Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 39
ORfif JIH1A Sf HU0AQUTMMN OKJAJHMUOHOl MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 vetur. Klókur kennari verður ekki lengi að gera sér grein fyrir því að besta leiðin til að bæta einkunnina er að auka vinsældir sínar, og það er hægt að gera á marga vegu, bæði með viðeigandi aðferðum en einnig á annan hátt (eins og að gefa nemendur hærri einkunnir en þeir eiga skilið). Það er auðveldara að vera vinsæll kennari en góður kenn- ari. Ég hef reynslu af því að sumir kennarar, sem eru mjög vinsælir, kenna í rauninni alls ekki neitt en tekst að sannfæra nemendur (með leikrænum tilþrifum og sefjun) um að þeir séu að læra eitthvað. Aðrir kennarar geta verið þurrir og fúlir, beitt gamaldags kennsluaðferðum og þó veitt nemendum betri menntun en þeir sjálfir gera sér grein fyrir. Stundum gerist það að nemandi gerir sér enga grein fyrir því fyrr en löngu síðar hvaða námskeið voru góð og hver voru léleg og að hann mat það ekki rétt meðan á því stóð. Ég heyrði nýlega dæmi um nemanda hér á Islandi sem gaf lágar einkunn- ir þegar hann fyllti út eyðublað í desember en sá það í öðru ljósi þeg- ar hann las fyrir próf í janúar og gerði sér grein fyrir því að hann hafði í rauninni lært miklu meira en hann hafði haldið. Allir skynsamir menn vita að töl- fræðilegar niðurstöður ljúga og það hlýtur að vera til önnur og betri aðferð til að leggja mat á kennslu. A fyrstu háskólaárum mínum í Prin- ceton höfðum við mun manneskju- legri aðferð sem er enn við lýði að því er ég best veit. I lok hverrar annar hittust nemendur sem verið höfðu í sama námskeiði eða nokkrir fulltrúar nemenda í stórum nám- skeiðum og sömdu nokkrar athuga- semdir — yfirleitt nokkuð langa efn- isgrein — um kennarann. Athuga- semdimar vom oft hnyttnar og hnit- miðaðar og drógu bæði fram kosti og galla þess sem um var rætt („NN er mjög vel að sér og hefur innileg- an áhuga á efninu en eyðir of mikl- um tíma í að horfa út um gluggann, leiður á svip.“ „NN telur námsefnið auðveldara en það er og hefur ekki lært listina að gera nemendum það auðskilið.“) Þessar athugasemdir eða smáritgerir voru prentaðar í stúdentablaðinu og vom ekki bara vinsælt lesefni heldur veittu nem- endum einnig leiðsögn þegar þeir fóm að velja sér námskeið og hugs- anlega einnig kennumm til að bæta sig (ef kennari getur bætt sig). Og ef einhver deildarforseti eða rektor vildi geyma þetta gat hann einfald- lega klippt þetta út og sett í möppu. Kennarar vom oft dætndir miskunn- arlaust en þetta var gert í góðum anda og átti vel við í andrúmslofti háskólans, en það sama verður ekki sagt um þurrar tölur og línurit. Slíkt kerfi krefst auðvitað meiri vinnu af hálfu stúdenta en að fylla út eyðu- blað. Ég vona að það sé ljóst af þessu að ég er ekki andvígur því að lagt sé mat á kennara. Ég vil hins vegar mótmæla þessum lágkúrulega út- reikningi sem nýlega var tekinn upp í Háskóla íslands. Ég myndi hins vegar fagna því að nemendur gerðu persónulegar athugasemdir eða hóp- ur nemenda skrifaði umsögn sem væri gerð af vandvirkni og eftir nokkra íhugun. Og að lokum: Hver sem er, innan Háskólans eða utan, sem hefur áhuga á að vita hvernig ég sem opinber starfsmaður, kenni, er velkominn að koma í tíma til mín hvenær sem er. Ég vil heldur láta meta mig á mannlegan, persónuleg- an hátt, ekki með ómanneskjulegum útreikningi. (Frá því ég samdi fyrstu drög að þessari grein hefur komið fram ný og endurbætt útgáfa á eyðublaðinu. Iæitin að hinu fullkomna eyðublaði getur haldið endalaust áfram, en þegar og ef það birtist mun það ekki breyta þeirri skoðun sem haldið er fram í þessari grein, þ.e. að ekk- ert tölvustýrt gæðamat geti nokkurn tíma bætt kennslu i háskóla. Nýtt eyðublað hefur þann kost fram yfir það gamla, að meira rými er fyrir athugasemdir nemanda. En hvers vegna ekki að sleppa þessum þýðing- arlausu einkunnum algerlega?) Höfundur er prófessor í ensku við Háskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.