Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Margar stórveislur hafa verið haldnar i gegnum tíðma á Hotel Borg. Þessi mynd er tekin í einni slíkri og má meðal annars greina þá Olaf Thors, Bjarna Benedikts- son, Gunnar Thoroddsen og Eystein Jónson á henni. Hótel Borg sextíu ára: „Eins gott og að sigla að koma hingað inn“ - var sagt við opnunina árið 1930 HÓTEL Borg er sextug á þessu ári. Borgin hefiir alla tíð síðan Jóhannes Jósefsson glímukappi reisti húsið á sínum tima verið einn af miðpunktum borgarlífsins. Hún kom að góðu gagni við Alþingis- hátiðina 1930 og þótti á sínum tíma jafnvel vera með glæsilegri hótelum í Evrópu. Varð einum gestanna við opnunina, 19. janúar 1930, að orði er hann sá alla dýrðina: „Það er eins gott og að sigla að koma hingað inn“. Nú bendir hins vegar margt til að saga Hótel Borgar sem veitinga- og gististaðar líði brátt undir lok þar sem Alþingi hefúr sýnt áhuga á að kaupa húsið undir skrifstofúr þingsins og þingmanna. Ólafur Laufdal, núverandi rekstraraðili Hótel Borgar, segist skilja vel eigendur Borgarinnar að vilja selja húsið Alþingi. Það væri aftur á móti skömm fyrir Reykjavíkurborg að missa Hótel Borg og allt sem henni tengist úr borgarmyndinni. Lóðin Pósthússtræti 11, þar sem Hótel Borg var byggð, á sér nokkra sögu. Þar stóð áðut' hús sem Hallgrímur Scheving, yfir- kennari við Bessastaðaskóla, hafði byggt árið 1847. Ole P. Finsen, verslunarstjóri eignaðist húsið síð- ar og stækkaði það verulega. Hann var árið 1872 skipaður póstmeist- ari og var þá sett upp póstaf- greiðsla í húsinu sem starfrækt var til ársins 1898. Það var nefnt Gamla pósthúsið og er Pósthús- stræti kennt við það. Thor Jensen eignaðist húsið 1902 og bjó þar um skeið. Einnig voru þar skrif- stofur Milljónafélagsins um tíma og Morgunblaðið hafði þar nokkru síðar aðsetur. Árið 1926 kom jafn- vel upp sú hugmynd að reisa ráð- hús á lóðinni. Þetta hús var flutt af lóðinni 1928. Hugmyndin vaknaði 1919 Jóhannes Jósefsson, sem sýndi glímu víða um heim, aðallega í Bandaríkjunum, segir í ævisögu sinni að það hafi verið árið 1919, er hann kom til að heimsækja vini og ættingja á Islandi, að hann ákvað að dvelja ekki lengur úti en svo að hann hefði safnað nægu fé til að reisa stórt og vandað gisti- hús í Reykjavík. Eftir þessa ákvörðun hóf hann að leggja fé til hliðar með markvissum hætti, hann lengdi vinnudag sinn og lagði fyrir hvern eyri. Er hann flutti til íslands árið 1927 kom hann heim með 120 þúsund Banda- ríkjadali eða um 500 þúsund krón- ur. Þetta var mikið fé á þessum tíma. Jóhanni gekk hins vegar erfið- lega að fá lóð undir hótelið sitt og segir samskipti sín við íslenska ráðamenn hafa verið brösótt. Töldu sumir þeirra óráðlegt að úthluta lóð undir gistihús „sem ekki einu sinni væri víst að neinn fengur væri í að byggja“. Einnig telur Jóhannes að það hafi kannski gert honum erfiðara fyrir að hann var ekki frímúrari. Að lokum keypti Jiann lóðina Pósthússtræti 11 af íslandsbanka og var fyrsta skóflustungan að Hótel Borg tekinn þann 1. október 1928. Fullyrti þá^ húsameistari tvennt við Jóhann. í fyrsta lagi að byggingin myndi kosta 650 þúsund krónur og í öðru lagi að hún yrði ekki undir neinum kringumstæðum tilbúin fyrir alþingishátíðina. Veit- ingasalir Borgarinnar voru samt opnaðir 18. janúár 1930 og gisti- húsið 25. maí á sama ári. Nokkrum dögum eftir opnunina í janúar heimsótti blaðamaður Morgun- blaðsins Borgina og lýsti heim- sókninni svo: „Snælduhurðin í for- dyrinu þaut í sífellu; inn streymdu gestir. En þó allmargir komi í einu, ber ekki á þrengslum, því 50 borð eru í aðalveitingasalnum og yfir 150 sæti, en 100 stólar með smá- borðum í „gyllta salnum", sem standa utan með dansplássinu." Byggingarkostnaður Hótel Borgar var mun hærri en áætlað eða 1,3 milljónir króna og þurfti .Jóhannes að taka lán, sum þeirra mjög óhagstæð, til að brúa bilið. Hótel Borg var um áratugaskeið helsta hótel Reykjavíkur og þótti með glæsilegri og nýtískulegri hót- elum í Evrópu eftir að það var byggt. Á gömlum myndum má sjá hve mikið var lagt í hótelið að öllu leyti. Útflúr var á veggjum og borðbúnaður úr silfri. Jóhannes Jósefsson rak hótelið fram til loka sjötta áratugarins en þá keyptu hótelið Pétur Daníelsson, Áron Guðbrandsson í Kauphöllinni, Ragnar Guðlaugsson og Jón Fann- berg. Segir Jóhannes í endurminn- ingum sinum að það „að halda Borg opinni var mín erfiðasta glima“. Ólafur Laufdal hóf ferilinn á Borginni Svo skemmtilega vill til að Ólaf- ur Laufdal, sem nú rekur Hótel Borg, hóf feril sinn sem veitinga- maður á Hótel Borg. Það var árið Hótel Borg í dag. 1956 sem Ólafur, þá tólf ára gam- all, hóf störf sem pikkoló á Borg- inni. Fimmtán ára gamall byijaði hann svo að læra þar til þjóns. „Hótel Borg var eini staðurinn þar sem hægt var að halda fínar veisl- ur á þessum tíma,“ segir Ólafur. „Þangað komu allir þjóðhöfðingjar pg aðrir háttsettir menn sem sóttu ísland heim. Maður lenti í því að þjóna fínum mönnum til borðs á borð við Ólaf Noregskonung, Frið- rik Danakonung, Kekkonen Fipna- landsforsetum, og leiðtogum ísra- els, þeirn Ben Gurion og Goldu Meir.“ Ólafur sagði að hótelið hefði líka verið skemmtistaður á þessum árum þó að það hefði verið í öðru formi en í dag. „Þarna voru alltaf skemmtikraftar og röð búin að myndast fyrir utan strax klukk- an sjö á kvöldin. Það var ekki til neitt annað hótel í þessum gæða- flokki fyrr en að Hótel Saga opn- aði árið 1962. Nánast allir útlend- ingar sem komu til landsins gistu á Hótel Borg. Þarna var til dæmis mikið um sölumenn sem áttu við- skipti á íslandi." Ólafur .sagði meiri aga hafa verið á hlutunum á þessum árum. Unnið meira eftir bókinni en í dag og ekki farið út fyrir hið hefðbundna. Á Borginni hefðu verið um fimmtán lærðir þjónar og mætti raunar segja að flestir þjónar á landinu hefðu þá lært á Borginni. Einnig voru þar danskit' þjónar sem höfðu ílenst á íslandi. Állt var þetta mjög fært fagfólk og ekkert þýddi að vera veikur eða að koma of seint. Ólaf- ur sagði vinnuvikuna liafa verið sex daga og örugglega yfir sextíu tímar. Þó að þetta hafi verið strem- bið hafi það verið mjög góðut' skóli að læra á Borginni. Ólafur lauk þjónanámi sínu árið 1963 og hóf þá störf á Grillinu. Hann hafði síðan engin afskipti af Borginni fyrr en árið 1985 er hann tók hana á leigu og hefur rekið síðan. Hann sagði eigendur hússins hafa haft hug á að leigja húsið út og hefðu þeir haft samband við sig. „Borgin hefur alltaf átt taugar í mér og ég ákvað því að slá til. Það var góð tilfinning að fá Borg- ina á ný og mér hefur gengið vel að reka hana. Hún er líka mjög sérstök. Það eru margir sem geta ekki hugsað sér að gista annars staðar en þar þegar þeir koma til Reykjavíkur. Þarna kemur líka aldrað fólk, 70-80 ára gamalt fólk, sem dansaði á unga aldri á Borg- inni um 1930 og vill nú kveðja hana. Hún vekur mjög sterkar til- finningar í hugum fólks.“ Þegar Ólafur var spurður hvort að til greina kæmi að gera upp Hótel Borg þótti með glæsilegri hótelum í Evr- ópu þegar það var reist. Hér má sjá anddyri hótelsins á upphafsárunum. zMenu CANAPÉ (FRUMSKAMMTUR) EDA COKTAIL D HOMARD (HUMARKOKTEIL) CRÉME A LA REINE (CRÉME A LA REINE SUPA) EDA POTAGE QUEUE DE BOEUF (NAUTAHALASÚPA) SAUMON FROID S/C MAYONNAISE (LAX í MAYONNAISE) EÐ A TARTELETTES CREVETTES ET ASPERGES (TARTALETTUR M/RÆKJUM OG SPERGLUM) POULE DE NEIGES A LA SAUCECRÉME (RJÚPUR M/RJÓMADÝFU) EDA CANETON RÓTI AUX CHOUX ROUGES (ANDASTEIK M/RAUÐKÁLI) EDA RÓTI D PORC ET lEGUNMS (SVÍNASTEIK M/GRÆNMETI) NOUGAT PARAIT (NÚGGA ÍS) EDA TRIFFLI Á Borginni var lengi vel unnið eftir bókinni í einu öllu. Mat- seðlar voru á frönsku eins og sést á þessum nýársdagsmat- seðli frá árinu 1962. Hótel Borg í sinni fornu reisn sagði hann að það myndi kosta of mikið. Borgin væri of lítil rekstrar- eining, einungis 47 herbergi, til að standa undir þeim kostnaði. Er ferli Borgarinnar að ljúka? Líkur benda jafnvel til þess að saga Hótel Borgar sem gistihúss og veitingastaðar sé senn á enda. Til umræðu er að Alþingi kaupi húsið undir skrifstofur þingsins og þingmanna. Ólafur Laufdal sagðist skilja eigendur hússins mjög vel að vilja selja það, rekstrargrund- völlurinn væri einfaldlega ekki sá sami og áður. Alþingi væri líka góður og tryggur kaupandi í því sambandi. Hitt væri annað mál að það væri skömm fyrir Reykjavíkur- borg að missa húsið og starfsemi þess úr borgarmyndinni. Þetta væri fyrsta alvöru hótelið í Reykja- vík og staðsett í hjarta borgarginn- ar. Hann sagði mjög slæmt að ekki væri hægt að reka Borgina. Þarna færi fram flölþætt starf- semi, málverkauppboð, vísnakvöld, ræðufundir og skólaskemmtanir svo dæmi væru tekin. Þá væri Borgin opin fyrir hótelgesti og matargesti. Starfsemin væri svo margbreytileg að engir tveir dagar væru eins. „Að sjálfsögðu myndi Hótel Borg nýtast Alþingi vel en það væri slæmt að missa hana. Borgin hefur verið starfrækt í sex- tíu ár en erlendis eru svona hótel oft starfrækt öldum saman. Ég held líka að fólk almennt vilji ekki missa Borgina." Texti: Steingrímur Sigur- geirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.