Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. APRIL 1990 31 Hvanneyri: * Abyrgð ríkis á kindakjöts- fmnileiðslu verði sveigjanleg Hvannatúni í Andakíl. Landbúnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon sagði á bænda- fundi á Hvanneyri fyrir skömmu að stefna sín væri sú, að hafa vænt- anlegan búvörusamning, sem gilda mun til aldamóta, þannig að ríkið ábyrgist verð á kindakjöti er tengist þörfúm markaðarins innanlands. Nemendur og starfsfólk Bænda- hann orðið sveigjanlegur, þannig Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Frá bændafúndi á Hvanneyri. Við háborðið eru Egill Jónsson t.v. og Steingrímur J. Sigfússon. Haukur Halldórsson stendur við ræðup- últ. skólans á Hvanneyri stóðu fyrir opnum bændafundi þar sem land- búnaðarráðherra skýrði frá undir- búningi og hugmyndum að búvöru- samningi, sem tekur við núgildandi samningi sem rennur út 1992. Hann taldi að hann yrði að liggja fyrir efnislega næsta haust, til að veita bændum nægan aðlögunarfrest, Hann sagði að hugsanlega gæti Alþj óðaheilbrig-ðisdagur helg- aður „umhverfi og heilbrigði“ Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er laugardaginn 7. apríl 1990. Er hann að þessu sinni helgaður þemanu „Umhverfi og heilbrigði". Þetta er 42. árið, sem aðildarríki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinn- ar minnast gildistöku stofnskrár hennar7. apríl 1948. Stofnskráraðil- ar voru upphaflega 61 ríki en nú eiga 166 ríki aðild að stofnuninni. Með alþjóðaheilbrigðisdeginum er hvetju sinni vakin athygli heimsins, þjóða og staða á málefnum, er varða almannaheill og sérstök ástæða er til að menn geri sér grein fyrir og sinni. Dr. Hiroshi Nakajima fram- kvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar segir svo í ávarpi sínu: „Það er enn ljósara en áður að stöðugt fleiri sjúkdómar stafa af spillingu mannsins á umhverfi sínu. Við þekkjum betur en áður skaðleg áhrif iðnþróunar á vistkerfi heimsins. Eyðing ósonlagsins, súrt regn, veður- farsbreytingar og efnamengun era nokkur dæmi um áverka, sem maður- inn hefur veitt jörðinni okkar. Við erum á tímamótum. Viðvaran- ir gerast sífellt háværari um þann skaða, sem heilsu okkar og lífsgæð- um er búin. Því fólki fjölgar stöð- ugt, sem vinnur gegn spillingu um- hverfis okkar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vill benda á aðgerðir, sem einstakl- ingar, sveitarfélög og þjóðir geta og verða að sinna, til þess að stöðva frekari skaða á heilnæmi okkar hnattar, jarðarinnar. Okkar eigin heilsa og heilsa þeirra kynslóða, sem á eftir koma, veltur á því. Við leitum, í fullri alvöru, eftir samstöðu meðal iðnaðar- og þróun- arríkja. Varanlega valkosti verður að finna fyrir áframhaldandi þróun og vemdun heilbrigðis, hvar sem er á jörðinni okkar. Ákvarðanir teknar af einu ríki geta haft víðtækar afleiðingar, ekki aðeins fyrir nágrannaríki, heldur öll ríki heims. í tilefni alþjóðaheilbrigðisdagsins hvetjum við öll aðildarríki Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, opinber og óopinber samtök og alla-er láta sig einhveiju skipta velferð heimsins, að FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 5. apríl. FISKMARKAÐUR hf. Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 78,00 73,00 74,76 49,474 3.698.870 Þorskur(óst) 82,00 64,00 80,03 2,821 225.756 Ýsa 90,00 69,00 84,47 12,726 1.074.921 Ýsa(óst) 59,00 59,00 59,00 0,054 3.186 Karfi 44,00 20,00 37,64 12,479 469.644 Ufsi 34,00 20,00 32,74 46,822 1.533.073 Steinbítur 40,00 38,00 39,24 17,430 ' 683.877 Steinbítur(óst) 32,00 32,00 32,00 0,106 3.392 Langa 43,00 43,00 43,00 0,593 25.499 Lúða 340,00 150,00 278,22 0,200 55.644 Lúða(frosin) 185,00 150,00 159,35 0,232 36.970 Koli 30,00 30,00 30,00 0,105 3.150 Keila 28,00 22,00 27,03 1,050 28.368 Skötuselur 115,00 115,00 115,00 0,045 5.175 Hrogn 200,00 190,00 195,75 2,755 539.300 Samtals 57,06 147,290 8.404.311 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 116,00 50,00 79,57 41,055 3.266.631 Þorskur(ósl.) 71,00 35,00 68,06 4,349 295.994 Ýsa 95,00 53,00 82,52 49,455 4.081.040 Ýsa(óst) 85,00 73,00 77,50 4,042 313.237 Karfi 44,00 ' 39,00 39,81 17,722 705.527 Ufsi 37,00 28,00 35,81 81,119 2.904.709 Hlýri+steinb. 43,00 40,00 40,17 2,935 117.901 Langa 40,00 40,00 40,00 3,218 128.739 Lúða 265,00 200,00 239,78 1,476 353.915 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,179 6.265 Keila 20,00 20,00 20,00 0,169 3.380 Skata 220,00 220,00 220,00 0,103 22.660 Rauðmagi 72,00 50,00 52,89 0,305 16.130 Hnísa 25,00 15,00 19,41 0,068 1.320 Hrogn 230,00 205,00 207,45 1,988 412.415 Samtals 60,56 209,432 12.682.935 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 89,00 51,00 72,34 45,650 3.302.461 Ýsa 97,00 54,00 79,15 14,167 1.121.283 Karfi 39,00 18,00 36,69 9,481 347.841 Ufsi 33,00 18,00 31,80 6,782 215.639 Steinbítur 33,00 19,00 24,88 7,539 187.555 Hlýri 26,00 26,00 26,00 0,132 3.432 Langa 40,00 20,00 36,52 0,325 11.870 Lúða 365,00 230,00 292,35 1,434 419.230 Skarkoli 49,00 37,00 40,97 0,696 28.512 Keila 12,00 12,00 12,00 0,089 1.068 Skata 80,00 80,00 80,00 0,091 7.280 Skötuselur 395,00 370,00 391,45 0,317 124.090 Rauðmagi 50,00 50,00 50,00 0,039 1.950 Undirmál 25,00 25,00 25,00 0,180 4.500 Hrogn 200,00 200,00 200,00 0,316 63.200 Samtals 66,81 87,483 5.844.594 standa að kynningarátaki um þessi mál. Vara verður alla við þeim hætt- um, sem stafa af heilsuspillandi umhverfi og benda á til hvaða ráða hver og einn verður að grípa, til þess að afstýra þeim. Því hafa eftir- farandi slagorð verið valin: „Jörðin okkar — Heilbrigði okkar.“ „Hyggðu að heimi við dagleg störf.“ að ríkið ábyrgist verð á því magni sem seldist á árinu á undan að við- bættri hugsanlegri markaðsaukn- ingu. Hann sér ekki fyrir sér mikla breytingu á kindakjötsneyslu lands- manna á allra næstu árum. Steingrímur hefur trú á að í fram- tíðinni verði dilkakjöt okkar verð- mætara á heimsmarkaði vegna lítillar mengunar hér á landi. Undir þessi sjónarmið ráðherra tók Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, og sagði að á meðan okkur tækist að fram- leiða hollan og góðan mat þyrftum við ekki að kvíða sölu slíkrar fram- leiðslu hér á landi. Hún yrði að vera í sátt við náttúruna og mætti ekki ganga nærri þeim auðlindum, sem hún býr yfir. Haukur sagði að íslenskir bændur hefðu ræktað búfé og jörðina en ræktun markaðarins hefði orðið útundan. Hann taldi að komandi samningar við Evrópuríkin kynnu að hafa einhveijar breyting- ar á stefnu okkar í framtíðinni í för með sér. Hauki þótti vert að vekja athygli á að í nútímaþjóðfélagi væru margskonar tryggingar. Landbúnaðurinn væri grundvallar- trygging fyrir matvælum. Þessari tryggingu virtust margir vilja gleyma. I máli Egils Jónssonar alþingis- manns kom fram að útgjöld ríkisins til landbúnaðarins hefðu verið um 8 milljarðar árið 1979 á núvirði en svipuð tala í fyrra. Ríkið hafði í fyrra tekjur af söluskatti þannig að^r í raun eru útgjöld til landbúnaðarins nú um helmingi minni. Egill sagði að grundvöllur fyrir afkomu bænda hér væri heimaaflað fóður og minni útgjöld búanna, áframhaldandi styrkur til jarðræktar og mundi skapa grundvöll til minni kjarnfóð- urkaupa. - D J Leiðrétting I frétt í Morgunblaðinu í gær var nafn Guðna Ágústssonar, Framsókn- arflokki, ranglega nefnt meðal þeirra níu nafna alþingismanna er óskað hafa eftir umsögn Lagastofnunar um nokkur atriði frumvarps um stjórn fiskveiða. Þar átti að vera nafn Guð- mundar Ágústssonar, Borgaraflokki. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Reiðhöllin í Víðidal: Sýning sunnlenskra hestamanna HESTAMENN og hrossaræktendur á Suðurlandi efna til mikiilar sýn- ingar í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina og er sýningin nefnd „Stórsýn- ing Sunnlendinga“. Fjöldi þekktra hesta og hesta- manna munu koma við sögu á sýn- ingunum, en alls verða þær þijár; ein á föstudagskvöldi, ein síðdegis á laugardegi og á laugardagskvöldi. Sýndir verða gæðingar í A- og B- flokki, þekktir stóðhestar koma fram, smalahundur leikur listir sínar, hrossaræktarbú á Suðurlandi sýna hross og fjölmargar kynbótahryssur verða sýndar. Af stóðhestum, sem fram koma' má til dæmis nefna þá Sikil 1041 frá Stóra-Hofi, Stíg 1017 frá Kjartans- stöðum, Pilt 1114 frá Sperðli og Gust frá Vindási. Þrír hinna fyrst- nefndu hafa allir hlotið 1. verðlaun Sýning á tölvulist ÞANN 7. apríl verður opnuð sýn- ing á verkum bandaríska lista- mannsins Darcy Gerbarg í Menn- ingarstofiiun Bandaríkjanna, Neshaga 16, Reykjavík. Darcy Gerbarg er í fremstu röð svokallaðra tölvulistamanna i Bandaríkjunum í dag. Tölvugrafík hefur á undanförnum árum verið í síauknum mæli að ryðja sér til rúms í kvikmyndum, sjónvarpi, auglýs- ingagerð, tónlistarmyndböndum og hvers kyns útgáfustarfsemi. Banda- rískir listamenn hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og eru æ fleiri farnir að nota tölvu við list- sköpun sína. Þeir skipta hundruðum þeir bandarísku háskólar sem nú bjóða upp á námskeið í tölvugrafík og sérstakar tölvulistadeildir hafa verið settar á fót í sumum myndlist- arskólum. Darcy Gerbarg er stödd hér á landi til að kynna tölvulist í Mynd- lista- og handíðaskólanum í Reykjavík og verður hún með þriggja vikna námskeið þar í þess- um mánuði. Sýningin í Menningarstofnun Bandaríkjanna opnar kl. 14 á morg- un, laugardag, og verður opin alla virka daga frá kl. 8—18 en um helgar frá kl. 14—18. Henni lýkur 20. apríl. (Fróttatilkynning) sem einstaklingar, og Gustur hefur vakið athygli á Vetrarmóti Geysis í tölti í vetur. Stóðhesturinn Piltur 1114 verður sýndur í ræktunarsýn- ingu frá Sperðli í Landeyjum, en að auki munu þessi hrossaræktarbú sýna hross: Bjarnastaðir og Orms- staðir í Grímsnesi, Árbakki og Skarð á Landi, Helgastaðir í Biskupstung- um og ef til vill fleiri. Á Stórsýningunni er ætlunin að sýna „yfirferð" á nokkrum gangteg- undum, en yfirferð er það nefnt þeg- ar hross ná miklum hraða • á ein- hverri gangtegund svo sem tölti, brokki og skeiði. Allir aðgöngumiðar að sýningun- um munu gilda sem happdrættis- miðar og meðal vinninga verða tvö folöld úr ræktun Sunnlendinga; ann- að frá Sperðli í Landeyjum og hitt frá Bjarnastöðum í Grímsnesi. Morgunblaðið/Sigurður P. Björnsson Hjónin Sharpm Thompson, sópransöngkona og David B. Thompson, píanóleikari héldu tónleika í Húsavíkurkirkju. Bandarísk hjón með tón- leika í Húsavíkurkirkiu Húsavík. ** SHARPM Thompson, óperusöngkona, hélt tónleika í Húsavíkurkirkju á dögunum við undirleik manns síns David B. Thompson, sem jafii- framt lék nokkur verk á orgel. Voru tónleikarnir vel sóttir og listafólk- inu vel fagnað með lófataki og blómum. Thompsonshjónin hafa í tvö ár verið kennarar við Tónlistarskóla Húsavíkur og hann jafnframt verið organisti Húsavíkurkirkju og hún söngstjóri kirkjukórsins. Þetta er mjög mehntað tónlistarfólk. Frúin hefur lokið BA-prófi í tónlistar- kennslu og meistaragráðu í söng við háskólann í Suður-Karólínu og verið söngkennari við þekkta . háskóla. Hennar er getið í bókinni „Who’s Who in Music“. Sérgrein Davids er píanóleikur og stjórnun tónlistar við Land míns föður, sem frumsýna á hjá Leikfélagi Húsavíkur um næstu helgi. Þessi hjón hafa hlotið almenna hylli tónlistarunnenda á Húsavík og vildu Húsvíkingar hafa þau sem lengst, en þau fara vestur til frekara náms á komandi hausti og verður þeirra hér saknað. - Fréttaritari Opið prófkjör um heigina OPIÐ prófkjör nýs bæjarmálafé- lags á Seltjarnarnesi verður 6. og 7. apríl í Félagsheimili Seltjarnar- ness. Einnig verður skoðanakönn- un um áherslur í bæjarmálum. Alls bjóða 13 manns sig fram í prófkjöri bæjarmálafélagsins sem öll starfandi stjórnmálasamtök á Selt- jarnarnesi, fyrir utan Sjálfstæðis- flokkinn, standa að. Kosið verður föstudaginn 6. aprí! kl. 15-21, og laugardaginn 7. apríl kl. 10-19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.