Morgunblaðið - 06.04.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 06.04.1990, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Það hangir niargl á spýtunni eftir Ólaf Olafsson Aðgerðir á kransæðum hófust fyrir nokkru hér á landi. Vegna óvenju vandaðs undirbúnings og vel valinnar tímasetningar hafa þessar aðgerðir farið vel úr hendi og nú eru um 60% allra aðgerða fram- kvæmdar hérlendis. Dánartíðni eftir aðgerðir er um 2,5% eða eins og best gerist á Norðuriöndum og í Bretlandi. Einstaka stærri sjúkra- hús í Bandaríkjunum sýna betri árangur en þar hafa þessar aðgerð- ir verið framkvæmdar hátt á annað áratug. Sýkingatíðni er mjög lág og t.d.m un lægri en á sumum sjúkrahúsum í Bretlandi eða svipuð og á Norðuriöndum. Nú er rætt um hvort ijölga eigi kransæðaaðgerðum og að við verð- um sjálfum okkur nóg? Ef lítið er á kostnaðarhliðina kemur í ljós að stofnkostnaður hefur þegar að mestu verið útlagður og læknar greiða eigin sérfræðinám. Beinn rekstrarkostnaður við þessar að- gerðir er svipaður og í Bretlandi eftir því sem næst verður komist, en trúlega lægri en gerist í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Vissulega er samanburður á kostnaði við heil- brigðisþjónustu milli landa vægast sagt flókið dæmi og fer að verulegu „Við eigum að flytja allar kransæðaaðgerðir heim.“ leyti eftir þeim forsendum sem menn gefa sér. Ef síðan er litið á óbeinan kostnað, s.s. ferðakostnað, tekjur ríkisins af vinnu sem fer fram hér á landi o.fl., en trúlega hag- stæðara að framkvæma aðgerðim- ar hér á landi en erlendis. Ef tekið er tillit til mannlegra sjónarmiða er tvímælalaust jákvæðara að gera þessar aðgerðir hér á landi. En fieira hangir á spýtunni, sem ekki hefur mikið komið fram í umræð- um. 1. Æðakölkun er eitt stærsta heilbrigðisvandamálið sem við höf- um við að stríða og verður svo í næstu framtíð. Velþjálfað starfslið sem kann vel til verka við krans- æðaaðgerðir og fylgist vel með því helsta sem er á döfinni í þeim efnum í nágrannalöndunum tryggir okkur bestu þjónustu við aðrar æðaað- gerðir sem kemur til með að fjölga. 2. Skurðaðgerðum á kransæðum hafa fylgt aðrar „einfaldari“ að- gerðir og hættuminni þ.e.: a) Æðaútvíkkun (blásning) sem mjög hefur farið í vöxt. Ólafur Ólafsson SYNING á viðskiptahugbúnaði Dagana 5. og 6. apríl verður sýning á viðskiptahugbúnáði frá eftirtöldum aðilum: Opus 91 • • ^^KORN .............. HUGBÚNADARÞJONUSTA ' / Tölvumiðstöðin hf y víkurhugbúnaður Sýningin er hjá okkur í Skeifunni 17, kl. 09:00-17:00 báða dagana. ÖRTÖLVUTÆKNI Tölvukaup hf., Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 687220, Fax 687260. b) Laser-aðgerðir sem nú eru á byijunarstigi. Forsendur þess að hægt sé að framkvæma þessar aðgerðir eru að á staðnum sé vel þjálfað starfslið sem getur framkvæmt skurðað- gerðir skjótt og vel ef eitthvað ber útaf. Niðurstaða Við eigum að flytja allar krans- æðaaðgerðir heim. Tæknilega séð er það ávinningur fyrir okkur og þá ekki eingöngu á sviði kransæða- aðgerða heldur einnig hvað varðar aðrar æðaskurðlækningár. Fjár- hagslega séð er trúlega verulegur sparnaður við það fyrirkomulag. Trúlega þarf að bæta skurðstofu- rými nokkuð en skortur á hjúkrunar fræðingum og öðru þjálfuðu starfs- fólki gæti orðið þessari þróun þrándur í götu. Höfundur er landlæknir. ■ PÓLARIS-KL ÚBBURINN heldur vélsleðakappni á morgun, laugardaginn 7. apríl, í gryfjunum við Litlu-kafHstofuna í Svína- hrauni. „Þessi keppni er síðari kepnin í vetur, sem gefúr stig til íslandsmeistara í vélsleðaakstri, en hin var haldin á Mývatninú fyrir skömmu. Keppnin nú hefst kl. 10 með undanúrslitum og hefst svo aðalkeppnin kl. 12. Keppt verður í tveimur samliggjandi brautum sem býður uppá mikla spennu" segir í fréttatilkynningu frá Pólaris- klúbbnum. VASKHUGI ForritiÖ jyrir litlu fyrirtœkin, sem rœður þó við ótal fcerslur, vörunúmerog viðskiptamenn. • Sölukerfi • Viðskiptamannakerfi • Birgðakerfi • Innheimtukerfi • Rekstrarbókhald • Virðisaukaskattur • Þræleinfalt í notkun • Kostar brot af sambæri- legum kerfum, aðeins kr. 12.000 (+vsk) • Viku skilafrestur, ef það hentar ekki. Vaskhugi fcest hjá flestum tölvusölum. fslensk tæki, Garðatorgi 5, 210 Garðabæ. Sími 656510

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.