Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 39

Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 39 breyta eðli okkar atvinnustarfsemi og gera hana líkari iðnaðarfram- leiðslu annarra landa, þar Sem bæði verð- og magnsveiflur eru minni. Við höfum allt að vinna því sjávarút- vegur er og verður um ókomna framtíð okkar höfuðatvinnuvegur. Það giidir að breyta siíkum útvegi í búskap og þar með draga úr hag- sveifum. Lánstraust og vaxtakjör I grein minni er bent á að upp- bygging í Austur-Evrópu á komandi árum muni auka lánsíjáreftirspurn- ina í heiminum, og því hækka vaxta- stigið. Yngvi bendir á að vaxandi efnahagstengsl Austur- og Vestur- Evrópu þýði verulegan niðurskurð á útgjöldum til hermála í Evrópu, sem draga mun úr lánsfjáreftirspurn. A móti má benda á að herútgjöld eru kaup á hergögnum og herþjónustu. Ef slík útgjöid eru skorin niður myndast umtalsvert atvinnuleysi í þeirri atvinnugrein, ásamt því sem íjárfesting hennar stendur ónotuð. Því er líklegt að í staðinn komi ný framleiðsla, s.s. geimvarnanet eða framleiðsla á nýjum tækniundrum. Alla vega eru miklar líkur á að heimsframleiðslan eigi eftir að auk- ast verulega í kjölfar breytinganna í Austur-Evrópu, og þar með fjár- festingin og lánsfjáreftirspurnin. Yngvi ályktar að vaxtakjör og lánshæfi þjóðarinnar geti hugsan- lega batnað með auknum erlendum lántökum og aukinni vaxtabyrði, ef slíkar lántökur fara í arðbærar fjár- festingar. Að mínu mati er þetta frekar langsótt. Það gildir því í framtíðinni að tengja skuldir þjóðar- innar við arðsemi tilheyrandi fram- kvæmda. Oftast er þó litið á heildar- skuldir þjóðarinnar og vaxtabyrði sem hlutfall af landsframleiðslu. Arðsemi í þessu samhengi er auk þess nokkuð afstæð. Er hún reiknuð út frá heimsmarkaðsverði á raforku eða innlendu einokunarverði? Hagvöxtur Að síðustu talar Yngvi um að örva þurfi hagvöxtinn, þar sem hann verði með minnsta móti á næstu 5—10 árum. Og að ál- og orkufram- kvæmdir gefi gott tækifæri til slíks. Hér er fullyrðing sem ég efa að fái staðist. Hún felur einnig í sér litla tiltrú á íslensku athafnalífi. Ég er þeirrar skoðunar að jafnvægi og stöðugleiki í efnahagslífinu hafi í sér falda mikla hagvaxtarmöguleika þegar fram líða stundir. Að atvinn- ulífið sjálft finni.sér sínar hagvaxtar- leiðir við slíkar aðstæður. Að at- vinnugreinar eins og ferðaþjónusta, frekari fullvinnsla sjávarafurða og ýmiss smærri iðnaður fái mun betur notið sín og muni skapa verulega meiri virðisauka fyrir þjóðarbúið en ál- og orkuframkvæmdir. Þær munu nýta mun betur (draga úr) óhag- kvæmni hagkerfisins og skila þjóð- inni meiri tekjum og betri lífskjörum. Valið er því á milli ál- og orkufram- kvæmda, þenslu og verðbólgu eða stöðugleika, varanlegrar atvinnu- uppbyggingar og meiri hagvaxtar til lengri tíma litið. Höfundur er hagfræðingur. Nú fást hvítu hrísgrjónin einnig í stærri pakkningum. Heildsölubirgðir: KARLK.K/VRLSSONxGO. í Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 — Gönguskór Þú misstígur þig ekki í vönduðu göngu- skónum frá Scarpa. Hvort sem þú ert að rölta á jafnsléttu eða príla fjöll þá á Skátabúðin skóna fyrir þig. Skátabúðin selur Scarpa og aðstoðar þig við val á þeim skóm er henta þínum þörfum. Mundu að ráðleggingar okkar eru byggð- ar á reynslu. -SWRAK FRAMMK SNORRABRAUT 60 SÍM112045 ,, Nougathringur Notaðu AKEA með öðru úrvals hráefni og baksturinn heppnast vel! ,, Nougathringur“ Hrærið saman 130 g Akrasmjörlíki, 130 g sykri og tveimur eggjum. 150 g hveiti ásamt 1 tsk. lyftidufti og 1 msk. rjóma er blandað saman við. Bakið í 40 mín. við 175-200°C. Kökunni er skipt í þrjá hluta og smjörkrem sett á milli og utan á. Smjörkrem Hrærið saman 150 g Akrasmjörlíki, 200 g flórsykri, einu eggi og 2 tsk. vanilludropum. Nougat Bræðið 100 g sykri og bætið 50 g möndlum í, látið kólna á smurðri plötu, myljið og setjið á kökuna. Verði ykkur að góðu! Líkarvel! tSBB SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyri ARGDS/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.