Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Framkvæmd fiskveiðistefiiu Síðari hluti eftir Önund * Asgeirsson 5. Traust atvinna og byggð Kvótakerfið hefir nú verið framj kvæmt í 6 ár. A sama tíma hafa risið upp fiskmarkaðir á SV-homi landsins með stórhækkuðu verði til fiskiskipanna. Nú er þrýstingur á bátaflotanum um að hann flytji sig til Faxaflóasvæðisins, þar sem bæði útgerðarmenn og sjómerm fá hærra verð og betri kjör. Útflutningur ísaðs fisks í gámum eykst stöðugt, við stöðugt hækkandi verðlagi. Þetta er jákvæð þróun, sem enn á eftir að eflast, enda gefur þetta mest í aðra hönd. En þetta er óhag- stætt byggðaþróuninni og rýrir hag og atvinnu minni útgerðarstaðanna. Sama gildir um skuttogaraút- gerðina. Siglingar með nýjan eða ísaðan fisk fara í vöxt. Jafnvel þótt fiskvinnslustöðvarnar eigi skipin, er aflanum ekki landað í heima- höfn, heldur gerir bæði útgerð og áhöfn kröfu tij þess að siglt verði með aflann. Útgerðarfélag Akur- eyringa sker sig úr með að landa öllum afla í heimahöfn, en því mið- ur fer afrakstur minnkandi. Þessar staðreyndir eru allar byggðaþróuninni í óhag, og engar líkur eru á að þetta muni breytast. Af þessari stöðu mála verður því að draga rökréttar ályktanir: a. Þótt það sé augljóst að nota verði núverandi fiskveiðiflota til veiðanna, er ekki þar með sjálfgef- ið, að útgerðir eigi að fá afhenta endurgjaldslaust alla árlega kvóta til að ráðskast með að eigin vilja og óbundið. Þessi fiskveiðifloti er byggður upp vegna veiðanna á þessari sameiginlegu auðlind, og því ber að nýta hann í þágu alþjóð- ar. Þótt eignarréttur skipanna sé hjá einstökum útgerðum, verður að gæta réttar almennings til þessara sameiginlegu þjóðfélagsgæða. b. Útgerðarmenn hafa byggt upp allt of stóran fískveiðiflota, miklu stærri en þörf er fyrir. Þetta hafa þeir gert á eigin ábyrgð, og þeir eiga sjálfir að standa ábyrgir fyrir þeim skuldbindingum sínum. Al- þingismenn eiga samkvæmt öllum lýðræðisreglum að gæta þess, að ekki sé brotið gegn almenningsheill í þessum málum, t.d. með því að skuldum vegna offjárfestingar í útgerð sé ekki velt yfír á samfélag- ið. Þetta hefir verið margbrotið á undanförnum mánuðum og misser- um. c. Útgerðir hafa fram til þessa fengið úthlutað nýjum kvótum fyrir ný skip. Nú síðustu árin á þann hátt, að kvóti þeirra skipa, sem fyrir eru, hefir verið minnkaður hlutfallslega. Þetta er óeðlileg framkvæmd, sem leiðir beint til aukins taprekstrar veiðiflotans alls, eða rýrir tekjur hans. Það er auð- séð, að þessi stefna getur ekki stað- ið til frambúðar. Hér vaknar sú spurning, hvernig standi á þessu. Getur t.d. verið að einhvetjir séu í náðinni, og geti þannig aukið sinn hlut á kostnað annarra útgerða? Hafa t.d. Sambandsmenn eða þeirra áhangendur fengið meiri úthlutanir en aðrir? Við þessu vantar svör, og ættu alþingismenn að óska eftir rannsókn á þessum atriðum og full- nægjandi upplýsingum. Þetta er þeirra hlutverk í þágu réttlætisins innan samfélagsins og lýðræðisleg skylda þeirra. d. Hingað til hafa útgerðir ekki greitt fyrir árlega úthlutaða kvóta. I frumvarpinu nú er áskilið, að nýir aðilar, sem vilja stofna til útgerðar, skuli kaupa kvóta af öðrum útgerð- armönnum í „Fiskveiðiklúbbnum". Þetta er staðfesting á þeirri megin- reglu hins nýja fiskveiðifrumvarps um að núverandi útgerðarmenn eigi rétt á öllum veiðum fisks í hafinu. Ef ný útgerð á að kaupa kvóta, svo sem áskilið er í frumvarpinu, þá eiga eldri útgerðir að greiða sama verð. Annað samræmist ekki jafn- réttisreglunni. e. Útgérðarstaðir og fiskverkunar- stöðvar úti á landi hafa samkvæmt frumvarpinu enga tryggingu fyrir áframhaldandi afla til vinnslu. Nú ... á við bestu galdraþulu! Ef þér finnst eitthvað vanta upp á bragðið af súpunni, pottréttinum, heitu sósunni, salatsósunni eða ídýfunni skaltu einfaldlega bæta við MS sýrðum rjóma, 18%. Það er allur galdurinn. þegar hafa 24 frystitogarar tekið af þessum fiskvinnslustöðvum og byggðarlögum um 150-200 þús. tonn í árlegum þorskkvótum, og í raun miklu meira, því að þessi skip hirða aðeins þann afla, sem þeim er dýrmætastur til vinnslu. Þessi stefna gengur beint gegn hinni svo- nefndu byggðastefnu, og skerðir hlut fiskverkunarstöðvanna og at- vinnu fólksins þar. Þessi vandamál eru öllum kunn af dæminu frá Pat- reksfirði, og það munu fleiri koma á eftir. Það dæmi sýndi glögglega, að það er ekki hægt að binda alla kvóta við skip, svo sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Menn verða því að finna aðrar og raunhæfari tillögur í þessum málum. Verkunarstöðvum í þessum byggðarlögum verður að tryggja afla til frambúðar, og hann getur ekki verið bundinn við skip, því að þau geta farið fyrirvara- laust, svo sem dæmin sanna. Þetta gengur hreinlega ekki upp. f. Flestir eru orðnir þreyttir á jarmi útgerðarinnar um endalausan tap- rekstur og þar af leiðandi kröfur um sífelldar gengisfellingar. Svo- nefndir samningar milli sjómanna og útgerðarmanna eru eitt af þess- um spaugilegu fyrirbrigðum í sam- félaginu. Það hefir nefnilega fyrir löngu komið í ljós, að sameiginlegt úrræði þeirra er ávallt ný gengis- felling. Sjómenn eru aðeins 5% vinnuafls í Iandinu, og það er engin ástæða til þess, að þeir eigi að stjórna genginu, enda er gengisfell- ing bein skerðing á tekjum fisk- vinnslufólks í landi, sem er rúmlega 7% mannaflans. Þrátt fyrir þetta láta stjórnvöld ávallt undan kröfun- um um gengisbreytingar. „Menn eiga rétt á að fá kröfum sínum fullnægt," sagði ungur maður í verkfalli fyrir 30_árum. Hann hafði rétt fyrir sér. íslenzk stjórnvöld hafa séð fyrir því. g. Á sl. ári urðu 2.300 fyrirtæki gjaldþrota eða urðu að hætta störf- um, flest vegna afleiðinga gengis- fellinga og fjármagnstaps af þau sökum. Fyrirtæki í sjávarútvegi töpuðu mestu vegna offjárfestinga og annarrar óráðsíu í fjármálum. En þau töldu þetta ekki tap. Þau bættu þessu aðeins við skuldahal- ann og töldu sér trú um að þeir hefðu fengið ný lán, sem samsvar- aði gengismuninum á skuldahalan- Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa 18% (Mayonnaise) 1 tsk (5 g) 9.7 37 1 msk (15 g) 29 112 100 g 193 753 Önundur Ásgeirsson „En eðlilegt er að spurt sé, hversvegna er verið að úthluta kvótum til skipa með taprekstur ár eftir ár?“ um. Og endurskoðendur skrifuðu upp á, og kölluðu þetta „góða reikn- ingsskilavenju" eins og jafnan áður. En stjórnvöldum þótti ekki nóg að gert. Fjármálaráðherrann sá nú sitt tækifæri og lagði nýjar og áður óþekktar hindranir við stofnun nýrra fyrirtækja, með þeim einfalda hætti að setja nýja reglugerð um að við skráningu þeirra skuli greiða 100.000 króna skráningargjald, án tillits til stærðar fyrirtækis. Það mætti ætla, að Ceaucescu hefði gengið aftur og hvíslað þessu í eyra hans. Þetta er ekki skattheimtuað- gerð, heldur aðeins skemmdarverk. Það verða engir skattar greiddir af þeim fyrirtækjum, sem aldrei verða skráð, og litlu fyrirtækin, með 5-15 manna starfsliði, eru oft veigamesti nýgræðingurinn. h. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um að þeir, sem skila taprekstri, skuli hljóta eilífa útskúfun, og megi aldrei nálægt fyrirtækjarekstri koma. Gleymd er nú saga Thors Jensens og Óskars Halldórssonar, og e.t.v. fleiri. Væri nú ekki ráð, að hið háa Alþingi samþykkti þetta frumvarp fyrst, áður en kemur að fiskveiðifrumvarpinu? Það myndi kannske rýmka um úthlutun kvót- anna. Alþingi er ekki bara grín, þótt Spaugstofumenn sæki þangað margt gott efni. En eðlilegt er að spurt sé, hvers vegna er verið að úthluta kvótum til skipa með taprekstur ár eftir ár? Ekkert er í frumvarpinu, sem leið- beinir um meðferð slíks reksturs, heldur er ráðherra falið að leysa allan vanda. Líka þeirra, sem tapa. i. Fyrirsjáanlegt er að þessi fisk- veiðistefna mun á skömmum tíma leiða til stækkunar fárra útgerða vegna kaupa þeirra á bæði skipum og kvótum. Velgengni útgerðanna á Akureyri vísar hér veginn. En þetta þjónar ekki byggðastefnunni, og myndi vísast leiða til mikilla vandræða í hinum smærri verstöðv- um. Af þessu er þegar fengin ærin reynsla, og þetta getur aðeins versnað með áframhaldi núverandi kvótakerfis. Alþingismenn eiga mikið starf fyrir höndum við mörkun nothæfrar fiskveiðistefnu, og gangi þeim vel. Hitt er jafn víst, að án nýrrar og raunhæfrar stefnu heldur glundroð- inn áfram öllum til tjóns, einkum þó þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er viðskiptatræöingur. Aðalfundur Fríkirkjusaftiaðarins: Samþykkt að byggja nýtt safiiaðarheimili Á aðalfundi Fríkirkjusafnaðarins 24. mars síðastliðinn var samþykkt að heimila safnaðarstjórn að byggja nýtt safnaðarheimili á lóð núver- andi safnaðarheimilis að Laufásvegi 13. Fyrirspurnir um slíka bygg- ingu eru nú til umfjöllunar hjá borgaryfírvöldum. Einar Kristinn Jónsson var end- urkjörinn formaður Fríkirkjusafn- aðarins til næstu tveggja ára á aðalfundinum og ísak Sigurðsson var kjörinn varaformaður. Fundurinn samþykkti lagabreyt- ingar þar sem kveðið er á um stefnu og starf safnaðarins til komandi ára. Að öðru leyti miðuðu laga- breytingarnar að því að auka stöð- ugleika í stjórnun og starfsemi safnaðarins, efla valddreifingu og AUK M k3d-76-720 ELFA -WMP rafmagnsþilofnar ú. * * .... Úrvals sænskir þilofnar með nýrri gerð af elementi, sem gefur jafnan og þægilegan hita. Hagstætt verð - góð greiðslukjör. Einar Farestveit&Co.hf. ■onoAirrúN 2a, stMAiti rsn inw 00 822*00 - níwíiaítiwi styrkja 90 ára lýðræðishefð innan safnaðarins, segir í frétt frá söfnuð- inum. Þannig er nú gert ráð fyrir því að kjörmenn geti kallað prest tímabundið til starfa eða valið ef umsækjandi er einn. Söfnuðurinn sjálfur getur þó haft síðasta orðið með prestkosningu ef 10% atkvæð- isbærra safnaðarmanna óska þess. Þá er skylt að hafa prestkosningu ef umsækjendur eru tveir eða fleiri. Formaður er nú kosinn til tveggja ára_ í stað eins árs áður. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga þess efnis að störf fastráð- inna starfsmanna safnaðarins við athafnir safnaðarfólks séu því að kostnaðarlausu. Á þetta við um störf safnaðarprests, organista og kirkjuvarðar. M rnm L Ö.Jol mson & Kddbe rhf ZZZ SlMI: 91 -24000 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.