignar,
svo og biðreikningur þar sem við-
komandi skuldarar á gjöldum bæjar-
ins eru orðnir gjaldþrota að fjárhæð
40 milljónir. Hlutfallið er því nær
Sigurður Helgason
70% eða komið að alvarlegum hættu-
mörkum.
Félagsmálaráðherra fól Byggða-
stofnun á sl. ári að kanna fjárhag
allra sveitarfélaga, sem skulduðu
yfír 50% í nettóskuld. Hún lýsti yfír
í sjónvarpsviðtali, þegar skýrslan var
birt að hún hyggðist setja í lög fyr-
ir vorið bann við því að nettóskuldir
sveitarfélaga færu yfir 50%, þar sem
það bæri vott um ógætilega flár-
málastjórn. Guðmundur ætti því að
beita skapi sínu að varaformanni
Alþýðuflokksins, ef honum finnst
aðfinnslur okkar ósanngjamar. Þá
segir hann viðskilnað okkar sjálf-
stæðismanna í fjármálum árið 1978
hafí verið slæmari, en nettóskuld var
þá 22,2% miðað við sömu hlutföll.
Rétt er að vekja athygli á því að lán
voru þá með neikvæðum vöxtum.
Var og þáverandi bæjarstjóri Björg-
vin heitinn Sæmundsson, endurráð-
inn og var það gert ekki síst fyrir
góða ijármáiastjórn bæjarfélagsins.
Þá segir hann árásir okkar sjálf-
stæðismanna á meirihluta bæjar-
stjórar vera ófrægingarstríð gegn
bæjarfélaginu. Hann telur meiri-
hlutann og bæjarfélagið vera eitt og
hið sama. Árásir á ríkisstjómina
væri eftir þessu gerðar til þess að
ófrægja þjóðina.
Allir sjá að ekki er heil brú í slíkri
röksemdafærslu, enda gætir hér
grundvallarmisskilnings á hlutverki
minnihlutans.
Að lokum vildi ég hvetja Guðmund
að skrifa meira því með því gefst
öllum tækifæri að kynnast frambjóð-
andanum betur.
Höfundur er viðskipta- og
lögfræðingur.
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
Landsmálafélagið FRAM
HAFNFIRÐINGAR
Hádegisverðarfundur með frambjóðendum
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði
á Gaflinum á morgun, laugardag, kl. 12.
ALLIR VELKOMNIR
LETTUR MALSVERÐUR
Á AÐEINS KR. 750