Morgunblaðið - 12.04.1990, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990
n
DANFOSS
VHT HVAD ÞÚ VILT!
Mikil útbreiösla DANFOSS ofnhitastilla a
fslandi sýnir aö þeir eru í senn nákvæmir og
öruggir.
Æ fleiri gera nú sömu kröfur tii baðblöndun-
artækja og velja hitastilltan búnaö frá
DANFOSS.
Með DANFOSS næst kjörhiti á heimilinu
Þú stillir á þægilegasta hitann í hverju her-
bergi og DANFOSS varðveitir hann nákvæm-
lega.
Og í baðinu ertu alltaf öruggur með rétta
hitann á rennandi vatni, ekki sfst fyrir litla fólkið
þitt.
Aukin vellíðan, lœgri orkukostnaður.
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, SlMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJONUSTA - LAGER
Alþjóðleg ráðstefna um hollustu omega-3 fitusýra í fískmeti:
Niðurstöðurnar gætu
skipt miklu máli varð-
andi eftirspurn eftir fiski
- segir dr. Sigmundur Guðbjarnason há-
skólarektor sem flutti erindi á ráðstefnunni
VÍSINDAMENN frá 25 löndum tóku nýlega þátt í alþjóðlegri ráð-
stefnu, sem haldin var í Washington í Bandaríkjunum, um hollustu
omega-3 fítusýra í fískmeti, en aðild að ráðstefnunni áttu meðal
annars allar helstu heilbrigðisstofnanir og rannsóknarstofnanir í
heilbrigðismálum í Bandaríkjunum. í ályktun sem gefin var út að
lokinni ráðstefnunni segir að sýnt hafi verið fram á heilsufræðilega
nauðsyn omega-3 fitusýra. Því hvefji vísindamennirnir til þess, að
öll fæða innihaldi þær. Dagleg neysla á 0,5-1,0 grammi af omega-3
fitusýrum gæti minnkað líkurnar á dauðsföllum miðaldra Bandaríkja-
manna af völdum hjarta- og kransæðasjúkdóma um 40%, auk þess
sem nýjar niðurstöður bendi til þess að þær geti dregið úr dauðsföll-
um af völdum krabbameins. Dr. Sigmundur Guðbjarnason háskóla-
rektor var einn framsögumanna á ráðstefhunni, en hann flutti er-
indi um rannsóknir sem hann hefur unnið að ásamt Eddu Benedikts-
dóttur og Elínu Guðmundsdóttur um jafiivægi á milli omega-3 og
omega-6 fitusýra í hjartavöðva i tengslum við mataræði, streitu og
öldrun.
Fiskneysla dregur úr hættu
á hjarta- og æðasjúkdómum
Sigmundur Guðbjarnason sagði í
samtali við Morgunblaðið að á ráð-
stefnunni í Washington hefði meðal
annars verið fjallað um áhrif fisk-
metis og þá ekki síður lýsis á blóð-
frumur, blóðflögur og það kerfi sem
stjórnar blóðstorknun, og jafnframt
hvernig omega-3 fitusýrur geta
dregið úr hættunni á myndun blóð-
tappa.
„Þessar fitusýrur virðast einnig
hafa hagstæð áhrif á aðrar blóð-
frumur og frumurnar sem þekja
æðarnar að innan, og geta dregið
úr hættunni á myndun æðakölkunn-
ar og æðaþrengsla. Þá hafa menn
einnig getað sýnt fram á að fisk-
neysla dregur úr hættu á hjarta-
og æðasjúkdómum og úr dánartíðni
af völdum þeirra sjúkdóma. Bæði
hefur þetta verið rannsakað með
því að láta hópa manna neyta svo
og svo mikils af fiski, og einnig
hafa verið gerðar kannanir eins og
ég var að kynna á ráðstefnunni, þar
sem borin er saman fiskneysla þjóða
annars vegar og dánartíðni af völd-
um hjarta- og æðasjúkdóma hins
vegar. Það sýnir sig að eftir því sem
þjóðirnar neyta meira af fiski þeim
mun lægri er dánartíðni af völdum
hjarta- og æðasjúkdóma. Þá er einn-
ig vaxandi áhugi á rannsóknum þar
sem omega-3 fitusýrur eru notaðar
við liðagigt, allskyns húðsjúkdómum
og krabbameini.
Omega-3 fitusýrur eru í fiskholdi
í mismiklu magni eftir því hver fisk-'
tegundin er, og meira er af þeim í
feitum fiski en mögrum. Það er þó
ekki einungis þessi fita í fiskinum
sem er áhugaverð, heldur þykir
eggjahvítan í fiskinum mjög góð.
Hefur hún til dæmis verið rannsök-
uð með hliðsjón af kólesteróli í blóði
og æskilegum snefilefnum, þannig
að fiskurinn sem slíkur virðist hafa
mjög æskilega eiginleika sem fæða.
Ég tel að það sé mjög líklegt að
langlífi íslendinga sé ekki vegna
þess að lífið hafi verið auðvelt hér
á landi, heldur vegna þess að fiskur-
inn hefur verið svo ríkur þáttur í
Magnaður
kraftur
-felst í þessu litla hylki
Það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að byggja
upp mikinn líkamlegan styrk á skömmum tíma
ef rétt er á haldið. Ein undirstaðan og sú
mikilvægasta er að tryggja rétt bætiefni.
Magnamín bætiefnabelgirnir eru örugg, auðveld
og hagkvæm leið. t»eir eru gerðir fyrir íslenskar
fæðuvenjur til þess að tryggja íslendingum
nákvæmlega þau efni sem þeir þarfnast.
Taktu góða Magnamíniotu - með
morgunmatnum og nældu þér
í kraft fyrir vorið.
Magnamín
með morgunmatnum
- magnar kraftinn.
:*• beigirnir