Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 Sérstakt verkefiii í tilefiii afmælis forseta íslands I TILEFNI sextugsafmælis forseta Íslands, Vigdísar Finnbogasóttur, hefiir stjórn Útflutningsráðs íslands ákveðið að hrinda í framkvæmd sérstöku verkefni í nafni forsetans til að kanna markaðsmöguleika islenskrar þekkingar á sviði heilbrigðisþjónustu erlendis. I fréttatilkynningu frá Útflutn- ingsráði segir: Stjórn Útflutnings- ráðs íslands vill koma á framfæri sérstökum þökkum sínum og íslenskra útflytjenda til Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands, fyrir það frábæra starf, sem hún hefur unnið að kynningu á íslandi og íslenskum afurðum erlendis á undanfömum árum. Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands vekur hvarvetna mikla athygli erlendis hvar sem hún kemur og hefur með framkomu sinni tekist að festa ís- land í hugum fjölda útlendinga. Á þeim kynningum, sem Útflutnings- ráð hefur haldið í tengslum við ferð- ir forsta íslands erlendis, hafa fjöl- margir viðskiptavinir íslenskra fyr- irtækja fengið tækifæri til að hitta forsetann. Þetta starf forsetans hefur í mörgum tilfellum treyst núverandi viðskiptasambönd og í öðrum tilvikum leitt til stofnunar nýrra. Hvar sem forseti íslands hefur ferðast hefur athygli fjölmiðla beinst að henni og Island hefur fengið jákvæða umfjöllun í þeim. Fyrir smáþjóð eins og ísland er mjög mikilvægt að koma sjónarmið- um sínum á framfæri, en það er jafnframt ljóst að í hörðum heimi fjölmiðlanna þar sem samkeppni er mikil er bæði erfltt og dýrt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ferðir forseta íslands erlendis hafa gegnt mikilvægu hlutverki í þessum efnum og er árangur þeirra til að auka þekkingu útlendinga á íslandi ómetanlegur. Stjórnin vill hvetja Vigdísi Finnbogadóttur til að halda áfram þessu mikilvæga starfi og er það von ráðsins, að það megi eiga árangursríkt samstarf við for- setann á komandi árum sem og hingað til.“ (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Ámi Sæberg Víða var gripið til varúðarráðstafana í gær vegna hvassviðrisins sem gekk yfir landið. Á Reykjavíkurflug- velli var óttast að litlar flugvélar tækjust fyrirvaralaUst á loft og því var brugðið á það ráð að leggja bensínbílum, vörubílum og öðrum þungum fyrirtækjum áveðurs við þær. Flugtak óheimilt VEÐURHORFUR í DAG, 12. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Skammt norður af Tjörnesi er 952 mb lægð, sem hreyfist allhratt norðaustur. Önnur lægð, um 963 mb djúp, um 500 km vestsuðvestur af Reykjanesi á leið austur. SPÁ: Hæg norövestan- og norðanátt og frost um allt land. Smáél á Noröausturlandi en annars þurrt að mestu. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg vestlæg átt. Léttskýjað á Norður- og Austurlandi en þykknar upp á vestanverðu landinu, þegar líður á daginn. Frost 2-8 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestlæg átt og skúrir eða slydduél á Suður- og Vesturlandi en annars þurrt að mestu. Hiti +2 til +3 stig. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus Heiðskfrt ▼ stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. * V El •Ql Léttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka 'Qch. Hálfskýjað / / / * / * > Þokumóða Súld £Ék Skýjað / * / * Slydda / * / 00 Mistur 4 Skafrenningur j ^ Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA ÚM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +1 alskýjað Reykjavlk 2 þokumóða Bergen 7 skúrás. klst. Helsinki 6 léttskýjað Kaupmannah. 9 skýjað Narssarssuaq +7 snjókoma Nuuk vantar Osló 9 skýjað Stokkhólmur 4 rigning Þórshöfn 9 skúrás. klst. Algarve 20 léttskýjað Amsterdam 10 hálfskýjað Barcelona 16 heiðskirt Berlfn 10 skúrás. klst. Chicago 2 snjóél Feneyjar 16 léttskýjað Frankfurt 10 hálfskýjað Glasgow 12 skýjað Hamborg 7 skúr á s. klst. Las Palmas 19 skýjað London 13 skýjað Los Angeles 13 helðskfrt Lúxemborg ■ 9 skýjað Madríd 15 skýjað Malaga 17 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Montreal 0 snjókoma NewYork 14 rignlngás.klst. Orlando 21 rigning ParfB 12 skýjað Róm 16 léttskýjað Vln 9 alskýjað Washlngton 13 skýjað Winnlpeg +8 skýjað Átta riðutilfelli hafa greinst á Austurlandi á rúmu ári: Samþykkt að veita 206 milljónum til heildamiður- skurðar 13.300 íjár í haust BÚNAÐARSAMBAND Austurlands hefur farið þess á leit við ríkis- stjórnina að kannaður verði möguleikinn á því að skera niður allt fé á svæðinu á milli Jökulsár á Brú og Lagarfljóts næsta haust, en þar hafa átta riðuveikitilfelli komið upp síðastliðna 15 mánuði. Ríkissljórn- in hefúr samþykkt að veita 206 mifljónum króna til þessa verkefnis, en alls er um að ræða um 13.300 Aðalsteinn Jónsson bóndi á Klausturseli, formaður búnaðarsam- bands Austurlands, sagði að fundir yrðu haldnir með bændum næstkom- andi laugardag, þar sem könnuð yrði afstaða þeirra til heildarniðurskurðar á svæðinu. „Stjóm búnaðarsam- bandsins kaus að fá fyrst úr því skor- ið hvort ijármagn fengist til niður- skurðarins, en það liggur ekki fyrir hvort bændur á svæðinu eru einhuga sammála þessari aðgerð." Að sögn Aðalsteins felur sam- þykkt ríkisstjórnarinnar í sér um 190 milljóna króna framlag vegna förg- unarbóta og bóta vegna afurðatjóns í tvö ár, en að meðtöldum kostnaði vegna flutnings líflamba og öðrum tengdum kostnaði yrði alls um 206 milljónir að ræða. Á móti kæmi síðan um 100 milljóna króna sparnaður á ári í útflutningsuppbótum. „Ef ekki verður farið út í heildar- niðurskurð á svæðinu liggur fyrir að lóga þarf rúmlega 1.300 fjár á fjórum bæjum nú í apríl. Búið er að stað- festa þrjú riðutilfelli á þessu svæði frá áramótum’ af fimm tilfellum sem greinst hafa á landinu öllu, en á síðustu 15 mánuðum hafa verið stað- fest átta tilfelli sem tengjast 11 býl- um á svæðinu. Þetta virðist því vera virkasta riðusvæðið á landinu í dag, en á tímabilinu 1986-1989 var slátr- að þar um 8.800 kindum vegna riðu- veiki." Aðalsteinn sagði það væri skoðun Qár á 55 bæjum. margra, og þá sérstaklega yngri bænda, að meiri líkur væri á því að fjárbúskapur yrði stundaður á svæð- inu í framtíðinni ef um heildarniður- skurð yrði að ræða. „Við erum ekki að tala um að leggja niður sauðfjár- búskap héma, heldur erum við þvert á móti að tala um að efla hann með því að hreinsa svæðið af riðuveiki í eitt skipti fyrir öll.“ Skákmótlð í Lyon: Margeir með 4 '/2 vinning MARGEIR Pétursson hefúr Qóra og hálfan vinning eltir fimm umferðir á opnu ská- kóti Lyon í Frakklandi. Hann deilir efsta sætinu með ísra- elsmanninum Roman. Margeir vann í gær alþjóð- lega meistarann Sances frá Argentínu og Karl Þorsteins vann Minciolli. Lárus Jóhannes- son tapaði fyrir Santo Roman. Að loknum fímm umferðum hafði Karl ijóra vinninga eins og fimm aðrir skákmenn en Lárus hafði þijá vinninga. Þróunarfélag mið- borgarinnar stofiiað BORGARYFIRVÖLD hafa ákveð- ið í samvinnu við ríkisstjórnina, að stofna Þróunarfélag miðbæjar- ins. Stoftifúndurinn verður hald- inn mánudaginn 28. apríl á Hótel Borg og hefst hann kl. 18.15. Á fundinum mun Davíð Oddsson borgarstjóri gera grein fyrir tilgangi og markmiði félagsins og Guðmund- ur Benediktsson ráðuneytisstjóri, forsætisráðuneytisins flytur ávarp, sem fulltrúi forsætisráðherra. Enn- ’ fremur flytja ávörp fulltrúar banka- stofnanna, kaupmanna, veitingahúsa og hafnarstjómar. Að sögn Þorvaldar S. Þorvaldsson- ar forstöðumanns borgarskipulags- ins, er félaginu ætlað að standa að þróun og uppbyggingu ( miðborg- inni. Allir þeir sem áhuga hafa eru velkomnir á fundinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.