Morgunblaðið - 12.04.1990, Side 26

Morgunblaðið - 12.04.1990, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 verðdæmi a, tjögurra manna tirnabmnu -ig, ryi. Vikuverð ,3> fjögurra n.anna timabilinu A a herbergia. Faborg á t» f,l 28. júb- v toðsíendur meöíram alln Dantnörku.. '07íír R-itvJÍLa;vintvn uPp á Pað angar allt og sýður af ánægju þegar sumarið nær hámarki í Danmörku. Komið og fínnið það sjálf. Víðáttmiklar strendur. Grænir skógar og engi. Og allskonar skemmtigarðar s.s. Tivoli, Fárup Sommerland, finna í elsta konungsríki veraldar. Og hjá Danland býr maður með allt innan seilingar. Rétt við bestu baðstrendur Danmerkur. Komið á staðinn og njótið sumarsins. Við hlökkum til þess að geta boðið ykkur allt það sem sannarlega getur talist danskt. Hringið og fáið sendan bækling og verðlista. íf DANMARKS TURISTRÁD NORRÆNA FKROASKRIKSIOFAN, SMYRII. IJNE - ÍSIANI) Laugavegur 3 Fjarðargata 8 RcykjaviTc Seyðisfjörður S.: 91-626362 S.: 97-21111 Danland Bretland: Hægt að akveða kynferði fósturs St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frí- mannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LÆKNAR við Hammersmith-sjúkrahúsið í London hafa uppgötvað aðferð til að ákveða kynferði fósturs, að því er segir í frétt The Sunday Times sl. sunnudag. Áður en langt um líður fæðast tvö börn, sem eru árangur þessarar aðferðar. Aðferðin er sú, að fijóvga egg á tilraunastofu og þegar það er þriggja daga gamalt fjarlægja eina frumu og nota hana til að komast að raun um, hvors kyns hið frjóvgaða egg verður. Ef kynferðið er það, sem sótzt var eftir, er fóstr- inu komið fyrir í legi móður og vex þar eðlilega heppnist aðgerðin vel. Þetta er í fyrsta skipti, sem vísindamönnum tekst að sýna fram á, að þeir geti örugglega ákvarðað kynferði fósturs. Mikilvægi aðferð- arinnar felst í því, að hún gerir mögulegt að draga úr tíðni erfða- sjúkdóma. Ýmsir arfgengir sjúk- dómar berast einungis eftir kven- legg eða karllegg. Þegar vitað er, að foreldrar hýsa gallaða erfðavísa er hægt að ganga úr skugga um hvort barnið muni þjást af sjúk- dómnum með því að komast að kynferði þess strax í móðurkviði. Andmælendur segja, að þetta sé upphafið að því, að búa til börn eftir forskrift. Samtök gegn fóstur- eyðingum segja, að þessi aðferð sé engin lækning gegn arfgengum sjúkdómum, hún lækni með því að drepa sjúklinginn. Martin Bobrow, prófessor í barnalækningum við Guy’s-sjúkra- húsið í London, sagði, að andmæl- endur þessarar aðferðar væru ekki stuðningsmenn lífsins, heldur væru þeir stuðningsmenn þjáningar og færri kosta í mannlífinu. Síðar í þessum mánuði mun neðri málstofa brezka þingsins greiða atkvæði um nýja löggjöf um fóst- urtilraunir. í frumvarpi til laga, sem liggur fyrir málstofunni er gert ráð fyrir að slíkar tilraunir verði heimil- aðar á fóstrum allt að 14 daga gömlum. Frumvarpið var samþykkt fyrr á árinu í lávarðadeildinni með veru- legum meirihluta. Þingmenn hafa fijálsar hendur um, hvernig þeir greiða atkvæði; flokkarnir taka ekki afstöðu. Talið er líklegt, að frumvarpið verði samþykkt, en and- stæðingar þess halda uppi sterkum áróðri gegn því. Verði það fellt bannar það sjálfkrafa allar aðgerðir á borð við þær sem læknarnir á Hammersmith-sjúkrahúsinu hafa beitt til að ákvarða kynferði fósturs. Gleðilega páska Opnunartími um páskana: skírdagur, 12/4 - opið kl. 9-21 föstudagurinn langi, 13/4 - lokað laugardagur, 14/4 - opið kl. 9-21 páskadagur, 15/4 - lokað annar páskadagur, 16/4 - opið kl. 9-21 - ÞAR SEM VORIÐ BYRJAR Reuter Afvopna kontra-liða Hermenn frá Venesúela koma til Onuca í Hondúras í þeim tilgangi að liðsinna kontra-skæruliðum frá Nicaragua að leggja niður vopn. Er það gert í tengslum við forsetaskipti í Nicaragua síðar í þessum mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.