Morgunblaðið - 12.04.1990, Side 14

Morgunblaðið - 12.04.1990, Side 14
14 wt-'i JOIMA .9 1 H.UOAU'UTMMfr-i OlOAJaKUOaOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍlI.990 EIN MYND OG ÞIJSUND ORÐ Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Sveinbjörn I. Baldvinsson: Fox- trot. Kvikmyndahandrit. BSE 1989. Eftirmáli: Ríkharður III., Rambo IV og Kerið í Grímsnesi. I þessum iínum verður að engu leyti fjallað um eða lagður dómur á handritið að baki Foxtrot heldur staldrað við eftirmála höfundar um kvikmyndahandritið sem gefur um leið tilefni til að velta vöngum yfir kvikmyndagerð á íslandi um þessar mundir. Segja má að kvikmyndagerð á Islandi sé enn í vöggu; hún á langt í það að slíta barnsskónum. Þess vegna er hún spennandi viðfangs- efni, lengi enn til alls líkleg, fjarri því að vera útreiknanleg. Af sömu ástæðu þarfnast hún þess að um hana sé rætt og ritað. Þótt ótrúlegur fjöldi íslenskra kvikmynda hafi verið framleiddur undanfarinn áratug er hitt eftirtekt- arvert hve lítið hefur farið fyrir marksækinni umræðu íslenskra kvik- myndagerðarmanna um kvikmyndir. Ekki svo að skilja að íslensk kvik- myndagerð hafi verið markmiðslaus, frekar hitt að fagleg umfjöllun hefur illa náð út fyrir raðir aðstandenda sjálfra. Þakkarvert er þegar þeir leyfa öðrum að vera með eins og í þessari bók sem hér verðurvikið að. Sveinbjöm segir handritið ekki gefið út sem eitthvert fyrirmyndar- handrit heldur vegna þess að vera kunni að einhveijum megi þykja fengur í að skoða mun á handriti og kvikmynd og að „... hugleiða spumir um dramatíska uppbygg- ingu, beitingu myndmáls í stað munnlegrar frásagnar...“ Síðan rekur Sveinbjöm, í afar knöppu máli, helstu einkenni „venju- legra“ bíómynda. Það sem kann að vekja athygli lesandans er hve ótal margt er líkt með kvikmynd og frá- sagnarbókmenntum. Enda fullyrðir höfundur að einn maður hafi öðrum fremur haft áhrif á handritagerð kvikmynda, sem sé Aristóteles með riti sínu Um skáldskaparlistina. Þannig em hugtökin kynning — flækja — lausn jafnnauðsynleg í umræðu um kvikmyndir og um bók- menntir. Þetta verður Sveinbimi til- efni til að teikna þverskurðarmynd af hálfu Kerinu í Grímsnesi, það líkist nefnilega risi og hnigi í at- burðarás „meðal“kvikmyndar: Fyrst er gengið frá bflastæðinu upp langan aflíðandi hallann (vaxandi spenna) að kerbarminum (hámark spennunn- ar), síðan tekur við brött og stutt brekka niður í botninn (hnig). Allt eru þetta auðskilin hugtök sem gera ekki annað en að lýsa ein- földustu þáttum kvikmynda, beina- grind sem hver almennilegur bíógest- ur kannast við þótt hann velti kannski ekki mikið vöngum yfír kvik- myndum yfirleitt. Þetta bendir Svein- bjöm á með þessum orðum: „Það er þetta grundvallarlögmál, þessi beina- grind, sem Ríkharður III og Rambó IV eiga sameiginlegt. Þeir ganga báðir tveir, en vissulega hvor í sínu lagi, þennan dramatíska spotta í Grímsnesinu, hina lúmskt-tragísku leið frá bílastæðinu, upp aflíðandi brekkuna að Kerbarminum, þar sem átökin ná hámarki. Svo fikra þeir sig niður brattann, ofan í gíginn." Síðan Morgunblaðið/Þorkell Sveinbjörn I. Baldvinsson fullyrðir Sveinbjörn að það sé ekki byggingarlagið eitt sem gerir kvik- myndahandrit annaðhvort gott eða slæmt. Og undir það er vissulega hægt að taka. En hvaða eiginleika verður handrit þá að hafa til þess að það megi teljast gott? Svarið við þessari spurningu er líklegast ekki til, er kannski galdur. Eitt má þó telja víst: Það verður með einhverjum framlegum hætti að brjóta viðteknar reglur, verður að sýna gamla hluti í nýju ljósi. Hérna gæti íslensk bók- menning orðið að liði. Sé bókmenntaleg þekking yfírleitt mikils virði í kvikmyndagerð ætti íslensk arfleið að geta komið hér til hjálpar, ekki fyrst og fremst sem brannur til að ausa efnivið úr heldur miklu frekar sem fræðilegur grannur sem íslensk kvikmyndagerð gæti staðið á. Verk Snorra Sturlusonar og Halldórs Laxness gætu því orðið kvikmyndagerðarmönnum vegvísir til að gæða beinagrindina holdi, miklu holdi. Um leið yrði íslenskt landslag, þótt það sé það fallegasta í heimi, ekki lengur einn frumlegasti þátturinn í íslenskum kvikmyndum. Eitthvað annað hlyti að vega þyngra þegar rætt væri um einkenni þessar- ar listsköpunar hér á landi — sem leiddi af sér að þá væri raunveraleg ástæða til að tala um „íslenska kvik- myndagerð" en ekki bara „kvik- myndagerð á íslandi". Kvikmyndagerð er alþjóðlegur iðn- aður með föstum viðurkenndum við- miðum. Stórþjóðirnar hafa gefið kvikmyndunum mest, bæði íjárhags- Heiðar og afréttir Bókmenntir ErlendurJónsson HÚNAÞING. III. 344 bls. Ritn. Sigurður J. Líndal og Stefán A. Jónsson. Útg. Söguf. Húnvetning- ur o. fl. 1989. Þetta þriðja bindi Húnaþings fjali- ar að langmestu leyti um afréttir Húnvetninga. Einnig er skrá yfir eyðibýli í sýslunni. Hér er að verki staðið líkt og í Göngum og réttum, landlýsing og frásögn í bland. Einnig kveðast höf- undar hafa sótt efni til árbóka Ferða- félagsins og fleiri tilgreindra rita. Ennfremur hafa þeir dregið saman efni eftir munnlegum heimildum og úr óprentuðum handritum. Að sjálf- sögðu hafa þeir svo stuðst við eigin staðþekkingu. Bók þessi stendur því fyrir sínu þótt efnið sé ekki alls kost- ar nýtt. íslenskur sauðfjárbúskapur hefur alltaf byggst á víðáttu lands. Afrétt- arlöndin voru því undirstaða búskap- ar í Húnaþingi aldimar í gegnum. Ef þeirra hefði ekki notið við hefðu sumar sveitir sýslunnar verið lítt til búskapar fallnar. Fleira var og til heiðanna sótt, t.d. fjallagrösin, að ógleymdri silungsveiðinni sem var búbót er um munaði. Það féll næstum eingöngu í hlut karla að sækja til heiðanna. Þess gætir líka í minning- um Húnvetninga. Afréttarlöndin, sem menn sjá ekki aðeins fyrir sér í sumarskrúða þegar horft er um öxl, heldur allt eins oft undir klaka- brynju vetrar, höfðu sitt karlmann- lega aðdráttarafl. Um það vitna ótal rit, ævisögur jafnt sem þjóðsögur. Hér er lítt farið ofan í þess háttar fræði. Þetta er hlutlægur fróðleikur, skráður af mönnum sem þekkja þessi svæði og nytjar þær sem af þeim mátti hafa, og halda sig við efnið. Þama kemur að sjálfsögðu fyrir urmull ömefna. Skráning þeirra get- ur þýtt að einhveijum þeirra sé hér með bjargað frá gleymsku. Því ólík- lega munu Húnvetningar halda áfram að nytja þessi heiðalönd með nákvæmlega sama hætti og áður. Búskaparhættir era breyttir og munu varla sækja í fyrra horf aftur. Spyija má hvers vegna kennileiti sérhvert varð að heita eitthvað. Það skýrist glöggt við lestur þessarar bókar. Þeir einir, sem örnefnin þekktu, gátu gert nákvæmar staðarákvarðanir svo nútímalega sé að orði komist. Á þeirri þekkingu byggðust t.d. skipu- legar fjárleitir. Sýnilega hafa ömefnavenjur farið nokkuð eftir héraðum og landshlut- um. Húnvetnsk ömefni bera annars konar svip en rangæsk eða skaft- fellsk svo dæmi séu tekin. Varla stafar það eingöngu af mismunandi landslagi. Ef örnefnin era frá land- námsöld er hugsanlegt að landnáms- Sigurður J. Líndal menn hafí valið þau með hliðsjón af ömefnum í heimahögum úti í Nor- egi. Hvaðeina, sem snerti bóndans bú, hefur og haft áhrif á nafngiftir. Grenshöll, Grensurð og Grensbrekk- ur minna t.d. á refínn, ægiskelfí sauðfjárins. Til eru ömefni sem láta furðulega í eyrum svo sem Strípalón og Irringafannir. En önnur fela í sér lýsingu á viðkomandi stað eins og Sléttafell. I fomum heimildum koma svo fyrir örnefni sem ekki er lengur vitað við hvaða stað þau áttu; Hvin- verjadalur svo dæmi sé tekið. Nafna- skrár — ömefna og manna — hefðu aukið gildi þessa rits. Athyglisvert er að uppblástur sýn- ist lítt hafa heijað á afréttarlönd Húnvetninga (nema austast) þrátt fyrir mikla beit um aldaraðir. Ástæð- an mun meðal annars vera sú að Sjónvarpsóperan Vikivaki frumsýnd á morgun: Það truflar kannski íslenska áhorfend- ur að heyra rödd Kristins en sjá Helga - segir Atli Heimir Sveinsson tónskáld „Ég og Hannu Heikinheimo leikstjóri lögðum síðustu hönd á lokahljóðbiöndunina hjá danska sjónvarpinu fyrir þrem- ur vikum,“ sagði Atli Heimir Sveinsson tónskáld og höfund- ur sjónvarpsóperunnar Viki- vaki, sem frumsýnd verður samtímis á fjórum Norðurlönd- um á morgun, fostudaginn langa, í símasamtali við Morg- unblaðið í gær. Atli Heimir dvelur nú í Frakklandi þar sem hann vinnur við að skrifa stórt hljómsveitarverk. Sjónvarpsóperan Vikivaki var unnin í samvinnu norrænu sjón- varpsstöðvanna, af listafólki frá öllum Norðurlöndunum. „Óperan er geysilega vel gerð og samvinnan við alla hefur verið mjög góð,“ sagði Atli Heimir Sveinsson. „Það syngja tíu íslenskir einsöngvarar í óperanni og þrír fínnskir, en íslensku söngvaramir fara allir á kostum. Sérstaklega Kristinn Sig- mundsson sem syngur aðalhlut- verkið, Jaka Sonarsori, burðarásinn í verkinu. Önnur hlutverk snúast meira og minna í kringum hann, enda gerast atburðimir í hugar- skoti hans. Það er síðan Helgi Skúlason sem leikur Jaka og gerir það mjög vel. Það á kannski eftir að trufla íslensku áhorfendurnar eitthvað að sjá Helga leika en heyra rödd Kristins. Fyrir aðra skiptir það ekki máli því þeir vita það ekki.“ Að sögn Atla Heimis tekur Viki- vaki klukkutíma I flutningi. „Mér fannst það helst til stuttur tími því sagan er flókin og mikið sem þarf að segja á stuttum tíma. Ég hefði vel getað hugsað mér að gera lengra verk, en ein klukkustund Atli Heimir Sveinsson. var skilyrði frá byijun að hálfu sjónvaipsstöðvanna. Verkið gerir því þær kröfur til höfunda að efnið sé samþjappað og það krefst einnig mikils af áhorfendum." Atli Heimir segist ekki hafa áhyggjur af því að tónlistin komist ekki vel til skila í gegnum sjónvarp- ið. „Á hinum Norðurlöndunum er sent úr í stereó og ég held að það eigi að útvarpa óperunni samtímis sjónvarpsútsendingunni á íslandi,“ segir hann. Listamenn frá öllum Norður- löndunum unnu við gerð Vikivaka. Leikstjórinn er finnskur eins og áður sagði, og söngvarnir íslenskir og fínnskir, búningar voru gerðir af Norðmönnum, danska útvarps- hljómsveitin flytur tónlistina undir stjórn Petri Sakari frá Finnlandi og kórinn er einnig danskur. Thor Vilhjálmsson skrifaði handritið, leiklistarráðunautur var Gunnilla Jensen og Ieikmyndina gerði Georg Sikov. lega og menningarlega, og þess vegna er það skiljanlegt að kvik- myndaiðnaðurinn leiti I æ ríkara mæli út fyrir stórþjóðahringinn eftir efniviði og nýjum hugmyndum. Bú- ast má við að fylgst verði náið með kvikmyndagerð smáþjóðar með al- dagamla menningu í farteskinu og hún af og til beðin að lána sitthvað úr skjattanum. Hvernig tökum við slíkri beiðni? Hvernig skilgreinum við okkar hlut í vaxandi alþjóðlegri kvik- myndasamvinnu? Ijölbreytileikinn í íslenskum kvik- myndum er raunar ótrúlegur miðað við hve saga þeirra er stutt. Æski- legt væri að reynsla undanfarinna ára fymist ekki, óskandi væri að aðstandendur íslenskra kvikmynda skrifuðu meira um reynslu sína, ekki síst vegna þess að meðal þeirra eru ritfærustu höfundar okkar. Vel- gengni þeirra, sem og mistök, er nokkuð sem komandi kynslóðir kvik- myndafólks þurfa að læra af. Þótt mörg líkindi séu með bóka- gerð og kvikmyndagerð er samt einn stór munur: það er svo miklu dýrara að gera kvikmynd en að gefa út bók. Og þetta þurfa stjórnmálamenn að skilja. Stefán Á. Jónsson þama er víða votlent, stöðuvötn enda mörg, og lækir og ár fleiri en tölu verði á komið. En einmitt af þeim sökum er þama víða ógreiðfært nema kunnugum, sérstaklega á vorin og fyrrihluta sumars. Á vetrum, þeg- ar vötn öll vora ísi lögð, gafst þó oft hið besta göngufæri. Vora menn þá svo fljótir í ferðum að undrum sætti eins og sögur í riti þessu bera með sér. Til dæmis er sögð saga af manni nokkrum í Miðfirði sem arkaði suður að Gilsbakka í Hvítársíðu eftir með- ulum, hallaði sér þar út af um stund meðan þau voru tekin til, en sneri síðan rakleitt heimleiðis. Hjarð- búskapurinn krafðist þolni og tak- markalítiis úthalds, um annað var ekki að ræða. Og enn nytja Húnvetningar afrétt- arlönd sín. Smölun sauðfjár fer fram sem áður. Æðimargt hefur þó breyst. Víða má aka á bílum þar sem áður varð að fara á hestum. Til vetrar- ferða má svo nota vélsleða. Og stund- um era þyrlur notaðar við eftirleit. Því munu valda mannúðarsjónarmið fremur en markaðs. En ótækt mun þykja að ofurselja nokkra kind hungri og harðræði vetrarins. Höfundar þessa rits era margir og skrifar hver um sinn afrétt. Allir hafa þeir unnið með svipuðum hætti úr efni sínu. Allt er það hlutlægt og gagnort og lítið um óþarfa útúrdúra. Þátturinn um eyðibýlin hefði gjarnan mátt vera lengri og ýtarlegri, auk þess sem hægt hefði verið að birta myndir af býlum þeim sem fóru ekki í eyði fyrr en á seinni áratugum. Sjálfsagt var að gera þeim svipuð skil og byggðum býlum, en um þau var fjallað í öðra bindi ritsins. Allnokkuð er af myndum I bók- inni, bæði í lit og svart-hvítu. Hefur val þeirra tekist misjafnlega. Sumar, einkum hinar svart-hvítu, eru alltof daufar. Stöku litmynd sýnist líka vera yfírlýst: Iandslagið verður allt ljósgult! Uppdráttur fylgir hveijum þætti, Iitprentaður. Það er að sjálfsögu góðra gjalda vert. Með hjálp landa- bréfs getur ókunnugur mun betur glöggvað sig á efninu. Rit þetta er nú orðið sextán hundr- uð síður að stærð. Óhætt er að segja að þarna hafí verið safnað saman miklum og alhliða fróðleik um hérað- ið, íbúana, söguna og nú síðast óbyggðirnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.