Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 25 Stjórnarskipti í Stúdentaráði: Sigiujón Þ. Ámason kjörinn formaður SKIPT var um stjórn í Stúdenta- ráði Háskóla Islands á fyrsta fimdi nýkjörins Stúdentaráðs síðastliðinn föstudag. Nýr for- ■ ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hef- ur ákveðið framboðslista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar I Nes- kaupsstað 26. maí. Eftirtaldir ein- staklingar skipa listann: 1. Smári Geirsson, kennari, 2. Guðmundur Bjarnason, starfsmannastjóri, 3. Sigrún Geirsdóttir, skrifstofu- maður, 4. Klara Sveinsdóttir, verkamaður, 5. Einar Már Sigurð- arson, kennari, 6. Magnús Jó- hannsson, verkamaður, 7. Guð- mundur R. Gíslason, nemi, 8. Katrín Jónsdóttir, sjúkraliði, 9. Steinunn Aðalsteinsdóttir, yfir- kennari, 10. Guðjón B. Magnús- son, sjómaður, Jóna Katrín Ara- dóttir, húsmóðir, 12. Friðný Þor- láksdóttir, hjúki-unarfræðingur, 13. Snorri Styrkársson, fjármála- stjóri, 14. Guðrún Jónína Sveins- dóttir, verkamaður, 15. Karl Jó- hann Birgisson, framkvæmda- stjóri, 16. Kolbrún Skarphéðins- dóttir verslunarmaður, 17. Anna M. Jónsdóttir, húsmóðir, 18. Hall- dór Þorsteinsson, sjómaður. — Agúst maður ráðsins er Sigurjón Þor- valdur Arnason, verkfræðinemi. Fulltrúar Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, skipa stjórn- ina einir, enda hafa þeir meiri- hluta í ráðinu. Siguijón var kosningastjóri Vöku fyrir nýafstaðnar kosningar í Háskólanum. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og _ hefur verið oddviti Vöku í SHÍ, fulltrúi stúdenta í Háskólar- áði og formaður Félags vélaverk- fræðinema. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann myndi leggja áherzlu á að halda áfram því upp- byggingarstarfi í Stúdentaráði, sem Vökumenn í stjórn SHÍ hefðu unnið að undanfarin tvö ár. „Það má nefna baráttu fyrir færslu prófa fram í desember, bætt ein- kunnaskil, nánari útfærslu á könn- un gæða kennslu, eflingu hús- næðismiðlunar stúdenta og fleira,“ sagði Siguijón. Hann sagði að undir lok apríl myndi atvinnumiðl- un stúdenta fara af stað, en hún hefur útvegað námsfólki starf yfir sumartímann. í fyrra hefði tekizt að útvega tæplega 400 manns Sigurjón Þ. Árnason. vinnu, og vonazt væri til að jafn- vel gengi núna. Stærsta verkefnið framundan sagðist Sigurjón þó telja baráttu gegn skerðingum menntamálaráð- herra á námslánum. „í augnablik- inu eru námsmannahreyfíngarnar að kanna hvað sé hægt að gera í þessari stöðu. Fulltrúar ríkis- stjórnarinnar hafa meirihluta í stjórn LÍN og hafa notfært sér þá stöðu sína óspart til að keyra mál í gegn í andstöðu við náms- menn. Eina vopnið, sem við höfum, er pólitískur þrýstingur,"- sagði Siguijón. Hann sagðist telja að náms- menn yrðu einnig að reyna að breyta þeirri ímynd, sem almenn- ingur hefði af fyrirkomulagi námslána. „Það eru ákveðnar ranghugmyndir ríkjandi. í fyrsta lagi halda margir að námsmenn borgi aldrei lánin til baka. Stað- reyndin er sú að langflestir greiða upp öll sín lán. Önnur ranghug- mynd er sú að menn fái lán án þess að sýna neinn námsárangur. Raunin er sú að það eru gerðar miklar kröfur um árangur, einkum hjá þeim, sem eru að byija í námi. Allir, sem hafa kynnt sér málin, sjá hins vegar að námslánin eru í raun of lág. Nýsamþykktar skerð- ingar menntamálaráðherra hjálpa námsmönnum heldur ekki að rétta af kjör sín með því að vinna af dugnaði yfir sumartímann. Skerð- ingar ráðherra hafa falið í sér að sífellt meira tillit er tekið tii sumar- tekna námsmanna, sem koma til frádráttar námslánum. Á tveimur árum hefur tekjutillit hækkað úr 35% í 75%, sem gerir námsmönn- um erfiðara að drýgja tekjur sínar með sumarvinnu. Það samkomu- lag, sem námsmenn höfðu gert við ráðherra fyrir rúmu ári síðan, gerði ráð fyrir að tekjutillit yrði hækkað í 50% gegn því að fyrri skerðing lánanna fengist bætt. Nú fáum við þetta framan í okk- ur, auk þess sem lán til ákveðinna hópa eru skert verulega." Stjórn SHI skipa, auk Sigur- jónSj Erna Gísladóttir varaformað- ur, Áshildur Bragadóttir gjaldkeri, Arna Schram ritari, Bjarni Ár- mannsson og Stefán Jón Friðriks- son. Aðsókn á Ekið með Daisy jókst um leið og hún hlaut Oskarinn KVIKMYNDIN Ekið með Daisy hafði verið sýnd í Laugarásbíói í þrjár vikur og aðsókn verið heldur dræm þegar hún hlaut fern Oskarsverðlaun. Eftir það hefur aðsóknin aukist mikið og nú kemur mun fjölbreyttari hópur fólks að sjá myndina að sögn Grétars Hjart- arsonar forsljóra Laugarásbíós. Grétar sagði að fyrir verðlauna- afhendinguna hefðu áhorfendur aðallega verið fullorðið fólk, en eft- ir hana jókst aðsóknin mikið og meira fór að bera á unglingum í hópi bíógesta. Aðspurður sagði Grétar að ekki þyrfti að kvarta yfir aðsókninni því að á undanförnum mánuðum hefði hún aukist um 30-40% „Ég held að fólk sé orðið þreytt á að sitja heima yfir myndbands- tækinu og vilji heldur fara í bíó. Við tókum upp á því að hafa helm- ingi ódýrari sýningar á þriðjudögum og hefur það mælst vel fyrir. Að- gangseyrir á nýjar myndir lækkar samt ekki fyrr en eftir að þær hafa verið sýndar í tvær vikur,“ sagði hann. Laugarásbíó sýnir einnig Oskars- verðlaunamyndina Fæddur 4. júlí, en aðsókn á hana hefur verið góð frá upphafi. Fyrstu mán- aðarbækur Laxness- klúbbsins TVÆR skáldsagna Halldórs Laxness eru nú komnar á markað í endurútgáfum frá Vöku-Helgafelli, Salka Valka og Brekkukotsannáll. Bækurnar sem hér um ræðir eru fyrstu mánaðarbækur Lax- nessklúbbsins, en það er bóka- klúbbur sem var stofnaður á síðastliðnu hausti í tilefni af sjötíu ára rithöfundarafmæli Halldórs Laxness. Það er forlag skáldsins, Vaka-Helgafell, sem stendur að klúbbnum og gefur mánaðarlega út sérstakt kynn- ingarrit um verk skáldsins fyrir félagsmenn, en þeim standa verk Nóbelsskáldsins til boða á lægra verði en gildir á almenn- um markaði. Skáldsögurnar tvær sem nú koma á markað að nýju eru endurprentanir af síðustu útgáf- um þessara bóka, bundnar með þeim sígilda svip sem verið hefur á ritsafni Halldórs Laxness en nýjar kápur prýða bækurnar. Kápumynd Sölku Völku er eftir Jón Reykdal en Halldór Baldurs- son gerði kápumynd Brekku- kotsannáls. Bækurnar eru settar í Víkingsprenti hf. Steinholt hf. annaðist prentun en bókband fór fram í Félagsbókbandinu Bók- felli hf. (Ur fréttatilkynningu) SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI D <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.