Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 URSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin aðfararnótt Ommtudags: .^Boston Celtics - New Jersey Nets ....125:106 N. Clevéland - Atlanta Hawks...101: 95 Golden State - Miami Heat.....128:114 New York - Washington Bullets.118:107 Dallas - San Antonio..........104: 98 Milwaukee - Indiana Pacers .121:116 (eftir framlengingu) Charlottc Hornets - Denver...116:112 Íshokkí Úrslitakeppni NHL-deildarinnar í Banda- ríkjunum hófst í fyrrinótt: Norris-deildin: Minnesota - Chicago..................2:1 St Louis Blues - Toronto.............4:2 Smythe-deildin: LA Kings - Calgary Flames............5:3 Winnipeg Jets - Edmonton.............7:5 Handknattleikur Síðustu úrslit í álfukeppninni (C-keppninni) í Finnlandi: A-riðilI: Ísrael-Tyrkland.....................21:20 Belgía-Grikkland...................23:15 Noregur-V-Þýskaland.................20:18 Staðan: Noregur...............4 4 0 0 103: 70 8 V-Þýskaland...........4 3 0 1 80: 60 6 ísrael................4 3 0 1 90: 88 6 Belgía................4 2 0 2 83: 74 4 Grikkland.............4 0 0 4 66: 96 0 Tyrkland.............4 0 0 4 68:102 0 B-riðill: Finnland-Portúgal...................31:23 Holland-Lúxemborg...................32:20 Búlgaría-Ítalía.....................16:12 Staðan: Finnland..............4 4 0 0 104: 82 8 Búlgaría..............4 3 0 1 88: 74 6 —^lolland.................4 3 0 1 102: 84 6 Ítalía................4 1 0 3 70: 75 2 Lúxemborg.............4 1 0 3 75:100 2 Portúgal..............4 0 0 4 76:100 0 FRJÁLSAR hlaup íslands Víðavangshlaup íslands fer fram í Keflavík og hefst klukkan 14 á sunnudag með keppni í telpna-, 'pilta-, stelpna- og strákaflokki, sem hlaupa 1,5 km. Konur og dreng- ir/sveinar hlaupa 3 km, og karlar og öldungar 35 ára og eldri hlaupa 8 km. Keppt verður í fimm manna sveitum í öllum flokkum nema öld- ungaflokki, en þar eru þrír í sveit. Þátttöku skal tilkynna eigi síðar en kl. 22 í kvöld á skrifstofu UMFK, sem sér um keppnina (s. 92-13044). HANDKNATTLEIKUR / SVÍÞJÓÐ Þorbergur Aðalsteinsson staðráðinn í enda ferilinn sem saenskur meistari: „Skrýtið að aðeins hálf ur mánuður sé eftir...“ „ÞETTA er meiriháttar. Stemmningin hér í Linköping er þannig að halda mætti að við værum orðnir heims- meistarar," sagði Þorbergur Aðaisteinsson, landsliðs- þjálfari íslands í handknatt- leik, og leikmaður sænska liðsins Saab í samtali við Morgunblaðið í gær. í fyrra- kvöld sigruðu Þorbergur og samherjar Redbergslid í ann- að skipti — sem dugði þeim til þess að komast í úrslita- leikina um sænska meístara- titilinn gegn Drott. Þorbergur sagði í gær að flest- ir hefðu búist við að liðin þyrftu að mætast í þriðja sinn, en Saab vann fyrsta leikinn óvænt á heimavelli. „Redbergslid var talið sigurstranglegast, enda sænskur meistari og með þijá heimsmeistara innanborðs — Magnus Wislander, Johann Eg- lund og Magnus Cato. Þá vann liðið Barcelona með sex mörkum hér í Svfþjóð í Evrópukeppninni." Höllin þar sem heimaleikir Saab fara fram tekur 2.300 áhorf- endur, en að sögn Þorbergs fer heimaleikurinn/leikimir gegn Drott næsta örugglega fram í íshokkíhöll bæjarins, sem rúmar 5.000 áhorfendur. Það lið verður meistari sem fyrr sigrar í þremur leikjum, og fær Drott oddaleikina þar sem liðið var ofar í deildar- keppninni. Landsliðsþjálfarinn sagði leik- inn í fyrrakvöld hafa verið gífur- lega erfiðan. „Þetta var mjög jafnt í fyrri hálfleik, en við höfðum yfir, 11:9, í leikhléi. Þeir komust svo yfir 16:14 en við aftur 19:17.“ Þorbergur Aðalsteinsson lýkur keppnisferlinum fljótlega. Hér er hann í skotstöðu en Þorbergur skoraði sjö mörk í fyrrakvöld er Saab tryggði sér sæti í úrslitum um sænska meistaratitilinn. Leiknum lauk 22:18. „Harkan í leiknum var mikil. Þetta voru nánast slagsmál — návígi allan leikinn. Liðin eru búin að grandskoða hvort annað vel, þekkja allar hreyfingar, þann- ig að spumingin er hve sterkir menn eru í síðasta skrefínu; einir gegn einum.“ Fyrsti úrslitaleikurinn verður á sunnudag í Halmstad. „Lið Drott er talsvert öðruvísi en Red- bergslid. Það eru þrír gamlir reyndir leikmenn í liðinu, Thomas Gustafsson, Göran Bentsson og Jörgen Abrahamsson, sem voru lykilmenn í landsliðinu fyrir mörg- um árum. Þá er í liðinu stórskytt- an Ole Lindgren og miðjumaður- inn Magnus Anderson.“ Þorberg- ur sagði Drott geysilega sterkt varnarlið sem erfitt væri að spila við. „En ég hef tekið stefnuna á að ljúka ferlinum sem sænskur meistari' — það er alveg öruggt fyrst við erum komnir svona langt. Annars er skrýtið að aðeins hálfur mánuður sé eftir af ferlin- um, eftir að hafa leikið í 16 ár í meistaraflokki! Maður er farinn að telja niður — það jákvæða við þetta er hve fáar æfingar eru eft- ir...“ sagði Þorbergur. LAUGARDA IteiMlMGfl °° WD§=[k@[p[piii]flQÐ Kl. 15.00 FH - Víkingur í mfl. kvenna Kl. 16.30 FH - Valur í mfl. karla Mikilvægir leikir Forsala (í Kaplakrika); föstudag 6/4 kl. 18.00 - 20.00 laugardag 7/4 kl. 14.00 - 15.00 FH verða afhent 3. verðlaun í mfl. karla (B) í hálfleik FH -Vals Miðaverð: Fullorðnir 500 kr., börn 100 kr. Hafnfirðingar! Fjölmennum og styðjum við bakið á okkar fólki. Sparisjódur Hafnarfijardar UMFÍ / LANDSMÓT 1990 Undirbúningur í fullum gangi Samkeppni um nafn á tákn mótsins TUTTUGASTA Landsmót UMFÍ verður haldið í Mosfellsbæ dagana 12.-15. júlí nú í sumar. Það eru því rétt rúmir þrír mánuðir þangað til þessi lang stærsti íþróttaviðburður sem fram fer hér á landi hefst. Verndari 20. Landsmóts UMFÍ er Vigdís Finnbogadóttir, for- seti Islands. UMSK heldur Landsmótið að þessu sinni í samvinnu við Mosfellsbæ, en í bænum verður tek- inn í notkun nýr og glæsilegur íþróttavöllur fyrir mótið. Gera má ráð fyrir allt að 3.000 keppendum á þessu 20. Landsmóti sem er mikil aukning frá síðasta móti. Keppt verður í 73 greinum sem eru jafn margar greinar og keppendur voru á 4. Landsmótinu sem haldið var í Haukadal fyrir fimmtíu árum. Keppt verður í nokkrum greinum í fyrsta skipti á Landsmóti, m.a. fimleikum kvenna, golfi og hestaí- þróttum. í apríl fer fram forkeppni að skólahlaupi en þar geta um 800 nemendur í aldurshópunum 11 til 14 ára unnið sér rétt til að taka þátt í úrslitum hlaupsins á Lands- mótinu. Keppt verður í hveijum aldurshóp fyrir hvern dag mótsins. Merki 20. Landsmótsins er teikn- að af Ragnari Lár, en það er saman- sett úr Kistufelli sem gnæfir yfir Mosfellsbæ og að hluta til úr merki UMSK. Tákn mótsins er fugl sem Halldór Baldursson teiknaði. Dreift hefur verið 15.000 end- urskinsmerkjum, með boðskap um hvað heilbrigður lífstíll er, í alla grunnskóla landsins. Límmiðum með tákni mótsins sem voru fram- leiddir í 300.000 stk. upplagi hefur verið dreift um allt land. Hugmyn- dasamkeppni fer fram í öllum grunnskólum landsins um nafn á táknið en skilafrestur rennur út 17. apríl og verður niðurstaða birt fljót- lega eftir það. Fyrstu verðlaun eru 25.000 krónur og einnig verða veitt 50 aukaverðlaun. Dansleikir verða haldnir og jafn- vel rokkhátíð í tengslum við Lands- mótið. Sýndur verður leikur í ruðn- ingsfótbolta (amerískum fótbolta) en hann er stundaður af miklum krafti innan UMSK. Ákveðið er að starfsmenn mótsins klæðist sér- stökum einkennisklæðnaði á mótinu eins og þekkist erlendis þegar um stór mót er að ræða. Setningar- hátíð mótsins verður föstudaginn 13. júlí. ÍÞRÚmR FOLK ■ BRYAN Robson, fyrirliði Manchester United, leikur vænt- anlega með liðinu á sunnudag — í fyrsta skipti í þijá og hálfan mánuð — í undanúrslitum bikarkeppninnar gegn Oldham. Hann hefur verið meiddur en lék með varaliði United í vikunni og sagðist eftir hann vera tilbúinn í slaginn. ■ LIVERPOOL o g Crystal Palace mætast í hinum undanúr- slitaleik bikarkeppninnar, einnig á sunnudag. Báðum leikjum verður sjónvarpað beint á Englandi — leik- ur United og Oldham hefst á hefð- bundnum tíma en leikur bikarmeist- aranna og Palace á hádegi. ■ PETER Beardsley verður með Liverpool að nýju á sunnudaginn, en hann var ekki með í sigurleiknum (2:1) gegn Wimbledon í deildinni á þriðjudaginn vegna smávægilegra meiðsla. ■ JOHN Aldridge, framheijinn írski hjá Real Sociedad kemur aftur inn í liðið um helgina, gegn Atletico Madrid. Hann hefur verið frá vegna meiðsla í þtjár vikur. ■ GRASIÐ á San Siro leikvangin- um í Mílanó, heimavelli Inter og AC Mílanó, er illa farið. „Það er ekki til verri völlur í Evrópu," sagði Franco Baresi, fyrirliði AC Mílanó, eftir Evrópuleikinn gegn Bayern Miinchen á miðvikudags- kvöldið. Stór orð, og menn hafa vissulega áhyggjur af málinu, en á vellinum fer opnunarleikur heims- meistarkeppninnar fram eftir tvo mánuði — 8. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.