Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 81. tbl. 78. árg. FOSTUDAGUR 6. APRIL 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Aldursforseti setur nýkjörið þing Austur-Þýskalands: „Þrengingum síðustu 40 ára lokið á þessarí stundu“ Austur-Berlín, Bonn. Reuter, dpa. AUSTUR-þýska þingið kom saman í gær til síns fyrsta fundar eftir frjálsar kosningar í landinu og var þar með bundinn formleg- ur endi á 40 ára stjórn kommúnista í landinu. Var Iæknirinn Sab- ine Bergmann-Pohl, þingmaður kristilegra demókrata, kosinn þingforseti og fer hún einnig með embætti þjóðhöfðingja þar til forseti hefur verið kjörinn. „Þrengingum síðustu 40 ára er lokið á þessari stundu,“ sagði Lothar Piche, aldursforseti þingsins, þeg- ar hann setti það við mikil fagnaðarlæti þingmanna. „Guð blessi okkar þýska föðurland.11 Fyrsti fimdur lýðræðislega kjörins þjóðþings í Austur- Þýskalandi var haldinn í gær. Sabine Bergmann-Pohl, ný- kjörinn forseti þingsins, ræðir hér við Lothar de Maiziere, formann kristilegra demó- krata, sem falið hefiir verið að mynda ríkisstjórn. Konur gegna nú embætti þingforseta í báðum þýsku ríkjunum. Þingið kaus Lothar de Maiziere, fcrmann kristilegra demókrata, sem forsætisráðherra og fól honum að mynda fyrstu rikisstjórnina í Austur-Þýskalandi, sem kommún- istar ráða ekki. Er jafnvel búist við, að samstjórn kristilegra demó- krata, bandalagsflokka þeirra og jafnaðarmanna taki við völdum fyr- ir páska. Bonn-stjórnin sagði í gær, að viðræður við austur-þýsku stjórn- ina um myntbandalag ríkjanna hæfust um miðjan þennan mánuð og væri að því stefnt, að það kæm- ist til framkvæmda fyrir maílok. Mikill ágreiningur er þó meðal ráð- herranna um með hvaða kjörum Baldvin kon- ungur á ný Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TÆPLEGA tveggja sólarhringa konungsleysi Belgíu lauk um kvöldmatarleytið í gær þegar þingið samþykkti samhljóða að Baldvin konungur tæki aftur við völdum en hann sagði af sér vegna þess að hann treysti sér ekki til að staðfesta lög um fóstureyðing- ar. Er þetta í fyrsta skipti sem báðar deildir þingsins koma saman til fund- ar síðan árið 1951 þegar Baldvin tók við embætti af föður sínum. Umfjöllun blaða og fjölmiðla í Belgíu er nokkuð mismunandi en ljóst er að meirihluti þjóðarinnar styður málstað konungs. Stuðningur þjóðarinnar byggist m.a. á samúð með konungshjónunum vegna barn- leysis þeirra. skuli kaupa austur-þýsku mörkin en Helmut Kohl kanslari lýsti því yfir fyrir kosningarnar í Austur- Þýskalandi, að þau yrðu keypt á nafnverði, vestur-þýskt mark fyrir austur-þýskt þótt það síðarnefnda sé jafnvel tífalt verðminna. Theo Waigel fjármálaráðherra og Helm- ut Haussmann efnahagsráðherra styðja tillögu vestur-þýska seðla- bankans um að austur-þýska mark- ið verði metið sem hálft vestur- þýskt en Kohl og Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra vilja, að staðið verði við fyrri yfirlýsingar þrátt fyrir ótta seðlabankans við, að það muni kaffæra a-þýsk iðnfyr- irtæki, sem flest eru mjög skuldug. Tii mikilla mótmæla kom í gær í Austur-Þýskalandi þar sem skor- að var á v-þýsku stjórnina að standa við gefin fyrirheit um sama verðgildi markanna. Reuter Litháen: Þingið skorar á Gorbatsjov að helja samningaviðræður Moskvu. Reuter. ÞING Litháens sendi Mikhail Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, bréf í gær þar sem skorað er á hann að setjast að samningaborði. Áskorun- in þykir mildilega orðuð og þar er tekið ft-am að taka þurfi tillit tii sovéskra og alþjóðlegra laga í samningaviðræðum. Þing Litháens hefur alla þessa viku þrefað um hvert skuli vera svar Litháa við harðorðri yfirlýsingu Gor- batsjovs um síðustu helgi þar sem hann varaði við afleiðingum sjálf- stæðisstefnu Litháa. í bréfi þingsins Loka Torgi hins himneska Mðar Hersveitir lokuðu aðkomuleiðum að Torgi hins himneska friðar í Peking, höfuðborg Kína, í gær á minningardegi um látna. Ott- uðust yfirvöid að umbótasinnað- ir stúdentar og verkamenn efndu til mótmæla. Stúdentar hvöttu fólk til að bera svarta sorgar- borða til að minnast þúsunda manna sem talið er að hafi fall- ið þegar alþýðuherinn réðst gegn umbótasinnum á Torgi hins himneska friðar í júní í fyrra. Sjá „Fólkið fer að lokum með sigur af hólmi“ á bls. 26-27. Keuter sem samþykkt var með 82 atkvæðum gegn 9 er lýst yfir skilningi á því að sjálfstæðisyfirlýsing Litháa valdi Sovétríkjunum og forseta þeirra áhyggjum. Þingmenn höfnuðu tillögu um hvassyrtari yfirlýsingu þar sem hernaðaraðgerðir Sovétmanna væru fordæmdar. Talsmenn þingsins segja að með hinum mildilega tóni vilji þingmenn laða Moskvu-stjórnina að samningaborðinu. í bréfinu er ekki minnst á þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. En það er kjarninn í nýjum sovéskum lögum um aðskilnað að 2/3 kjósenda þurfi að vera honum samþykkir. Hins vegar segir að þing- ið sé reiðubúið að ræða „anda og bókstaf* laga, sem samþykkt hafa verið undanfarnar vikur, með tilliti til stjórnarskrár Sovétríkjanna og alþjóðalaga. Fimmtíu sovéskir hermenn rudd- ust í gær inn í skrifstofur saksókn- ara í Vilnius og ráku allt skrifstofu- fólk út. Sovéskir hermenn höfðu hreiðrað um sig fyrir utan byggingu saksóknara í síðustu viku en ekki skipt sér af starfsemi þar að öðru leyti. Þá var Alturas Paulauskas, saksóknara Litháens, einnig vikið frá og í hans stað settur saksóknari hlið- hollur Moskvustjórninni. Sovéska öryggislögreglan KGB hefur hert eftirlit með skipaferðum undan_ strönd Litháens til að koma í veg fyrir samskipti útlendinga við Litháa. Gorbatsjov og Bush hittast í maí: „Litháen eyk- ur mikilvægi fundarins“ Washington. Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda leiðtogafund George Bush Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, í Bandaríkjun- um 30. maí til 3. júní næstkom- andi. Búist er við að fundurinn verði haldinn í Washington. Leiðtogafundurinn í sumar verður annar fundur forsetanna. Þeir hittust á Möltu í desember síðastliðnum. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjastjórnar, sagði í gær að þótt afvopnunar- samkomulag væri æskilegt væri það ekki skilyrði fyrir því að fundurinn yrði haldinn. Hann taldi víst að málefni Litháens yrðu rædd og „eykur það mikil- vægi fundarins“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.