Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 21

Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 Dr. Sigroundur Guðbjarnason fæðunni og því haft mjög heillavæn- leg áhrif á heilsufarið. Miðað við Noreg, Finnland, Danmörku og Svíþjóð er dánartíðnin hjá eldri borgurum á íslandi af völdum hjarta- og æðasjúkdóma lægst, en hér er fiskneyslan í kílógrömmum á mann á ári mest.“ Fyrst og fremst um fyrir- byggjandi áhrif að ræða Sigmundur sagði að fyrst og fremst væri um fyrirbyggjandi áhrifi omega-3 fitusýranna að ræða. Omega-3 fitusýrurnar stæðu á viss- an hátt í samkeppni við aðra tegund af fjölómettuðum fitusýrum, svo- kallaðar omega-6 fitusýrur, sem einkum eru til staðar í jurtaolíum. Svo virtist sem jafnvægið á milli omega-3 og omega-6 fitusýra skipti ákaflega miklu máli í sambandi við ýmis stjórnkerfi líkamans, auk þess sem þær væru nauðsynlegar fyrir eðlilegan vöxt og þroska dýra og manna. „Omega-3 fitusýrur hafa talsvert öðru hlutverki að gegna en þær fitu- sýrur sem eru til dæmis í smjöri og tólg. Slík fita sem er mest harðfeiti er fyrst og fremst notuð sem orku- gjafi í líkamanum. Fjölómettuðu fitusýrurnar eru mun meira notaðar við uppbyggingu og endurnýjun á frumuhimnum og í stjórnkerfum fruma og líffæra, og hæfilegt magn af omega-3 og omega-6 fjölómett- uðum fítusýrum er lífsnauðsynlegt fyrir eðlilegan þroska barna, eðlileg- an þroska heilans, taugakerfisins, hjartans og annarra líffæra. Allar öfgakenndar breytingar á jafnvægi á milli þeirra virðast vera óhagstæð- ar á hvorn veginn sem er, hvort sem omega-6 fitusýrur eru auknar á kostnað hinna eða öfugt, því þarf að átta sig á því hvers konar hlut- föll þurfa að vera þarna á milli. Flestir næringafræðingar hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að fjölbreytt fæði sem neytt er í hófi er vænleg- ast, og allar öfgar í mat og drykk séu til tjóns. Hins vegar er þekking- in á þessu sviði mjög mikilvæg vegna þess að mikill fjöidi fólks hefur af ýmsum ástæðum afbrigði- legt magn þessara efna. Jafnvægið á milli þeirra getur raskast af ein- hverjum ástæðum, og það getur haft áhrif á heilsufar og starfsemi hinna ýmsu líffæra, en það eru fleiri og fleiri líffæri sem virðast vera háð eðlilegu jafnvægi þessara efna. Þarna erum við að átta okkur á því að þetta er hluti af mjög viðkvæmu stjórnkerfi. Sumir halda því fram að á síðustu árhundruðum hafi menn farið að borða meira og meira af omega-6 fitusýrum, og þá einkum á síðustu áratugum þegar menn fóru að neyta mikils af hreinsaðri kornolíu og og öðrum jurtaolíum, sem innihalda mjög mikið af omega-6 fitusýrum. Þetta hafi raskað hlutfalli omega-3 og omega-6 fitusýranna, en það virðist mega breyta því aftur með mataræðinu og það virðist hjálpa mörgum. Við höfum tii dæmis rann- sakað hvernig feitmetið breytir efnasamsetningunni í hjartavöðvan- um, maganum og heilanum. Komið hefur í ljós að feitmetið hefur frekar lítil áhrif á heilann, en mjög mikil áhrif á hjartað og þó nokkur áhrif á magann.“ Omega-3 fitusýrur hafa áhrif á streituþol „Við höfum síðan kannað hvort þetta skiptir einhverju máli varðandi streituþol, og höfum við komist að því að hjá tilraunadýrum að minnsta kosti skiptir það máli. í tilrauninni voru dýrin alin á þrenns konar fóðri, sem innihélt 10% lýsi, 10% smjör og 10% kornolíu. Þau dýr sem alin voru á 10% lýsi þoldu streituá- Iag miklu betur en önnur dýr, en þau sem fengu kortnolíuna þoldu það verst, og hjá þeim vár dánart- íðnin langhæst. Streituþolið er einn- ig háð aldri dýranna, en eftir því sem þau eru eldri þeim mun lakara er streituþolið eins og þarna var mælt. Þegar síðan er borin saman efnasamsetningin í hjörtum þesara dýra og efnasamstetningin í hjörtum manna, sem ýmist dóu skyndilega af slysförum eða dóu skyndilega úr hjartadauða, þá kemur í ljós að hjá þeim sem dóu skyndilega úr hjarta- dauða var efnasamsetningin áþekk efnasamsetningunni í þeim tilraun- dýrum sem voru með mjög lítið streituþol. Þegar ástæðan fyrir þessu er síðan könnuð nánar þa virð- ist jafnvægið á milli omega-6 og omega-3 fitusýranna hafa áhrif á hormónaviðtaka, sem taka við boð- um streituhormóna og berast til dæmis með blóðinu til hjartans sem viðbrögð við streitu. Viðtakar og viðbrögð þeirra dýra sem fengu þorskalýsi voru dempuð og minni en hinna, og streituþolið þess vegna meira. Viðbrögð hormónaviðtaka dýranna sem alin voru á kornolíu virtust miklu meiri, og þoldu þau dýr streituna ver og dóu miklu frek- ar. Sú efnasamsetning sem við fund- um í hjörtum manna sem deyja skyndidauða, hjartadauða, virðast vera áþekk þeim breytingum sem við sjáum þar sem hormónaviðtak- arnir eru mjög næmir og viðbrögðin við streitu kannski ýkt. Spurningin er því hvort við getum dempað þessi viðbrögð hjá mönnum og aukið streituþolið. Þetta höfum við ekki getað kannað beint, en allar dýratil- raunir benda til þess að svo sé. Hins vegar er spurningin sú að ef hægt er að hafa áhrif á þessa streituhorm- ónaviðtaka í hjartanu með þessum hætti, þá sé það ef til vill einnig hægt í öðrum líffærum. Þá er ein- mitt komið að þeirri spurningu hvoit hægt sé með breytingu á mataræði að hafa áhrif á hormónaviðtaka af þessu tagi almennt og dempa eða örva viðbrögð þeirra. Þetta tengist mörgum vandamálum í læknisfræð- inni, til dæmis heilastarfseminni og geðheilsu manna, þannig að þetta er mjög áhugavert að rannsaka frekar. Mönnum er að verða það ljóst að geðheilsa manna getur tengst mjög hormónaviðtökum í heilanum, og ef það reyndist mögu- legt að hafa áhrif á þá með matar- æði, þá er komið að öðrum og stór- um verkefnum, en á þessu stigi er þetta auðvitað einungis tiigáta. Það á síðan alveg eftir að fá svar við þeirri spurningu hvernig þessar fjölómettuðu fitusýrur í nánasta umhverfi viðtakanna í frumuhimn- unni fara að því að hafa áhrif á eiginleika viðtakanna og virkni þeirra, en um það er ekkert vitað enn. Við erum lítillega bytjuð að reyna að rannsaka það, en mér vit- anlega eru ekki aðrir að því.“ Gæti leitt til aukinnar eftirspurnar eftir fiski Sigmundur sagði að niðurstöður ráðstefnunnar í Washington gætu skipt miklu máli varðandi eftirspurn eftir fiski, og hann áliti að eftir því sem menn sannfærðust betur um hollustu fisks þá færi eftirspurnin eftir fiskmeti vaxandi og verðið að sama skapi hækkandi, en það gæti því skipt verulegu máli fyrir íslend- inga. „Annað sem ég held að skipti miklu máli í þessu sambandi er að þó að Bandaríkjamenn hafi margir hvetjir mikinn áhuga á að borða ftsk, þá eru þeir hræddir við meng- un í fiskinum. Þessi ótti fælir menn því frá fiskneyslu, en það gætu ís- lendingar nýtt sér meðal annars á þeim forsendum að fiskurinn komi hér úr hreinum og köldum sjó. Þó að það sé viss og kannski vaxandi mengun við strendur landsins, þá held ég að sú mengun sé ekki í neinum verulegum mæli komin í fiskinn á þeim miðum þar sem hann er veiddur. Ég held að miklu meiri hætta sé af þessari mengun við strendurnar í sambandi við fiskeld- ið, og að eldisfiskurinn verðu miklu mengaðri heldur en sá sem kemur af hinum hefðbundnu fiskimiðum, þannig að við þurfum auðvitað að gæta okkar í þeim efnum. Óttinn við mengun og mengaðan fisk virð- ist hafa aukist, og þessu hefur ver- ið haldið á lofti í Bandaríkjunum, en þar og víðar er sjórinn orðinn mjög mengaður. Við þurfum því að gera fiskinn að þeirri gæðavöru sem hann getur verið og á að vera, og það er spurning hvort við eigum ekki að selja fiskinn í einhveijum sérflokki. Þessi fiskur kemur úr köldum sjó þar sem hlutfall þessara efna sem um ræðir er mjög hag- stætt, en samsetningin er mjög breytileg meðal annars eftir um- hverfi og hitastigi. Grunnrannsóknir af þessu tagi geta því haft geysilega hagnýta þýðingu fyrir markaðssetn- ingu á fiski og gera hann að eftir- sóttri og dýrri heilsuvöru, og þá sérstaklega ef hann er auglýstur sem hollustufæða úr köldum og ómenguðum úthafssjó við ísland.“ tsiAxos (k; ivVkói’t \ FALLEGAR OG EIGULEGAR BÆKUR TIL FERMINGARGJAFA ÍSLENSKUR SÖGUATLAS 1. BINDI. 12.490 KR. Stórglæsilegt rit sem ó erindi við alla unga íslendinga. íslandssagan birtist í þeim búningi sem unga kynslóðin kann að meta. ATLAS AB. 9.000 KR. Víðtækasta uppflettirit um lönd og lífheim jarðarinnar sem birst hefur ó íslensku. Ótæmandi fróðleiksnóma. ÆVISÖGUR ORÐA. 1.500 KR. Saga orða og orðtaka rakin og skýrð svo langt sem heimildir nó. ÍSLENSKIR MÁLSHÆTTIR. 1.875 KR. Ómissandi viskubrunnur og uppflettirit fróðleiksfúsra lesenda. ÍSLENSKT ORÐTAKASAFN 1.—2. BINDI. 3.750 KR. Allt um íslensk orðtök. Hreinn skemmtilestur. FUGLAR ÍSLANDS OG EVRÖPU. 3.920 KR. Aukin og endurskoðuð útgófa þessa einstaka grundvallarrits lýsir 635 íslenskum og evrópskum fuglategundum. UNGT FÓLK OG VANDAÐAR BÆKUR EIGA SAMLEIÐ. FÉLAGI TIL FRAMTÍÐAR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.