Morgunblaðið - 12.04.1990, Page 25

Morgunblaðið - 12.04.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 25 Shevardnadze um varnir sameinaðs Þýskalands: Gæti tilheyrt tveimur hernaðarbandalögum Brussel. Reuter. SAMEINAÐ Þýskaland ætti að geta tilheyrt bæði Varsjárbandalaginu og Atlantshafsbandalaginu (NATO) sem gætu tekið upp varanleg tengsl. Þessi viðhorf koma fi-am í grein eftir Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sem birtist í tímaritinu NATO’s Sixte- ea Nations sem gefið er út í Brussel. Talsmaður bandariskra sljórn- valda vísaði hugmyndum Shevardnadze á bug í gær. Stjómvöld í Sovétnkjunum hafa „Margir sérfræðinga okkar .. eru hingað til hafnað þeirri hugmynd að sameinað Þýskaland verði í NATO. Skrif Shevardnadzes þykja benda til að Sovétmenn séu nú reiðu- búnir að falla frá kröfu sinni um hlutleysi sameinaðs Þýskalands. Móðir Ter- esa sest í helgan stein Páfagarði. Reuter. MÓÐIR Teresa, sem fékk frið- arverðlaun Nóbels fyrir fram- lag sitt í þágu fátæks fólks, hefiir sagt af sér störfum hjá alþjóðlegri hjálparstofiiun, sem hún rak. Gerði hún það af heilsufarsástæðum en hún verður áttræð á þessu ári. í tilkynningu frá Páfagarði sagði, að Jóhannes Páll II páfi hefði fallist á afsögnina og yrði nýr forstöðumaður hjálparstofn- unarinnar skipaður í september. Móðir Teresa hefur lengi verið táknræn fyrir þá, sem vinna að hjálparstörfum fyrir fátæka og sjúka í þriðja heiminum, og hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir árið 1979. Hún hefur átt við hjartveiki að stríða síðasta hálfa árið og var raunar vart hugað líf um tíma. Reuter Móðir Teresa þeirrar skoðunar að tvöföld aðild Þýskalands gæti verið hentug leið út úr þeim erfíðleikum sem nú blasa við,“ segir ráðherrann. En Shevardnadze segir engu að síður að hlutleysi eigi að vera langtímamarkmið fyrir Þýskaland og aðild þess að Atlantshafsbanda- laginu einu saman sé ekki ásættan- leg. í greininni leggur ráðherrann til að hemaðarbandalögin tvö verði til staðar uns nýju evrópsku öryggis- kerfi hafi verið komið á laggirnar. Hann leggur til að Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÓSE) fái á sig formlegri mynd með reglulegum leiðtogafundum að- ildarríkjanna 35 og föstu starfsliði. Þangað til að þetta gerist ættu NATO og Varsjárbandalagið að taka upp formleg tengsl bæði á pólitíska og hemaðarsviðinu. Talsmenn NATO hafa sagt að þeir vilji ekki taka upp slík tengsl fyrr en Varsjár- bandalagið sé orðið að pólitísku bandalagi fullvalda ríkja. She- vardnadze segir að nú sé sá tími kominn. „Núna er bandalagið reist á eðlilegu samstarfi fullvalda, jafn- rétthárra ríkja þar sem enginn gerir tilkall til einokunar á völdum eða sannleikanum." Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjastjómar, vísaði hug- myndum Shevardnadze á bug í gær. Hann sagði að aðild Þýskalands að báðum hemaðarbandalögunum jafngilti í .raun hlutleysi og væri óviðunandi. Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands hefur áður hafn- aði svipuðum hugmyndum. MiG-þota á uppboði London. DPA. SOVÉSK orrustuþota af gerðinni MiG-21 verður boðin upp hjá Christie’s uppboðshaldaranum í London í lok mánaðarins. Þotan var smíðuð arið 1964 fyrir ungverska flugherinn og er talið að fyrir hana fáist milli 100 og 150 þúsund sterlingspund, jafnvirði 100-150 milljóna ísl. króna. Á uppboðinu, sem fram fer skammt frá háskólabænum Cam- bridge, verða seldar 41 sjaldgæf flugvél. Reuter Þeódorakis ráðherra Fyrsta hægristjóm í Grikklandi frá árinu 1981 tók við völdum í gær og er hún undir forystu Konstantíns Mitsotakis, leiðtoga Nýja lýðræðis- flokksins. Efnahagsöngþveiti ríkir í landinu eftir margra ára óstjóm sósíalistaflokks Andreas Papandreous og Mitsotakis hét því að nýja stjómin myndi temja sér „aðra hætti, annað siðferði, án gerræðis og hroka.“ Á myndinni sést tónskáldið Mikis Þeódorakis eftir að hann hafði svarið embættiseið sem ráðherra án ráðuneytis. Þeódorakis, sem einkum er þekktur fyrir lagið „Dans Zorba“, var áratugum saman gallharður kommúnisti en hefur nú snúið við blaðinu og bauð sig fram til þings fyrir flokk Mitsotakis. Gíslar í Líbanon: Belgíska stjóniin ræðir við fulltrúa hryðjuverkamanna Bresk blöð gagnrýna Frakka harölega fyrir meint gíslaviðskipti viö Gaddafi Brussel, London, Toronto. Reuter. MÖGULEGT er að senn verði samið við palestínsku hryðju- verkasamtökin Byltingarráð Fatah í Líbanon um að sleppa fleiri belgiskum gíslum. Tals- maður Byltingarráðsins heldur ROSE: Oll Evrópa verði eitt markaðssvæði Bonn. dpa. HANS-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, lagði í gær til, að komið yrði á fót þremur stofnunum, sem ynnu að því að gera Evrópu alla, frá Atlantshafi til ÚralQalla, að einu markaðssvæði. Kom þetta íram á RÖSE-ráðstefhunni um efnahagssamvinnu í Evrópu en hún er haldin i Bonn. Á fundi með efnahagssérfræð- ingum frá 35 aðildarríkjum RÖSE, Ráðstefnunnar um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, hvatti Genscher til, að sett yrði upp samevrópsk uiti- hverfismálastofnun, stofnun, sem fylgdist með hugsanlegum óróa- og átakasvæðum, og í þriðja lagi stofn- un, sem sæi um að samræma lög og reglur innan allra RÖSE-ríkj- anna. Kvaðst hann sjá Evrópu fyrir sér sem eitt markaðssvæði og sagði, að Bonnfundurinn væri upphaf miklu nánari samvinnu í efnahags- málum aðildarríkjanna. w s Hans-Dietrich Genscher Um sameiningu þýsku ríkjanna sagði Genscher, að Þjóðveijar vildu aðeins vera frjálsir og lifa í sátt og samlyndi við nágranna sína og lagði áherslu á, að fullt tillit yrði tekið rjshagsmuna Sovétríkjanna. þessu fram en belgíska stjórnin segir viðræður við ráðið vera á viðkvæmu stigi og vill ekki frek- ar tjá sig um málið. Breskir fjöl- miðlar hafa ráðist harkalega á frönsk stjórnvöld fyrir að af- henda Muammar Gaddafi, ein- ræðisherra Líbýu, nokkrar her- þotur gegn því að fá síðasta franska gíslinn í Líbanon lausan síðastliðinn þriðjudag. Gaddafi hefur lengi stutt við bakið á ýmsum hryðjuverkasamtökum Palestinumanna. Walid Khaled, talsmaður hiyðju- verkasamtakanna, sagði frétta- manni Reuters að tekið gæti nokk- um tíma að semja um málið. Hann sagði einnig að grundvallarskilyrði væri að sleppt yrði úr haldi Pal- estínumanninum Nasser Said sem afplánar lífstíðardóm í belgísku fangelsi fyrir tilræði gegn bæna- húsi gyðinga í Antwerpen 1980. Belgíumanninum Femand Hou- tekin var sleppt á þriðjudag ásamt franskri unnustu sinni og barni þeirra og voru þau látin laus vegna tilmæla Gaddafis. Eftir eru fjórir belgískir gíslar í Líbanon; bróðir og mágkona Houtekins ásamt tveim börnum þeirra. Þeim var rænt af snekkju á Miðjarðarhafi árið 1987. Að sögn Khaleds starf- aði fólkið fyrir ísraelsku leyniþjón- ustuna, Mossad, og gat hann þess að belgíska stjómin yrði einnig að „takmarka starfsemi Mossads á belgísku landssvæði.“ Gíslarnir hafa fengið góða meðferð, að sögn talsmannsins. „Við setjum enga úrslitakosti, hótum ekki að taka fólkið af lífi ef kröfum okkar verði ekki sinnt. Við höldum þeim föngn- Reuter Walid Khaled, talsmaður hryðju- verkasamtakanna Byltingarráð Fatah. um, það er allt og sumt.“ Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja Byltingarráð Fatah ein hættuleg- ustu hryðjuverkasamtök í heimi, þau beri ábyrgð á fjölda tilræða og hafi drepið eða sært um 900 manns víða um heim undanfama tvo áratugi. Leiðtogi þeirra er Sabri al-Banna sem betur er þekkt- ur undir nafninu Abu Nidal. Talið er að Nidal búi nú í Líbýu. Frakkar gagnrýndir Breskir fjölmiðlar gagnrýna harkalega frönsk stjórnvöld og segja ljóst að Gaddafi hafí haft afskipti af gislamálinu vegna þess að Frakkar ákváðu að láta hann hafa þijár Mirage-herþotur sem vom til viðgerðar í Frakklandi. Samkomulag er um það í Evrópu- bandalaginu að selja Líbýumönn- um ekki vopn vegna stuðnings Gaddafis við hryðjuverkahópa og segja bresku blöðin að Frakkar láti eiginhagsmuni ráða. „Ógeðfellt framferði franskra ráðamanna er þeir smjaðra fyrir Gaddafi, skjól- stæðingar hans hafa nú látið lausa þijá gísla, sýnir enn einu sinni hve hræsnin varðandi þessi mál er mik- il í alþjóðasamskiptum," sagði The Times. Blaðið segir að næst þegar Bretar verði sakaðir um skort á evrópskri samstöðu hljóti Margaret Thatcher forsætisráðherra að mega hrópa: Tripoli! [heiti höfuð- borgar libýu] í eyra sérhvers Frakka sem beri fram aðfinnslur. Franski utanríkisráðherrann, Ro- land Dumas, hefur hrósað Gaddafi fyrir „göfugmannlega og mannúð- lega framkomu" í málinu. The Daily Mail segir ummælin valda ógleði hjá fólki sem annars láti sér fátt fyrir bijósti brenna og The Independent tekur í sama streng. Sum frönsk blöð segja ljóst að herþotumar hafi ráðið úrslitum en fagna niðurstöðunni; nú séu engir franskir gíslar lengur í Libanon. Vinstriblaðið Liberation sagði málalokin sigur fyrir frönsku ut- anríkisþjónustuna en hrósyrðin um Gaddafí væru undarlega há- stemmd. George Bush Bandaríkjaforseti segir að rétt sé að hæla Gaddafi fyrir afskipti hans hafi hann átt þátt í lausn málsins en eftir sem áður sé mikill ágreiningur mili Bandaríkjanna og Libýu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.