Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 23 Kolbeinn Gunnarsson skoðar eina af skjámyndum tilkynningakeríísins. tilrauna. Samþykkt hefur ' verið nokkur flárveiting til að halda þessu verkefni afram á nýja árinu. Ef fjár- veitingin verður ekki skorin niður verður tilraunarekstrinum haidið áfram, auk þess sem tölvubúnaði verður komið upp hjá tilkynninga- skyldunni og bætt við tveim land- stöðvum, á Bjargtöngum og á Boia- fjalli við Bolungarvík. Þannig mun útbreiðslusvæði kerfisins stækka verulega auk þess sem skipum með nauðsynlegum búnaði mun fjölga. Senn líður að því að taka þurfi ákvörðun um það hvort kerfið verði sett upp fyrir allt landið. „Þetta þarf ekki að gerast allt í einu,“ sagði Þorgeir. „Það er hægt að koma kerf- inu upp í áföngum, til dæmis væri eðlilegt að miða við að slíkt tæki 3-4 ár. Þannig mætti dreifa kostn- aði og tryggja nægan aðlögun- artíma. Við gerum ráð fyrir því að sjálfvirka kerfið og núverandi kerfi yrðu sameinuð í eitt og sjálfvirknin myndi smátt og smátt leysa eldra kerfið af hólmi.“ Þorgeir segir að stofnkostnaður við ket'fið sé allt að 100 milljónir á núverandi verðlagi til að koma upp fullkomnum land- stöðvum á allri strandlengjunni og vel búinni tölvumiðstöð hjá tilkynn- ingaskyldunni. Hann segir að með nýja kerfinu muni öryggi aukast til muna og allar upplýsingar verða mun nákvæmari. „Við hönnun þessa kerfis hefur myndast þekking sem er mjög verðmæt á alþjóðlegan mælikvarða. Við viljum að þessi þekking verði nýtt hér á landi og jafnvel seld úr landi ef möguleiki er á.“ Þorgeir segir að tæknin á bak við sjálfvirka tilkynningakerfið sé tækni framtíðarinnar enda sé nú alls staðar mikill áhugi á hvers kon- ar eftirliti með farartækjum á sjó, í lofti og á landi. Sérstaklega tengist það gervihnattatækninni sem er að ryðja sér til rúms í íjarskiptum við farartæki og til staðsetningar. „Þetta er tækni sem kemur fyrr eða síðar hingað til lands. Spurningin er aðeins hvort við viljum nota þá þekkingu sem skapast hefur í þessu verkefni eða kaupa hana dýru verði seinna meir,“ sagði Þorgeir Pálsson að lokum. Texti: Helgi Þór Ingason • • SONGSVEITUV FÍLHARMÓNÍA 30ÁRA AFMÆLISTONLEIKAR í LANGHOLTSKIRKJU laugardaginn 7. apríl kl. 1 6.30 og mánudaginn 9. apríl kl. 20.30 Flutt verður EIN DEUTSCHES REQUIEM eftir Johannes Brahms Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran Loftur Erlingsson, bariton Konsertmeistari: Szymon Kuran Stjórnandi: Úlrik Ólason Miðar seldir í bókaverslun Lórusar Blöndal, Skólavörðustíg. Einnig verða miðar til sölu við innganginn. Magnaður kraftur -felst í þessu litla tiylki Það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að byggja upp mikinn líkamlegan styrk á skömmum tíma ef rétt er á haldið. Ein undirstaðan og sú mikilvægasta er að tryggja rétt bætiefni. Magnamín bætiefnabelgirnir eru örugg, auðveld og hagkvæm leið. Þeir eru gerðir fyrir íslenskar fæðuvenjur til jjess að tryggja íslendingum nákvæmlega þau efni sem þeir jjarfnast. Taktu góða Magnamínlotu - með morgunmatnum og nældu þér í kraft fyrir vorið. Magnamín með morgunmatnum - magnar kraftinn. ^Bíiefna- ■ oelgimif { - M HÉRiNÚ AUaíSINCASTOFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.