Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 38

Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 Heim úr skólanum glöð Umsjón: SAMFOK. Guðni Olgeirsson Svefiibarna Sofðu unga ástin mín, úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. í þessari alkunnu vögguvísu Jóhanns Sigurjónssonar er gef- ið í skyn að sveftiinn sé góður fyrir ungar sálir um dimmar nætur. Þessi visa hefur verið kyrjuð við rúmgafl ungra Is- lendinga i nokkrar kynslóðir og alltaf á boðskapur hennar sama erindi til okkar þótt barnagullin séu að vísu öðruv- ísi i nútímanum. Það eru ekki ný sannindi að böm þurfi nægan svefn til vaxtar og þroska. Það er hins vegar ekki alltaf auðvelt að koma böm- um í rúmið á kvöldin þótt foreldr- ar leggi mikið á sig til að það megi takast og beiti jafnvel for- tölum. Börn eru yfirleitt forvitin og vilja fylgjast með því sem gerist á heimilum. Kvöldin eru á mörgum heimilum eini tími dags- ins sem fjölskyldan getur verið saman, vinnutími er langur, bæði pabbi og mamma vinna úti og þá er eðlilegt að börn vilji njóta samvista við sína nánustu og segja frá atburðum dagsins. Örlítil dæmisaga í fyrstu kennslustund dagsins ætlaði kennarinn að biðja 9 ára nemendur að vinna skemmtilegt verkefni sem krafðist þess að bömin væru virk, færu í leiki og töluðu saman. Minna varð úr en til stóð því börnin vildu helst sitja við borðið og fást við eyðufylling- arverkefni sem lítið þurfti að hugsa um. Ástæðan var augljós, börnin vom upp til hópa dauð- þreytt og grútsyfjuð. Við nánari eftirgrennslan komst kennarinn að því að börnin höfðu almennt ekki farið að sofa fyrr en eftir ki. 11 kvöldið áður. Þau höfðu fæst sofið 8 tíma um nóttina. Þess vegna þurftu börnin að hvíla sig í skólanum og höfðu ekki þrek til að læra. Ráða má af þessari sögu að skólatíminn hafi nýst börnunum mjög illa vegna þreytu og slapp- leika. Það er umhugsunarefni því skóladagurinn er yfirleitt mjög stuttur hjá okkur. Að vísu er það hollt fyrir börn að hvílast og taka lífínu með ró en það er fráleitt að klípa af stuttum skóladegi í þeim tilgangi. Börnin verða að koma útsofin og hvíld í skólann, annars geta þau lítið lært. Sveftivenjur barna Helgi Kristbjarnarson læknir gerði grein fyrir könnun sem gerð var á vegum geðdeildar Land- spítalans um svefnvenjur íslenskra bama í blaðinu Með fólki, 1. tbl. 1988. í ljós kom að meðalsvefntími var nokkuð breytilegur en í heild reyndist hópurinn fylgja eftirfarandi reglu: Svefntími 2ja ára barna var 12 klst. og svefntíminn styttist síðan um 15 mín. fyrir hvert ald- ursár þannig að 6 ára barn svaf 11 klst., 10 ára barn 10 klst. o.s.frv. Svefntími er vissulega breytilegur milli einstaklinga en sjaldgæft er að frávikið frá þess- ari reglu sé að jafnaði meira en tvær klukkustundir. I þessari sömu könnun greindi Helgi einnig frá því að í saman- burði við rannsóknir erlendis virð- ast íslensk böm hafa nokkuð heil- brigðar svefnvenjur, minna sé um martraðir og ýmsa vanlíðan en fram kemur í erlendum könnun- um. Við hljótum að vera ánægð með niðurstöður þessarar könn- unar og fagna því að íslensk börn hafi heilbrigðar svefnvenjur. Hins vegar verða foreldrar að gæta þess að börn nái að hvílast á heimilum og fái nægan nætur- svefn. Það nær ekki nokkurri átt að 9 ára böm sem þurfa að vakna í skólann fyrir allar aldir fari að sofa um lágnættið. Reynið að fá þau til að sofna með góðu, róa þau, tala við þau, lesa fyrir þau yngri, syngja með þeim vögguvísur, fara með bænir o.s.frv. Gangi ykkur vel. Ég skal vaka og vera góð, vininum mínum smáa meðan óttan rennur ijóð og roðar kambinn bláa og harpa syngur hörpuljóð á hörpulaufið gráa. Halldór Laxness Veist þú: r hvað bamið þitt sefur að jafnaði margar klukku- stundir á sólarhring? ■ hvenær bekkjarfélagar barnsins þíns fara að sofa? ■ hvort barnið þitt er syfjað í skólanum? ■ að þýðingarlaust er að nota valdbeitingu við að svæfa börn? r hvort baminu’þínu líður illa í svefni, fær martraðir, er spennt o.þ.h.? Hefur þú liugleitt?: að til þess að börn geti náð árangri í námi þurfa þau að geta einbeitt sér að hverju við- fangsefni. Til þess að svo megi verða þurfa börnin a.m.k. næg- an nætursvefn, staðgóða nær- ingu, hlýju og öryggi á heimili og heilbrigða hreyfmgn. Börnin okkar eiga skilið að við búum þeim sem bestar aðstæður til að læra. Gagnslaust gæða- mat við HÍ? eftir Robert Cook Það var heldur kaldhæðnisleg uppgötvun þegar ég kom til íslands í janúar til að hefja störf sem kenn- ari við Háskólann að eitt leiðinleg- asta einkenni háskólalífs í Banda- ríkjunum, sem ég hélt að ég hefði sagt skilið við, var í rauninni komið til landsins rétt á undan mér. Ég á við nýtt gæðamat sem tekið var upp í Háskóla íslands sl. haust og rætt var um í grein „Eggin gefa hænun- um einkunnir" í Morgunblaðinu 11,3. 1990. Þetta kerfi er nákvæm- lega hið sama og ég átti að venjast í Bandaríkjunum, eyðublöð með blá- um rákum til að gera spurninguna áberandi og hringur sem nemendur eiga að fylla inn í með blýanti (nr. 2); þeir velja einn hring af fimm fyrir hveija spurningu á mælikvarð- anum frá -^2 til +2. Auk þess gefa þeir kennslunni og námskeiðinu ein- kunnir á bilinu 0-10. Eyðublöðin eru síðan sett inn í tölvu sem spýtir út úr sér tölfræðilegu mati á kennaran- um- Eftir að hafa kennt í þijátíu ár við ameríska háskóla, átt sæti í ýmsum dómnefndum og verið deild- arforseti þar sem nauðsynlegt var að leggja mat á kennslu, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mat af þessu tagi sé ekki bara óheppilegt og gagnslaust heldur geti einnig haft skaðlegar afleiðingar. Kerfið er óhentugt. Kennsla er of flókin og viðkvæm listgrein til þess að hægt sé að vega hana og meta á þann hátt að nemendur fylli inn í nokkrar eyður þegar fáeinar mínútur eru eftir af síðasta tímanum í lok annar. Það væri eins hægt að biðja nokkra tónlistarunnendur um að gefa tónlist eftir Bach og Mahler einkunn á skalanum 1 til 10 eins og oft er talað um til gamans. Það er of auðvelt að fylla þetta eyðublað út, það tekur lítinn tíma og krefst sennilega lítillar umhugsunar hjá nemendum. En engu að síður hafa tölurnar sem nemendur gefa — góð- ir nemendur og lélegir, þeir sem leggja hart að sér og þeir sem slá slöku við, þeir sem mæta í tíma reglulega og þeir sem mæta örsjald- an — allar sama vægi og breytast í tclur sem verða (á þessari talna- öld) teknar sem alvarlegur og óvefengjanlegur dómur. Það hefur ekki enn verið ákveðið hveijir fá aðgang að þessum tölum en það er óhjákvæmilegt að þessar einkunnir verði skrásettar og geymdar og not- aðar af þeim sem eiga að leggja mat á kennarann í sambandi við styrk, stöðuhækkun eða launahækk- un. Afdrifaríkar niðurstöður ættu ekki að byggjast á ómerkilegri at- hugun. Háskólakennsla er ekki aðeins listgrein, hún er einnig of fjölbreytt til þess að hægt sé að leggja á hana einfaldan mælikvarða. Eyðublaðið sem ætlað er í tölvu getur ekki ver- ið annað en „procrustean". (Prókr- ustes átti tvö rúm sem urðu að passa öllum gestum — ef maður var of stuttur var teygt úr honum en ef hann var of langur var höggvið af honum.) Fjöldi nemenda eða eðli námskeiðsins skiptir engu máli, sér- stök stefna eða aðferðir sem kennar- inn ætlar sér að nota skipta engu máli — mælikvarðinn er alltaf sömu 15 spurningarnar („Æfingatímar í námskeiðinu eru of fáir/of margir?" liður 14 til dæmis) og að auki tvær heildareinkunnir. Ohjákvæmilegt er að einkunnir í stórum, ópersónuleg- um skyldunámskeiðum verða, að öðru jöfnu, lægri en í fámennum, hlýlegum valnámskeiðum. Auðvitað ðr það öruggt að kennari í fyrir- myndarveröld „hvetur til spurninga og svarar spurningum" (liður 6) en í mjög fjölmennu námskeiði eða í námskeiði þar sem nemendur eru óframfærnir getur verið að þetta sé ekki hægt. Á sama hátt getur verið að það sé ekki viðeigandi í sérstökum námskeiðum, t.d. málþjálfun, að kennari „bendi á ítarefni" (liður 8) Robert Cook „Kennsla er of flókin og viðkvæm listgrein til þess að hægt sé að vega hana og meta á þann hátt að nemendur fylli inn í nokkrar eyður þegar fáeinar mínútur eru eftir af síðasta tímanum í lok annar. Það væri eins hægt að biðja nokkra tónlistar- unnendur um að gefa tónlist eftir Bach og Mahler einkunn á skal- anum 1 til 10 eins og oft er talað um til gam- ans.“ og samt fær kennarinn sem gerir það ekki 0 í hringinn, jafnvel -4-2. Kerfi sem er svona gallað getur ekki gefið góða raun. Sem aðferð til að leggja mat á kennara er það óhæft og ósanngjarnt. Þegar við í dómnefndum þurftum að dæma kennslu litum við ekki á einkunnir heldur fórum beint í tíma til að hlusta á kennarann. (Háskólayfir- völd hins vegar geymdu og notuðu einkunnir.) Sem tæki til að leiðbeina kennara hvernig hann geti bætt sig í kennslu eru tölulegar niðurstöður könnunarinnar ófullnægjandi. Þó bjartsýnir menn í Háskóla íslands haldi að þetta gæðamat leiði til betri kennslu, er ekkert sem sannar að tölvustýrð skoðanakönnun sem þessi geti orðið til þess. Sem aðferð til að leiðbeina nemend- um um hvaða nám- skeið þeir skuli velja, er ólíklegt að röð af tölum komi að gagni sem not- hæf ábending. Sem „viðvörunarmerki" um óhæfa kennara eru þær óþarfar, vegna þess að í litlu samfélagi eins og háskóla berast kjaftasögur fljót- lega og allir vita hvaða kennarar eru góðir og hveijir eru slæmir. Ef þetta sem ég segi er satt, hvern- ig stendur þá á því að verið er að flytja inn þetta tölvu- stýrða einkunna- kerfi? í fyrsta lagi er ástæðan einskonar þörf fyrir sanngirni og löngun til að efla nemendur. (To „empower", þ.e. að „efla“ nemandann er mikið tískuorð í bandarískum háskólum nú á dögum, og það er oft einskonar blekking. Þessi eyðublöð minna mig á blöð í hótelherbergjum sem gestir fylla út — tilgangurinn er ekki í þágu hótels- ins heldur undir því yfirskini að láta gestunum finnast þeir skipta máli.) Fyrst kennarar gefa nemendum einkunnir, því skyldu nemendur ekki líka gefa kennurum einkunnir? Þessi röksemdafærsla er því miður gölluð. Kennarar gefa einkunnir í tölum og líta á þær sem illa nauðsyn, en óhjá- kvæmilega vegna þess að nemendur þarf að meta þannig að hægt sé að bera þá saman. Það er hins vegar engin ástæða til að meta kennara hvern gegn öðrum. Það sem er í raun einna ógeðfelldast við þetta nýja kerfi er samkeppnin sem fylgir milli kennara. Önnur ástæða þess að svona kannanir eru til er að þær svala þorsta okkar nútímamanna fyrir töl- fræðilegar niðurstöður, þörf okkar fyrir að geta gengið að öllu vísu eftir að það hefur verið nákvæmlega flokkað. Það kemur ekki á óvart að kerfið sem nú hefur verið tekið upp í HÍ kemur frá Bandaríkjunum, þar sem stjórn háskóla hefur á síðustu árum æ meira verið í höndum sér- menntaðra atvinnuforstjóra sem kenna ekki en fá tvöfalt hærra kaup en prófessorar og reka háskóla eins og fyrirtæki. (Þetta hefur sem betur fer ekki gerst á íslandi.) Slíkt fólk lifir í heimi tölvugagna, tölfræðirita og línurita, og slíkar kannanir eru vatn á myllu þess. Kerfið er ekki eingöngu óheppi- legt og gagnslaust, heldur getur líka haft skaðlegar afleiðingar. Bestu kennararnir munu að sjálfsögðu leiða þetta allt hjá sér, en það eru aðrir sem taka eftir því — ekki að- eins hvaða einkunn þeir fá sjálfir heldur einnig hvaða einkunn sam- kennarar þeirra fá. Kennarar fara ósjálfrátt að tala um einkunnirnar og bera sig saman og finnst þeir vera í samkeppni hver við annan. sumir þeirra munu gera það sem þeir geta til þess að verða „hærri“, einkum og sérílagi ef þá grunar að tekjur þeirra, líkur á stöðuhækkun, styrkir sem þeir eiga kost á o.s.frv. byggist á góðri útkomu í gæðamat- inu. í stóru námskeiði þar sem kraf- ist er mikillar vinnu, einkum ef um skyldunámskeið er að ræða, er líklegt að gæðamatið sýni að vinnu- álag sé of mikið. Kennarinn gæti þá ákveðið að draga úr kröfunum, ekki endilega af því að það væri rétt að gera það heldur til þess að hann fengi hærri einkunn næsta Könnun á kcnnslu og námskeiðum. Þróunamefnd stúdenta/ Kennslumálanefnd H.í. Markmið þcssarai könnunar cr að bæia kcnnsluhælli við H.l. Vinsamlcgasi svarið þvi spumingunum sanivi-Áusamlcga með því að fylla úl í viðkomandi hringi. Hinsiök hlöð l’ara ckki uin Itcndur kcnnara cn unnið vcrður úr könnuninni á vcgum kcnnslumála- ncfndar a lölu i livcm dálk! 1. Er kcnnslan (sainræmi við upphaflcg markmið? 0 nlKck © © © © fullkomlcga 2. Nýlasi kennslúgilgii þcr í námskciðinu? © © © © © 3. Undirbúningur kcnnara cr: © © © © © 4. Áhugi kcnnárans á cfninu cn "a iiuii © © © © 5. Hvcmig kemur kcnnari cfninu til skila? © illj © © © "© vc! ö. Kcnnari hvclur lil spuminga og svarar spurningum: © © © © © 7. Viðmói kcnnara við ncmcndur cr: © iRl.imlcVI © © © © 8. Bcndir kcnnari á úarclni? © © © 9. Skipulag námskciðsins cr aö þínu mali. © © © © "© 10. Miðað viðciningaljölda í uámskciðinu vai r vinnuálag ©" © © ® © 11. Vckur iuímskciðið áhuga þinn á frckara nái ini? '©' © © ©"©"' 12. Mundir |m mæln nivð þcssi’ nánisk. við afl nn ncmciyltu rs? O © ©'©"" 13. Fyrirlcsirar í námskciðinu cru: <4 fiir © © ©' © 14. Æflngalímar i námskciöinu cm: © © © O "©’“ 15. Nolar þú aðallcga við námið (cflir lorgangsrcið. I = Mcsl). Kcnnsluhickur i Tímaglósur Aöcins cina lölu i hvcmdálk! Alhcndi ^Annað (íefðu kcnnslunni cinkunn: ©00ÖO0©©©©0 kkr <*'I**V (>efðu námskeiðinu einkunn: ®©©0©(j)©0©©© alu ICIcjii mjog goil Athugasemdlr:_______________________ ________ A pj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.