Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990
Námsmenn skulu
ekki vinna!
eftirHermann Þór
Erlingsson
Einu sinni var ungur maður sem
sóttist eftir láni hjá lánastofnun
ríkisins af því að hann taldi sig
hafa þörf fyrir meira fé en hann
hafði náð að vinna sér inn sjálfur.
Ungi maðurinn fékk neitun á þeim
forsendum að hann væri of dugleg-
ur — hann ynni einfaldlega of mik-
ið, og það væri alfarið stofnunar-
innar að ákveða hversu mikla pen-
inga hann þyrfti. Honum var sem
sagt sagt að hann sjálfur hefði
ekkert um það að segja hversu
mikla peninga hann þyrfti til að
framfleyta sér og sinni fjölskyldu.
Þetta átti ungi maðurinn erfitt
með að skilja. Að hann fengi ekki
fyrirgreiðslu hjá stofnuninni vegna
dugnaðar. Þá fáu mánuði á ári sem
honum gafst tækifæri til að vinna.
Nú gætu ef til vill sumir haldið
að þetta væri bútur úr einhvers
konar ævintýri eða draumi þar sem
allt færi vel á endanum. En svo
er ekki. Þetta er blákaldur veruleik-
inn, sem blasir við námsmönnum
þessa stundina. Það er stórlega
vegið að þeim námsmönnum sem
hafa unnið mikið á sumrin vegna
þess að þeir telja sig þurfa á því
að halda — ekki vegna þess að
þeir hafi verulegan áhuga á að
vinna 12 til 14 klst. á dag, á þeim
tíma ársins þegar best mætti njóta
frítíma. Nei, ráðamenn lánasjóðs
íslenskra námsmanna qetla að
hækka s.k. tekjutillit úr 50% í 75%.
Þetta þýðir að námsmaður sem
vinnur sér inn 100.000 kr. á mán-
uði yfir sumarið fengi dregið af
námslánum næsta skólaárs, upp-
hæð sem svaraði til 75% af þeirri
fjárhæð sem er umfram upphæð
sem lánasjóðurinn hefur ákveðið
að sé honum hæfileg til fram-
færslu. Þessi upphæð er núna
61.040 kr. fyrir fjölskyldumann
með eitt barn og í leiguhúsnæði.
Nú kann svo að vera að einhvetjum
finnist að þessi upphæð ætti að
duga ef makinn hefur góða vinnu.
Látum það liggja á milli hluta, en
lítum á áhrif skerðingarinnar. Sú
upphæð sem er umfram þessa
framfærslu er skv. dæminu 100.
000-61.040= 38.960. 75% af þess-
ari upphæð kæmi til skerðingar á
láni næsta skólaárs, þ.e. 29.200
kr. Ef námsmaðurinn vinnur þrjá
mánuði yfir sumarið yrði skerðing-
arupphæðin því: 87.660 kr. Þessi
upphæð yrði sem sagt dregin frá
heildarupphæð námsláns næsta
skólaárs. Hætt er við að einhverjum
þætti þessi kjaraskerðing mikil,
sérstaklega af því að hún er ein-
göngu til komin vegna dugnaðar
þess sem verður fyrir skerðingunni!
Nú vill svo til að undirritaður
hefur af einhveijum ástæðum ekki
fundið tíma til þess að hlusta á
kosningaloforð hæstvirts mennta-
málaráðherra, en heyrst hefur að
þau hafi verið á þá leið að hagur
námsmanna skyldi bættur. Finnst
fólki þessar aðgerðir vera í anda
þeirra loforða?
A síðustu misserum hefur verið
hart vegið að launþegum í landinu
vegna slæms efnahagsástands.
Námsmönnum er full ljóst að þeir
verða að axla þessa byrði líka, og
telja sig hafa gert það með því að
þola samdrátt lánanna undanfarin
ár, og gleymum því aldrei í umræð-
unni um kjör námsmanna, að hér
er um lán að ræða — ekki tekjur.
Og þó lánin séu vissulega hagstæð
námsmönnum eru þau endurgreidd
að fullu, og engin ástæða til ann-
ars. En það að framkvæmda skerð-
ingu lánanna á þennan hátt tel ég
forkastanlegt og nánast mann-
skemmandi þar sem stórlega er
dregið úr hvata manna til vinnu
og öflunar tekna. Ég tel að með
þessu séu menn beittir misrétti,
þannig að þeir sem hafa löngun
og vilja til að skapa sér og fjöl-
Hermann Þór Erlingsson
„Að framkvæmda
skerðingu lánanna á
þennan hátt tel ég for-
kastanlegt og nánast
mannskemmandi.“
skyldu sinni sæmilega möguleika
til lífsviðurværis allt árið eru bæld-
ir með þessum óskiljanlegu aðgerð-
um.
Ilöfundur er nemandi IHáskóIa
íslands.
-r
mSSs
MMI
Bilasýnmg laugardag og sunnudag á Akureyri á bifreiðaverk-
stæði Siguróar Valdimarssonar og í Reykjavík kl. 14.00-1 7.00.
Reynsluakstur. Uppítökur og sala ,
á notuðum bílum. f- gr-g-rl lll9Wa■,,
AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA "S" “
- AKTU A SUBARU sími 67-4000
B Y K O I r l B R E I I I D I
PASKA-
HLB0Ð
PÁSKATILBOÐ
Á INNIPLASTMÁLNINGU.
BYKO BREIDDINNI
BYKO HAFNARFIRÐI
BYKO