Morgunblaðið - 12.04.1990, Side 19

Morgunblaðið - 12.04.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990 19 M-hátíð á Vesturlandi: Bókmennta- og tón- listarvaka á Hvanneyri Hvannatúni í Andakíl. LIÐUR í M-hátíð á Vesturlandi var bókmennta- og tónlistarvaka á Hvanneyri og var fjallað um borgfirsku skáldin, Jón Helgason prófessor frá Rauðsgili og Halldór Helgason frá Ásbjarnarstöðum, og fræðimanninn Kristleif Þorsteinsson frá Stóra-Kroppi. Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli kynntist Jóni Helgasyni (f. 1899, d. 1986) náið í Kaup- mannahöfn og sagði frá ætt hans og ævi, Páll Bergþórsson frá Fljótstungu gerði Halldóri Helga- syni (f. 1874, d. 1961) góð skil og Andrés Jónsson í Deildartungu rifjaði upp kynni sín af Kristleifi á Stóra-Kroppi (f. 1861, d. 1952). Til að kynna skáldin og Krist- leif nánar lásu Björn Þorsteinsson, Inger Traustadóttir, Kristín Hall- dórsdóttir og Sigurður Guðmunds- son úr verkum þeirra. Snorri Hjálmarsson á Syðstu-Fossum og Ingþór Friðriksson, Borgarnesi, sungu einsöng við undirleik Ingi- bjargar Þorsteinsdóttur, Borgar- nesi. Hún stjórnaði og söng einnig nokkur lög með sönghópi úr Bor- garnesi. Kristín Halldórsdóttir, Borgar- nesi, kynnti atriðin en í undirbún- ingsnefnd fyrir þetta atriði M- hátíðar voru Jakob Jónsson, Var- malæk, Kristín Halldórsdóttir og Magnús Sigurðsson, Gilsbakka. Gestir samkomunnar fengu fjöl- ritaða dagskrá, ásamt Söngtextum og ættartölu þeirra sem um var fjallað. Kynningin þótti sérstak- lega vel heppnuð að sögn gesta. D.J. Bændablaðið og Landsbyggð- in sameinuð BLÖÐIN Bændablaðið og Landsbyggðin, sem Bændasynir hf. gefa út, hafa nú verið sam- einuð í eitt blað, og höfúðstöðv- ar útgáfúnnar fluttar til Eyrar- bakka. Bændablaðið hefur komið út um þriggja ára skeið en Landsbyggðin frá miðju ári 1988. Blöðin eru jafnt helguð umfjöllun um alla lands- hluta, en eigendur útgáfufyrirtæk- isins eru um 300 hluthafar víðs vegar um landið og eru flestir þeirra bændur. Á myndinni sjást þýskir hermenn kanna valinn eftir harða bar- daga við Valdres í Noregi seint í apríl. En á innfelldu myndinni eru Knud V. J. Jespersen og Berit Noklebye. Minnst inn- rásar Þjóð- verja í Noreg og Danmörku ÞESS var minnst í Danmörku og Noregi á mánudaginn að 50 ár voru liðin frá innrás heija Hitlers í löndin. Sagnfræðing- arnir Berit Naklebye frá Noregi og Knud V.J. Jespersen frá Dan- mörku fluttu fyrirlestra um inn- rásina og hernámsárin í Norr- æna húsinu á mánudagskvöld. Þar kom fram að barátta and- spyrnuhreyfinga hefði átt sinn þátt í að styrkja siðferðisþrek íbúa landanna en rannsóknir hefðu sýnt að spellvirki, m.a. á járnbrautum, hefðu vart haft teljandi áhrif á stríðsrekstur Þjóðveija. Kristján X konungur skipaði danska hernum að gefast upp eftir nokkurra klukkustunda bardaga á landamærunum. í Noregi var ákveðið að reyna að verjast enda aðstaða öll betri og auk þess treyst á stuðning breskra og franskra hermanna. Þjóðveijar höfðu þó betur eftir tveggja mánaða baráttu og urðu Norðmenn og Danir að þreyja fimm ára hernám. Þúsundir manna létu lífið, margir úr röðum andspyrnuhreyfinga en að auki fórst fjöldi norskra sjómanna. Við upphaf styijaldarinnar áttu Norð- menn fjórða stærsta kaupskipa- flota í heimi og sigldi megnið af honum fyrir Bandamenn öll stríðsárin. Svíkja út parket og selja með afslætti Rannsóknarlögregla ríkisins hefúr haft til rannsóknar mál manna farið hafa milli byggingavöruverslana í Reykjavík, tekið út dýrar vör- ur, einkum parket, og greitt fyrir með skuldabréfum að öllu leyti eða langstærstum hluta. Síðan hafa þeir selt vörurnar með verulegum afslætti og látið skuldabréfin falla. Þeir sem keypt hafa af þeim munu í flestum tilfellum hafa haldið sig vera að kaupa smyglaða vöru. Að sögn rannsóknarlögreglu hefúr verulegur hluti þess varnings sem menn þeir, sem rannsóknin beinist að, tóku út skilað sér aftur til selj- enda. Morgunblaðið ræddi við forsvars- menn þriggja byggingavöruverslana í Reykjavík sem orðið hafa fyrir barðinu á þessum mönnum. Þrír menn hafa nýlega setið í gæsluvarð- haldi vegna lögreglurannsóknarinn- ar en Morgunblaðinu er kunnugt um að 10 manns, flestir dæmdir saka- menn, 20-35 ára gamlir, hafi átt aðild að málum sem þessum í nokkr- um byggingavöruverslunum í Reykjavík í vetur. Hjá einum verslunareigendanna hafði ungur maður tekið út vörur fyrir eina milljón króna, greitt út 300 þúsund en undirritað skuldabréf fyrir afganginum. Hann kom í versl- unina ásamt manni og konu sem ábyrgðust skuldabréfið. Hjá þessari verslun eins og hinum tveimur var athugað hvort fólkið væri á vanskila- skrám en svo reyndist ekki vera. Þegar ekki var greitt af skuldabréf- unum var farið að athuga málið og kom þá í ljós að menn þessir höfðu keypt sér notaðan húsbíl og notað vörurnar til að greiða kaupverðið. í annarri verslun sviku sex ungir menn á þremur vikum út 5-600 þúsund króna virði af parketi. Þeir komu tveir og tveir saman og greiddu að öllu leyti með skuldabréf- um. Ekki var komið að gjalddaga þegar haft var samband við verslun- areigandann og honum sagt að maðkur kynni að vera í mysunni. Þá kom í ljós að parketið höfðu mennirnir selt sem smyglað með um það bil helmings afslætti. Þessi verslun hefur fengið hluta vörunnar til baka. I þriðju verslunina komu þrír ung- ir menn, sögðust vera að gera upp íbúð fyrir mann sem væri væntan- legur til landsins eftir 10 daga og vildu fá að taka parket út á reikn- ing. Samið var um að látinn skyldi af hendi víxill sem greiðast átti eft- ir tíu daga. Mennirnir, sem gáfu upp rétt nöfn og heimilisföng, fundust ekki á vanskilaskrám. Víxillinn var aldrei greiddur og við eftirgrennslan fannst parketið á gólfi í íbúð fólks sem átt hafði viðskipti við mennina og greitt fyrir með notuðum bíl. Lagt var hald á bílinn og kaupend- urnir, sem héldu vöruna smyglaða, og verslunareigandinn náðu sam- komulagi sem fól í sér að greitt var heildsöluverð fyrir parketið. Ein þessara verslana varð fyrir hundruð þúsunda tjóni skömmu fyr- ir áramót þegar maður hringdi þang- að skömmu fyrir lokun, bað um ákveðinn sölumann og kynnti sig sem starfsmann ákveðinnar bygg- ingaverslunar úti á landi sem þarna hefur verið í föstum viðskiptum. Hann sagðist þurfa 100 fermetra af parketi og að sendiferðabíll mundi sækja það samdægurs þar sem bytja ætti að leggja það á gólf daginn eftir. Varan var afgreidd og verslun- inni úti á iandi sendur reikningur- inn. Þar könnuðust menn ekki við úttektina og þegar málið var kannað kom í ljós að sendiferðabílstjórinn, sem var grandalaus um málavöxtu, hafði afhent parketið við Hafnar- fjarðarhöfn ókunnum manni sem sagðist vera að setja það um borð í strandferðaskip. Þar um borð hefur parketið aldrei farið og svikarinn er ófundinn. Eskifjörður: Nýr bátur bæt- ist í flotann Eskifirði. NÝR bátur hefur bæst í fiota Eskfirðinga. Það er Guðmundur Þór SU 121, tæplega 10 tonna bátur, byggður hjá Samtaki í Hafiiarfirði. Nýi báturinn leysir af hólmi sam- nefndan 11 tonna bát sem búið er að úrelda. Guðmundur Þór er með 115 tonna kvóta. Skipstjóri og út- gerðarmaður er Gylfi Þór Eiðsson. Báturinn hefur hafið róðra og er róið með línu. Gylfi mun verka afl- ann af bátnum sjálfum. Sýning Huldu í Ás- mundarsal og Mokka HULDA Halldórsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sinum í Mokka við Skólavörðustíg og í dag, fimmtudag, opnar hún sýningu í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýningin í Ásmundarsal er opin frá klukkan 14-20 alla daga, en henni lýkur 22. apríl. Sýningin á Mokka stendur til 1. maí. Allar myndir Huldu eru unnar úr acryl og olíu. Þú getur lækkað fargjaldið þitt Innlegg í ferðasjóðinn 1000 krónur Handhafi þessa seðils sparar sér 1000 krónur ef hann staðfestir ferð til Costa del Sol, Mallorka eða Algarve í Portúgal fyrir 1. maí. Hver einstaklingur getur skilað einum miða þannig að fimm manna fjölskylda sparar sér fimm þúsund krónur o.s. frv. Ekki skiptir máli hvenær sumars ferðirnar eru farnar. Fylgist með auglýsingum okkar á næstunni til að fá fleiri miða. URVAL-UTSYN Örugg þjóniuita um allan heim Álfabakka 16, sími 60 30 60 og Pósthússtræti 13, sími 26900. i - haj

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.