Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Fiskeldi EyjaQarðar: Lúðurnar á Hjalt- eyri fara að hrygna LÚÐUR í keipum Fiskeldis EyjaQarðar á Hjalteyri fara að ^hrygna á næstunni og eru starfsmenn farnir að búa sig undir það. Ólafur Halldórsson fram- kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarð- ar sagði að fiskurinn færi að hrygna fljótlega, en ekki væri nákvæmlega hægt að segja fyrir um hvenær. „Þær láta ekki segja Krossanes: Sóttum lóð undir rækjumjöls- verksmiðju sér fyrir verkum, þessar elskur,“ sagði Ólafur. „Við erum farnir að búa okkur undir þetta og erum að gera klárt áður en lúðurnar fara að hrygna. Við tökum mið af reynslu okkar frá í fyrra, en þá lærðum við heil- mikið og einnig af reynslu annarra sem stunda lúðueldi." Frá því búið er að kreista fisk- inn líða um þrjár vikur áður en kviðpokastigið tekur við, en það stendur yfir í um það bil einn mánuð. Að því loknu er um að ræða lirfu sem þarf að éta og fjórða og síðasta stigið, seiði sem tekið hefur á sig mynd lúðunnar, rennur upp að liðnum þremur til þremur og hálfum mánuði. Fiskeldi Eyjafjarðar á nú tæp- lega 40 lúður, en þær voru veidd- ar í Breiðafirði sumarið 1988 og fluttar norður á Hjalteyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Höepfhersbryggja rifín Starfsmenn Akureyrarbæjar og haftiarinnar eru byrjaðir að rífa gömlu Höepfnersbryggjuna og mun hún því heyra sögunni til að nokkrum dög- um liðnum. Til stóð að rífa bryggjuna í fyrra- haust en af því varð ekkert. Flóabáturinn Drang- ur, sem eitt sinn var og hét, myndaði syðsta hluta Höepfhersbryggju. Mokað verður upp úr brakinu og það síðan fjarlægt. Nokkrar trillur hafa verið geymdar við bryggjuna en þeim vænt- anlega fundinn annar staður að bryggjunni rif- inni. Siglingaklúbburinn Nökkvi fær aðstöðu á svæðinu. Skipufagsnefnd hefur falið skipulagsstjóra að gera tillögu að aftnörkun lóðar við Krossa- nes er henti undir starfsemi rækjumjölsverksmiðju. Jóhann P. Andersen hefur fyrir hönd samstarfshóps um stofnun og rekstur rækjumjölsverksmiðju sótt um lóð undir slíka starfsemi og í erindi hans til byggingar- nefndar kemur fram að æskilegt sé að lóðin sé í námunda við Krossanes. Sótt er um 1.500 fer- metra lóð. Byggingarnefnd vísaði erindinu til skipulagsnefndar og hún afgreiddi málið á fundi sínum í fyrradag. Istess tapaði 74 milljónum: Hlutafé í fyrirtækinu verð- ur aukið um 120 milljónir Byggðastofnun og Hraðfrystistöð Þórshafnar koma inn sem nýir hluthafar TAP varð á rekstri fóðurverk- smiðjunnar Istess hf. á síðasta ári og nam það um 74 milljónum Morgunblaðið/Rúnar Þór Kristinn G. Jóhannsson listmálari hefur gefið Amtsbókasafninum á Akureyri málverk af Einari Kristjánssyni rithöfundi, en þetta er fimmta málverkið sem Kristinn gefur safninu. Amtsbókasafiiið feer málverk að gjöf KRISTINN G. Jóhannsson list- málari hefúr gefið Amtsbóka- saihinu á Akureyri málverk af Einari Kristjánssyni rithöfundi að gjöf. Málverkið var afhent við athöfn á Amtsbókasafhinu á laugardaginn. Kristinn G. Jóhannsson hefur TISSOT GÆÐIOG GLÆSILEIKI I S. 96-24175 áður gefið safninu málverk af fjór- um Akureyrarskáldum, Heiðreki Guðmundssyni, Guðmundi Frí- mann, Braga Sigurjónssyni og Kristjáni frá Djúpalæk. I móttöku sem efnt var til á safn- inu af þessu tilefni gat Kristinn þess að málverkin gæfi hann í þakk- lætis- og virðingarskyni við þau skáld sem settu svip sinn á bæinn á æskudögum hans. Gunnar Ragn- ars formaður menningarmála- nefndar veitti gjöfínni viðtöku. Son- ur skáldsins, Einar, lék tvö verk á gítar og Steinunn Sigurðardóttir las eina af smásögum Einars Kristjáns- sonar, en að lokum flutti rithöfund- urinn ávarp.--......... króna. Rekstrarhagnaður fyrir fiármagnsliði var 39 milljónir króna, en fyrirtækið greiddi 85 milljónir króna í fjármagnskostn- að á liðnu ári. Tap af reglulegri starfsemi varð því 46 milljónir króna. Aðalfúndur Istess hf. var haldinn í Keflavík í gær þar sem þetta kom fram. Á fundinum var samþykkt að auka hlutafé fyrir- tækisins um 120 milljónir króna, úr 80 milljónum í liðlega 200 millj- ónir. Heildarvelta fyrirtækisins var um 635 milljónir króna. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri ístess hf. sagði margvíslegar ástæður liggja að baki tapi á rekstri fyrirtækisins á síðasta ári. Reiknað hefði verið með að tek- ið yrði af meiri myndugleik á málefn- um fiskeldisins í landinu en raunin hafi orðið. Fyrirtækið hefði undir- búið sig fyrir aukningu og tekið til- lit til þess hvað varðar mannskap og hráefni, en annað hefði verið upp á teningnum þegar upp var staðið. Á síðasta ári seldi fyrirtækið lið- lega 9 þúsund tonn af fóðri og fór nálega fjórðungur þess á innan- landsmarkað, en hitt var flutt út til Færeyja og Noregs. Samdráttur varð á sölu fóðurs til Færeyja, en nokkur aukning á sölunni til Noregs. Gert er ráð fyrir að afskrifa kröf- ur að upphæð tæplega 29 milljónir króna, sem Guðmundur sagði fyrst og fremst koma til í kjölfar gjald- þrota fiskeldisfyrirtækja á síðasta ári. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins á liðnu ári nam um 39 milljónum króna, en fjármagnskostnaður þess nettó á árinu nam um 85 milljónum króna, þannig að tap af starfseminni varð um 46 milljónir króna í allt. Á árinu 1988 tapaði fyrirtækið um 15 milljónum króna. Á aðalfundi félagsins var sam- þykkt að auka hlutafé um 120 millj- ónir króna, úr 80 milljónum í tæp- lega 200 milljónir og hafa núverandi eigendur samþykkt að leggja fram hlutafé, en þeir eru Akureyrarbær, Kaupfélag Eyfirðinga og Skretting A/S í Noregi. Auk þess bætast tveir nýir hluthafar við, Byggðastofnun og Hraðfrystistöð Þórshafnar. Rúm- lega helmingur hlutafjárins verður greiddur út strax, en afgangurinn á þessu og á næstu tveimur til þremur árum. Guðmundur sagði að samhliða væri í gangi önnur fjármögnun og myndi það breyta öllu varðandi reksturinn. „Vissulega verður róður- inn þungur áfram, en við erum mun betur í stakk búin að takast á við erfiðleikana eftir þessar aðgerðir,“ sagði Guðmundur. Rekstur fyrirtæk- isins hefur gengið mun betur fyrstu þrjá mánuði þessa árs og salan meiri en búist var við og hefur nokkur hagnaður orðið af starfseminni. Fyrstu mánuðir ársins eru að jafn- aði þyngstir, en framundan er að- altíminn í fóðurfrarnleiðslunni, þann- ig að Guðmundur kvaðst nokkuð bjartsýnn á framhaldið. Slippstöðin: Tveggja vikna páskafrí vegna verkefiiaskorts STARFSMENN Slippstöðvarinnar fara í páskaleyfi að loknum vinno- degi í dag og stendur það í hálfan mánuð, en vinna hefst aftur í stöð- inni 23. apríl. Gunnar Skarphéðinsson starfs- mannastjóri sagði að ástæða þess að farið er í svo langt páskaleyfi sé fyrst og fremst verkefnaskortur. Afar lítið hafi verið að gera alla þessa viku, en menn vonuðu að eitthvað myndi lifna yfir þegar komið væri fram í maí. „Við sjáum ekki fram á nein stór verkefni, en það er það sem okkur vantar. Þá eru menn áhyggjufullir vegna þess hve lítið er um útboð og það gerir menn talsvert svartsýna á framtíðina, en þessi hefðbundnu við- haldsverkefni sem framundan eru nægja okkur ekki,“ sagði Gunnar. Tónleikar í Ýdölum Konur í Kvennakórnum Lissy í Þingeyjarsýslu ætla að gera þriðju tilraun til að halda tónleika í Ýdöl- um á sunnudaginn, en tvívegis hef- ur þurft að fresta tónleikum kórsins vegna veðurs og ófærðar. Tónleikar kórsins í Ýdölum hefjast kl. 21 á sunnudagskvöld. Opnir dagar í Dynheimum NEMENDUR í starfsdeildunum við Löngumýri 9 og 15 efna til sýningar sem þeir neíha „Opnir dagar“ í Dynheimum um helgina. A laugardaginn og sunnudaginn verður sýningin opin frá kl. 14-18. Sýndar verða myndir eftir nemend- ur skólanna, en á sýningunni verður listiðkun í skólunum kynnt. Tónlist- aruppákoma verður báða dagana kl. 14.30. Selt verður kaffi og kök- ur til ágóða fyrir ferðasjóð nemend- anna, en myndir nemanna eru einn- ig tii sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.