Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 4: Karpov burstaði Timman í Malaysíu ___________Skák______________ Margeir Pétursson ANATOLY Karpov, fyrrum heimsmeistari, vann stórsigur á Hollendingnum Jan Timman í úrslitaeinvígi áskorendakeppn- innar sem lauk fyrir skömmu í Kuala Lumpur í Malaysíu. Loka- tölurnar urðu sex og hálfur vinningur gegn tveimur og hálf- um Karpov í vil. Hann vann fjór- ar skákir, tapaði engri, en fimm lauk með jafhtefli. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1971 til að finna svo mikinn mun í slíku einvígi, en þá sigraði Bobby Fischer Tigran Petrosjan með sömu tölum. Petrosjan stóð þó nokkuð upp í hárinu á Fis- cher að því leyti að honum tókst að vinna eina skák. Úrslitin gefa nokkuð rétta mynd af gangi einvígisins, eftir klaufa- legt tap með hvítu í fyrstu skák- inni náði Timman sér aldrei á strik. í þremur jafnteflisskákanna ram- baði hann meira að segja á barmi glötunar, svo munurinn hefði getað orðið enn meiri. Eftir þetta áfall í byijun gekk ekkert upp hjá Hol- lendingnum, sem hefur átt erfitt uppdráttar gegn Karpov undanfar- in ár. Heimsmeistarinn fyrrverandi vann síðan fjórðu, áttundu og níundu skákirnar. Yfirdómari í ein- víginu var Guðmundur Arnlaugs- son. í haust munu því Kasparov og Karpov tefla sitt fimmta einvígi um heimsmeistaratitilinn. Það byijar í New York 7. október. Þar verða fyrstu tólf skákirnar tefldar, en þá verður gert viku hié og áfram haldið í frönsku borginni Lyon. Þar verður seinni hluti einvígisins háð- ur og teflt þar til annar hefur hlot- ið 12 'A vinning. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þeir Fischer og Spasskíj háðu einvígi aldarinnar í Laugardalshöllinni. Þá lögðu ís- lendingar til 125.000 Bandaríkjad- ali í verðlaun og þótti mörgum það óhóf. Brezki fjármálamaðurinn Slater bætti síðan öðru eins við og þá fékkst Fischer til að tefla. Nú eru verðlaunin hins vegar orðin 3 milljónir dala og þáð þó tveir Sovétmenn séu að tefla i fimmta sinn! Einvígishaldið 1972 var okk- ur til mikils sóma og stendur víst til að riija það rækilega upp í New York í haust, þó ekki sé víst að Bobby Fischer fáist til að mæta til leiks. Það kemur því býsna spánskt fyrir sjónir að skákhreyf- ingin hér á landi á sér nú erfitt uppdráttar, þrátt fyrir að hverri krónu sé velt milli handanna og fjárfestingin í Faxafeni 12 sé mjög hófleg. Af þessu einvígi Karpovs við Timman er býsna erfitt að dæma um möguleika hans gegn heims- meistaranum, Hollendingurinn var einfaldlega langt frá sínu bezta og gerði sig hvað eftir annað sekan um slæm mistök. Tilþrif Timmans í síðustu skákinni voru býsna góð, en hann eyðilagði allt með grófum afleik rétt fyrir tímamörkin. Eftir þetta burst er alveg ljóst að við Islendingar megum vel una við árangur Jóhanns Hjartarsonar gegn Karpov í Seattle í fyrra, en hann tapaði tveimur skákum og gerði þrjú jafntefli. Eftir skákun- um að dæma hafði Timman mun minna að gera í Karpov. Við skul- um líta á þær tvær síðustu, sem bera þess báðar merki að Timman var orðinn örvæntingarfullur: 8. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Jan Timman Drottningarindversk vörn l.d4 - RPS 2. c4 - e6 3. RÍ3 - b6 4. g3 - Ba6 5. b3 - d5!? Fremur vafasamt afbrigði, en Timman var tveimur vinningum undir og einvígið hálfnað. 6. Bg2 — dxc4 7. Re5 — Bb4+ 8. Kfl - Rfd7 9. Rxc4 - c6 10. Bb2 - 0-0 11. Rbd2 - b5 12. Re3 - Bb7 13. Dc2 - Db6 Í4. Rf3 - Rf6 15. Re5 - Be7 16. R3g4 - Rxg4 17. Rxg4 - Rd7 18. Bf3 - Hac8 19. Hdl - a5 20. De4!? - Hc7 21. Kg2 - a4!? Byrjunin hefur heppnast þokka- lega hjá Timman, en hann vill ekki láta sér nægja að jafna taflið, held- ur fórnar peði til að skapa sér færi á drottningarvæng. 22. bxa4 - Ha8 23. axb5 - cxb5 24. Dbl - Bxf3+ 25. exf3 - h5 «26. Re3 - h4? Þessi atlaga er alveg misheppn- uð og tímaeyðsla í bezta falli. Eft- ir 26. — Hca7 virðast möguleikarn- ir enn u.þ.b. jafnir. Nú nær Karpov frumkvæðinu: 27. d5! - Bc5 Hér var betra að reyna að halda í horfinu og leika 27. — Rf6. 28. Hhel - e5 29. Rg4 - Hca7 30. Rxe5 — Rxe5 31. Hxe5 — Hxa2 32. d6! - h3+ 33. Kxh3 - Bxd6 34. Hh5 - Dxf2 35. Dh7+ - Kf8 36. Dxg7+ - Ke8 37. Dh8+ — Kd7 38. Dxf7+ og svart- ur gafst upp. 9. einvígisskákin: Hvítt: Jan Timman Svart: Anatoly Karpov Spánski leikurinn l.e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Bb7 10. d4 - He8 11. Rbd2 - Bf8 12. a4 - h6 13. Bc2 — exd4 14. cxd4 — Rb4 15. Bbl - c5!? I fyrstu og fimmtu skákunum lék Karpov hér 15. — bxa4, en nú endurvekur hann leik sem gafst honum illa í heimsmeistaraeinvígj- unum gegn Kasparov. 16. d5 - Rd7 17. Ha3 - f5!? í 14. og 16. einvígisskákum sín- um við Kasparov í Leningrad 1987 lék Karpov hér 17. — c4, en tap- aði þeim báðum. Nú leyfir hann sér þann munað að leika, mjög hvössum leik. Algengasta og eðli- legasta svarið er nú 18. exf5, en eftir bitra reynslu vill Timman greinilega sneiða hjá undirbúningi Karpovs og finnur nokkuð athygl- isverða leið til að flækja taflið: 18. Hae3!? - f4 19. H3e2 - Re5 20. Rfl - Rxf3+ 21. gxf3 - Dh4 22. Rh2 Hvítur virðist hafa stórskemmt stöðu sína, en enginn af léttum mönnum svarts tekur nokkurn þátt í baráttunni á kóngsvæng. Nú virðist 22. — Bc8 eðlilegra en að vaða fram með hrók eins og Karpov gerir. 22. - He5?! 23. Dd2 - Dxh3 24. Dxf4 — bxa4 25. Dg4 — Dxg4+ 26. Rxg4 - Hee8 27. f4 - a5 28. f3 - Ba6 29. Hg2 - Kf7 30. Hdl - Bc4 31. Re3 - Bb3 32. Hel - c4! Peðið sem hvítur hefur fórnað skiptir litlu máli í stöðunni og hann hefur mjög öflug tök á miðborðinu og kóngsvængnum. Timman ryðst nú til atlögu og vart hægt að lá honum það, en þrátt fyrir stöðu- yfirburðina reynast vamir svarts halda. Karpov bauð með síðasta leik sínum upp á skiptamunsfórn sem Timman hafnár réttilega, þar eð slíkt myndi létta um of á stöðu svarts. 33. e5!? - dxe5 34. Bg6+ - Kg8 35. Rg4 - Rd3 36. Rxh6+ - gxh6 37. Bxd3+ - Kh8 38. Bg6 - Hed8 39. Bd2? Eftir býsna skemmtilega tafl- mennsku tekur Timman nú enn einu sinni skakkan pól í hæðina. Rétt var auðvitað 39. fxe5 — Hxd5 40. e6 og svartur á í vök að veij- ast. Auk þess sem hvíta e peðið er mjög hættulegt má svara 40. — Bb4 með 41. Be4l. Með næsta leik sínum, sem einnig er mjög linku- legur missir Timman skákina síðan niður í tap, en þá er 40. Bxb4 — axb4 41. fxe5 skárri kostur. 39. - Bb4 40. Bc3? - Bxc3 41. bxc3 - a3 42. 6ce5 - Hxd5 43. e6 - Hdl! 44. Hxdl - Bxdl 45. e7 Hér gaf 45. f4 meiri möguleika á að halda taflinu, þó 45. — Bf3! 46. Ha2 — Kg7 sé ekki glæsilegt. 45. - Ba4 46. Bf7 - Hb8 47. He2 - Hbl+ 48. Kf2 - Hb2 49. Bxc4 - Kg7 50. Kel - Hxe2+ 51. Kxe2 - h5 52. Bb3 - Bd7 53. Ke3 - Kf6 54. f4 - Bc6 55. c4 — Kxe7 56. c5 — Be8 og Tim- man gaf skákina og einvígið, því hann á ekki vöm við hótuninni 57. - Bf7. % ........ ■ ■ ~....= Gomliia ílaiiisamir í Artóni íkvöld frá kl.21.30- 03.00 Hljómsvetin IMÝJA-BAIMDIÐ leikurásamt Kristbjörgu Löve og harmonikusnillingnum Gretti Björnssyni. Dansstuðið er í Ártúni Vagnhöföa 11, Reykjavik, sfmi 685090. Rúnar Þór og hljómsveit halda uppi stuði Jón á röltinu veröur með kynningu milli kl. 23 og 24. Nillabar Hilmar Sverrirs sér um fjörió Á næstunni Hljómsveitin Stjérnin leikur fyrir dansi Snyrtilegur klæðnaður (gallafatnaður bannaður) Fegurðarsamkeppni íslands 18. apríl TOMJONES 8., 9., 10., 11. og 13. maí Miðasala og borðapantanir í síma 687111. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.