Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Bergþóra Jóns- dóttir — Minning Fædd 15. apríl 1906 Dáin 29. mars 1990 Mig langar í nokkrum orðum að minnast hennar ömmu minnar, og festa á blað hugleiðingar mínar um hana, sköpunarverkið, lífið og ást- ina. Hún amma, Bergþóra Jónsdóttir, fæddist í Súðavík við Álftafjörð snemma á öldinni. Hún var dóttir Jóns Jónssonar útgerðarbónda og kaupmanns og Ólafar Margrétar Bjarnadóttur húsmóður, og ólst upp á mannmörgu heimili, í stórum systkinahóp og meðal vinnufólks, og þeirra sem hún sjálf kallaði gjarnan „kostgangara" á heimili foreldra sinna. Ég held að amma mín hafi átt góða daga í æsku og búið við betri kjör en algengt var á þeim tíma. Hún sagði okkur systr- unum oft sögur úr Súðavíkinni, sögur af fólkinu, vinnunni, ævintýr- um þeirra systranna og tíðarandan- um. Jón faðir hennar var kominn af alþýðufólki en Ólafía Margrét móðir hennar var dóttir Bjarna hreppstjóra í Tröð. Það er eins og stafí einhveijum alveg sérstökum ljóma af Súðavík æsku ömmu minnar, og þegar ég hverf á vit ímyndunaraflsins og leiði hana um bernskuslóðir, þá fínn ég angan af hvítskúruðum gólfum, nýbökuðu „bakkelsi", grasi, saitfíski og sjó; og sé fyrir mér ógnar dugnað og myndarskap langafa og langömmu sem staðfestist jafnt í saltfískstæð- um, sem hekluðum dúkum á danska vísu, verslun, saumaskap, heil- steyptu uppeldi stórs barnahópsjog bátum; já, dugnaði, örlæti og metn- aði, og mér fínnst ég alveg eins t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, VIGFÚS GUÐMUNDSSON bóndi, Eystri Skógum, Austur-Eyjafjöllum, verður jarðsettur frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 7. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélagið. Sigríður Jónsdóttir, Rósa Vigfúsdóttir, Guðmundur Vigfússon. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, GUÐRÚIMAR STEFÁNSDÓTTUR frá Miðgörðum, Grenivík. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Matthías Einarsson, Þorsteinn M. Einarsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns og bróður okkar, ÓSKARS TH. ÞORKELSSONAR, Flókagötu 47. .Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar Heilsugæslustöð Barónsstíg fyrir góða umönnun og hlýhug. Sigurbjörg Sighvatsdóttir, Ragnheiður Þorkelsdóttir, Þórður Þorkelsson, og fjölskyldur. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS Ó. ÁGÚSTSSONAR skipstjóra frá Sigurvöllum, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Höfðá og Sjúkra- húss Akraness. Björnfriður Björnsdóttir, Oddur Gíslason, Ágústa S. Björnsdóttir, Magnús Ingi Hannesson, Ólína Sigþóra Björnsdóttir, Ólafur Jónsson, Ólöf G. Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum auösýnda vinsemd og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐBJÖRNS KJARTANSSONAR bifvélavirkja, Karlagötu 6, Reykjavík. Auður Guðbjörnsdóttir, Ása Guðbjörnsdóttir, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. geta átt von á að hitta fyrir mér bæði Amaldus, Merrit, forsjálu meyjarnar, aulabárðana og Debes vitavörð í íslenskum kapítula turns Heinesens útá heimsenda. Amma átti góða daga í Súðavík. Hún fékk að mennta sig eins og kostur var, — hún fór í „Framhald- ið“ á Isafirði, fékk meira að segja að læra á orgel, og hló mikið að því seinna, þegar dætur hennar og við dótturdæturnar vorum búnar að vera mörg ár í tónlistamámi, að þegar hún hafði verið búin að vera örfáar vikur á ísafírði að læra á orgelið, þá hafði pabbi hennar sagt við hana: „Jæja Begga mín, eru nú ekki að verða fullnuma á orgelið?" Amma fór líka í Kvenna- skólann á Blönduósi og lærði þar listir sem mörkuðu allt hennar líf. Árið 1932 giftist amma afa mínum Ólafi Guðmundssyni spuna- meistara sem fæddur var á Þyrli á Hvalfjarðarströnd, og ættaður úr Fiekkudal í Kjós. Þau hófu búskap á Akureyri, þar sem afí vann að því að koma á iegg ullarverksmiðj- um Gefjunar, en fluttu til Reykjavíkur fyrir lok fjórða áratug- arins, þegar afí tók að 'sér svipað verk fyrir ullarverksmiðjuna Fram- tíðina. Þau eignuðust tvær dætur sem báðar eru tónlistarkennarar, Kristínu mömmu mína og Ólafíu Margréti. Barnabörnin urðu ellefu og barnabarnabörnin eru orðin sex. Afi og amma ráku lengi sínar eigin pijónastofur, amma fyrst Dröfn, í samvinnu við systur sína Salóme, og afi og amma seinna saman ptjónastofuna Viðju. Eftir ótíma- bært fráfall afa, árið 1961, rak amma pijónastofuna af miklum dugnaði allt fram á miðjan áttunda áratuginn. Skömmu eftir að afi og amma fluttu hingað suður, keyptu þau sér lítinn sumarbústað, í landi Kópa- vogs, við Elliðavatn. Þarna var þá hrjóstrugt um að litast og lítið um gróður annan en íslenskan mela- gróður. Þau afí og amma einsettu sér að gera þennan griðastað að lítílli paradís og hófu stórfellda trjá- rækt og gróðursetningu alls kyns jurta og blóma. Þau kölluðu staðinn Þyril, og þar hefur fjölskyldan öll -átt sína hamingjuríkustu daga á hverju sumri í yndislegri gróðurvin. Það var mikið áfall fyrir ömmu og fjölskylduna þegar Ólafur afí minn dó, aðeins fimmtíu og fjög- urra ára. Upp úr því flutti amma til okkar, og hélt heimili með for- eldrum mínum allt til dauðdags. Á hverju sumri þó, flutti hún að Þyrli og dvaldi þar sumarlangt við garð- yrkju, hannyrðir og heimilisstörf, og alltaf fengum við barnabörnin að vera þar hjá henni eins og okkur lysti, og í raun áttum við öll okkur þar annað heimili. Amma var mitt þriðja foreldri. Amma var mín besta vinkona. Amma var minn besti kennari. Ég sakna hennar sárt. Hún var einstök manneskja. í mínum augum var hún alla tíð svolítil ævintýraprinsessa. Það stafaði Ijóma af henni sjálfri og öllu sem hún gerði. Amma var sköpunarverkið holdi klætt. Hvað sem hún snerti, öðlaðist líf á ein- hvern hátt. Ekki bara fallegu dal- íurnar, hnoðrarnir, mururnar og begóníurnar, sem hún ræktaði af svo mikilli alúð; ekki bara fallega handavinnan hennar; heldur einnig og kannski helst, samskipti hennar við fólk. Hún varð alls staðar vin- mörg og vinsæl. Hún kunni þá list að gæða mannleg samskipti lífí sem máli skipti. Hún hafði meðfæddan skilning á sköpunarverkinu, í hvaða mynd sem það birtist. Hún var eins og Merrit í sögunni góðu, sem snerti regnbogann, fangaði sólina og töfraði fram rigningu með því að blása í holan blómstilk. Amma var stórlát og skapmikil, og hafði skoðanir á öllu og öllum, og var aldrei feimin við að viðra þær. Hún var þó alltaf hreinskiptin og heiðarleg, og þoldi aldrei að níðst væri á minni máttar. Og hamhleypa til allra verka var hún amma, hvort sem það voru húsmóðurstörf á heimili okkar, vinnan á prjónastof- unni, í garðinum að Þyrli, eða í fómfúsu starfí fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Eflaust hefur amma átt hvað mestan þátt í uppeldi okkar systr- anna, og fyrir það er ég þakklát. Hún var svo skapandi og skemmti- leg — og klók, og hafði þá hæfi- leika sem hver einasti kennari mætti vera sæmdur af. Þegar ég, stelpuhnokki, kom inn til hennar að kveldi með einhverja óeirð í mér, í óþreyjufullri bið eftir vori, þá átti hún það til að rétta mér bókarkorn með passíusálmunum, og biðja mig að opna bókina og fylgjast með manninum sem var að lesa í útvarpið, og hafa nú eyrun opin fyrir því að hann læsi rétt. Þá var hún ekki aðeins að draga úr mér fýluna og hafa ofan af fyrir Sigríður Erlendsdóttir Hatiiarfírði — Kveðjuorð Fædd 27. maí 1896 Dáin 16. mars 1990 Fáein kveðjuorð Sú kona sem ég hefi dáð hvað mest allt frá barnæsku, Sigríður Erlendsdóttir, lést þann 16. mars sl. og var jarðsungin frá Hafnar- fjarðarkirkju 23. mars, gömlu kirkj- unni okkar þar sem hún söng í mörg ár og ég fermdist og gifti mig í. Það var þá hún sem sá um að gera hana svo hátíðlega áður. Mér fannst Sigga, eins og við kölluðum hana, öllum konum glæsi- legri í íslenska búningnum sínum með glóbjart hárið niður fyrir mitti. Enginn var stoltari en ég þegar hún heilsaði mér á götu, sérstaklega þegar skólasysturnar voru með mér. Hún var tíður gestur á heimili mömmu þegar ég var smástelpa, alltaf fannst mér svo bjart og skemmtilegt þegar hún kom. Það var líka sama hvað hún tók að sér að gera, allt lék í höndum hennar. Hún afgreiddi í verslun, vann á heimili Þórðar læknis og frú Helgu, var matráðskona á Bessa- stöðum, stjórnaði matreiðslunám- skeiðum heima hjá sér. Þar lærði ég það sem ég kann í þeim fræðum, fyrir utan það sem mamma kenndi mér. Sigríður giftist myndarmanni, Magnúsi Snorrasyni, og eignuðust þau þijú börn. Varð hún fyrir þeirri sorg að missa mann sinn frá ungum börnunum, einnig eldri dóttur sína Elínu. Hin tvö, Snorri og Vigdis, lifa móður sína. Hún stóð sig eins og hetja, ól upp börn sín af miklum myndar- skap. Seinna tók hún að sér veisluhöld úti í bæ. Alltaf hefi ég saknað þess að sanfbandið við hana rofnaði þeg- ar ég gifti mig og flutti út á land. Hafði samt alltaf spurnir af henni, þessari yndislegu konu. Þá voru samgöngur líka aðrar en í dag. Það var líka ýmislegt sem steðj- aði að, lítið varð úr því sem ætlað var, kannski bara kjarkleysi þar til allt er orðið of seint. gjvj mér með einhveiju móti. Hún var ekki bara að kenna mér að hlusta og sjá til þess að ég kynntist trúnni og þessum bókmenntum. Hún var ekki bara að hugsa um að ég æfði mig í lestri. Hún var ekki bara að fá mér eitthvað ábyrgðarhlutverk í hendur. Það var eitthvað miklu meira — einhver alhliða hæfileiki til að skemmta, mennta, þroska, sýna traust, og kenna hvað ábyrgð er. Þannig var amma. Hún gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hend- ur. Henni var ógjömingur að kasta hendinni til þess sem hún vann að, hvort sem það var blómarækt, handavinna, matseld, heimilisstörf eða barnauppeldi. Hún kunni það ekki. Hún var fjörug og skemmti- leg, og þó hún væri komin á níræð- isaldur, þá var hún alltaf ung, bæði í andanum og í útliti. Þessa konu var auðvelt að elska og dá. Og nú, þegar ég sit hér eftir með sorgina og söknuðinn og bíð enn í óþreyju eftir vorinu, sem aldrei hefur virst jafn fjarlægt, þá get ég þó ekki annað en glaðst yfir gæfu minni, og þakkað henni yndislega samveru í þijátíu og tvö ár, þakkað henni alla þá umhyggju, hlýju og ást sem hún gaf mér af sínu mikla örlæti. Bergþóra Jónsdóttir Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran, Spámaðurinn.) í dag er amma okkar, Bergþóra Jónsdóttir frá Súðavík, borin til moldar. Vissulega erum við sorg- mæddar því söknuðurinn er sár en þó er ekki erfitt að brosa gegnum tárin því hún gaf okkur svo mikið meðan hún lifði. Við minnumst stundanna upp í Sumó þar sem amma var sannköll- uð drottning í ríki sínu. Þegnar hennar voru fuglarnir og plönturn- ar, veldissprotinn vökvunarkanna og undir styrkri stjórn hennar óx allt og dafnaði enda hlúði hún af umhyggju að lífínu í kringum sig. Oft var gott að koma inn í eldhúsið hennar og orna köldum tám við kolavélina eða gæða sér á heitum pönsum sem voru betri hjá ömmu en hjá nokkrum öðrum í heiminum. Barnabörnin hennar kölluðu hana alltaf Gullömmu enda vissu þau þrátt fyrir ungan aldur að þar fór kona með stórt hjarta úr skíra- gulli. Öll söknum við hennar mikið en þrátt fyrir söknuðinn gleðjumst við því við vitum að elsku amma okkar er núna á stað þar sem gróð- urinn er grænni, tónlistin fegurri og löngu horfnir ástvinir saman- komnirtil að bjóða hana velkomna. Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? (Kahlil Gibran, Spámaðurinn.) Bergþóra Njála og Kristín Guðmundsdætur. Að lokum hjartans þakkir fyrir öll góðu gömlu árin, guð geymi hana. Sendi börnum hennar og öðrum vandamönnum einlægar samúðar- kveðjur. J.B.I.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.