Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Sjálfstæðisbarátta Litháa og ríkissljórn Islands eftir Harald Johannessen Frá upphafi hefur lítil reisn verið yfir ríkisstjórn þeirra Steingríms, Jóns og Olafs. Hún byrjaði á því að btjótast til valda á ákaflega óeðlilegan hátt og hefur síðan setið með hjálp smárra flokksbrota; með því að sveigja og teygja lög og með ýmiss konar mútugreiðslum til fyrr- greindra flokksbrota. Hún hefur setið í skugga siðleysis og ný spill- ingarmál koma svo ört upp að al- menningur hefur ekki við að melta ósómann. Það ótrúlegasta í þessu „íslendingar ættu þjóða best að hafa skilning á mikilvægi þess fyrir smáþjóðir að fá form- legar viðurkenningar með þessum hætti.“ öllu saman er þó að þessir ráða- menn virðast telja að siðferðismat almennings sé orðið svo brenglað að þeir leyfa sér enn að sitja, þó að allir sómakærir menn ættu að hrökkva undan skömminni og bera málin undir kjósendur. Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna er þó ekki sú að ég ætli að hneykslast almennt á ríkis- stjórninni, heldur vildi ég taka mál- stað Litháa og hvetja ríkisstjórnina til að sýna að hún hefði einhvern dug, þó ekki væri nema aðeins í þessu eina máli. Evrópsk smáþjóð beitt hervaldi Litháar ákváðu, fyrstir þeirra sem undanfarna áratugi hafa verið undir hinni illræmdu stjóm í Kreml, að halda lýðræðislegar kosningar. Eftir að þær höfðu farið fram, lýstu Haraldur Johannessen þeir því yfir, að landið væri fijálst og fullvalda ríki og skáru þannig á fyrri tengsi við Sovétríkin. (Þess verður þó að geta í þessu sambandi V AWiAJMnmm Allt að 12 mánaða greiðslukjör Leisurewise þrekhjólin fást á einstökum afborgunarkjörum. Visa og Euro korthafar geta nýtt sér raðgreiöslur og fengið Leisurewise þrekhjól á allt að 12 mánaða afborgunum. Leisurewise þrekhjólin eru búin ótal kostum: • Tölvu sem mælir m. a. hjartslátt, vegalengd og kaloríubrennslu. • Sætið er stillanlegt, stöðugt og mjúkt. • Átaksþyngdin er stillanleg. • Ólar yfir ristar. • Jöfn spyrna. • Plastpúðar verja gólfið. LEÍSUREWISE PROFILE áður 23.600,- nú 17.900,- stgr. Breska verslunarfélagið Faxafeni 10- Húsi Framtíðar 108 Fteykjavík 91-82265 LEISUREWISE 1000S áður 14.900,- nú 9.900,- stgr. OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 10-16 að þeir hafa aldrei viðurkennt landamæri Sovétríkjanna við Eystrasalt.) Síðan þessi yfirlýsing var gefin út hefur Litháum verið haldið í helgreipum óttans með sí- auknu hernaðarbrölti Sovétmanna í og yfir landinu. Byijað var á því að ógna þeim með „heræfingum" en nú eru sovéskir hermenn á hveiju strái í landinu, búnir að ráð- ast inn í sjúkrahús auk ýmissa ann- arra opinberra bygginga, hafa troð- ið sínum manni í embætti saksókn- ara, rekið erlenda fréttamenn úr landi og svo mætti lengi telja. Það var skoðun margra á Vest- urlöndum, að Gorbatsjov þyrði ekki að beita hervaldi í Eystrasaltsríkj- unum þótt þau lýstu yfir sjálf- stæði. Menn töldu að hann væri of hræddur við almenningsálitið fyrir vestan og mundi því sleppa þessum ríkjum þegar þau færu fram á það. Nú hefur annað komið í ljós. Her- valdi hefur þegar verið beitt í Lithá- en þótt mannfall hafi ekki orðið, þar sem Litháar reyndu ekki að veijast. Hver skyldi svo afstaða ríkis- stjórnar Islands vera í þessu máli? Hún virðist ekki hafa af því miklar áhyggjur þó farið sé með hernaði á hendur fullvalda smáríki í Evr- ópu. Hún hengir sig í gamlar yfir- lýsingar frá því Island tilheyrði Danaveldi, í stað þess að taka á málinu af þeirri_ reisn og þeim myndarskap sem íslendingum væri sæmandi. Telur rikisstjórnin ef til vill að íslendingum þyki léttvægt hvernig er komið fram við fámennar vina- þjóðir, rétt eins og hún telur að Islendingum þyki siðleysið hér inn- anlands léttvægt? Hvað mun svo gerast nú þegar Eistlendingar reyna að öðlast sjálfstæði? Eða þeg- ar Lettar fylgja á eftir? Þeir geta líklega ekki heldur treyst á ötulan stuðning íslensku ríkisstjórnarinn- ar. Krafan um formlega viðurkenningu Ríkisstjórnin gengur meira að segja svo langt að hún neitar að láta samþykkja á Alþingi þings- ályktunartillögu, sem sjálfstæðis- menn og frjálslyndir hægri menn lögðu fram fyrir skömmu, þess efn- is að viðurkenna nú fullveldi og sjálfstæði Litháen með formlegum hætti og styðja þannig við bakið á Litháum af öllum mætti. íslending- ar ættu þjóða best að hafa skilning á mikilvægi þess fyrir smáþjóðir að fá formlegar viðurkenningar með þessum hætti, enda ekki langt síðan við þurftum sjálfir á slíkum yfirlýsingum að halda. En ef menn eru enn í einhveijum vafa um áhrif þess og tilgang að gefa út formlega yfirlýsingu, ættu þeir held ég að taka orð Landsbergis forseta Lithá- ens trúanleg. En hann segist, í við- tali við Moggann á sunnudag, „að sjálfsögðu" mundu vilja að Island gengi lengra en það hefur gert í stuðningi sínum og telur formlega yfirlýsingu mjög mikilvæga, staðan sé í dag ótrygg. Það hlýtur því að vera lágmarks- krafa almennings á hendur þessari ómögulegu ríkisstjórn, sem situr þvert á vilja mikils meirihluta þessa sama almennings, að hún lýsi nú þegar yfir viðurkenningu íslands á hinu fullvalda Litháen og beijist auk þess með öllum tiltækum ráðum gegn hernaðaríhlutun Kremlar- stjórnar í landinu. Ilöfundur á sæti í stjórn Heimdallar, féiags ungra sjálfstæðismanna í Reykja vík. Kork»o*Plast GÓLF-GLJÁI Fyrir PVC-filmur, linolcum, gúmmí, parkctt og steinflísar. Notió aldrei salmiak eða önnur sterk sápuefni á Kork*o*Plast Kinkiiumhoó á Islnndi: Þ.ÞORGRlMSSON&CO Árnuilii 29, Múlutorgi, s. .18640.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.