Morgunblaðið - 06.04.1990, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990
URSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin aðfararnótt Ommtudags:
.^Boston Celtics - New Jersey Nets ....125:106
N. Clevéland - Atlanta Hawks...101: 95
Golden State - Miami Heat.....128:114
New York - Washington Bullets.118:107
Dallas - San Antonio..........104: 98
Milwaukee - Indiana Pacers .121:116
(eftir framlengingu)
Charlottc Hornets - Denver...116:112
Íshokkí
Úrslitakeppni NHL-deildarinnar í Banda-
ríkjunum hófst í fyrrinótt:
Norris-deildin:
Minnesota - Chicago..................2:1
St Louis Blues - Toronto.............4:2
Smythe-deildin:
LA Kings - Calgary Flames............5:3
Winnipeg Jets - Edmonton.............7:5
Handknattleikur
Síðustu úrslit í álfukeppninni (C-keppninni)
í Finnlandi:
A-riðilI:
Ísrael-Tyrkland.....................21:20
Belgía-Grikkland...................23:15
Noregur-V-Þýskaland.................20:18
Staðan:
Noregur...............4 4 0 0 103: 70 8
V-Þýskaland...........4 3 0 1 80: 60 6
ísrael................4 3 0 1 90: 88 6
Belgía................4 2 0 2 83: 74 4
Grikkland.............4 0 0 4 66: 96 0
Tyrkland.............4 0 0 4 68:102 0
B-riðill:
Finnland-Portúgal...................31:23
Holland-Lúxemborg...................32:20
Búlgaría-Ítalía.....................16:12
Staðan:
Finnland..............4 4 0 0 104: 82 8
Búlgaría..............4 3 0 1 88: 74 6
—^lolland.................4 3 0 1 102: 84 6
Ítalía................4 1 0 3 70: 75 2
Lúxemborg.............4 1 0 3 75:100 2
Portúgal..............4 0 0 4 76:100 0
FRJÁLSAR
hlaup íslands
Víðavangshlaup íslands fer fram
í Keflavík og hefst klukkan 14 á
sunnudag með keppni í telpna-,
'pilta-, stelpna- og strákaflokki, sem
hlaupa 1,5 km. Konur og dreng-
ir/sveinar hlaupa 3 km, og karlar
og öldungar 35 ára og eldri hlaupa
8 km. Keppt verður í fimm manna
sveitum í öllum flokkum nema öld-
ungaflokki, en þar eru þrír í sveit.
Þátttöku skal tilkynna eigi síðar
en kl. 22 í kvöld á skrifstofu UMFK,
sem sér um keppnina (s. 92-13044).
HANDKNATTLEIKUR / SVÍÞJÓÐ
Þorbergur Aðalsteinsson staðráðinn í enda ferilinn sem saenskur meistari:
„Skrýtið að aðeins hálf
ur mánuður sé eftir...“
„ÞETTA er meiriháttar.
Stemmningin hér í Linköping
er þannig að halda mætti að
við værum orðnir heims-
meistarar," sagði Þorbergur
Aðaisteinsson, landsliðs-
þjálfari íslands í handknatt-
leik, og leikmaður sænska
liðsins Saab í samtali við
Morgunblaðið í gær. í fyrra-
kvöld sigruðu Þorbergur og
samherjar Redbergslid í ann-
að skipti — sem dugði þeim
til þess að komast í úrslita-
leikina um sænska meístara-
titilinn gegn Drott.
Þorbergur sagði í gær að flest-
ir hefðu búist við að liðin
þyrftu að mætast í þriðja sinn,
en Saab vann fyrsta leikinn óvænt
á heimavelli. „Redbergslid var
talið sigurstranglegast, enda
sænskur meistari og með þijá
heimsmeistara innanborðs —
Magnus Wislander, Johann Eg-
lund og Magnus Cato. Þá vann
liðið Barcelona með sex mörkum
hér í Svfþjóð í Evrópukeppninni."
Höllin þar sem heimaleikir
Saab fara fram tekur 2.300 áhorf-
endur, en að sögn Þorbergs fer
heimaleikurinn/leikimir gegn
Drott næsta örugglega fram í
íshokkíhöll bæjarins, sem rúmar
5.000 áhorfendur. Það lið verður
meistari sem fyrr sigrar í þremur
leikjum, og fær Drott oddaleikina
þar sem liðið var ofar í deildar-
keppninni.
Landsliðsþjálfarinn sagði leik-
inn í fyrrakvöld hafa verið gífur-
lega erfiðan. „Þetta var mjög jafnt
í fyrri hálfleik, en við höfðum yfir,
11:9, í leikhléi. Þeir komust svo
yfir 16:14 en við aftur 19:17.“
Þorbergur Aðalsteinsson lýkur keppnisferlinum fljótlega. Hér er hann í skotstöðu en Þorbergur skoraði sjö
mörk í fyrrakvöld er Saab tryggði sér sæti í úrslitum um sænska meistaratitilinn.
Leiknum lauk 22:18.
„Harkan í leiknum var mikil.
Þetta voru nánast slagsmál —
návígi allan leikinn. Liðin eru
búin að grandskoða hvort annað
vel, þekkja allar hreyfingar, þann-
ig að spumingin er hve sterkir
menn eru í síðasta skrefínu; einir
gegn einum.“
Fyrsti úrslitaleikurinn verður á
sunnudag í Halmstad. „Lið Drott
er talsvert öðruvísi en Red-
bergslid. Það eru þrír gamlir
reyndir leikmenn í liðinu, Thomas
Gustafsson, Göran Bentsson og
Jörgen Abrahamsson, sem voru
lykilmenn í landsliðinu fyrir mörg-
um árum. Þá er í liðinu stórskytt-
an Ole Lindgren og miðjumaður-
inn Magnus Anderson.“ Þorberg-
ur sagði Drott geysilega sterkt
varnarlið sem erfitt væri að spila
við. „En ég hef tekið stefnuna á
að ljúka ferlinum sem sænskur
meistari' — það er alveg öruggt
fyrst við erum komnir svona
langt. Annars er skrýtið að aðeins
hálfur mánuður sé eftir af ferlin-
um, eftir að hafa leikið í 16 ár í
meistaraflokki! Maður er farinn
að telja niður — það jákvæða við
þetta er hve fáar æfingar eru eft-
ir...“ sagði Þorbergur.
LAUGARDA
IteiMlMGfl °° WD§=[k@[p[piii]flQÐ
Kl. 15.00 FH - Víkingur í mfl. kvenna
Kl. 16.30 FH - Valur í mfl. karla
Mikilvægir leikir
Forsala (í Kaplakrika);
föstudag 6/4 kl. 18.00 - 20.00
laugardag 7/4 kl. 14.00 - 15.00
FH verða afhent 3. verðlaun í mfl. karla (B) í hálfleik FH -Vals
Miðaverð: Fullorðnir 500 kr., börn 100 kr.
Hafnfirðingar!
Fjölmennum og styðjum við bakið á okkar fólki.
Sparisjódur
Hafnarfijardar
UMFÍ / LANDSMÓT 1990
Undirbúningur
í fullum gangi
Samkeppni um nafn á tákn mótsins
TUTTUGASTA Landsmót UMFÍ
verður haldið í Mosfellsbæ
dagana 12.-15. júlí nú í sumar.
Það eru því rétt rúmir þrír
mánuðir þangað til þessi lang
stærsti íþróttaviðburður sem
fram fer hér á landi hefst.
Verndari 20. Landsmóts UMFÍ
er Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti Islands.
UMSK heldur Landsmótið að
þessu sinni í samvinnu við
Mosfellsbæ, en í bænum verður tek-
inn í notkun nýr og glæsilegur
íþróttavöllur fyrir mótið.
Gera má ráð fyrir allt að 3.000
keppendum á þessu 20. Landsmóti
sem er mikil aukning frá síðasta
móti. Keppt verður í 73 greinum
sem eru jafn margar greinar og
keppendur voru á 4. Landsmótinu
sem haldið var í Haukadal fyrir
fimmtíu árum.
Keppt verður í nokkrum greinum
í fyrsta skipti á Landsmóti, m.a.
fimleikum kvenna, golfi og hestaí-
þróttum. í apríl fer fram forkeppni
að skólahlaupi en þar geta um 800
nemendur í aldurshópunum 11 til
14 ára unnið sér rétt til að taka
þátt í úrslitum hlaupsins á Lands-
mótinu. Keppt verður í hveijum
aldurshóp fyrir hvern dag mótsins.
Merki 20. Landsmótsins er teikn-
að af Ragnari Lár, en það er saman-
sett úr Kistufelli sem gnæfir yfir
Mosfellsbæ og að hluta til úr merki
UMSK. Tákn mótsins er fugl sem
Halldór Baldursson teiknaði.
Dreift hefur verið 15.000 end-
urskinsmerkjum, með boðskap um
hvað heilbrigður lífstíll er, í alla
grunnskóla landsins. Límmiðum
með tákni mótsins sem voru fram-
leiddir í 300.000 stk. upplagi hefur
verið dreift um allt land. Hugmyn-
dasamkeppni fer fram í öllum
grunnskólum landsins um nafn á
táknið en skilafrestur rennur út 17.
apríl og verður niðurstaða birt fljót-
lega eftir það. Fyrstu verðlaun eru
25.000 krónur og einnig verða veitt
50 aukaverðlaun.
Dansleikir verða haldnir og jafn-
vel rokkhátíð í tengslum við Lands-
mótið. Sýndur verður leikur í ruðn-
ingsfótbolta (amerískum fótbolta)
en hann er stundaður af miklum
krafti innan UMSK. Ákveðið er að
starfsmenn mótsins klæðist sér-
stökum einkennisklæðnaði á mótinu
eins og þekkist erlendis þegar um
stór mót er að ræða. Setningar-
hátíð mótsins verður föstudaginn
13. júlí.
ÍÞRÚmR
FOLK
■ BRYAN Robson, fyrirliði
Manchester United, leikur vænt-
anlega með liðinu á sunnudag — í
fyrsta skipti í þijá og hálfan mánuð
— í undanúrslitum bikarkeppninnar
gegn Oldham. Hann hefur verið
meiddur en lék með varaliði United
í vikunni og sagðist eftir hann vera
tilbúinn í slaginn.
■ LIVERPOOL o g Crystal
Palace mætast í hinum undanúr-
slitaleik bikarkeppninnar, einnig á
sunnudag. Báðum leikjum verður
sjónvarpað beint á Englandi — leik-
ur United og Oldham hefst á hefð-
bundnum tíma en leikur bikarmeist-
aranna og Palace á hádegi.
■ PETER Beardsley verður með
Liverpool að nýju á sunnudaginn,
en hann var ekki með í sigurleiknum
(2:1) gegn Wimbledon í deildinni
á þriðjudaginn vegna smávægilegra
meiðsla.
■ JOHN Aldridge, framheijinn
írski hjá Real Sociedad kemur
aftur inn í liðið um helgina, gegn
Atletico Madrid. Hann hefur verið
frá vegna meiðsla í þtjár vikur.
■ GRASIÐ á San Siro leikvangin-
um í Mílanó, heimavelli Inter og
AC Mílanó, er illa farið. „Það er
ekki til verri völlur í Evrópu," sagði
Franco Baresi, fyrirliði AC
Mílanó, eftir Evrópuleikinn gegn
Bayern Miinchen á miðvikudags-
kvöldið. Stór orð, og menn hafa
vissulega áhyggjur af málinu, en á
vellinum fer opnunarleikur heims-
meistarkeppninnar fram eftir tvo
mánuði — 8. júní.