Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 56
e EINKAREIKNINGUR ÞINN ' / LANDSBANKANUM, FOSTUDAGUR 6. APRIL 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Alvarlegt slys við Nesjavelli ELLEFU ára gamall drengur slasaðist lífshættulega við Nesja- vallavirkjun í Grafningi í gær- kvöldi. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Borgarspítaiann en ekki fengust upplýsingar um líðan hans þegar Morgunblaðið hafði samband við slysadeild eftir miðnætti. Drengurinn mun hafa orðið fyrir vélsleða við Nesjavelli, en óljóst var um tildrög slyssins. Lögreglan á Selfossi var enn að rannsaka málið *“-^)egar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 22.30 og fór í loftið 22.55. Hún lenti við Borgarspítal- ann klukkan 23.24. Morgunblaðið/Ingvar Þyrlan nýlent við Borgarspítal- ann í gærkvöldi með slasaða drenginn. Morgunblaðið/Sverrir Tvíburafímdur í Firðinum Sjö til tíu tvíburamæður á höfuðborgarsvæðinu hafa hist I Vitanum, Hafiiariírði, einu sinni í mánuði síðan í desember. Markmið þeirra er að miðla reynslu sín á milli og skiptast á góðum ráðum. í gær hittust átta þeirra með börnin sín 16 og var glatt á hjalla eins og nærri má geta. Verkamenn í Hlíf felldu kjarasamninginn í álverinu í Straumsvík: Ekkert bendir til ann- ars en álverið stöðvist segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ Körfiibolti: Góð staða KR KR-ingar unnu Keflvíkinga með 75 stigum gegn 71 í úrslita- keppni Islandsmótsins í körfu- knattleik í Keflavík í gærkvöldi. Þetta var önnur viðureign félag- anna, en Vesturbæingar sigruðu einnig í fyrsta leiknum. Sjá bls. 55. Málsatvik eru þau, að í október í fyrra var 15 feta hraðbáti stolið í Kópavogi. Báturinn er með utan- borðsmótor og búinn ýmsum aukahlutum og metinn á 1 '/z-2 milljónir króna. Við rannsókn málsins beindist grunur að tveim- ur mönnum, sem þá voru staddir í Danmörku. Rannsóknarlögregl- an komst að því að þeir hefðu VERKAMENN í verkamannafé- laginu Hlíf felldu nýgerðan kjara- samning starfsmanna í álverinu í Straumsvík með 98 atkvæðum gegn 77, fjórir seðlar voru auðir og einn ógildur. Samningúrinn var samþykktur með meginþorra at- kvæða í öðrum starfshópum í ál- verinu, en þeir eiga aðild að níu verkalýðsfélögum auk Hlífar. Verkfall Hlífar er því áfram í gildi og kemur til stöðvunar álverk- flutt bátinn úr landi í gámi og selt hann dönskum manni. Sá vissi að báturinn var þýfi. Rannsóknarlögreglan komst að því að báturinn væri í skemmu í Óðinsvéum og þar fann danska lögreglan hann fyrr í þessari viku. Báturinn er nú á leið aftur til ís- lands, svo eigandinn endurheimtir hann. smiðjunnar eftir rúma viku hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Verkamenn í Hlíf eru lang- stærsti starfshópurinn í álverinu eðá tæplega 300 af um 500 starfs- mönnupi sem verkfallið tók til. Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var rúm 60%. Það hefúr áður gerst að einstaka starfshópar hafa fellt kjarasamning í álverinu. Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, sagði að það hefði farið fyrir Annar þjófanna er nú kominn til landsins, en hinn er enn á Norðurlöndunum. Þeir eiga yfir höfði sér ákæru og dóm vegna þjófnaðarins. Jón Snorrason, deildarstjóri hjá rannsóknarlögreglunni, kvaðst ekki muna dæmi þess að þjófar hefðu áður selt svo stóra hluti úr landi. Hins vegar hefðu þjófar stundum reynt að selja t.d. óskráningarskylda báta í aðra landshluta. Þannig hefði í fyrra- sumar komist upp um þjófa sem höfðu stolið bát í Reykjavík og selt út á land. brjóstið á mönnum að fyrirhuguð fækkun um 22 störf tæki einungis til verkamanna og þó kæmu aðeins 9 þúsund krónur sérstaklega til þeirra sem væru í starfshópum sem fækka ætti í. í öðru lagi væri í samn- ingnum rætt um að hagræða í fram- tíðinni. Afrakstur þess skiptist milli eigenda og starfsmanna, en menn teldu að verkamenn ættu einir að sitja að þeirri hagræðingu sem verð- ur vegna fækkunar verkamanna og vinnuaukningar þeirra. Aðspurður hvort hann óttaðist að álverið lokaði vegna þessa, sagðist Sigurður alls ekki útiioka þann möguleika. Hann benti á að Hlífar- menn væru stærsti starfshópurinn í álverinu og sú hagræðing sem um væri að ræða með fækkun starfs- manna sneri eingöngu að verka- mönnum og snerti ekki aðra starfs- hópa. Hann sagði að það væri óeðli- legt að aðrir starfshópar gætu haft áhrif á hvernig þeir afgreiddu sín mál, þegar hann var spurður hvort ekki væri eðlilegra að greiða at- kvæði um samningana í einu lagi, enda hefði tillaga um að Hlífarmenn semdu einir og sér í næstu samning- um, en ekki í samfloti með hinum hópunum, verið samþykkt með 124 atkvæðum gegn 34. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Yinnuveitendasam- bands Islands, segir að það sýni mik- inn veikleika þessa skipulags að minnihluti starfsmanna skuli geta fellt kjarasamning, þar sem samn- ingurinn sé ekki borinn undir at- kvæði í einni heild, heldur tíu mis- munandi hópum og hver og einn þeirra geti fellt hann. „Nú hefur það gerst að einn af þessum tíu hópum hefur fellt og það þýðir að það kem- ur til stöðvunar með því ógnartjóni fyrir þjóðarbúið sem því fylgir," sagði Þórarinn. Hann sagðist aðspurður ekki sjá neina möguleika á að breyta þessum samningi. Þeir hefðu teygt sig langt til samkomuiags og samn- ingurinn væri byggður upp sem ein heild auk þess sem hann sneri í mikl- um mæli að verkamönnum. „Eins og málið liggur fyrir nú verður hald- ið áfram að lækka straum og það er ekkert sem bendir til annars en það komi til stöðvunar álversins," sagði Þórarinn. Gylfi Ingvarsson, aðaitrúnaðar- maður í álverinu, sagði að menn væru að hugsa máiið eftir þessa nið- urstöðu. Staðan hefði verið kynnt ríkissáttasemjara og málið væri í hans höndum. Ríkissáttasemjari var í sambandi við aðila í gærkvöldi og var jafnvel búist við að boðað yrði til sáttafundar í dag. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagðist harma þessa nið- urstöðu; hann hefði talið að komin væri lausn í málinu sem allir gætu sætt sig við. Þegar hann var spurður hvort til- efni væri nú til lagasetningar sagði hann að um það hefði ekki verið rætt. „Ég hef alltaf verið mótfallinn því að setja lög á þessa verksmiðju eina, og það væri ennþá verra að setja iög þegar búið er að semja og eitt félag hafnar samningnum. Frek- ar kæmi til greina að lögbinda það sem samið var um í almennu samn- ingunum yfir aila línuna,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Utflutningur íslenskra þjófa: Fluttu bát út í gámi og seldu í Damnörku Rannsóknarlögregla ríkisins hefur upplýst þjófnað á hraðbáti, sem var stolið í Kópavogi síðastliðið haust. Danska lögreglan hafði uppi á bátnum í skemmu í Óðinsvéum eftir ábendingu rann- sóknarlögreglunnar, sem hafði komist að því að þangað hefðu þjófarnir selt bátinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.